Morgunblaðið - 24.01.2002, Page 51

Morgunblaðið - 24.01.2002, Page 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 51 LANDSBANKI Íslands hefur fært Sveitarfélaginu Árborg húsgögn að gjöf til að nota í grunnskól- unum og í félagsmiðstöðvum. Það sem um ræðir eru ýmis notuð hús- gögn, m.a. skrifborð, stólar, sófa- sett og sófaborð. Þetta gerði bankinn í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því bankaafgreiðslan við Tryggvatorg var opnuð á Selfossi. Fyrstu ellefu árin var bankinn rekinn undir merki Samvinnu- bankans en frá árinu 1990 sem Landsbanki Íslands. Fyrsti útibús- stjóri var Jón Ólafsson en alls hafa fimm manns gegnt þeirri stöðu. Núverandi afgreiðslustjóri er Margrét Ingþórsdóttir. Í júlí árið 2000 var stigið skref til bættrar þjónustu við við- skiptavini þegar opnað var inn í Vöruhús KÁ og afgreiðslutími lengdur, en bankinn er opinn alla daga frá kl. 9.15–18.30. Hefur þessi þjónusta mælst vel fyrir hjá viðskiptavinum enda býður útibú- ið alla almenna bankaþjónustu. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Fulltrúar Landsbankans og skólanna í Árborg. Húsgagnagjöf til skólanna í Árborg Selfossi. Morgunblaðið. Yfirlýsing frá Textavarpi RÚV MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Ágústi Tómassyni, forstöðumanni Texta- varps Sjónvarpsins, vegna frétta Morgunblaðsins af útafakstri á Öxnadalsheiði: „Fréttir um að Öxnadalsheiði yrði sandborin fyrir hádegi laugardaginn 19. janúar síðastliðinn eru ekki komnar af upplýsingasíðum Vega- gerðarinnar í Textavarpi Sjónvarps- ins eins og haft er eftir Sigríði Ingv- arsdóttur alþingismanni í Morgunblaðinu í dag og í gær. Upp- lýsingarnar um sandburðinn eru af fréttasíðum Textavarpsins og þar segir reyndar EKKERT um það hve- nær sandbera ætti. Upplýsingar og fréttir um færð og veður á vegum landsins eru birtar með tvennum hætti á síðum Textavarpsins: Á síð- um 471 til 489 eru staðlaðar upplýs- ingar sem berast beint frá Vegagerð- inni, annars vegar frá vegaeftirlitsmönnum og hins vegar frá sjálfvirkum veðurathugunar- stöðvum og umferðarteljurum. Starfsfólk Textavarpsins kemur þar hvergi nærri. Á þessum síðum er hálka flokkuð í þrjá flokka; hálku- bletti, hálku og flughálku. Vegagerð- in segir ALDREI neitt á þessum síð- um um sandburð. Sjá nánar um skilgreiningar sem Vegagerðin notar á færðarsíðunum á síðu 490. Á fréttasíðum Textavarpsins eru sagðar fréttir af færð og veðri þegar slíkt þykir fréttnæmt og er þar byggt á fréttaöflun fréttastofa Útvarpsins og Sjónvarpsins. Umræddan laugar- dagsmorgun var birt frétt á síðu 104 um að ekkert ferðaveður væri á Vest- fjörðum og að lögreglan á Akureyri varaði við sérlega mikilli hálku á veg- um út úr bænum. Þar sagði einnig orðrétt: „Öxnadalur og Öxnadals- heiði eru sérlega hálar. Vegagerðin mun sandbera í dag.“ Upplýsingarn- ar um sandburðinn fengust frá lög- reglunni á Akureyri. Ég vek athygli á því að þarna segir ekkert um nánari tímasetningu á sandburðinum. Textavarpið, fréttastofur Ríkisút- varpsins og Vegagerðin leggja metn- að sinn í það að flytja nákvæmar og réttar fréttir og upplýsingar af færð og veðri á vegum landsins. Þessar upplýsingar eru þó allar birtar í trausti þess að ökumenn hagi akstri eftir aðstæðum.