Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnar Jón Sig-tryggsson fædd- ist að Núpi í Dýra- firði 3. febrúar 1928. Hann lést á Vífils- staðaspítala 10. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigtryggur Kristins- son, f. 18.11. 1896, d. 19.12. 1972, og Krist- jana Vigdís Jóns- dóttir, f. 23.11. 1904, d. 1.5. 1984. Bræður Gunnars eru: 1) Kristján, f. 8.6. 1931, maki Sigrún Guð- mundsdóttir, f. 3.10. 1931. 2) Ólaf- ur Hörður, f. 17.3. 1934. 3) Krist- inn Gils, f. 2.2. 1944. Hinn 28. ágúst 1949 kvæntist Gunnar eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Svanhildi Jóns- dóttur, f. 27.11. 1930. Foreldrar hennar voru Jón Ármann Bene- diktsson, f. 17.12. 1897, d. 2.12. 1963, og Valdís Ragnheiður Jóns- dóttir, f. 26.10. 1892, d. 10.10. 1962. Börn Gunnars og Guðbjarg- ar eru: 1) Kristján Sigtryggur, f. 14.6. 1949, maki Ásta G. Sigurð- ardóttir, f. 22.6. 1951. Börn þeirra eru: a) Guðbjörg Unnur, maki Sig- arinn, b) Aðalheiður Valdís, c) Gunnar Dagur. 6) Aðalheiður Ósk, f. 19.12. 1967, maki Ingvi Þór Hjörleifsson, f. 9.1. 1971. Börn þeirra eru: a) Kristjana Vigdís, b) Arnþór Ingi. Gunnar og Guðbjörg byggðu upp búið Fögrubrekku í Innri- Akraneshreppi og hófu þar bú- skap árið 1955. Gunnar starfaði sem húsasmíðameistari með bú- störfunum og sneri sér alfarið að iðn sinni er þau fluttu á Akranes árið 1967. Árið 1970 fluttu þau í Sandgerði þar sem Gunnar starf- aði við trésmíðar hjá Vélsmiðjunni Herði hf. Árið 1977 hóf hann rekstur Trésmiðju Gunnars Sig- tryggssonar sem hann starfrækti til ársins 1984. Þá hóf hann störf hjá varnarliðinu í Rockville á Mið- nesheiði þar sem hann starfaði til ársins 1997 að hann lét af störfum fyrir aldurssakir þá á sjötugasta aldursári. Gunnar tók virkan þátt í fé- lagsstörfum. Hann átti sæti í sókn- arnefndum og tók þátt í kóra- starfi, bæði í Innri-Hólmssókn og síðar Hvalsnessókn. Þá var hann félagi í Sjálfstæðisflokknum og átti sæti í hreppsnefnd Miðnes- hrepps frá 1982-1986, auk þess sem hann átti sæti í ýmsum nefnd- um bæði í Innri-Akraneshreppi og Sandgerði. Útför Gunnars fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. urgeir Jóhann Aðal- steinsson og eiga þau þrjá syni, b) Haukur, c) Gunnhildur Erla. 2) Kolbrún Rut, f. 1.11. 1951, fyrrverandi maki Einar Helgason, f. 15.8. 1944. Börn þeirra eru: a) Helgi Valur, sambýliskona Þórunn Gunnarsdóttir og eiga þau tvö börn, b) Gunnar Svanur, sambýliskona Áslaug Björnsdóttir og á hún eina dóttur, c) Rúna, maki Þorsteinn Ingi Ómarsson og eiga þau einn son. 3) Valur Ármann, f. 21.8. 1953, maki Þóra Aradóttir, f. 25.1. 1954. Börn þeirra eru: a) Thelma Rut, sam- býlismaður Magnús Garðarsson, b) Hlynur Þór, c) Ari Lár. 4) Rakel Kristín, f. 17.8. 1957, maki Jóhann Guðbjörn Guðjónsson, f. 18.8. 1954. Synir þeirra eru: a) Guðjón Örn, sambýliskona Anna Lea Gestsdóttir og eiga þau eina dótt- ur, b) Kristján Helgi, sambýlis- kona Íris Sigurðardóttir, c) Þröst- ur Leó. 5) Jón Ragnar, f. 9.3. 1964, maki Hrefna Gunnarsdóttir, f. 11.4. 