Morgunblaðið - 24.01.2002, Page 16
AKUREYRI
16 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
1 dagur
í Slava!
Miðasala opin alla virka
daga kl 13-17 og fram
að sýningu sýningardaga.
Sími 4621400. www.leikfélag.is
„Þetta er alveg æðislegt færi,“
sagði hann.
Stærsta skíðalyftan á Norð-
urlöndum á liðnu ári
Stólalyftan nýja sem er af
gerðinni Doppelmayr er fjögurra
sæta og er afkastageta hennar
mun meiri en þeirrar sem hún nú
leysir af hólmi. Sú gamla flutti
um 450 manns á klukkustund en
þessi nær að flytja allt að 2.000
manns á sama tíma. Ferðin upp,
um 1.000 metra leið tekur 6 mín-
útur og er það nokkru skemmri
tími en fólk á að venjast, en 8–10
mínútur tók að jafnaði að fara
upp með þeirri gömlu. Stólalyftan
í Hlíðarfjalli er sú stærsta sem
fyrirtækið setti upp á Norð-
urlöndunum á síðasta ári.
„Fólk er vant að taka því ró-
lega í röðinni við lyftuna og eins
að nota tímann á leiðinni upp til
að spjalla, en nú tekur þetta allt
svo stuttan tíma að menn hafa
engan tíma til að sinna spjallinu.
Það er allt hér á helmingi meiri
hraða en var og fólk er svona að
átta sig á því,“ sagði Guðmundur
Karl.
Kristján Þór Júlíusson bæj-
arstjóri var einn hinna óþreyju-
fullu skíðamanna sem beðið hafa
eftir nægum snjó í fjallið en hann
notaði hádegishléið og skellti sér
á skíði. Hann kvaðst afar ánægð-
ur með nýju lyftuna en bæj-
arstjóri náði að renna sér tvær
ferðir áður en skyldan kallaði á
ný.
Gert ráð fyrir
straumi að sunnan
Stólalyftan var sú eina á skíða-
svæðinu sem opin var í gær, en
Guðmundur Karl sagði að í dag
yrði einnig opnað í Hólabraut og
þá vænti hann þess að um helgi
yrði hægt að opna allar lyftur.
„Við munum reyna að setja allt í
fullan gang um helgi,“ sagði
hann. Veðurspá fyrir helgina er
áægt og bjóst forstöðumaðurinn
við að fjöldi fólks yrði á skíða-
svæðinu þá. Fjöldi fyrirspurna
hefur borist, einkum af suðvest-
urhorni landsins þar sem enn er
ekki nægur snjór fyrir hendi. „Ég
er viss að það það verður stöð-
ugur straumur að sunnan og
merki það bara á þeim símtölum
sem við höfum fengið síðustu
daga,“ sagði Guðmundur Karl, en
hann sagði að fólki þætti lítið mál
núorðið að bregða sér norður á
skíði.
„Þessi fyrsti dagur hjá okkur
lofar góðu um framhaldið,“ sagði
Guðmundur Karl bjartsýnn en
hann telur að Hlíðarfjall muni nú
á ný skipa sér í flokk með eftir-
sóttustu skíðasvæðum landsins.
„ÞETTA gekk allt saman eins og
í sögu,“ sagði Guðmundur Karl
Jónsson, forstöðumaður í Hlíð-
arfjalli, en skíðasvæðið var opnað
um hádegi í gær, í fyrsta sinn á
þessum vetri.
Óhætt er að segja að áhuga-
samasta skíða- og brettafólkið
hafi verið í hátíðarskapi af þessu
tilefni enda var við sama tæki-
færi hægt að nýta sér glænýja
stólalyftu, sem sett var upp á
haustdögum.
Guðmundur Karl sagði að allt
að 300 manns hefðu komið í fjall-
ið þennan fyrsta skíðadag ársins
og það teldist þokkalegur hópur
á þessum tíma, þ.e. eftir hádegi á
miðvikudegi.
Skíðafærið æðislegt
„Það er greinilegt að margir
hafa verið í startholunum og
skellt sér af stað um leið og við
opnuðum,“ sagði hann. Það var
ekki sami hátíðarblærinn yfir
veðrinu, snjó kyngdi niður fyrri-
hluta dagsins, en heldur fór að
draga úr þegar á leið daginn.
Skíðafæri er eins og best verður
á kosið að sögn Guðmundar Karls
og vegna ofankomunnar renndu
menn sér í hnéhæðar lausamjöll.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, Guðmundur Karl Jóns-
son, forstöðumaður Skíðastaða, og Guðmundur Jakobsson, formaður
alpagreinanefndar Skíðasambands Íslands, í startholunum.
Morgunblaðið/Kristján
Glaðbeittir skíða- og snjóbrettamenn í nýju stólalyftunni í Hlíðarfjalli
hugsuðu gott til glóðarinnar að renna sér í púðursnjó – algjöru drauma-
færi í Hlíðarfjallinu, skíðaparadís Norðlendinga, í gær.
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað í fyrsta sinn í vetur
Allt að 300
manns mættu
í hátíðarskapi
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyri, dansar niður skíðabrekk-
una í Hlíðarfjalli, á eftir honum koma þeir Sigmundur Sigurjónsson og
Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Skíðastaða.
