Morgunblaðið - 22.03.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
*
7
7
#
+ &#& + "
%
"
"
-1*20:
:0 8 &
' .@ 3 8 %#
*# () %#
$@#!' !() $
1) %#
3 % !() %#
1 !() $
7$!() $
() . . $
I. $
!(3 ( $@#! $
!!# %#
- ' $@#! $
! %#
$ ( () &
* &" =
1*20-J
:0
3
6 +55
$
* :%*
2
.22
/ "
(
*7
* ;
.9
! % %&
<
7
%
+&#& '
+ "
"
"
=00=
=0:0 ,
7
='4
$
+ ! %#
!@ % $
#1) %#
. %#
A@ *# $
%F %#
$ ( () &
✝ Gunnar MagnúsTheodórsson
fæddist í Reykjavík
17. júlí 1920. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
14. mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Málfríður Jónsdóttir,
f. 25.6. 1896, d. 13.3.
1959, og Theodór
Magnússon bakara-
meistari, f. 5.11.
1893, d. 7.4. 1972.
Theodór og Málfríð-
ur eignuðust átta
börn: Sigurður og
Þórdís Bergljót létust í bernsku,
Ellert, f. 1919, d. 1940, og Sigurður
Guðmundur, f. 1929, d. 1986. Eftir
lifa: Lára, f. 1918, Haraldur, f.
1924, Pálmi, f. 1931, og Magnús
Ingi, f. 1929, sem var fóstursonur
þeirra. Fyrir átti Theodór soninn
Kjartan, f. 1913, d. 1994. Gunnar
kvæntist 6. janúar 1954 Jóhönnu
Magnúsdóttur, fyrrv. fulltrúa á
Skrifstofum ríkisspítalanna, f.
20.7. 1927. Foreldrar hennar voru
Ásthildur Jónasdóttir, f. 1888, d.
1968, og Magnús Jóhannsson
1982. Jóhanna eignaðist tvö börn
áður: a) Þórunni Ingólfsdóttur, f.
1947, börn hennar eru Stefán Þór
Stefánsson, f. 1969, og Margrét
Stefánsdóttir, f. 1973. b) Georg
Heide, f. 1950, eiginkona hans er
Hilda Gerd Birgisdóttir, f. 1956, og
eiga þau Ragnhildi Sesselju, f.
1980. Georg Heide á einnig Nönnu
Sigrúnu, f. 1967, og Gunnhildi
Halldóru, f. 1973.
Eftir almenna skólagöngu hélt
Gunnar til Kaupmannahafnar þar
sem hann var við nám í húsgagna-
bólstrun 1938-1942. Eftir það hóf
hann nám í innanhússarkitektúr og
útskrifaðist frá Kunsthandverk-
erskolen árið 1945. Hann starfaði
hjá Húsameistara Reykjavíkur-
borgar 1945-1954, rak sjálfstæða
teiknistofu á árunum 1954 til 1971
og vann hjá Fasteignamati ríkisins
1969-1971. Hjá Skrifstofum ríkis-
spítalanna starfaði hann frá árinu
1971 til ársins 1995. Gunnar stund-
aði fimleika með Í.R. 1930-35, var í
Sundfélaginu Ægi 1934-1938, var í
Skátafélaginu Væringjum 1934-
1938 og í Skátafélagi Reykjavíkur
1945-1955. Hann var einn af stofn-
endum Félags innanhússarkitekta
og var formaður félagsins eitt kjör-
tímabil. Hann var einnig meðlimur
í Oddfellow-reglunni á Íslandi.
Útför Gunnars fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
bóndi, f. 1887, d. 1981.
Jóhanna var alin upp á
Eskifirði hjá Sesselju
Hinriksdóttur, f. 1897,
d. 1978, og Georg
Pálssyni, f. 1897, d.
1983.
Gunnar og Jóhanna
eignuðust tvo syni: 1)
Gunnar Theodór, f.
1954, d. 1980, kvæntur
Steinunni Friðgeirs-
dóttur, synir þeirra
eru, Friðgeir Örn f.
1975, og Gunnar
Magnús, f. 1978. 2)
Hinrik, f. 1960, kvænt-
ur Guðrúnu Sigurðardóttur. Þau
eiga Jóhönnu, f. 1984, og Gunnar
Theodór, f. 1995, og áður eignaðist
Guðrún Örn Skúlason, f. 1975, d.