1962. Börn þeirra eru: a) Þór- Ég þakka Guði löngu liðinn dag sem lét mig eignast þig að ævivin. Og öll þau blóm sem uxu á þinni leið með ilm og fegurð hresstu og glöddu mig. Og birtan sem þú breiddir yfir allt sló bjarma á lífið allt í kringum þig. Svo líða dagar, ár og ævitíð og ýmsum blikum slær á loftin blá. Í sorg og gleði alltaf varstu eins og enginn skuggi féll á þína brá. Svo brast á élið, langt og kólgukalt og krafan mikla um allt sem gjalda má. Og fljótið niðar enn sem áður fyrr og ennþá flúðin strýkur næman streng. Við blæþýtt ljóð, um blóm og sumaryl og bjarta kyrrð – í minningu um þig. (Oddný Kristjánsdóttir.) Þegar kveðjustund rennur upp í lífinu, streyma minningarnar fram í hugann eins og fljót, óendanlegar. Þegar ég horfi yfir ævistarfið hans pabba er ótrúlegt að hann skyldi hafa tíma til að sinna fjölskyldunni sinni en það hafði hann sannarlega, hann var alltaf til taks fyrir okkur öll. Á uppvaxtarárum mínum í sveit- inni okkar undir Akrafjallinu, byggði hann bæinn okkar, Fögrubrekku, sem við erum svo stolt af og okkur finnst alltaf fallegri en öll önnur hús. Þessi fyrstu ár ævi minnar eru svo lifandi í minningunni. Pabbi og mamma sívinnandi, alltaf hlið við hlið í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Húsin risu upp hvert öðru reisulegra, íbúðarhúsið og síðan úti- húsin og við systkinin tókum þátt í þessari uppbyggingu af veikum mætti, fengum í hendurnar hamar, sem var lítið minni en við sjálf og naglhreinsuðum og skófum timbur. Það þurfti að sinna búskapnum með byggingarframkvæmdunum og pabbi vann alltaf út í frá líka. Stund- aði sjómennsku og vann við smíðarn- ar, lengi við höfnina á Akranesi og allt annað sem til féll. Sveitungarnir og vinirnir komu og hjálpuðu þegar kom að því að steypa veggi eða gólf, en annars voru það hendurnar hans og hugurinn sem unnu allt þetta af- rek og mamma stóð alltaf eins og klettur við hlið hans. Þrátt fyrir allt þetta hafði pabbi alltaf tíma til að rétta mömmu hönd við innistörfin á kvöldin enda fann hann oft til þess hve vinnudagurinn hennar var lang- ur. Síðustu árin þegar kraftarnir fóru þverrandi, heyrði ég hann oft spjalla við mömmu um prjónaskap- inn og það sem hún var að vinna í höndunum. Þannig tóku þau alltaf þátt hvert í annars störfum og hugs- unum. Það að fá að alast upp við þessar aðstæður, umvafin kærleika, var okkur systkinunum sex ómetan- legt veganesti út í lífið. Það er ekki sjálfgefið í dag að hjón standi saman eins og þau hafa gert í meira en hálfa öld, eini aðskilnaðurinn var þegar annað hvort þeirra þurfti að leggjast inn á sjúkrastofnanir og á síðustu ár- um fór þeim vikum sífellt fjölgandi sem pabbi þurfti að eyða fjarri fal- lega heimilinu þeirra í Sandgerði, en þangað fluttust þau búferlum árið 1970. Það er því augljóst að missir mömmu er mikill. Í seinni tíð naut ég þess að spjalla við hann um lífið og tilveruna og oft bárust þá í tal bernskuslóðirnar hans vestur í Dýrafirði. Honum þótti mjög vænt um Dýrafjörðinn og var ánægður með hvað ég sótti þangað hin seinni ár. Þessi stórkostlegi stað- ur átti áreiðanlega þátt í að móta hans traustu og styrku skapgerð. Pabbi var einstaklega vel gerður maður og þoldi illa að heyra talað illa um nokkurn mann, hvað þá að hann tæki þátt í því sjálfur og óheiðarleiki fannst einfaldlega ekki í hans skap- gerð enda vildum við systkinin ógjarnan standa frammi fyrir