Morgunblaðið - 24.01.2002, Síða 1
19. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 24. JANÚAR 2002
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti sagði í gær að hann hefði farið
fram á það við þingið að það sam-
þykkti hátt í fimmtíu milljarða doll-
ara aukningu á útgjöldum til hern-
aðarmála, vegna herfararinnar gegn
hryðjuverkum. Þetta er mesta aukn-
ing á hernaðarútgjöldum í Banda-
ríkjunum í tvo áratugi, eða síðan
Ronald Reagan sat í Hvíta húsinu og
Bandaríkjastjórn var helst upptekin
af Sovétríkjunum og kalda stríðinu,
að því er The New York Times
greindi frá.
Ef þingið verður við beiðni forset-
ans fær varnarmálaráðuneytið hátt í
380 milljarða dollara í sinn hlut á
fjárlagaárinu sem hefst fyrsta októ-
ber. Alls munu fjárlögin hljóða upp á
tvær billjónir (milljónir milljóna),
með rúmlega hundrað milljarða
halla.
Útgjaldaaukningunni til hermála
á að verja til að hækka laun her-
manna, fjölga nákvæmnisvopnum og
byggja eldflaugavarnir, sagði Bush.
„Það mun kosta sitt að kaupa þessi
tæki, en þegar varnir þessa stórkost-
lega lands eru annars vegar er ekki
hægt að spara neitt.“
Kom ekki á óvart
Tilkynning Bush kom ekki á óvart,
þar eð búist hafði verið við því að
hann færi fram á aukin framlög til
varnarmálaráðuneytisins. En ekki
eru margir mánuðir síðan fjárlaga-
höfundar töluðu um að vænta mætti
afgangs næstu árin.
Bush sagði ennfremur að hann
hefði farið fram á að ráðnir yrðu 30
þúsund öryggisverðir á flugvelli og
starfsmönnum alríkislögreglunnar
yrði fjölgað um 300.
Forsetinn fundaði með leiðtogum
demókrata og repúblíkana í þinginu
og fullvissaði þá um, að hann hefði
„alls engan áhuga“ á að nýta herför-
ina gegn hryðjuverkum sjálfum sér
til pólitísks ávinnings. Engar fregnir
bárust af viðbrögðum þingmann-
anna.
Horfur á að halli verði á fjárlögum
Bandaríkjanna á næsta ári
Mesta aukning
hernaðarút-
gjalda í 20 ár
Washington. AP.
RUSLAN Ponomariov, 18 ára
Úkraínumaður, stígur af sviðinu í
Moskvu í gær þar sem hann varð
heimsmeistari Alþjóðaskák-
sambandsins (FIDE) í skák, eftir að
hann gerði jafntefli við landa sinn
Vassilí Ivansjúk. Ponomariov er
yngsti maðurinn sem orðið hefur
heimsmeistari karla í skák, en Maia
Chiburdanidze frá Georgíu varð
heimsmeistari kvenna 17 ára 1978.
Ponomariov, sem varð alþjóð-
legur meistari 14 ára, dugði jafn-
tefli í þessari sjöundu skák einvígis
síns við Ivansjúk til að sigra með
fjórum og hálfum vinningi gegn
tveimur og hálfum. Ivansjúk bauð
jafntefli í 18. leik, og þáði Ponom-
ariov boðið, þrátt fyrir að vera með
betri stöðu.
Síðan 1993 hefur skákheimurinn
verið klofinn í tvær fylkingar og
keppir hvor um sig um heimsmeist-
aratitil. Það var þáverandi heims-
mestari, Garrí Kasparov, sem sagði
sig úr FIDE og stofnaði Samtök at-
vinnuskákmanna. Þau voru lögð
niður fimm árum síðar. Ponom-
ariov mun mæta Kasparov í fyrsta
sinn í næsta mánuði á Linares-
skákmótinu á Spáni. Auk þeirra
verða meðal keppenda Ivansjúk og
fráfarandi heimsmeistari FIDE,
Indverjinn Viswanathan Anand.
Ponomariov er sjöundi stiga-
hæsti skákmaður heims, og er
fyrsti Úkraínumaðurinn sem vinn-
ur heimsmeistaratitil FIDE. Stiga-
hæstu skákmennirnir eru þeir
Kasparov og Vladimír Kramník.
Kasparov varð heimsmeistari FIDE
22 ára 1985.
18 ára
heims-
meistari
AP
Moskvu. AFP.
Ponomariov/53
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti hafnaði í gær gagnrýni Evrópu-
sambandsins á meðferð Bandaríkja-
manna á föngum sem fluttir hafa
verið frá Afganistan til bandarísku
herstöðvarinnar við Guantanamo-
flóa á Kúbu. Sagði talsmaður forset-
ans að Bush teldi meðferðina mann-
úðlega, og komið væri fram við fang-
ana af virðingu.
