Morgunblaðið - 24.01.2002, Side 22

Morgunblaðið - 24.01.2002, Side 22
NEYTENDUR 22 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Útsalan er hafin Hlíðasmára 17, Kópavogi, sími 564 6610 verslun.strik.is/allirkrakkar Barnarúm, baðborð, kommóður, tvíburavagnar og kerrur Kl ippstopp 2 8 .FEB R Ú AR 20 0 2 Garðabær Gott raðhús í Garðabæ, gjarnan á einni hæð m. fjórum herbergjum og góðum stofum, óskast. Þingholt 200-300 fm einbýlishús í Þingholtum óskast. Vesturborgin Fjársterkur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi í vesturborginni. Einbýlishús í Grafarvogi óskast Traustur kaupandi óskar eftir 180-250 fm steinhúsi á einni hæð. Einbýlishús í smáíbúðahverfi og Fossvogi óskast Höfum trausta kaupendur að góðum einbýlis- og raðhúsum á þessum svæðum. Sérhæð óskast 120-160 fm sérhæðir óskast. Æskileg staðsetning: Vesturbær, Hlíðar, Þingholt, Fossvogur eða Kringlusvæðið. Gistihús óskast Höfum verið beðnir að útvega gistihús með 10-20 herbergjum. Einbýlishús í Skerjafirði eða Fossvogi óskast Höfum kaupanda að 180-250 fm einbýlishúsi á einni hæð í Skerjafirði eða Fossvogi. 102-160 fm íbúð í lyftuhúsi óskast Æskileg staðsetning: Klapparstígur, Skúlagata eða Kirkjusandur. Atvinnuhúsnæði óskast Höfum kaupendur að ýmiss konar atvinnuhúsnæði, t.d. 100-200 fm skrifstofu- og verslunarplássum. Einnig höfum við sterka fjárfesta sem óska eftir stórum eignum sem eru í útleigu. ATHUGIÐ! Þetta er aðeins sýnishorn úr kaupendaskrá okkar. Vegna líflegrar sölu í janúar vantar mun fleiri tegundir af íbúðar- og atvinnuhúsnæði á söluskrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. EIGNIR ÓSKAST TIL KAUPS ÁKVEÐNIR KAUPENDUR Höfum ákveðna kaupendur að nokkrum stórum einbýlishúsum, raðhúsum og íbúðum nú þegar KONFEKTVERSLUNIN Leon- idas í Smáralind selur samnefnt konfekt frá Belgíu og heldur námskeið fyrir almenning um konfektgerð. Hægt er að kaupa eða leigja mót til konfektgerðar í versluninni og nálgast allt hrá- efni og segir Almar Halldórsson, einn eigenda Leonidas, að efni- viðurinn sé seldur í litlum ein- ingum sem henta einstaklingum. Almar segir um að ræða „alvöru súkkulaði og ekta hráefni til konfektgerðar“ sem einstak- lingar hafi ekki getað nálgast með þessum hætti fyrr. Konfektnámskeiðin eru haldin í versluninni og er stefnt að því að minnast Valentínusardags, dags elskendanna, í næsta mán- uði segir Almar ennfremur. Yf- irskriftin verður konfekt og ást og verða ýmsar uppákomur á döfinni að hans sögn. Morgunblaðið/Kristinn Hægt er að kaupa hráefni til konfektgerðar hjá Leonidas. Konfektgerð hjá Leonidas BLÓMALAGERINN á Smáratorgi hefur nú verið starfræktur í rúman mánuð og hafa viðtökur verið með mestu ágætum, segja þeir Þorvaldur Snorrason og Jóhann Sigurðsson, tveir þriggja eigenda þessarar fyrstu lágvöruverðsverslunar í blómasölu á Íslandi. Verslunin er rekin af eigend- um þriggja garðyrkjustöðva, Greinar í Hveragerði, Reykjadals í Mosfells- sveit og Rósarinnar ehf. í Hvera- gerði, og segja þeir Þorvaldur og Jó- hann að þeir geti boðið við- skiptavinum sínum allt að 50% lægra vöruverð en hefðbundnir blómasalar, og sé lágu verði náð með hagræðingu í ræktuninni og milliliðalausum viðskiptum þar sem blómin komi beint frá bóndanum til viðskiptavina án tilkomu dreifingaraðila eða heild- sala. „Markmið stofnunar og starf- rækslu verslunarinnar var að gefa al- menningi kost á því að kaupa blóm á miklu hagstæðara verði en fólk á að venjast. Blómabændur hafa gert þetta í allri Evrópu um áratuga skeið, bæði í svona búðum eins og við erum með og svo auðvitað á útimörk- uðum þar sem blómasalar eru algeng sjón. Þar er líka ekki litið á blóm sem munaðarvöru eins og gert er hér á landi,“ segir