augna- ráði hans, stæði hann okkur að óheil- indum. Það er okkur öllum óendanlega dýrmætt að hann skyldi geta eytt síðustu jólunum heima hjá mömmu og áramótunum á Fögrubrekku hjá Kristjáni bróður mínum og fjöl- skyldu hans, eins og undanfarin ár. Það var greinilegt að til þess að geta það, notaði hann síðustu kraftana sem hann átti til. Síðasta kvöldið sem hann lifði, sat ég hjá honum og við töluðum um það sem framundan væri og fórum í stutta ferð í huganum vestur í Dýrafjörð. Það var auðheyrt að hann vissi að hverju dró. Þessi stund er mér ómetanleg og ég þakka forsjóninni fyrir að færa mér hana. Elsku pabbi minn. Þakka þér fyrir allt. Megi faðir ljóssins og móðir jörð umvefja þig kærleik og friði og styrkja okkur öll í sorginni. Rut Gunnarsdóttir. Ég fékk símtal frá Íslandi 10. jan- úar sl. og var það tengdamamma að segja mér frá láti Gunnars Sig- tryggssonar, sem hefur verið vinur og það mjög kær í yfir 40 ár, eða síð- an ég giftist Sævari, frænda Guð- bjargar konu Gunnars (eða Lillu eins og hún er alltaf kölluð). Mér var strax tekið sem einni af fjölskyldunni og var það ómetanlegt að mínu áliti sem ung og óörugg kona sem kveið mikið fyrir að hitta allt það fólk sem Sævar elskaði og talaði svo mikið um, já og var óvanalegt af ungum manni að elska og dýrka fjölskyldu sína eins mikið og hann gerði. En það sýndi sig að allt þetta fólk var elskulegt, hjálplegt og þeirra ein- kenni var „einn fyrir alla og allir fyr- ir einn“. Að koma sem gestur á heim- ili Gunnars og Lillu er ekki hægt að lýsa. Þar stóð okkur allt til boða og ekkert vandamál var svo mikið að ekki væri hægt að leysa það á auð- veldan hátt og þegar við Sævar vor- um í heimsókn á Íslandi var þeirra heimili alltaf endastöð okkar. Að sækja okkur til Reykjavíkur var ekkert mál frekar en allt annað sem þau gerðu fyrir okkur og að leysa mann út með gjöfum var hversdags- legur hlutur af þeirra hálfu. Já, hjónin Gunnar og Lilla voru sérstök fyrirbæri að mínu áliti. Í kapphlaupi annarra við að hafa sem mest og best af heimsins gæðum, vörðu þau sínum tíma og efnum í að gera öðrum greiða eða gefa sem mest af öllu sem þau gátu gert. Við Sævar fengum loksins að verða þeirrar gæfu aðnjótandi að taka á móti Gunnari og Lillu sumarið 2000, er þau létu verða af því að koma í heimsókn til okkar í Málmey, en þá var Gunnar sem fyrr mjög veikburða og átti erfitt með að hreyfa sig og var þar að auki veikur af inflúensu, hafði verið með háan hita kvöldið áður. En að fara í ferð- ina var aldrei neitt vafamál sagði hann við mig er við töluðumst við í síma morguninn sem flogið var. Og þegar við hittum þau á Kastrup-flug- velli var Gunnar í hjólastól því hann var svo lasburða eftir margra tíma ferðalag að Sævar spurði: Gunnar minn, var þetta nú þess virði að leggja á sig? Já, ég ætlaði að koma í heimsókn til ykkar til að sjá hvernig þið hafið það og auðvitað að sjá skút- una þína, vinur minn. Og maður lifir bara einu sinni, vinur sæll. Sævar glotti og var honum sammála að öllu leyti. Við áttum saman góða daga þann stutta tíma sem þau dvöldu hjá okk- ur. Gunnar var mjög veikur og Lilla mjög áhyggjufull yfir því hvernig allt skyldi nú fara. Börnin heima á Ís- landi í vafa hvað