Skemmti-
ferðaskip
fyrirferð-
armikil í
sumar
SKEMMTIFERÐASKIP verða fyr-
irferðarmikil á Pollinum við Akur-
eyri næsta sumar, því alls hafa verið
boðaðar komur 35 skemmtiferða-
skipa á tímabilinu. Þetta eru heldur
fleiri skipakomur en undanfarin
fjögur ár og sami fjöldi og sumarið
1997.
Árin 1995 og 1996 voru komur
skemmtiferðaskipa til Akureyrar 38
talsins og hafa aldrei verið fleiri. Í ár
stefndi í met í komufjölda en þegar
hafa fjögur skip hætt við að koma til
bæjarins. Hins vegar stefnir í met í
komu farþega næsta sumar með
skemmtiferðaskipum, sem hafa sí-
fellt verið að stækka.
Pétur Ólafsson skrifstofustjóri
Hafnasamlags Norðurlands, sagði að
reiknað væri með 19–20 þúsund far-
þegum með skemmtiferðaskipunum
næsta sumar, sem væri það markmið
sem menn hefðu sett sér fyrir þrem-
ur árum. Hann sagði að afbókanir
skipanna fjögurra hefðu komið í kjöl-
far hryðjuverkaárásanna í Banda-
ríkjunum þann 11. september sl. Þá
væri ekki víst að skipin sem koma
yrðu öll fullbókuð eins og undanfarin
ár, vegna áðurnefndra atburða.
Að láta
tölurnar tala
NÁMSKEIÐ sem sem heitir „Að
láta tölurnar tala – lestur og túlkun
tölfræðilegra upplýsinga,“ verður
haldið á vegum símenntunarsviðs
Rannsóknastofnunar Háskólans á
Akureyri og er það ætlað almenningi
og öllum þeim sem hafa áhuga á
fréttum og vilja skilja vissan frétta-
flutning betur, jafnt þeim sem starfa
við að vinna úr tölfræðilegum upp-
lýsingum.
Á námskeiðinu er farið yfir grunn-
atriði tölfræðinnar og túlkun tölu-
legra upplýsinga. Meðal þess sem
skoðað verður er hvort tölur tali sínu
máli, hvort sama sé hvernig sagt er
frá niðurstöðum, hvort súlurit geti
verið villandi og hvernig gera eigi
skoðanakannanir og ýmislegt fleira í
sambandi við þær.
Námskeiðið byrjar 18. febrúar, en
einnig verður kennt 20., 25., og 27.,
sama mánaðar í Þingvallastræti 23 á
Akureyri. Kennari er Kjartan Ólafs-
son, sérfræðingur RHA.
Sögustaðir
og handverk
MINJASAFNIÐ á Akureyri gengst
fyrir dagskrá á safninu fyrsta sunnu-
dag í hverjum mánuði fram á vor og
kennir þar margra grasa.
Sigurður Bergsteinsson minja-
vörður Norðurlands eystra mun
fjalla um minjar og landslag sunnu-
daginn 3. febrúar kl. 14.30, en safnið
er opið frá kl. 14–16.
Margrét Björgvinsdóttir safn-
kennari og Ragnheiður Kjærnested
bókasafnsfræðingur flytja fjalla um
Munkaþverá í dagskrá fyrsta sunnu-
daginn í mars.
Fyrsta sunnudag í apríl verður út-
saumsdagur á Minjasafninu. Sæunn
Þorsteinsdóttir safnvörður sýnir út-
saum úr Fjörðum og kennir sporin.
Skoðunarferð verður um Gásir og
Möðruvelli fyrsta sunnudag í maí.
Þátttakendur koma á eigin bílum að
Gásum þar sem Guðrún Kristins-
dóttir safnstjóri annast leiðsögn.
Síðan verður ekið að Möðruvöllum
þar sem sr. Solveig Lára Guðmunds-
dóttir sóknarprestur rekur sögu
staðarins.
Minjasafnið
NÝVERIÐ var opnuð ný hársnyrti-
stofa á Akureyri, Amber hárstofa.
Hún er til húsa í Hafnarstræti 92
(Bautahúsið) þar sem Herrabúðin
var áður. Eigendur Amber eru þær
Ingibjörg Jóhannesdóttir og Heiða
Hrönn Hreiðarsdóttir, sem báðar
hafa starfað á hársnyrtistofum á Ak-
ureyri um árabil.
Á Amber er boðið upp á alla al-
menna hársnyrtiþjónustu fyrir bæði
kynin og áhersla lögð á persónulegt
og þægilegt andrúmsloft. Þá er þetta
ein af fáum hásnyrtistofum hérlend-
is sem fengið hafa umboð fyrir
ítalska vörulínu sem nefnist Dávines
og eru þær vörur til sölu á stofunni.
Kappkostað var að hanna innrétt-
ingar stofunnar þannig að þær
hæfðu þessu virðulega húsi. Bauta-
húsið er eins og margir vita eitt af
elstu húsum bæjarins, reist af Egg-
erti Laxdal kaupmanni, sem fékk
lóðinni úthlutað vorið 1902.
Ný hár-
snyrtistofa
í Hafnar-
stræti
Ingibjörg Jóhannesdóttir og Heiða Hrönn Hreiðarsdóttir.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Silhouette