“ Námskeið um lesröskun og silfur- smíði SILFURSMÍÐI – íslenska víravirk- ið, byrjenda- og framhaldsnámskeið í silfursmíði verður haldið í Fjöl- brautaskólanum við Ármúla. Byrj- endanámskeið hefst föstudaginn 25. janúar kl. 17.30–22 og laugardaginn 26. janúar kl. 9–12. Framhaldsnám- skeiðið er laugardaginn 26. janúar kl. 13–17 og sunnudag kl. 9–12. Kennarar eru Davíð Jóhannesson og Karl Davíðsson, gullsmiðir á Eg- ilsstöðum, sem ferðast hafa um allt land og á Íslendingaslóðir í Vestur- heimi til að kenna fólki að smíða gripi úr víravirki að íslenskum sið. Lesröskun/dyslexía Tíu stunda námskeið um lesrösk- un verður haldið í Fjölbrautaskólan- um við Ármúla laugardaginn 26. jan- úar kl. 9–17. Skólinn hefur sérstakan áfanga sem ætlaður er nemendum með lesröskun auk þess sem þessir nemendur hafa sérstakan umsjónar- kennara. Áfanginn heitir NAM 193 og verð- ur kynntur á námskeiðinu og sagt frá námsgögnum, kennslutækjum og kennslufræði sem opna leiðir fyrir nemendur með lesröskun. Fjallað er um viðhorf nemenda og kennara til þessarar röskunar og efnt til um- ræðna meðal þátttakenda um stöðu þeirra í framhaldsskólum landsins. Námskeiðið er ætlað framhalds- skólakennurum. Kennarar eru Elín Vilhelmsdóttir, Sveinbjörg Svein- björnsdóttir og Una Steinþórsdóttir, kennarar við FÁ, og Rannveig Lund hjá Lestrarmiðstöð KHÍ. Skráning á námskeiðin fer fram hjá Framvegis – miðstöð um sí- menntun í Reykjavík kl. 10–15 nema föstudaga og á vefnum www.fa.is/ framvegis. Fræðslufundur hjá Grikklands- vinafélaginu GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ Hellas heldur fræðslufund í Korn- hlöðunni við Bankastræti, laugar- daginn 26. janúar kl. 14.30. Erindi heldur Clarence E. Glad og nefnist það Clemens Alexandrinus – Upp- haf kristinnar trúarheimspeki. Clarence E. Glad, Ph.D., lauk cand.theol. prófi frá guðfræðideild HÍ 1983, BA-prófi í heimspeki og grísku frá HÍ sama ár og dokt- orsprófi í Nýja testamentisfræðum og sögu frumkristni frá Brown- háskóla árið 1992. Hann hefur stundað rannsóknir styrktar af Rannís árin 1991–2001 og verið stundakennari við HÍ 1993–1999, Fulbright-styrkþegi við Brown-há- skóla árið 1995–1996, lektor við Kaupmannahafnarháskóla 1997– 1998 og rannsóknarstyrkþegi Al- exander S. Onassis-stofnunarinnar í Aþenu árið 2000. Hann er nú sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni, segir í fréttatilkynningu. Fjórar málstof- ur um sveitar- stjórnarmál Í TILEFNI af sveitarstjórnarkosn- ingunum í vor verða málstofur á veg- um stjórnmálafræðiskorar Háskóla Íslands tileinkaðar sveitarstjórnar- málum. Málstofurnar verða haldnar í hádeginu annan fimmtudag hvers mánaðar í Odda, stofu 201 frá kl. 12.05-13: 24. janúar. Lífsgæði og samkeppn- ishæfni í borg framtíðarinnar. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri. 14. febrúar. Félagsauður íslenskra sveitarfélaga: Hversu rík eru þau? Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands. 14. mars. Ánægðir íbúar – hver er lykillinn? Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ. 