Morgunblaðið - 24.01.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 24.01.2002, Síða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 41 GREINING á or- sökum verðbólgunnar er þörf og nauðsynleg jafnframt því sem leit- að er leiða til að draga úr henni. Eðlilegt er að sveitarfélögin taki þátt í þeirri vinnu þó ekki væri nema til að koma á framfæri ýms- um staðreyndum um fjármál þeirra, sem margir fjalla um af takmörkuðum skiln- ingi. Lítil hlutdeild Vísitala neysluverðs er samansett af fjöl- mörgum liðum er varða rekstur heimilanna og þeir þættir hennar sem sveitarfélögin hafa í sínu ákvarðanavaldi er frekar lítill eða 5,61% af heildinni. Í janúar 2002 hækkaði vísitala neysluverðs um 0,89% frá því í des- ember 2001. Á sama tímabili hækk- uðu þeir þættir sem sveitarfélögin hafa vald á nokkru meir en neyslu- verðsvísitalan. Skýringanna er að leita í hækkun fasteignagjalda, þ.e. sorpgjalds, vatnsgjalds og fráveitu- gjalda, en ákvarðanir um álagningu þessara gjalda eru eins og kunnugt er teknar einu sinni á ári og koma til framkvæmda um áramót. Til að fá raunsanna mynd af hlut- deild sveitarfélaganna í hækkun vísitölu neysluverðs er réttast að horfa til hækkunar hennar á tíma- bilinu janúar 2001 til janúar 2002. Á því tímabili hækkaði vísi- tala neysluverðs um 9,44% og á sama tíma hækkuðu þeir þættir hennar sem sveitar- félögin ráða um 5,05%. Órökstudd gagnrýni Þeir liðir vísitölunn- ar sem sveitarfélögin bera ábyrgð á hafa því hækkað mun minna en almennar verðlags- breytingar á þessu tímabili samkvæmt mælingu neysluverðsvísitölunnar. Ýmsir hefðu betur kynnt sér þá staðreynd áður en þeir tóku að gagnrýna sveitarfélögin fyrir óhóf- legar kostnaðarhækkanir og drógu síðan þá röngu ályktun að þau ættu gríðarstóran hlut í mikilli hækkun neysluverðsvísitölunnar á síðustu 12 mánuðum. Þannig hafði Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, nýverið uppi gífuryrði í Fréttablaðinu um hækkanir sveit- arfélaganna og lýsti því yfir, að í komandi kosningum þyrfti að draga þá sveitarstjórnarmenn til ábyrgð- ar sem staðið hefðu að þessum hækkunum. Þessi ummæli eru greinilega sett fram að lítt athug- uðu máli og þau eru ekki í neinu samræmi við þær staðreyndir sem koma í ljós við nánari skoðun. Telji Gylfi nauðsynlegt að draga ein- hverja til ábyrgðar á hækkun verð- bólgunnar á undangengnum mán- uðum eru það miklu fremur aðrir en sveitarstjórnarmenn. Staða sveitarfélaga í þjóðhagslegu samhengi Efnahagsumsvif sveitarfélag- anna hafa farið vaxandi á undan- förnum árum, hlutdeild þeirra í hagkerfinu aukist og sameiginlega eru þau einn stærsti vinnuveitandi landsins. Að stærstum hluta er það Alþingi og framkvæmdavald ríkis- ins sem ákvarðar tekjuramma sveitarfélaganna og setur reglur um verkefni þeirra og skyldur. Fjármál þeirra verður að skoða í því samhengi og á hverjum tíma þurfa tekjur að vera í samræmi við verk- efni þeirra og skyldur. Efnahags- umsvif sveitarfélaganna þarf að ræða í þjóðhagslegu samhengi og undan því skorast þau ekki. Sveit- arfélögin eru að sjálfsögðu reiðubú- in til þátttöku í þeirri umfjöllun sem nú fer fram um aukið aðhald í verð- lagsmálum í þeim tilgangi að halda verðbólgunni í skefjum. Sveitarfélögin og verðbólgan Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Efnahagsmál Efnahagsumsvif sveitarfélaganna þarf að