Morgunblaðið - 22.03.2002, Síða 2
Handknattleikslandsliðið
mætir Grikkjum/C1
„Hef fengið stuðning,“ segir
Guðjón Þórðarson/C1
4 SÍÐUR8 SÍÐUR Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
Punt um páska/B1
Mæðgin með bíó í blóðinu/B2
Hárgreiðsla –
Eins og ójöfn línurit/B4
Af mannavöldum/B6
Auðlesið efni/B8
Sérblöð í dag
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar tölur um
upplag Morg-
unblaðsins
VIÐ skoðun á upplagi Morgun-
blaðsins síðari helming liðins
árs, júlí til desember 2001, í
samræmi við reglur Upplags-
eftirlits VÍ, var staðfest að
meðaltalssala blaðsins á dag
var 54.687 eintök.
Sama tímabil árið 2000 var
meðaltalssalan 55.439 eintök á
dag.
Upplagseftirlit Verslunar-
ráðsins annast einnig eftirlit og
staðfestingu upplags prent-
miðla fyrir útgefendur, sem
óska eftir því og gangast undir
eftirlitsskilmála. Trúnaðar-
maður eftirlitsins er löggiltur
endurskoðandi.
Morgunblaðið er eina dag-
blaðið sem nýtir sér þessa þjón-
ustu nú.
Hélt hnífi að
hálsi af-
greiðslustúlku
TVEIR menn frömdu vopnað
rán í söluturninum Vídeóspól-
unni við Holtsgötu í gærkvöldi
og var talið að þeir hafi komist
á brott með um 50.000 krónur í
reiðufé. Annar þeirra hélt hnífi
að hálsi afgreiðslustúlkunnar á
meðan hinn lét greipar sópa.
Mennirnir voru með e.k.
lambhúshettur á höfði þegar
þeir ruddust inn í söluturninn í
gærkvöldi. Afgreiðslustúlkan
kallaði á aðstoð með því að ýta á
neyðarhnapp sem tengdur er
stjórnstöð Securitas og barst
tilkynning um ránið klukkan
22.08. Mikið lið lögreglu fór á
staðinn og stóð leit að ræningj-
unum enn yfir þegar Morgun-
blaðið fór í prentun.
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Jón
Steinar Gunnlaugsson hrl. til að
greiða konu 100.000 krónur í miska-
bætur vegna ummæla sem hann lét
falla um hana í fjölmiðlum árið 1999.
Jón Steinar hafði varið föður hennar
sem hún sakaði um kynferðisbrot.
Hæstiréttur vísaði á hinn bóginn
frá dómi kröfu um að viðurkennt yrði
að Jón Steinar hefði brotið góða lög-
mannshætti þar sem krafan þótti í
senn of óljós og óákveðin til að lagt
yrði mat á hana.
Faðir konunnar var sakfelldur í
héraði en sýknaður í Hæstarétti af
meirihluta réttarins. Í kjölfar sýknu-
dómsins var mikið fjallað um málið í
fjölmiðlum og tók Jón Steinar virkan
þátt í þeirri umræðu.
Í dómnum segir að meðal þess sem
þurfi að taka tillit til við mat á um-
mælum Jóns Steinars sé að í um-
ræðunni hafi verið vegið harkalega að
föður konunnar sem skömmu áður hafi
verið sýknaður af alvarlegri ákæru.