11. apríl. Sveitarstjórnarkosning- ar 2002. Ólafur Þ. Harðarson, pró- fessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Fyrirspurnir að erindum loknum. Allir velkomnir, segir í frétt frá stjórnmálafræðiskor Háskóla Ís- lands. Rannsóknar- stofnun í hjúkrunarfræði MÁLSTOFA dr. Guðrúnar Krist- jánsdóttur og Helgu Bragadóttur verður 25. febrúar kl. 12.15–13 í stofu 6 í Eirbergi. Málstofa Helgu Jónsdóttur verður 28. janúar kl. 12.15–13 í stofu 6 í Eir- bergi og nefnist „Sérhæfð hjúkrun- armeðferð langveikra“, segir í fréttatilkynningu. Morgun- verðarfundur Reykjavíkur- borgar MORGUNVERÐARFUNDUR Reykjavíkurborgar í samvinnu við Borgarfræðasetur um skipulag og íbúalýðræði og samráð við almenn- ing í skipulagsmálum verður haldinn á Grand Hótel föstudaginn 25. jan- úar kl. 9-10.30. Erindi halda: Jonathan Davis og Sigurborg Kr. Hannesdóttir. Að loknum erindum verða pallborðsum- ræður þar sem framsögumenn svara fyrirspurnum. Fundarstjóri er Jón Björnsson. Sólarkaffi Ísfirðinga- félagsins SÓLARKAFFI Ísfirðingafélagsins í Reykjavík verður haldið í 57. sinn föstudaginn 25. janúar í Súlnasal Hótels Sögu. Ísfirðingar fagna end- urkomu sólar með kaffi og skemmt- un. Formaður félagsins, Ólafur Hannibalsson, setur skemmtunina. Veislustjóri verður Önundur Jóns- son yfirlögregluþjónn á Ísafirði, ræðumaður kvöldsins er Magnús Reynir Guðmundsson. Geir Ólafsson flytur nokkur lög og Halli og Laddi skemmta. Að lokum mun nýja, ís- firska „súperbandið“ Pönnukökur með rjóma leika fyrir dansi, hljóm- sveitina skipa: Rúnar Vilbergsson, Rúnar Þór Pétursson, Örn Jónsson, Kolbrún Sveinbjörnsdóttir og Þórar- inn Gíslason. Kaupa má miða og taka frá borð á fimmtudag og föstudag hjá Guðfinni R. Kjartanssyni í síma en síðan verða miðar seldir við innganginn, segir í fréttatilkynningu. Málfræði- ráðstefna RASK-ráðstefna Íslenska málfræði- félagsins verður haldin í fundarsal Þjóðarbókhlöðunnar laugardaginn 26. janúar kl. 10. Fundarstjórar: Guðrún Þórhallsdóttir, Höskuldur Þráinsson. Erindi á ráðstefnunni halda: Ei- ríkur Rögnvaldsson, Auður Þórunn Rögnvaldsdóttir, Kristín Bjarna- dóttir, Sigrún Helgadóttir, Margrét Jónsdóttir, Jógvan í Lon Jakobsen, Herdís Þ. Sigurðardóttir, Jóhannes Gísli Jónsson, Haraldur Bernharðs- son, Guðrún Kvaran og Stefán Karlsson. Veitingar verða í boði Íslenska málfræðifélagsins, segir í fréttatil- kynningu. Vínsýningin Vín og drykkir í Perlunni SÝNINGIN Vín og Drykkir 2002 verður haldin í Perlunni dagana 27. og 28. janúar nk. Sýningin verður opin sunnudaginn 27. jan- úar frá kl 14-18 og mánudaginn 28. janúar frá kl. 16-20. Íslandsmót barþjóna sem fer fram á sunnudeginum og hefst kl. 15. Keppt verður í blöndun kok- teila.. Íslandsmeistari verður krýndur í kvöldverðarhófi eftir keppnina. Sigurvegarinn keppir fyrir Íslands hönd á heimsmeist- aramóti barþjóna sem fram fer í Blend í Slóveníu næstkomandi október. Sýnendur eru frá eftirtöldum fyrirtækjum: Ölgerðin Egil Skalla- grímsson, Austurbakki, Karl K. Karlsson, Globus, Allied Domecq, Lind, Rolf Johansen & Co, Elgur hf., Rafkóp-Samvirki og gestir frá hinum ýmsu víngerðarhúsum munu kynna vörur þeirra. Námskeið gegn reykingum HEILSUSTOFNUN NLFÍ stendur fyrir námskeiðum þar sem boðið er upp á vikudvöl til að hætta að reykja og takast á við reykleysið. Næsta námskeið verður haldið 3. til 10. febrúar. Þar er m.a. boðið upp á fyrirlestra, umræður, hreyfingu, svo sem göngu- ferðir, vatnsleikfimi og línudans. Auk þessa er áhersla lögð á slökun og hvíld. Mataræðið er líka tekið fyr- ir. Námskeiðin annast hjúkrunar- fræðingar, íþróttakennarar, sjúkra- þjálfarar, sjúkraliðar, næringar- fræðingur og læknar. Þátttakendum gefst svo kostur á endurkomu og ráðgjöf að loknu námskeiði. Skrán- ing er hafin. Ekki þarf beiðni frá lækni á þessi námskeið, segir í fréttatilkynningu. Hveragerði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.