Morgunblaðið - 22.03.2002, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 22.03.2002, Qupperneq 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MARS 2002 53 „FYLLIST þú gleði, er einhver ann- ar verður farsæll?“ Með þessari spurningu opnar hin 28 ára gamla Al- anis Morissette nýjustu breiðskífu sína, Under Rug Swept. Margir eru á því að með þessari plötu hafi Mor- issette náð að rétta feril sinn af á nýj- an leik, farsældin blasi því aftur við og aðdáendur hafi því ríka ástæðu til að gleðjast. Eftir að hafa slegið þvílíkt í gegn árið 1995 með plötu sinni, Jagged Little Pill, þótti Morissette nauðsyn- legt að gíra sig niður á næstu plötu, og gaf því út hina innhverfu, næsta vísvitandi ósöluvænlegu plötu, Supposed Former Infatuation Junk- ie (’98). Ætti titillinn að vera nægileg sönnun um þessar fyrirætlanir henn- ar. En almenningur vildi ekki sjá slíkar þreifingar og sökk platan, í markaðslegu sem listrænu tilliti. Platan nýja hefur aftur á móti víð- ast hvar fengið góða dóma, m.a. á þessum síðum þar sem staðhæft er að: „Under Rug Swept verður örugg- lega ekki sópað undir mottuna eins og síðustu plötu.“ Fjörutíu milljónir Alanis Morissette fæddist árið 1974 í Ottawa í Kanada og hóf ung þátttöku í þarlendum afþreyingar- iðnaði. Tíu ára var hún einn af stjórn- endum þáttarins You Can’t Do That on Television og árið 1985 kom út fyrsta plata hennar, smáskífan „Fate Stay with Me“, sem hún tók upp fyrir fé það sem henni hafði áskotnast fyr- ir dagskrárgerðarvinnuna. Þegar hún var fjórtán ára náði hún svo samningum við MCA/Canada og fyrsta breiðskífan, Alanis, kom út ár- ið 1991, dansvæn poppplata, blönduð heilnæmum skammti af ballöðum. Gerði hún það bara nokkuð gott, seldist t.a.m. í yfir 100.000 eintökum í heimalandinu. Eins og sjá má á Al- anis sér því tónlistarlega fortíð, líkt og samlandi hennar Celine Dion, sem menn eru ekki að flagga neitt nema tilneyddir. Ári síðar, eða 1992, kom út samskonar plata, Now Is the Time. Líkt og fyrirrennarinn gerði hún engar gloríur utan landamær- anna. Alanis fluttist þá til Los Angeles hvar hún kynntist lagasmiðnum Glen Ballard (sem m.a. samdi „Man in the Mirror“ fyrir Michael Jackson). Þetta var í ársbyrjun 1994, þegar Al- anis stóð á tvítugu. Í sameiningu hóf- ust þau handa við að smíða reiknilík- anið sem gaf af sér Jagged Little Pill, hinn eiginlega „frumburð“ Moriss- ette. Á plötunni má heyra í reiðri, ungri konu sem lætur síður en svo traðka á sér og þegar þessari afstöðu er blandað við haglegar og grípandi rokk/popplagasmíðar, ótrúlega rödd Alanis og brattar textasmíðar er út- koman stórsigur. Platan seldist enda í milljónum eintaka og gerði söng- konuna í sviphendingu að stór- stjörnu. Þess má þá geta að plötur Morissette hafa í dag selst í yfir fjörutíu milljónum eintaka. Þrjátíu lög Haustið 1998 kom áðurnefnd Supposed Former Infatuation Junk- ie út, hvar ruglað var óhóflega mikið í formúlunni góðu og féll gripurinn þess vegna í helst til grýttan jarðveg. Árið eftir var þó bætt úr með ágætri plötu, hinni órafmögnuðu Alanis Unplugged. Biðin eftir nýju plötunni er því bú- inn að vera nokkuð löng og ströng eða heil fjögur ár. Flestir sammælast þó um að á henni hafi Alanis rétt úr kútnum, og horfið aftur til fyrri af- reka. Og það gerir hún ein og óstudd en í þetta sinnið er Ballard gamli fjarri góðu gamni. Þess má að lokum geta að Alanis var heldur en ekki í stuði er að plötu- vinnunni kom og samdi heil þrjátíu lög og af þeim tók hún upp tuttugu og fimm. Vænta má útgáfu á þessu efni síðar á árinu. Alanis Morissette gefur út Under Rug Swept Svo lengi lærir sem lifir Þriðja „alvöru“ plata Alanis Morissette kom út í endaðan febrúar. Arnar Eggert Thoroddsen reifar af tilefninu feril stúlk- unnar, sem er nokkuð langur, þótt hún sé ung að árum. arnart@mbl.is Alanis í dag, hárprúð að vanda. Fyrsta smáskífa Alanis, „Fate Stay With Me“, frá árinu 1985. Sýnd á klukkustunda fresti alla helgina Toppmyndin í USA í dag. Stærsta opnun ársins í USA Nýjasta sýnishornið af Star Wars EP2 sýnt á undan myndinni Almennur harmonikudansleikur verður haldinn á Breiðinni, Akranesi, laugardagskvöldið 23. mars frá kl. 22—02 Þú ert aðeins rúman hálftíma að aka frá Reykjavík til Akraness. P.S. Á Breiðinni er stórt og gott dansgólf. Miðaverð 1000 kr. Stjórn Duna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.