yrði um pabba þeirra, sem af viljastyrk og þráa fór þessa ferð. Gunnar sagði við okkur hjónin: Ég varð bara að koma til að hitta ykkur á meðan tími var til. Maður lifir ekki að eilífu og í ellinni getum við Lilla mín hlegið að þessu ævintýri okkar. Við nutum samveru þeirra mun styttri tíma en við hefðum óskað okkur. Vegna þess að þau voru og eru mér svo kær. Þau höfðu alla tíð sýnt okkur elskulegan vinarhug og væntumþykju og vildum við svo gjarnan sýna örlítið þakklæti fyrir allt, öll þau ár sem við höfum notið gestrisni þeirra og elskulegrar fram- komu gagnvart okkur og börnum okkar. Að eiga svona vini og ættingja verður ekki metið í peningum, sagði Sævar alltaf, sem elskaði þau sem og aðra ættingja sína. Gunnar talaði um sig er hann sagði að tíminn væri ekki svo langur sem eftir væri hér á jörðu og því eins gott að gera eitthvað skemmtilegt og ylja sér við minning- arnar um dvöl sína hérna og í Dan- mörku. En lífið er skrýtið og óút- reiknanlegt. Þau höfðu aðeins verið heima í nokkra daga er þau fengu andlátsfregn Sævars. Svona fólk er ekki auðvelt að finna í dag að mínu áliti. En þessi fjölskylda eins og aðrir ættingjar Sævars míns eru eitt af því besta sem ég á heima á Íslandi eftir andlát hans. Elsku Lilla, börnin og fjölskyldur þeirra. Ég og fjölskylda mín biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á þess- um erfiða tíma sem andlát ástvinar er. Við erum með ykkur í huganum. Minning Gunnars mun lifa hjá öllum þeim sem þekktu hann. Ragnheiður og fjölskylda í Svíþjóð. Elsku Gunnar afi. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Ég veit að þér líður miklu betur þar sem þú ert núna heldur en síðustu dagana á meðal okkar. Þú háðir hetjulega bar- áttu gegn sjúkdómum þínum. Það er enn eitt dæmið, þar sem þú veitir okkur hvatningu með orðum þínum og gjörðum. Um leið og við kveðjum þig með tárum langar okkur að miðla til allra þeim orðum sem þú settir saman fyrir okkur til hvatningar í okkar lífi: Leiði þig Guð á lífsins vegi. Láttu trúna stefnu ráða. Í von og kærleik vel þér megi vinnast leiðin fram til dáða. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Guðjón Örn, Anna Lea, Alexandra Ósk og Þröstur Leó. Elsku afi. Nú, þegar þú ert farinn frá okkur, situr minningin um þig og söknuður- inn eftir, minning um ákveðinn og viljasterkan mann og líka svo blíðan og barngóðan. Þú varst alltaf svo hreinn og beinn í samskiptum þínum við annað fólk að það var aðdáun- arvert. Það var alltaf gott að leita til þín, elsku afi, eftir ráðleggingum því þú gafst þér alltaf tíma til að setjast nið- ur með okkur og ræða málin og hvort sem þú varst sammála okkur eða ósammála talaðir þú af svo mik- illi yfirvegun og skynsemi að við gáf- um alltaf gaum að því sem þú varst að segja. Þú varst alltaf svo barngóð- ur að öll börn hændust að þér og allt- af þegar þú komst til okkar sast þú í sófanum með strákana okkar þrjá í kringum þig og svaraðir öllum spurningum og hlustaðir á sögurnar sem dundu á þér af einstakri þolin- mæði og spaugsemi. Mikið held ég að hún amma eigi eftir að sakna þín, afi minn, þú varst henni yndislegur eiginmaður og þið voruð svo samheldin í öllu sem þið gerðuð og svo ástfangin og góð