Morgunblaðið - 19.01.2002, Page 9

Morgunblaðið - 19.01.2002, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 9 milljónir króna til þessa verkefnis og gert ráð fyrir að ljúka ræsinu milli Þóristúns og Ölfusárbrúar. Það er Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sem er verktaki að lagn- ingu ræsisins. UNNIÐ er við lagningu sniðræsis sem liggja mun með bökkum Ölf- usár frá Fagurgerði og niður fyr- ir íbúðarhverfið í Fosslandi og taka til sín allar skolpútrásir sem nú liggja út í ána og sameina þær í eina útrás sem fyrirhugað er að verði neðan flugvallarins þegar framkvæmdum lýkur. Áður en skolpinu verður veitt í ána mun það fara um hreinsistöð. Á þessu ári eru áætlaðar 42 Morgunblaðið/Sig. Jónss. Starfsmaður Ræktunarsambands Flóa og Skeiða hífir rör ofan í sniðræsisskurðinn. Sniðræsi lagt með Ölfusá Selfossi. Morgunblaðið. EVRÓPUSAMBANDIÐ er með til skoðunar hvort íslensk lög um per- sónuvernd samræmist persónu- verndartilskipun ESB. Málið er tilkomið vegna erindis Mannverndar til Evrópusambands- ins varðandi málið í nóvember sem leið. Pétur Hauksson, formaður Mannverndar, segir að ríkisvaldið hafi skert rétt borgara til friðhelgi einkalífsins á ýmsan hátt með lög- gjöf á undanförnum árum. Þar gæti ríkið sinna hagsmuna og annarra á kostnað einstaklingsins, að mati Mannverndar. Nýjasta dæmið sé frumvarp um breytingu á almanna- tryggingalögum sem lá fyrir Alþingi fyrir jól og sé orðið að lögum. Það veitti Tryggingastofnun aðgang að sjúkraskrám á talsvert opinn hátt og ótakmarkaðan. Pétur Hauksson segir að lítinn ár- angur hefði borið að fara hefðbundn- ar leiðir til að gæta réttar einstak- linganna og því hafi verið gripið til þess ráðs að leita hjálpar hjá Evr- ópusambandinu. Hann segir að þró- un mála í löggjöfinni á seinni árum sé ekki í anda stefnu Evrópusambands- ins og það eigi sérstaklega við um persónuverndartilskipun ESB frá 1995. Að sögn Péturs Haukssonar voru breytingarnar, sem gerðar voru á umræddu frumvarpi áður en það var samþykkt fyrir jól, til bóta. Aðgang- urinn hafi verið þrengdur en samt hafi ekki verið farið að tilmælum Persónuverndar um hvernig standa ætti að málum. Hann líti svo á að persónuvernd á Íslandi starfi sam- kvæmt lögum um persónuvernd sem hafi verið sett vegna persónuvernd- artilskipunar ESB. Því gæti það ver- ið athyglisvert fyrir ESB að skoða hvort Alþingi fari að þessari tilskip- un. Í bréfinu frá ESB þyki ástæða til að taka það fram að aðildarríkin og þar með talið Ísland séu skyldug til að hafa lög, reglugerðir og stjórn- valdsaðgerðir í samræmi við tilskip- unina. Það sé líka athyglisvert að ESB ætli að taka málið til skoðunar þó það heyri undir ESA, Eftirlits- stofnun EFTA. Jafnframt telji ESB málið það mikilvægt að beðið verði um upplýsingar um löggjöf á Íslandi um heilbrigðisupplýsingar. Löggjöf á Íslandi til skoðunar hjá ESB Í NÝJASTA hefti þýska tímaritsins Der Spiegel er heilsíðu- grein um Arngrím Jó- hannsson og fyrirtæki hans Atlanta. „Arngrímur hefur náð öllum þeim mark- miðum sem hann hef- ur sett sér“, segir Der Spiegel, „og hann hef- ur leyfi til þess að fljúga nánast öllum vélum sem fara um loftin, allt frá eins hreyfils Cessna-vél yfir í Boeing 747 sem vegur 360 tonn. Í flug- flota Arngríms eru fimmtán breiðþotur, þrjár Boeing 767 og ein Lockheed Tristar. Hjá honum starfa 1.200 manns í Evr- ópu, Afríku og Asíu. Starfsmenn Atlanta eru frá fjörutíu löndum og tala á þriðja tug tungumála.Velta Atl- anta var 140 milljón- ir dala í fyrra og ágætur hagnaður var af rekstrinum.“ Í greininni kemur m.a. fram að þegar Arngrímur fékk flug- rekstrarleyfi voru hann og kona hans, Þóra Guðmundsdótt- ir, stödd erlendis: „Við vorum í fríi þeg- ar hringt var í okkur og við fengum að vita að við hefðum fengið flugrekstrarleyfi. Okkur vantaði þá bara nafnið á fyrirtækið. Hótelið sem við bjuggum á hét Atlanta. Fallegt nafn, hugsaði ég með mér, það myndi líka hæfa flugfélagi,“ er haft eftir Arngrími. Umfjöllun um Atlanta í Spiegel Arngrímur Jóhannsson flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allir fylgihlutir fyrir dömu og herra Mikið úrval af samkvæmisfatnaði Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Opið alla daga frá kl. 10-19, laugardaga frá kl. 10-14. Garðatorgi 3, sími 565 6680 Glæsilegir brúðarkjólar Engjateigi 5, sími 581 2141. Útsala Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. 15% viðbótarafsláttur af öllum drögtum og stökum jökkum Allt á útsölu ÚTSALA Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið frá kl. 10-18 laugardag frá kl. 10-14 Jakkar - pils og buxur Útsala — Útsala Útsalan okkar er umtöluð fyrir lágt verð                Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. Rýmum fyrir vörum - allt á að seljast 20-50% afsláttur Sigurstjarnan - Stórútsala Opið virka daga frá kl. 11-18, laugard. 11-15 Lagerútsala Síðumúla 3-5 Opið mán.-fös. kl. 12-18, laugard. kl. 12-16. Lager- útsala á undirfatnaði Ath. Nýjar vörur frá beint á lagersöluna og Laugavegi 58 – Smáralind Sími 551 3311 – 528 8800 Vantar þig tösku? Hjá okkur er útsala 10-15% afsláttur af öðrum vörum Stórútsala Allt að 50% afsláttur Maura Laugavegi 63, sími 551 4422

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.