1994, og Vigdísi Skúladóttur, f.
1978. Gunnar eignaðist tvær dæt-
ur: a) Jette Dissing, f. 1945, maki
Kjeld Dissing, f. 1944. Þau eiga
þrjú börn, Mikkel, f. 1972, Mads, f.
1978, og Mariane, f. 1979. b) Unnur
Müller-Bjarnason, f. 1952, maki
Valdimar Bjarnason. Börn þeirra
eru Ragnheiður Sara og Rakel Ýrr,
f. 1976, og Róbert Kári, f. 1980, d.
Hann Gunnar frændi er dáinn.
Hann hefur gengið þau spor sem
honum voru ætluð í þessu lífi. Gunnar
var móðurbróðir minn og næstur
móður minni í aldri í systkinahópn-
um. Þau systkinin voru samrýnd og
leiðir þeirra lágu þétt saman alla tíð.
Gunnar hefur því verið hluti af minni
tilveru frá barnæsku. Gunnar átti því
láni að fagna að ná háum aldri og var
hann lengst af við góða heilsu. Þau
Nanna höfðu lag á því að njóta dags-
ins og stundanna og gera eldri árin
viðburðarík. Ég minnist frænda míns
sem glaðværs manns, sem var glett-
inn og oft stríðinn en umhyggjusam-
ur og hjálplegur þegar á þurfti að
halda. Ég veit að hann gat verið fast-
ur fyrir, en sú hlið sneri aldrei að
mér.
Ég minnist frænda, sem oft leit
inn, sendi okkur krökkunum kort og
gjafir frá útlöndum, sem var sjaldgæf
vara um miðja síðustu öld. Þegar við
stofnuðum okkar heimili héldust
tengslin og minnist ég sérstaklega
heimsóknar á námsárum okkar Óla,
en þá komu þau saman mamma og
pabbi og Nanna og Gunnar og voru
hjá okkur í nokkrar vikur. Við ferð-
umst um alla Skandinavíu og var það
ógleymanleg ferð.
Ég vil fyrir hönd foreldra minna
þakka Gunnari samfylgdina og allar
ánægjustundirnar sem þau áttu sam-
an. Gunnar var þeim stoð og stytta
við húsbygginguna, teiknaði Lang-
holtsveginn, en í því góða húsi bjuggu
þau lengst af. Hin síðari ár hafa þau
fjögur notið þess að eiga heilsu og
þrek til að ferðast, stunda leikhús og
rækta vináttu.
Við systkinin og foreldrar okkar
kveðjum Gunnar með söknuði og
þökkum honum tryggð við okkur öll.
Hugurinn leitar nú til Nönnu og fjöl-
skyldunnar allrar með óskum um
guðsblessun og styrk þeim til handa á
erfiðum stundum.
Málfríður D.
Gunnarsdóttir.
„Eitt sinn verða allir menn að
deyja“ segir í ljóði Vilhjálms heitins
Vilhjálmssonar.
Dauði Gunnars kom okkur á óvart,
líklega vegna þess að hann hafði áður
gengið í gegnum mikil veikindi, náð
sér vel á strik aftur. Hann bar sig allt-
af vel og kvartaði ekki. Lífslöngun
Gunnars var mikil, en nú hefur Guði
fundist tími hans kominn og hann
vera búinn að ljúka sínu verki hér á
jörðu.
Ég var sex ára þegar ég kynntist
Gunnari, en þá kvæntist hann móður
minni. Við vorum þá tvö systkinin, ég
og Deddi, og bjuggum öll á þessum
tíma hjá fósturforeldrum mömmu.
Ekki hefur verið auðvelt fyrir
Gunnar að takast á við það verkefni
sem hans beið. Gerðar voru miklar
kröfur til hans, eðli aðstæðna sam-
kvæmt, en prúðmennska hans var
alltaf til staðar.
Árin liðu, Gunnar Theodór og Hin-
rik fæddust, farið var í útilegur, veiði-
ferðir svo eitthvað sé nefnt. Segja má
að ég hafi ekki alveg flutt inn á heimili
þeirra mömmu fyrr en ég var komin á
þrettánda ár, sem var viðkvæmur
aldur. Þá var þetta orðin sex manna
fjölskylda og í mörg horn að líta.