Hæstiréttur komst á hinn bóginn að
þeirri niðurstöðu að Jón Steinar hafi
bakað sér bótaábyrgð vegna ummæla
sem hefðu falið í sér ólögmæta mein-
gerð gagnvart konunni. Ummælin
sem hann var dæmdur fyrir lét hann
falla í útvarpserindi á Bylgjunni og í
viðtali við dagblaðið Dag. Að mati
dómsins hafi hann viðhaft orð í útvarp-
inu sem yrðu ekki skilin öðruvísi en
svo að konan hefði borið föður sinn
röngum sakargiftum. Bent er á að
þrátt fyrir sýknudóm Hæstaréttar
hafi því ekki verið slegið föstu að fram-
burður hennar væri rangur. Í dag-
blaðsviðtalinu var m.a. haft eftir Jóni
Steinari að konan hefði orðið uppvís að
því að bera kennara sinn röngum sök-
um um kynferðislega áreitni en haft
var eftir móður stúlkunnar að henni
hafi verið vísað úr skólanum í eina viku
af þeim sökum. Ummæli Jóns Steinars
varðandi þetta atriði hefðu falið í sér
fullyrðingar umfram það sem gögn
málsins gáfu tilefni til.
Auk bótanna þarf Jón Steinar að
greiða 300.000 krónur í málskostnað.
Áfall fyrir tjáningarfrelsið
Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. sagði
í samtali við Morgunblaðið að dómur
Hæstaréttar væri að sínu mati heil-
mikið áfall fyrir tjáningarfrelsið í land-
inu og ylli sér vonbrigðum. Hæstirétt-
ur hafi snúið út úr orðum sínum um að
hann hafi fullyrt að stúlkan hefði haft
uppi rangar sakargiftir á hendur föður
sínum, það hafi hann aldrei sagt.
„Þarna voru tveir aðilar sem báru mis-
munandi um sömu hlutina og auðvitað
sjá það allir að annar segir satt og hinn
ekki,“ segir Jón Steinar. „Hins vegar
fjallaði ég um það hvaða ástæður gætu
legið til þess að stúlka gæti borið fram
rangar sakir og fyrir það er ég dæmd-
ur.“ Varðandi ásakanir stúlkunnar á
hendur kennara sínum , hafi hann hlíft
henni við því að greina efnislega frá
ásökunum því hann hafi talið að það
gæti gengið of nærri stúlkunni en nú
hafi Hæstiréttur ákveðið að ganga
miklu lengra og segja efnislega frá
málinu.
Fordæmisgildi
Sif Konráðsdóttir hrl., lögmaður
konunnar, segir að forsendur dóms-
ins sýni fram á að þrátt fyrir að kröfu
um að viðurkennt yrði að Jón Steinar
hefði brotið gegn góðum lögmanns-
háttum hafi verið vísað frá dómi, sýni
forsendur dómsins fram á að Jón
Steinar hafi brotið af sér sem lögmað-
ur með ummælum sínum um að kon-
an hafi borið rangar sakargiftir á föð-
ur sinn. Dómur Hæstaréttar hljóti að
hafa fordæmisgildi. Hann sé jafn-
framt áfellisdómur yfir úrskurðar-
nefnd lögmanna sem komst að þeirri
niðurstöðu að Jón Steinar hefði ekki
brotið gegn konunni.
Ummæli lögmanns fólu í
sér ólögmæta meingerð
BYRJAÐ er að leggja gervigras í
fjölnota íþróttahúsið í Smáranum
í Kópavogi og á verkinu að ljúka
í byrjun apríl, en að lokinni mat-
vælasýningu í húsinu í lok apríl
verður það vígt formlega með
viðhafnarhátíð.
Kópavogsbær stendur að bygg-
ingunni. Framkvæmdir hafa
gengið samkvæmt áætlun, en hús-
ið er um 9.200 fermetrar að
stærð og er áætlaður kostnaður
hátt í fimm hundruð milljónir
króna. Jón Júlíusson, íþrótta-
fulltrúi í Kópavogi, segir að
gervigrasið kosti um 30 milljónir
króna eða álíka mikið og það
kostaði á völlinn fyrir rúmum
áratug. Um sé að ræða þriðju
kynslóð gervigrass sem sé mun
líkari venjulegu grasi en fyrri
tegundir. Áður hafi verið gúmmí-
motta undir grasmottunni en nú
sé gúmmí komið upp í grasið,
sem sé lengra en áður eða fimm
cm í stað þriggja cm áður.