ræða, segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, í þjóðhags- legu samhengi og undan því skorast þau ekki. Höfundur er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. ÞEGAR litið er til nýliðanna jóla og að- ventu standa upp úr í minningunni margar eftirminnilegar stundir. Einna eftirminnilegust í mínum huga er stund sem ég átti með hjúkr- unarfræðingum Heima- hlynningar á Akureyri og skjólstæðingum þeirra í upphafi að- ventu. Heimahlynning á Ak- ureyri var stofnuð fyrir tíu árum. Var þá leyst úr brýnni þörf hér fyrir norðan þegar krabba- meinssjúklingar og aðr- ir sem á þurftu að halda gátu verið heima hjá sér eftir aðstæðum og hlot- ið þá umönnun sem þeir þurftu á að halda. Til þessarar samveru á aðventu, sem ég gat um í upphafi, var boðið mökum þeirra sem látist höfðu frá því 1997 og Heimahlynningin hafði hlúð að heima. Það vakti djúpar tilfinningar hjá mér að sjá tengslin sem hjúkrunar- fræðingar Heimahlynningarinnar höfðu myndað við það fólk sem þarna var samankomið, en þau undur og stórmerki gerðust að þarna voru mætt yfir 90% þeirra sem boðið var. Á samverunni var rætt um sameig- inlega reynslu sjúklinga, maka og hjúkrunarfræðinga, sorgina og jólin. Við þessar umræður skynjaði ég hversu mikið þrekvirki heimahlynn- ingarkonurnar vinna. Í umræðunni kom líka fram hversu brýn þörf er á að koma á fót líkn- ardeild hér fyrir norðan. Árið 1999 var stofnuð líknardeild Landsspítalans í Kópavogi með drjúgum styrk frá Oddfellowregl- unni. Var það mikið framfaraspor fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Nú er hins vegar orðið brýnt að líknardeild verði stofnuð hér á Akureyri. Akur- eyri er vaxandi bær með mannmargar nær- sveitir, sem Heima- hlynning á Akureyri hefur einnig þjónað. En heimahlynning er ekki nóg. Í sumum tilfellum eru aðstæður þannig að líknardeildir eða -heim- ili eru nauðsynleg. Þegar við vorum við nám í Þýskalandi, ég og maðurinn minn, sr. Gylfi Jónsson, vann hann við prestsþjón- ustu á líknarheimili í Bethel í Bielefeld. Þetta var yndislegt „heimili“ sem starfrækt var í gömlu prestssetri. Rúm var fyrir níu sjúklinga sem fengu að hafa hlutina eins og þeir vildu. Heimsóknartími var að sjálfsögðu ótakmarkaður. Sjúklingar fengu að sitja að vild í heimilislegu eldhúsinu, sem reyndar var hjarta heimilisins. Þau sem treystu sér til fengu að búa til mat eða baka það sem þeir vildu. Læknis- og hjúkrunarþjónusta var fullkomin og einhver var til að hlusta á tilfinn- ingar sjúklinganna og aðstandenda þeirra hvenær sem var. Samt sem áð- ur var þetta heimili þar sem áhersla var lögð á lífsgæði og reisn sjúkling- anna. Eftir því sem geta þeirra leyfði hverju sinni fengu þeir að njóta sín til hins ýtrasta. Aðstaða var góð fyrir aðstandendur til að dveljast hjá ást- vinum sínum. Tilgangur minn með þessum grein- arskrifum er að benda á þá brýnu þörf sem við höfum hér fyrir norðan fyrir líknarheimili og um leið að skora á stjórnvöld og líknarfélög að taka höndum saman um að slíkt heimili geti orðið að veruleika á Akureyri. Líknarheimili á Akureyri Solveig Lára Guðmundsdóttir Líknarstarf Nú er orðið brýnt, segir Solveig Lára Guð- mundsdóttir, að líkn- ardeild verði stofnuð hér á Akureyri. Höfundur er sóknarprestur á Möðru- völlum í Hörgárdal með framhalds- menntun frá Þýskalandi í sálgæslu syrgjenda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.