Þorvaldur. Jóhann tek- ur undir orð Þorvalds og segir hefð fyrir því á Íslandi að blóm séu nær eingöngu keypt til hátíðarbrigða og almennt líti fólk á blóm sem gjafa- vöru. „Það hafa orðið litlar sem engar framfarir í þessum geira í um tuttugu ár og umbætur í blómasölu því löngu orðnar tímabærar,“ segir Jóhann. Hann segir blóm lengi hafa verið verðlögð allt of hátt og síðustu sex ár hafi orðið stökk í álagningu. „Algengt verð á stakri rós út úr blómabúð er á bilinu 400 til 590 krónur en verðið til bóndans er aðeins 130 til 150 krónur. Við sleppum hlut milliliða og náum verði stakrar rósar niður í 295 krón- ur,“ segir hann og bætir við að vöru- verð lágvöruverðsverslunarinnar sé að meðaltali 40 til 50% lægra en í öðr- um verslunum og skili samt betra bændaverði heim. Þeir Jóhann og Þorvaldur segja þetta skipta stéttina miklu máli þar sem samdráttur sé í starfi blómabænda og rekstrarerfið- leikar hafi aukist jafnt og þétt síðustu ár. „Þessi landbúnaðargrein stendur illa að vígi, afkoman er lítil og blóma- bændur eru aðþrengdir í rekstri sín- um. Það er margt sem spilar þar inn í en ekki síst dreifingarkerfið þar sem bændur taka til dæmis á sig öll sölu- afföll sem geta numið 30 til 40% af hverri sendingu. Kostnaður við raf- orkuverð gerir líka allt rekstrarum- hverfið erfiðara en það þyrfti að vera,“ segir Jóhann og kveður það ánægjulegt að taka þátt í því að brjóta upp hefðbundið form blóma- verslunar. Þeir félagar segjast hafa fengið jákvæð viðbrögð frá starfs- bræðrum sínum en óánægjuraddir hafi hins vegar heyrst frá dreifing- araðilum og nokkrum blómasölum. „Við erum auðvitað með lægra þjónustuþrep en aðrar blómabúðir og því lítum við alls ekki svo á að við séum að taka viðskipti frá lúxus- blómaverslunum, þær verða alltaf til enda þjóna þær öðrum tilgangi. Við sáum smugu á markaðnum og lítum hreinlega á okkur sem viðbót inn í flóruna, og teljum að Íslendingar muni bara kaupa meira af blómum með tilkomu svona lágvöruverðs- verslunar, lægra verð jafngildir meira magni,“ segir Jóhann en blómakaup Íslendinga eru í dag að- eins um þriðjungur þess sem þekkist á Norðurlöndum. „Við erum auðvitað að taka tölu- verða áhættu með þessum rekstri þar sem þetta hefur ekki verið gert áður hér á landi og engin reynsla komin á formið. Þetta hefur samt far- ið mjög vel af stað og við vonumst til að geta í fyllingu tímans opnað fleiri verslanir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þorvaldur og bætir við að auð- vitað sé það neytandinn sem ráði ferðinni þar sem samstaða ræktenda og neytenda sé grundvöllur lágvöru- verslunar. „Við stefnum ótrauðir áfram og ætlum alla leið!“ Morgunblaðið/Sigurður Jökull Þeir Jóhann Sigurðsson og Þorvaldur Snorrason blómabændur segja landbúnaðargreinina standa illa og að breyta þurfi söluformi blóma. Hagræðing í ræktun og fækkun milliliða skili miklu. Milliliðalaus blómaviðskipti 40 til 50% lægra vöruverð til neytenda ANNA Eðvaldsdóttir, ljósmóð- ir og hjúkrunarfræðingur, hef- ur opnað ráðgjafarsímalínu sem veitir ráðgjöf um meðferð ungbarna. Ráðgjöfin aðstoðar foreldra við að finna lausn vandamála og bendir á hvert skal leita ef barnið verður veikt. Einnig er veitt ráðgjöf um hvaða kostir eru í boði á meðgöngu, í fæðingu og sæng- urlegu og leitað að lausn við vandamálum sem upp geta komið. Einnig er veitt ráðgjöf varð- andi getnaðarvarnir. Ráðgjöfin er með fasta símatíma milli 9.30 og 11.30 alla virka daga auk þess að svara á öðrum tíma þegar tök eru á. Hringt er í símatorg og kostar mínútan 99 kr. Lesið er inn á símsvara á hverjum degi til að upplýsa nánar hvenær opið er, segir í fréttatilkynningu. Ráðgjöf um meðferð ungbarna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.