Morgunblaðið - 30.04.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.04.2002, Qupperneq 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu fasteignin Strandgata 49 á Akureyri Veitingahúsið Pollurinn á Akureyri er nú til sölu. Um er að ræða fasteign sem er á þremur hæðum. Stærð jarðhæðar er samtals 439,1 fm. 2. hæð er 191 fm salur. Í risi er óinnréttað rými. Húsið er hluti af svokölluðum Gránuhúsum og er byggt árið 1880. Stað- setning er góð og umhverfi fallegt. Í húsinu hefur verið rekinn vín- veitingastaður undanfarin ár. Hér er um að ræða einstakt tæki- færi fyrir dugmikla aðila. Miklir framtíðarmöguleikar. Allar frekari upplýsingar veittar Fasteignasölunni BYGGÐ Sími 462 1744 og 462 1820, fax. 462 7746 Um helgina í síma 897-7832 (Björn) VERULEG aukning varð á útfluttu magni Fiskmiðlunar Norðurlands á síðasta ári miðað við árið á undan eða 47,8% í kílóum talið. Einkum er það meira af síld og loðnu sem og frosnum fiski sem skýrir þessa aukningu að því er fram kom í máli Valdimars Bragasonar stjórnarfor- manns á aðalfundi á dögunum. Fiskmiðlun Norðurlands hóf út- flutning á þurrkuðum fiskafurðum til Nígeríu fyrir tíu árum. Á síðasta ári voru þurrkaðar fiskafurðir um 80% af heildarverðmæti útfluttra afurða fyrirtækisins sem alls námu 1.927 milljónum króna. Hagnaður Fiskmiðlunar Norður- lands nam 18,7 milljónum króna á liðnu ári. Samþykkt var á aðalfund- inum að greiða hluthöfum 50% arð. Rekstur félagsins hefur gengið vel. Opnuð var skrifstofa í Reykjavík á síðasta ári og þar starfa tveir menn, en aðalskrifstofa FN er á Dalvík. Fyrirtækið tók þátt í stofnun hausaþurrkunarfyrirtækis í Fær- eyjum og varð hluthafi í þurrk- unarfyrirtækinu Herði á Egilsstöð- um. Samþykkt var á aðalfundinum að styrkja tónlistarfólkið og hjónin Helgu Bryndísi Magnúsdóttur og Guðmund Óla Gunnarsson um 500 þúsund krónur en þau eru að byggja tónlistarstofu við hús sitt að Bakka í Svarfaðardal. Hilmar Daníelsson framkvæmda- stjóri FN afhenti styrkinn og gat þess að mikilvægt væri fyrir byggð- arlagið að hafa slíka íbúa, en þau hjónin taka virkan þátt í félagslífinu heima fyrir þrátt fyrir að vera störfum hlaðin, enda í hópi virtustu tónlistarmanna landsins. Morgunblaðið/Guðmundur Ingi Hilmar Daníelsson, framkv.stj. Fiskmiðlunar Norðurlands, ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara og Guðmundi Óla Gunnarssyni, stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og kórstjórnanda. Samþykkt að greiða hluthöfum 50% arð Dalvíkurbyggð Fiskmiðlun Norðurlands jók útflutning á liðnu ári UPPSAGNIR átta starfsmanna Símans á Akureyri hafa vakið upp hörð viðbrögð í bænum en m.a. hefur Akureyrarbær í hyggju að endur- skoða viðskipti sín við fyrirtækið og sagði Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri að langlundargeð manna gagn- vart fyrirtækinu væri þrotið. Bæjar- stjóri ræddi þessi mál við forstjóra Símans fyrir helgi. Gagnrýnin hefur einkum beinst að því hvernig að uppsögnum var staðið og hvort til þeirra hefði þurft að koma. Jóna Þrúður Jónatansdóttir er ein þeirra sem sagt var upp störf- um hjá Símanum nú nýverið. Hún hafði starfað hjá fyrirtækinu í tæp 32 ár og átti eftir um 5 ára starf áður en að eftirlaunum kæmi. Fleiri úr hópi þeirra sem sagt var upp eiga einnig að baki langan starfsaldur hjá fyr- irtækinu. Ekki var að þessu sinni hróflað við fólki sem margt ætti mjög skamman starfsaldur að baki hjá Símanum að sögn Jónu. Eins og þruma úr heiðskíru lofti Hún segist nú vera að átta sig á þeim breytingum sem uppsögnin hafi á líf hennar og upplifa þann sársauka sem fylgi því að hverfa frá fyrirtæk- inu með þessum hætti. Hún sagði uppsögnina hafa komið eins og þrumu úr heiðskíru lofti. Hún kom, að beiðni yfirmanns síns, við á skrifstofu hans örfáum mínútum áð- ur en vinnudegi lauk og sagðist hafa farið algerlega grunlaus um erindið á hans fund. Þar hefði sér fyrirvara- laust verið sagt upp störfum og að því búnu boðinn starfslokasamningur. Hún hefði tjáð honum að hún þyrfti að skoða málið betur og ræða við fólk í sínu stéttarfélagi, en henni sagt að út færi hún ekki fyrr en búið væri að skrifa undir samninginn. Eft- ir að búið var að ráðfæra sig við starfsmannastjóra hefði hún fengið frest til næsta dags. Henni, sem og fleirum sem sagt var upp, var einnig meinað að mæta á vikulegan starfs- mannafund sem halda átti daginn eftir að tilkynnt var um uppsagnirn- ar. Vísað út eins og ónýtu drasli „Mér fannst eins og verið væri að vísa mér út eins og hverju öðru ónýtu drasli, þetta var að mínu mati svipað og þegar fólk tekur til í geymslunni sinni og fleygir því sem það hefur ekki lengur not fyrir,“ sagði Jóna Þrúður. Hún sagðist halda að ekki hefði verið ólöglega að uppsögnum staðið, en fólk setti spurningarmerki við sið- ferðið sem viðhaft var. Mjög hefði skort á eðlilega mannvirðingu við slíkar aðstæður. Eins þótti henni leitt að sjá forstjóra fyrirtækisins, Óskar Jósefsson, neita því í Morg- unblaðinu á laugardag að ranglega hefði verið staðið að uppsögnum starfsfólksins. „Ég hefði viljað sjá hans viður- kenningu á því að betur hefði mátt standa að málum, það hefði mátt gera þetta með öðrum hætti, að meiri virðing væri borin fyrir manninum,“ sagði Jóna Þrúður. Þá sagðist hún vita til þess að mörgum sárnaði að svo væri staðið að málum hjá fyrirtæki sem væri að 98% í eigu þjóðarinnar. Uppsagnir starfsfólks á Símanum vekja hörð viðbrögð Fleygt út eins og ónýtu drasli úr geymslu EYJAFJÖRÐUR sem vaxtar- svæði – hvert er hlutverk Ak- ureyrar? er yfirskrift opins stjórnmálafundar sem Byggðarannsóknastofnun boðar til næstkomandi þriðjudagskvöld, 30. apríl. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Háskólans á Akureyri, Norðurslóð við Sólborg, í sal L-201 og hefst hann kl. 20. Fulltrúar þeirra flokka og framboða sem bjóða fram til bæj- arstjórnar á Akureyri munu flytja framsöguerindi í tveimur umferðum. Að lokinni fyrri fram- sögu gefst fundarmönnum kostur á fyrirspurnum. Eyjafjörður sem vaxtarsvæði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.