Það má segja um Gunnar að hann
hafi verið einn af þessum „þúsund
þjala smiðum“. Allt lék í höndum
hans og allt gerði hann af mikilli
natni, útsjónarsemi og smekkvísi,
hann hugsaði vel um umhverfi sitt,
enda ber heimili þeirra mömmu vitni
um það. Gunnar var ákaflega mikið
snyrtimenni og fagurkeri var hann
mikill.
Þung voru sporin okkar þegar
Gunnar Theodór lést í Þýsklandi árið
1980 og aðstæður leiddu til þess að
hann var jarðsettur þar. Ég veit að
Gunnar var aldrei sáttur við þá ráð-
stöfun, en smátt og smátt lærðist
honum að lifa með því. Margar voru
ferðir hans og fjölskyldunnar til Bed-
erkesa til þess að blessa leiðið og
heiðra minningu Gunnars Theodórs.
Í einni þeirra voru íslenskir steinar
úr stuðlabergi settir á leiðið til merk-
ingar með áletruninni: Trú, von og
kærleikur, en þau þrjú orð voru hon-
um ofarlega í huga.
Gunnar var börnunum mínum
tveimur góður afi og aldrei fundu þau
annað en að hann væri þeim blóð-
skyldur. Hann var ávallt reiðubúinn
til þess að rétta mér hjálparhönd og
sé ég hann fyrir mér þar sem hann
situr og pússar silfrið mitt, festir
hnapp á pelsinn minn, burstar skóna
mína, setur áklæði á stólana mína og
svo mætti lengi telja.
Mér er sérstaklega minnisstætt
hve hann var glaður þegar hann fékk
tækifæri til þess að leiða mig upp að
altarinu árið 1968 og hve hann gerði
það með miklum glæsibrag.
Hann studdi mig á sinn þögula hátt
og fékk ég oft notið skilnings hans og
stuðnings í lífsins ólgu sjó.
Gunnar lagði mikla áherslu á að
fara á hátíðarfund og árshátíð í Odd-
fellow-stúkunni sinni aðeins 5 dögum
áður en hann lést, þrátt fyrir lasleika
sinn og höfðu þau mamma boðið mér
með. Hann var glaður og stoltur það
kvöld eftir að hann hafði tekið við við-
urkenningu fyrir störf sín í þágu regl-
unnar. Þá dönsuðum við síðasta vals-
inn, síðasta valsinn, sem mér þykir
svo undur vænt um og sem ég mun
geyma í minningunni.
Ég, Stefán Þór, Margrét, Þórunn
Birna og Gabríel Þór kveðjum í dag
góðan fósturföður, frábæran afa og
langafa. Við eigum ljúfar minningar
um hann, minningar sem við munum
geyma í hjarta okkar.
Elsku Gunnar minn, þakka þér
fyrir allt sem þú hefur verið mér og
mínum.
Hvíl þú í friði.
Þín
Þórunn.
GUNNAR M.
THEODÓRSSON
Enginn veit sína æv-
ina fyrr en öll er, hvar,
hvenær og hvernig
dauðinn dúnkar upp á
veit enginn og oftar en
ekki kemur hann
óvænt og er óþægileg-
ur fyrir þá sem áfram lifa. Eðlilega.
Þegar Gústaf (Toj Vala Juha)
hringdi og tjáði mér að þú værir all-
ur setti mig hljóða, þú hringdir
nokkrum dögum áður og ætlaðir að
líta fljótlega á nýja heimilið okkar
Anas. Óréttlátt? Já, mér þykir þetta
sannarlega hið argasta óréttlæti og
get ekki að því gert, Valur, að hugsa:
Hvers vegna „þú“ sem varst svo
mikill eðalmaður, hvers manns hug-
ljúfi sem gerðir allt fyrir alla? Það
þarf ekki dauða þinn til að mér verði
hugsað til allra þeirra stunda er við
höfum átt saman. Nei, því frá því er
ég fyrst hitti þig, sem er þokkalega
langt síðan, hefi ég oft hugsað til
þín, þú varst ávallt svo elskulegur.