Engu að síður hefur bandaríski
herinn hætt að flytja fanga til Guant-
anamo um sinn, að sögn til þess að
færi gefist til að stækka búðirnar.
Evrópuríki gagnrýndu aðbúnað fang-
anna eftir að fulltrúar Rauða krossins
heimsóttu búðirnar og bandaríska
varnarmálaráðuneytið birti ljósmynd
er sýndi hóp fanga í hlekkjum, með
bundið fyrir augu, krjúpandi og með
eyrnaskjól.
Patrick Cox, forseti Evrópuþings-
ins, spurði í gær hvort þessi meðferð
væri ekki í raun
eins konar pynt-
ingar. Nú hafa
158 al-Qaeda-liðar
og talibanar verið
fluttir til Guant-
anamo og Banda-
ríkjamenn eru
með aðra 270 í
haldi í og í grennd
við Afganistan.
Talsmaður
Bush sagði að forsetinn liti ekki svo á,
að fangarnir væru saklausir uns sekt
þeirra sannaðist. Forsetinn teldi enn-
fremur, að ef fangarnir gengju lausir
myndu þeir halda áfram grimmdar-
verkum. „Þetta eru ekki einhverjir
sakleysingjar, þetta eru þeir verstu
af þeim verstu, og eru í haldi vegna
þess sem þeir hafa gert,“ sagði tals-
maður Bush.
John Walker Lindh, ungur Banda-
ríkjamaður sem sakaður er um að
hafa barist með al-Qaeda í Afganist-
an, kom til Bandaríkjanna í gær-
kvöldi undir strangri gæslu alríkis-
lögreglumanna. Hann á yfir höfði sér
ákæru fyrir að hafa lagt á ráðin um
morð á bandarískum borgurum.
Hann var handtekinn í Afganistan í
nóvember í kjölfar uppreisnar hóps
talibana sem voru í haldi. Bandarísk-
ur leyniþjónustumaður féll í upp-
reisninni.
Flugvélin sem flutti Lindh frá Afg-
anistan lenti á Dulles-flugvellinum
rétt fyrir utan Washington um mið-
nætti í gær að íslenskum tíma. Áætl-
að var að Lindh kæmi fyrir rétt í
Washington klukkann 14 í dag. Í
dómsskjölum segir alríkislögreglan
að Lindh hafi gerst hermaður Osama
bin Ladens í júní sl., og hafi bin Lad-
en sjálfur þakkað Lindh fyrir að taka
þátt í hinu heilaga stríði.
Hætt að flytja fanga til Guantanamo um sinn
Bush segir meðferð-
ina mannúðlega
Washington. AFP, AP.
John Walker
Lindh
ÍTALSKIR lögreglumenn á varð-
bergi fyrir framan kirkju heilags
Frans í Assisi í gær þar sem mikið
gekk á við undirbúning fundar Jó-
hannesar Páls páfa sem haldinn
verður í bænum í dag með fjölda
annarra trúarleiðtoga. Auk páfa
koma til fundarins leiðtogar músl-
ima, gyðinga, búddista, hindúa,
shintotrúaðra og fjölda annarra,
alls um 200 manns. Tilgangur fund-
arins, sem páfi boðaði til í nóv-
ember sl., er að biðja fyrir friði í
heiminum og fordæma hryðju-
verkastarfsemi. Páfi sagði daginn
verða helgaðan bænum „fyrir enda-
lokum átaka og boðun friðar“.
Einkum væri mikilvægt að músl-
imar og kristnir kæmu saman og
lýstu því yfir við umheiminn að trú
megi aldrei verða orsök átaka, hat-
urs og ofbeldis.
Reuters
Beðið
í Assisi
YASSER Arafat, forseti
heimastjórnar Palestínu-
manna, fór þess á leit við Colin
Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, í gær, að Anth-
ony Zinni, sérstakur sátta-
fulltrúi Bandaríkjastjórnar fyr-
ir botni Miðjarðarhafs, verði
aftur sendur þangað. Aðstoðar-
maður Arafats greindi frá
þessu í gær.
Hafði Powell hringt í Arafat í
Ramallah á Vesturbakkanum,
þar sem Arafat hefur dvalið í
eiginlegu stofufangelsi síðan
þriðja desember sl., en Ísraelar
meina honum að fara. Arafat
bað Powell um að „senda Zinni
hingað fljótt aftur“.
Talsmaður utanríkisráðu-
neytisins sagði á þriðjudaginn
að Arafat yrði að leysa upp
samtök öfgasinnaðra Palest-
ínumanna, svo sem hann hefði
lofað að gera. Palestínskur
byssumaður myrti tvo Ísraela
og særði hátt í 40 aðra í Jerú-
salem á þriðjudaginn.
Arafat vill
Zinni aftur
Gazaborg. AFP.
Yasser Arafat/27