Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 21
Í JÚNÍ nk. verða brautskráðir
fyrstu nemendurnir með MBA-
gráðu (Master in Business Admin-
istration) frá Háskóla Íslands en þá
ljúka námi þeir 45 sem stundað hafa
námið frá haustinu 2000. Runólfur
Smári Steinþórsson, dósent við við-
skipta- og hagfræðideild Háskóla
Íslands, er forstöðumaður MBA-
námsins. „Það hefur tekist að skapa
tengsl á milli MBA-námsins og ís-
lensks atvinnulífs. Námið er lifandi
og sambandið við námsefnið er
beint. Svokölluð „case“ sem MBA-
nám er yfirleitt grundvallað á eru í
rauninni hugsuð sem staðgengill
raunverkefna. Vegna nándarinnar
hér á Íslandi er auðveldara að
byggja MBA-námið meira upp á
raunverulegum verkefnum fyrir ís-
lensk fyrirtæki.“
Snjólfur Ólafsson, prófessor við
sömu deild, er formaður stjórnar
MBA-námsins. „Þetta eru allt mjög
áhugaverð verkefni í sambandi við
rekstur og stjórnun fyrirtækja og
stofnana. Þessi verkefni hafa verið í
sérflokki og eru fyrir fyrirtækin á
við góða vinnu ráðgjafarfyrirtækis.“
Það liggur beint við að spyrja
hvort markaðssetning á MBA-nám-
inu sem nokkurs konar ráðgjafar-
fyrirtæki sé þá ekki hafin?
„Það sem gerir það erfitt er að
við tökum inn hópa á tveggja ára
fresti og fyrra árið vinna nemendur
ekki sambærileg verkefni og þeir
gera á seinna árinu. En við verðum
viðbúin þegar næsti hópur kemst á
annað ár,“ segir Snjólfur.
Markaðssetning og verð-
ákvörðun á nýrri vél frá Marel
Þrír MBA-nemar, þau Ásta
Hrönn Maack viðskiptafræðingur,
Hrönn Pétursdóttir samskiptafræð-
ingur og Sigurður Garðarsson
byggingaverkfræðingur hafa eins
og aðrir nemendur tekið þátt í
mörgum raunverkefnum, en flest
eru þau unnin í hópum. Þremenn-
ingarnir greina hér frá reynslu
sinni af MBA-náminu og raunverk-
efnum.
Verkefnin eru umfangsmikil og
að baki þeim liggur margra stunda
vinna. Í ljós hefur komið að hver
nemandi notar á bilinu 45-100
stundir í hvert verkefni og verkefn-
ishópurinn þannig allt að 500 stund-
um samanlagt, að sögn Snjólfs.
Verkefnunum er svo skilað í formi
kynninga og skýrslna, mismunandi
að lengd. Ljóst er að vinnuálag er
mikið þá tvo vetur sem MBA-námið
stendur, sérstaklega þegar haft er í
huga að flestir stunda fulla vinnu
samhliða náminu.
Runólfur segir dæmi þess að
nemendur vinni að verkefni fyrir
fyrirtæki í fleiri en einu námskeiði.
Ásta segir frá einu slíku: „Ég,
ásamt Hrönn Ingólfsdóttur og Ing-
ólfi Erni Guðmundssyni, unnum
verkefni fyrir Marel um markaðs-
setningu á nýrri skurðarvél í nám-
skeiði um verkefnastjórnun og ráð-
gjöf og samhliða vann ég verkefni í
námskeiði um rekstrarstjórnun og
reiknilíkön sem snerist um verð-
ákvörðun fyrir þessa sömu vél.“
Þessa áætlun og verðákvörðun hef-
ur Marel svo notað og kynnti m.a.
þessa nýju skurðarvél á sjávarút-
vegssýningunni í Brussel.