Mjög oft hafa minningamyndirnar
komið í huga minn þar sem þú ert
með Emblu mína, það var ekki lítil
vináttan sem maður sá að ríkti mill-
um ykkar. Góðvild þín og mann-
gæska kom aldrei eins sterkt í ljós
og þegar þú varst að dúllast með
hana. Þú varst ekki bara barngóður,
þú varst góður í gegn við allt og alla
og ég spurði Gústaf: Hvernig ferð
þú nú að, búinn að missa þína hægri
þúsund þjala hönd? Já, við erum
mörg sem nú horfum á eftir þér og
finnum sem aldrei fyrr hve stórkost-
legur þú varst. Dagfarsprúður mað-
ur, stundum hávær á góðum stund-
um en aldrei sá ég þig skipta skapi.
VALUR ARNAR
MAGNÚSSON
✝ Valur ArnarMagnússon
fæddist í Reykjavík
21. janúar 1944.
Hann lést laugar-
daginn 9. mars síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Kópa-
vogskirkju 18. mars.
Ávallt sama blíðalogn-
ið, fallega skakka bros-
ið þitt, skemmtilegur
talandinn, röddin og
það var unun að heyra
þig hlæja. Mikið gref-
illi sakna ég þín og nú
verður ekkert, aldrei,
þetta sem við, ég og þú,
töluðum um og það
þykir mér hundfúlt!
Ég er í rauninni
öskrandi ill yfir dauða
þínum, sjálfsagt vegna
þess hvernig hann bar
að, en huggun mín
gegn harmi þessum er:
Íslensk eyðimörk
flöt, tómleg, ljót
finnst mér
meiri partur
fólksins
hér vera.
Illa þrífst þar blómið
sem á þann eina
tilgang
að vera til
hamingjusamt
og njóta þess
að vera blóm,
illgresið vill kæfa
vindurinn fella
en sólin vermir
sólin elskar
regnið vökvar
heldur lífi
í blóminu
og blómið áttar sig á
að það er tilgangur
með veru þess hér
og brátt gleðst það
yfir tilveru sinni
ljómar mót sólinni
nýtur regnsins
lífsins,
það stendur upp úr
breiðir úr sér
fjölgar sér
hefur gert sér grein
fyrir tilgangi
sínum
brosir
sofnar
það koma
önnur blóm
og skreyta veg
illgresis
þessa lands.
(B. Hrafnar.)
Gústaf hringdi og bað mig fyrir
kveðju, hann er miður sín og trúir
ekki frekar en svo margir aðrir að
þú sért farinn fyrir fullt og allt. Þær
eru ófáar stundirnar sem við áttum í
Árbænum hjá honum, öll glimrandi
matarboðin og ávallt var kátína,
engin rifrildi, ekkert vesen. Já, það
er samstilltur hópur sem mætir þar,
hópur sem einkennist af innilegri
vináttu, laus við hræsni og rúmar
ekkert svínarí og þar varst þú skær-
asta stjarnan, ekki spurning, og
verður áfram í hugum okkar. Valur,
það er enginn eins og þú, missirinn
er því meiri, tómarúmið víðara og
sorgarskýið stærra og svartara, því
dauði þinn var eins óréttlátur og
frekast getur verið. Það er erfitt að
kveðja þig, erfitt að horfast í augu
við þessa hræðilegu staðreynd, erf-
itt að vera ekki reið, um leið er það
auðvelt að vera þakklát fyrir að hafa
kynnst þér. Orðið „kærleikur“ mein-
ing þess og merking eins og ég skil
það, kom skýrt fram í fari þínu.
Við sendum móður þinni, börnum,
afabörnum, systkinum og öðrum að-
standendum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Blómin hvert á fætur öðru,
fölna og falla í lífi hörðu,
dauðinn spyr ekki’ um aldur
né drauma og drottnar einvaldur.
Sjáandi fólki er lífið unaður,
látleysi ríkir, lítill er munaður
á mælikvarða manns í dag,
margfalt unir sínum hag.
(B. Hrafnar.)
Elsku Valur, hafðu alla mína þökk
og barna minna fyrir allt, það er
mikill missir að þér.
Bryndís, Hafþór, Þorri, Embla.
Fleiri minningargreinar um Val Arn-
ar Magnússon bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.