Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.01.2002, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                           BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SUNNUDAGINN 30. desember síðastliðinn þurfti 78 ára gömul móðir mín að leita sér hjálpar. Á að- fangadag fékk hún mikinn verk í hægra læri (við mjöðm) og versn- aði þessi verkur svo á tæpri viku að hún gat ekki gengið, gat ekki legið vegna kvala og átti erfitt með að sitja. Semsagt ósjálfbjarga. Ég leitaði því fyrir hönd móður minnar til slysa- varðstofu eftir aðstoð en var tjáð þar að sérstakar reglur giltu um eldra fólk, það þyrfti samþykki Læknavaktarinnar til að þess að mega leita þangað. Ég tók þessu sem hverju öðru gríni og kallaði á sjúkrabíl og lét flytja ósjálfbjarga konuna á spítalann. Við komuna þangað vorum við mæðginin tvíspurð um hver hefði heimilað gömlu konunni að koma á slysavarðstofuna! Við fengum skoð- un læknis sem lét taka röntgen- mynd af hægra læri. Myndin sýndi þverbrot á litlu beini efst á lær- leggnum. Aðspurð sagðist móðir mín ekki muna til þess að hafa dottið nýlega eða rekið sig í. Hún minntist slyss sem hún hafði orðið fyrir erlendis 14 mánuðum áður en þá hefðu verið teknar myndir en ekkert brot sést. Niðurstaða læknisins varð því að brotið væri gamalt. Núna væri um bólgur að ræða í liðpoka utan á lær- leggnum og ákvað hann að sprauta einhverskonar deyfiefni í lærið. Í framhaldi rétti læknirinn móður minni miða og bað hana um panta tíma hjá bæklunarlækni á leiðinni út (í móttökunni). Hún átti semsé að ganga af vettvangi algjörlega ósjálf- bjarga og fara heim. Á þessu augnabliki lá móðir mín stynjandi af kvölum á bekk og gat ekki með nokkru móti hreyft legg né lið. Undrun mín var mikil af ætl- uðum lækningamætti þessarar sprautu en eitthvað létu batamerkin standa á sér og óskaði ég því eftir því við starfsfólkið að endurmat færi fram og að móðir mín yrði lögð inn á spítalann þar sem hún var al- gjörlega ófær um að annast sjálfa sig. Í framhaldi fengum við mæðginin ræðu frá einum hjúkrunarfræðingn- um um hlutverk barna í umönnum foreldra sinna. Sjálfstæð mannrétt- indi foreldra falla nefnilega niður þegar þeir hafa náð 67 ára aldri og tekur þá við umönnun barna (hvað skyldi verða um barnlausu gamal- mennin?). Eftir 4 klukkustunda íhugun og skoðun hjá fyrrgreindum lækni var loksins kallaður til sérfræðingur bæklunarskurðdeildar sem sá eftir 3 mínútna skoðun að móðir mín væri algjörlega ósjálfbjarga og þyrfti innlögn og aðhlynningu. Í framhaldi var hún svo lögð inn á bráðamóttöku Landspítalans við Hringbraut og síðan á lyflækninga- deild. Þetta ævintýri hófst kl. 20 sunnu- dagskvöldið 30. desember með kalli á sjúkrabíl. Klukkan 4 á mánudags- morgninum, þegar búið var að gefa móður minni fyrstu verkjatöfluna eftir að leitað var eftir hjálp heil- brigðiskerfisins og hún komin í rúm, yfirgaf ég þennan vettvang niður- lútur. Ég skammast mín fyrir þjóðfélag- ið sem leyfir sér svona niðurlægj- andi og grimmdarlega meðhöndlun á gömlu fólki. Að mínu mati má líkja þessari þjónustu heilbrigðiskerfisins við líkamlegar og andlegar pynting- ar og það eina sem móðir mín hefur til saka unnið er að hún er orðin „of“ gömul. Ég skammaðist mín vegna þess að þetta er sú kynslóð sem lagði grunninn að velferðarþjóðfélaginu sem við yngra fólkið lifum í. Ég skammast mín fyrir það að hafa ekki kunnáttu til að geta tekið móður mína að mér og veitt henni þá aðhlynningu sem þarf. Ég skammast mín fyrir alla stjórnendur þjóðfélagsins og kjós- endur þeirra (þar á meðal er ég) sem hafa komið þessum málum í þann farveg að nauðsynlegt er að forgangsraða fólki eftir aldri eða stöðu þegar kemur að sjálfsagðri og nauðsynlegri læknishjálp. Og svona rétt í lokin. Móðir mín liggur þegar þetta er skrifað á Landspítalanum með tvíbrotinn lærlegg, en seinna brotið kom í ljós við „nánari“ skoðun (sneiðmynda- töku). Líðan hennar er eftir atvikum góð, enda er verkjunum haldið niðri með lyfjum. Hún bíður eftir svörum um aðgerðir … Ágæti heilbrigðismálaráðherra, landlæknir, stjórnendur Landspítal- ans og við öll hin: Eru í gildi reglur og lög sem banna eldri borgurum að leita til slysavarðstofu án milligöngu þriðja aðila? Er það viðunandi staða í bráða- hjálp að það fari eftir aldri sjúklings hvort hann er velkominn í þá þjón- ustu eða ekki? Er óttinn við að „sitja uppi“ með gamla fólkið orðinn öryggi og vellíð- an sama fólks yfirsterkari hjá starfsfólki og stjórnendum spítal- anna? Er við einhvern að sakast? BIRGIR GUNNLAUGSSON, Leiðhömrum 17, Reykjavík. Er við einhvern að sakast? Frá Birgi Gunnlaugssyni: Birgir Gunnlaugsson Opið bréf til heilbrigðismála- ráðherra, landlæknis, stjórnenda Landspítalans …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.