hvort við annað. Þið voruð okkur krökk- unum góð fyrirmynd. Þið hafið alltaf haldið vel utan um stóru fjölskyld- una ykkar og verið ótrúlega dugleg að heimsækja bæði vini og ættingja og núna síðast um áramótin komuð þið upp á Skaga til okkar eins og þið hafið gert undanfarin áramót þó að þú, afi minn, værir þá orðinn mikið veikur. Þó að þið hafið ekki getað stoppað eins lengi núna og undanfar- in áramót er þessi stund, sem við átt- um með þér, okkur nú hin dýrmæt- asta. Við elskum þig, afi. Elsku amma, pabbi, Rut, Valur, Rakel, Nonni, Heiða og fjölskyldur. Megið þið halda í heiðri minninguna um þennan góða mann. Guðbjörg, Sigurgeir, Aðalsteinn, Kristján Þórir og Fannar Geir. GUNNAR JÓN SIGTRYGGSSON ✝ Elísabet LynnSherman fædd- ist í Frakklandi 27. mars 1956. Hún lést á heimili sínu í Idaho í Bandaríkj- unum 12. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Elísabet Guðný Sig- urðardóttir og Will Sherman, þau skildu. Systkin Lynn eru: 1) Kenneth, f. 24. júní 1954, 2) Ingrid, f. 26. nóvem- ber 1957, 3) Will Thor, f. 18. janúar 1959, d. 7. ágúst 1991, 4) Sean David, f. 8. nóvem- ber 1963, 5) Eric Omar, f. 8. nóvem- ber 1963, 6) Jack, f. 10. febrúar 1977, og 7) Mathew, f. 6. ágúst 1978. Lynn eignaðist eina dóttur, Elísa- betu, f. 15. apríl 1972. Minningarathöfn um Lynn verður í dag í Homer í New York-fylki í Banda- ríkjunum en útför hennar fór fram í desember. Í dag fer fram minningarathöfn um elskulega frænku mína Lynn en hún lést á heimili sínu í Ohio í Bandaríkj- unum 12. desember síðastliðinn, að- eins 45 ára gömul. Lynn fæddist í Frakklandi 27. mars 1956. Hún bjó með fjölskyldu sinni ýmist í Banda- ríkjunum eða á Íslandi en þegar Lynn var um átján ára fluttist fjölskyldan alfarin til Bandaríkjanna. Við höfðum ekki sést í rúm tuttugu ár fyrr en nú í september er Lynn lagði á sig margra klukkustunda akstur alein til Seattle til þess að hitta mig, þar sem ég var í heimsókn hjá foreldrum mínum. Stuttu áður hafði hún lagt á sig þessa sömu ferð til að hitta Kimmý frænku okkar en hún var í heimsókn hjá for- eldrum sínum sem einnig eru búsettir í Seattle. Þetta lýsir svo vel frænd- rækni hennar og áhuga á fjölskyldu sinni. Lynn hafði svo innilega gaman af því að tala við og hitta ættingja sína og vildi þeim öllum svo vel. Við til- heyrðum stórum hópi frændsystkina og ekki er langt á milli okkar í aldri svo margs var að minnast eftir langan aðskilnað. Það var því glatt á hjalla þegar við rifjuðum upp tímana frá því að við vorum litlar, draugasögurnar sem við hræddum hvert annað með frændsystkinin, fyrstu ferðina sem við fengum að fara í Húsafell um verslunarmannahelgi. Það gladdi hana mikið er við rifjuðum upp vet- urinn ’71–’72 en þá vorum við Lynn saman í gagnfræðaskóla Austurbæj- ar. Hinn 15. apríl 1972 eignaðist Lynn dótturina Elísabetu sem sér nú á eftir móður sinni. Kæra Lynn, ég þakka þér samfylgdina ég vildi að hún hefði getað orðið lengri og samverustund- irnar fleiri. Ég þakka þér alla vænt- umþykjuna í minn garð kæra frænka. Elsku Elísabet, Elsa, Jack og systkin, ég votta ykkur mína innileg- ustu samúð. Þín frænka, Rannveig. ELÍSABET LYNN SHERMAN ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.