Morgunblaðið - 19.01.2002, Side 53

Morgunblaðið - 19.01.2002, Side 53
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2002 53 „Sérfræðingar í upplýsingatækni sem ekki kynna sér .NET frá Microsoft verða tæpast sérfræðingar mjög lengi“ Allar nánari upplýsingar og skráning á www.ru.is eða í síma 510 6200. Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík býður námskeið ætlað stjórnendum, forriturum og tæknifólki sem vill öðlast skilning á hvernig .NET mótar þróun hugbúnaðar og viðskipta á netinu. Leiðbeinandi: Gísli Rafn Ólafsson, ráðgjafi hjá IMG. Einn helsti sérfræðingur landsins í .NET enda vann hann um árabil sem verkefnastjóri í .NET deild Microsoft í Bandaríkjunum. Dagsetning og tími: 28., 29. og 31. janúar kl. 13-17. Verð: 35.000 kr. .NET námskeið fyrir atvinnufólk í upplýsingatækni Þórður Víkingur Friðgeirsson, verkefnastjóri við Stjórnendaskóla HR. S T J Ó R N E N D A S K Ó L I H R ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H IR 1 65 22 01 /2 00 2 ERU fræði dr. Helga Pjeturss. trúarbrögð? Nei! Því er fljótsvarað. Undirritaður hefur nokkrum sinnum fengið álíka spurningu frá fólki sem lítið eða ekkert hefur kynnt sér þessi mál. „Eru þetta ekki trúarbrögð?“ Sem mótsvar má spyrja, eru það trúarbrögð að benda á að samsvör- un andlegra þátta er að finna í nátt- úrunni. Einnig telst það trú að vísa öllum andlega þenkjandi einstaklingum á að kanna fyrst hina náttúrulegu skýringu, áður en gripið er til ónátt- úrulegrar skilgreiningar. Enn er svarið. NEI! En þrátt fyr- ir að svo væri, þá eru þau sett fram af náttúrufræðilegum forsendum og bundin við skilning á tilgangi lífs og manns í þróunarsögu lífsins á hnett- inum jörð og þó víðar væri fanga leitað. Náttúrufræðingurinn dr. Helgi Pjeturss. er manna ólíkleg- astur til að boða trú, hvað þá af- brigði trúar, en þar fyrir utan, fjallaði hann töluvert um trúarbrögð í skrifum sínum. Dr. Helgi var og er raunvísindamaður af heilum hug og hafði djúpan skilning á eðli manns og náttúru og ekki hvað síst á til- gangi lífsins. Dr. Helgi var langt á undan sinni samtíð í vísindalegri hugsun og fullyrða má að nær öld skilji á milli. Enn í dag lýsa menn yfir að þeir trúi á guð almáttugan, gott er það og blessað, en um leið neita sumir allri annarri andlegri starfsemi og svara því til að þeir trúi ekki á þess- konar fyrirbrigði, þeir séu efnis- hyggjumenn. Það er mjög gott, en þegar þeim er bent á, að guðinn sem þeir hafa átrúnað á og hið andlega sem þeir neita, vera af sama stofni og eiga samsvörun í náttúrunni og teljist til náttúrulögmála, þá bregð- ast þeir ókvæða við. Algengustu við- brögðin eru að neita tilvist vís- indanna gagnvart þessu máli þar sem þau geti ekki mælt né þreifað á fyrirbærinu og hafi aldrei gert. Nýlega var mér bent á bókina Science and Human Transform- ation, (Vísindi og mannleg umbreyt- ing) rúmlega 300 síður, með tilvitn- unum og orðaskýringum, útgefna 1997 og rituð af heimskunnum vís- indamanni á sviði efnavísinda, Dr. William A.Tiller prófessor við Stan- ford-háskóla í USA um 30 ára skeið á sviði málmnámu-, efna- og eðl- isfræða. Eftir hann liggja 250 vís- indarit. Í bókinni dregur höfundur fram niðurstöður áralangra rann- sókna sem líklega mun valda breyt- ingum á vísindalegum viðhorfum á þessari öld. Dr. Tiller telur að orð sem hann notar, geri þessu dynam- íska ferli ekki viðeigandi skil, en hann er bjartsýnn á að fram komi ný hugtök er lýst geti þessu ástandi á fullnægjandi hátt. Dr. Tiller geng- ur út frá því grundvallaratriði að markmið sé fólgið í þróun alheims. Hann segir það sem við teljum veru- leika, aðeins ytri umbúnað þess sem við erum hluti af. Vegna áhuga á fyrirburðafræðum tekur hann á þessum andlega þætti mannlífsins og finnur honum stoð í náttúrunni og stað á meðal náttúrulögmálanna og notar til þess flóknar formúlur og kenningasmíð. Allt þetta andlega, óútskýrða og ósnertanlega er með rannsóknum hans, orðið náttúru- legt, rannsakanlegt og mælanlegt, eins og allt annað sem við skynjum, snertum og sjáum. L. þ. úr bókinni: „Í fyrsta sinn í vísindasögu vesturlanda er komið fram módel af hinu ósýnilega sviði. Módelið sýnir að orka = efni og efni = orka og að efni = orka = vitund.