Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 17
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 17
UNNIÐ er að endurbótum á
hringveginum, bundnu slitlagi og
brú yfir Hólmsá við Hellisholt á
Mýrum.
Þetta verður vegleg brú, tví-
breið með tveimur steinsteyptum
stöplum auk landstöpla, 65 m löng.
Brúin leysir af hólmi einbreiða brú
sem var komin til ára sinna. Að-
koman að austan var auk þess í
beygju sem þótti töluverð slysa-
gildra. Áformað er því að byggja
nýjan vegspotta að nýju brúnni,
ca. 2,7 km, þannig að aðkoma stór-
batnar.
Verktaki er Mikael og félagar í
Höfn, og hefur hann unnið ósleiti-
lega að brúargerðinni í allan vetur,
þrátt fyrir að tafsamt hafi verið að
hefja steinstöplana upp úr sand-
inum vegna dýpis.
Vegagerð verður boðin út, en
verklok brúar og vegar eru áætluð
10. júlí 2002.
Morgunblaðið/Einar Jónsson
Hólmsárbrú í smíðum.
Ný brú yf-
ir Hólmsá
Suðursveit
HILMAR Jóhannesson var
kjörinn heiðursfélagi Golf-
klúbbs Ólafsfjarðar á aðal-
fundi klúbbsins á dögunum.
Klúbburinn var stofnaður ár-
ið 1968 og er Hilmar fimmti
heiðurfélagi hans, en hinir
eru Stefán B. Ólafsson, Stef-
án B. Einarsson, Ármann
Þórðarson og Sigurður Jó-
hannesson.
Golfklúbbur Ólafsfjarðar
flutti starfsemi sína upp í
Skeggjabrekku fyrir tæpum
30 árum en fyrst var völlur á
Bakka.
Helgi Jónsson
Hilmar Jóhannesson,
heiðursfélagi í Golfklúbbi
Ólafsfjarðar.
Hilmar
heiðurs-
félagi
Ólafsfjörður
Golfklúbbur
Ólafsfjarðar
Opnaðu
nýjar dyr
www.endurmenntun.is
Dæturnar
með í
vinnuna
þriðjudaginn 26. mars 2002
w w w. m b l . i sw w w. i s b a n k . i sw w w. n s a . i s
Stúlkur í dag eru konur framtíðarinnar sem munu taka
þátt í íslensku atvinnulífi og breyta kynjahlutföllum hinna
ýmsu starfsgreina. Pabbar, mömmur, afar, ömmur!
Kynnum vinnustaði okkar fyrir þeim og sýnum þeim
fram á þau fjölmörgu tækifæri sem í boði eru, því dætur
okkar eru starfskraftar framtíðarinnar og leiðtogar næstu
kynslóðar.
Verkefnið hefur hlotið góðar viðtökur og hafa fyrirtæki
lagt mikinn metnað í móttökurnar. Á www.audur.is eru
dæmisögur frá fyrri árum þar sem hægt er að fá
hugmyndir að skemmtilegum verkefnum.
Allar nánari upplýsingar í síma 510 6200 og á vefsíðunni
www.audur.is
Gefum stúlkum á aldrinum 9–15 ára
tækifæri til að kynnast atvinnulífinu.
Bjóðum þær velkomnar til starfa
þriðjudaginn 26. mars.
w w w. d e l o i t t e . i s
Þann 10. apríl í fyrra sátu fimmtán stelpur á aldrinum 9–15 ára
í sætum borgarfulltrúa og fluttu ræður um það sem þeim
fannst betur mega fara í stjórnun borgarinnar.
Flestar hugmyndir þeirra eru nú í vinnslu.