Morgunblaðið/Kristinn
Gervigras lagt í fjölnota
íþróttahúsið í Smáranum
SNARPAR umræður voru um mál-
efni stjórnarformanns Strætó bs. í ut-
andagskrárumræðu á fundi borgar-
stjórnar í gær. Gagnrýndi Guðlaugur
Þór Þórðarson, borgarfulltrúi D-
listans, að ekki hafi verið sagt frá
samningi um sérfræðiaðstoð frá
Skúla Bjarnasyni hrl., stjórnarfor-
manni Strætó bs., í undirbúningi
stofnunar byggðasamlagsins. Vísaði
borgarstjóri gagnrýni hans á bug og
sagði fjarri að um einhvers konar
leynisamning hefði verið að ræða.
Guðlaugur sagði ekkert benda til
þess að sérfræðiaðstoðin sem keypt
var hafi ekki verið fyrir hendi hjá
embættismönnum borgarinnar.
Gagnrýndi hann að samningurinn
hafi verið undirritaður aðeins fjórum
dögum fyrir fyrsta stjórnarfund
stjórnarinnar og sagði ljóst að halda
hafi átt þessum samningi leyndum
fyrir borgarfulltrúum og stjórn
Strætó bs.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri sagði að borgarráð hefði
heimilað að keypt yrði að sérfræði-
ráðgjöf í tengslum við undirbúning
stofnunar byggðasamlagsins.
Sagði hún að ákveðið hafi verið að
auglýsa eftir nýjum framkvæmda-
stjóra fyrir byggðasamlagið en bæj-
arstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu
hefðu ákveðið að í millitíðinni yrði
gengið til samninga við Skúla til að
koma fyrirtækinu af stað.
Eftir að Guðlaugur hafði ítrekað
spurningu sína um hvort fleiri menn
tengdir Reykjavíkurlistanum sætu í
sambærilegum störfum innti borgar-
stjóri hann eftir hvort hann teldi að
um einhverja tiltekna einstaklinga
væri að ræða. Hún sagði sér ekki vera
kunnugt um slíka samninga en hins
vegar væri sjálfsagt að fletta því upp í
bókhaldi stofnana borgarinnar til að
svara fyrirspurninni.
Borgarstjóri sagði málflutning
Guðlaugs aumkunarverðan og hann
bæri keim örvæntingar. „Allt í einu er
reynt að hlaupa upp til handa og fóta
til þess að búa til einhverja samsvör-
un í borgarstjórn Reykjavíkur við
Landssímamálið.“ Hún sagði fjarri að
um einhvern leynisamning væri að
ræða enda hefðu allir bæjarstjórarnir
á höfuðborgarsvæðinu og fleiri aðilar
vitað af honum.
Morgunblaðið innti Ingibjörgu Sól-
rúnu að loknum fundi eftir því hvers
vegna samningurinn hefði ekki verið
kynntur stjórn Strætó bs. strax í upp-
hafi. „Okkur datt það bara ekki í
hug,“ sagði hún. „Við ákváðum að fá
Skúla til þessa verks og gera hann að
starfandi stjórnarformanni, fólum
þessum tveimur embættismönnum að
gera þennan samning og litum svo á
að við hefðum umboð til að vinna
þetta verk.“
Aðspurð hvers vegna ekki hafi ver-
ið beðið með að gera samninginn þar
til búið væri að skipa stjórnina sagði
Ingibjörg að ekki hefði staðið til að
skipa pólitískan stjórnarformann.
„Skúli hefði ekki tekið verkið að sér
upp á þau býti. Við urðum að ganga
frá ráðningunni því annars hefði hann
ekki setið í stjórnarformannsstóli
þegar stjórnin kom saman.“
Utandagskrárumræða um málefni
Strætó bs. í borgarstjórn í gær
Hart deilt um
samningsgerð