“ Í byrjun síðustu aldar setti Dr. Helgi Pjeturss fram kenningar sín- ar og hugmyndir í Nýal á máli hins venjulega manns og skírskotaði til atriða er maðurinn þreifaði á í hinu daglega lífi. Eða með öðrum orðum, hann höfðaði til reynslu-heims og þekkingar mannsins en ekki sér- staklega til þeirra er settu sig í það sæti, að segja allt slíkt tal, vitleysu eina og merkingarlaust. Dr. William A.Tiller fer þá leið að reyna að ná til almúgans um leið og hann skírskot- ar til þeirra lærðu sem ekki hafa tekið á þessu máli. Báðir þessir af- bragðsmenn höfða til skynsemi ein- staklingsins og rökhyggju. Við lauslega kynningu finnst mér Dr. Tiller vera framar mörgum (rannsakendum) á sömu leið og hann. Spennandi verður að sjá hvaða viðbrögð Dr. Tiller fær í ná- inni framtíð við tilkomu þessarar bókar sem telja má afrek vegna þeirrar ögrunar við vísindaheiminn sem bókarefnið flytur. Frá mínum sjónarhóli var dr. Helgi Pjeturss. kominn alla leið með kenningu sinni og líkani (módeli) þegar hann setur fram heilsteypta heimsmynd á efnislegum grunni, sem inniheldur skilning á tilgangi lífs, guða og manna, sambandi lífs í alheimi, draumum, framlífi og líf- magnandi kærleika. Framþróun lífsins kallar hann lífsstefnu, en leið andstreymis, helstefnu. Með breyttri hegðun og meiri kærleik í verki er haldið inn á lífsstefnuna með auknum þroska og þekkingu á lífsgátunni á vísindalegum grunni. ATLI HRAUNFJÖRÐ, Marargrund 5, Garðabæ. Höfðað til skynsemi og rökhyggju Frá Atla Hraunfjörð: FRÉTTIR flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is HEILSUHRINGURINN VILT ÞÚ FRÆÐAST? Tímarit um holla næringu og heilbrigða lífshætti. Áskriftarsími 568 9933 Síðumúla 27 • 108 Rvík Veffang: http:www.simnet.is/heilsuhringurinn/ RÁÐSTEFNA sem nefnist Bíll og borg verður haldin á Grand hóteli í Reykjavík föstudaginn 25. janúar kl. 9. Ráðstefnan er haldin að frumkvæði Jouko Parviainen, finnsks umhverfissérfræðings sem búsettur er á Dalvík. Fjöldi innlendra og erlendra sérfræðinga um bifreiðar, umferð- ar- og umhverfismál taka þátt í ráðstefnunni og flytja fyrirlestra og svara fyrirspurnum. Meðal þeirra má nefna Jouko Parviainen, Þór Tómasson frá Hollustuvernd ríkisins, Runólf Ólafsson frá FÍB, Rainer Lamp frá Volkswagen Group, Peter Ahlvik frá Ecotraffic í Svíþjóð o.fl. Einnig verður fjallað um óhefð- bundna orkugjafa fyrir bifreiðar. Sérfræðingur frá Olíufélaginu hf. segir t.d. frá tilraun Sorpu og Ol- íufélagsins hf., í því að nýta met- angas af sorphaugum Reykjavík- urborgar sem eldsneyti á bifreiðar. Þorsteinn I. Sigfússon prófessor fjallar um starfsemi Ís- lenskrar ný-orku sem rannsakar kosti vetnis sem bifreiðaeldsneytis o.m.fl. Í tengslum við ráðstefnuna verð- ur haldin sérstök sýning í vetr- argarði verslanamiðstöðvarinnar Smáralindar í Kópavogi á nýjung- um í bílaiðnaði sem miða að minni eldsneytisbruna bifreiða og að minni mengun frá þeim. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri setur ráðstefnuna, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra ávarpar ráðstefnugesti. Ráðstefnu- störf hefjast að loknu máli um- hverfisráðherra. Hægt er að skrá sig á ráðstefn- una með því að senda tölvupóst á netfangið sibbaa@simnet.is eða í síma til og með þriðjudeginum 22. janúar. Ráðstefnugjald er kr. 7.000. Innifalið léttur hádegisverður og molakaffi, segir í fréttatilkynn- ingu. Ráðstefna um mengun frá bílum Í BYRJUN janúar var opnuð „Hár- stofa Sigríðar“ að Hlunnavogi 2 á Reyðarfirði. Eigandi er Sigríður Hrönn Gunn- arsdóttir. Hárstofan er opin frá kl. 9 til 16 alla virka daga nema mánu- daga en þá er lokað kl. 13. Einnig er opið síðasta laugardag í mánuði. Auk venjulegrar hársnyrtingar er til sölu á stofunni hársnyrtiefni hvers konar og það sem er nýjast hér fyrir austan eru afsláttarkort sem viðskipatvinir fá. Af fjórðu klippingu er 15% afsláttur, áttunda klipping frí og 50% af þeirri tólftu. Hárstofa Sigríðar opnuð Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir Reyðarfirði. Morgunblaðið. RANNSÓKNASTOFNUN bygg- ingariðnaðarins hefur gefið út þrjú ný Rb. tækniblöð um hönnun húsa á ofanflóðasvæðum í samvinnu við Veðurstofuna, umhverfisráðuneytið, Almennu verkfræðistofuna og Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Tækniblöðin heita: Skilgreining álagsgilda, Þolhönnum – dæmi, Hús- gerðir og byggingartæknilegar ábendingar. Þess er vænst að hönnuðir mann- virkja á ofanflóðasvæðum noti blöðin til hliðsjónar enda reiknað með því í reglugerð. Blaðið um álagsgildi er gert með hliðsjón af svissneskum reglum, en dæmi og úreikningar eru algerlega miðuð við íslenskar að- stæður. Blöðin má fá hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins í Keldnaholti, eða í netfangi help- desk@rabygg.is, segir í fréttatil- kynningu. Þrjú ný tækniblöð Útsala Útsala Pipar & salt, Klapparstíg 44

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.