Verkefnið um markaðssetn-
inguna á nýju skurðarvélinni fól
m.a. í sér tillögu að markaðssetn-
ingu á vélinni í fiskiðnaði í Norður-
Evrópu. Nemendurnir öfluðu upp-
lýsinga hjá Marel, vöruþróunarhóp-
um, ráðgjöfum og starfsmönnum,
þeir gerðu könnun á viðhorfi við-
skiptavina Marels m.a. til fyrirtæk-
isins, þjónustunnar og til skurðar-
véla almennt. Þeir greindu þær
boðleiðir sem til staðar eru, beittu
hugarflugi um áherslur í markaðs-
setningunni, samhæfðu hugmyndir
og niðurstöður úr könnuninni.
Lagðar voru leiðir í markaðsstarf-
inu og kostnaður og tímasetning
áætluð. Loks var ályktað um lær-
dóm af verkefnaferlinu til að nýta í
undirbúning að markaðssetningu á
öðrum afurðum Marel.
Verkefnin nýtast vel sem
lýsing á almennri aðferðafræði
Hrönn var í hópi nemenda sem
vann einnig fyrir Marel að grein-
ingu á Ástralíumarkaði fyrir opnun
skrifstofu fyrirtækisins þar í landi.
Tilgangur verkefnisins var að gera
tillögu að því hvernig Marel gæti
sem best og fljótast komist inn á
markaðinn. Hefur Marel fylgt til-
lögum nemendahópsins, að sögn
Hrannar.
Það gildir um bæði verkefnin fyr-
ir Marel, sem og flest verkefnanna
sem unnin eru af nemendum, að
þau snúast um hagnýta og faglega
notkun á almennri aðferðafræði í
tiltekinni faggrein sem fyrirtækin
geta notað í mismunandi aðstæðum.
Hrönn segir frá verkefni sem hún
vann fyrir Landspítala – Háskóla-
sjúkrahús ásamt Ingólfi Þórissyni
og Baldri Johnsen. „Í kjölfar
ákvörðunar um sameiningu sjúkra-
húsanna þótti nauðsynlegt að hefja
ákveðna stefnumótunarvinnu. Við
unnum með framkvæmdastjórn
LSH að því að hefja stefnumótunar-
vinnuna hjá þeim. Sem hluta af
verkefninu gerðum við greiningu á
ytra umhverfi spítalans og teikn-
uðum það upp. Verkefni okkar var
að leggja niður hvernig og hvað
spítalinn gæti gert til að móta fram-
tíðarsýn sína miðað við ytri og innri
aðstæður. Niðurstaða vinnunnar
var kynnt til um 250 stjórnenda fyr-
irtækisins á sérstökum fundi og
spítalinn er núna að vinna með
þetta áfram,“ segir Hrönn.
Sigurður segir frá verkefni fyrir
Sjúkrahúsapótekið sem hann vann
að ásamt Jóni Níelsi Gíslasyni.
„Sjúkrahúsapótekið er rekið með
tveimur birgðastöðvum í dag, önnur
í Fossvogi en hin á Hringbraut. Við
skoðuðum kosti þess að sameina
reksturinn, þ.e. hvaða áhrif það
myndi hafa á núverandi starfsemi.
Eftir að hafa lagt mat á hvernig
væri hægt að standa að þessu, gát-
um við sýnt fram á að með samein-
ingu á einn stað gæti þjónustustig
hækkað og kostnaður minnkað.
Niðurstaða verkefnavinnunnar var
að kostir sameiningar birgðastöðv-
anna væri ótvíræður og þess vegna
var mælt með því að reksturinn
verði sameinaður á einn stað, utan
húsnæðis spítalanna,“ segir Sigurð-
ur.
Húsvarðarlyklakippan
Ásta segir að nemendur leggi
ekki sama mælikvarða á vinnu við
verkefnin í MBA-náminu og vinnu
við önnur verkefni. „Maður vinnur
verkefnið þannig að maður sjálfur
sé alveg sáttur, læri allt sem maður
vill læra og öðlist þá þekkingu sem
maður mögulega getur út úr verk-
efninu,“ segir Ásta.
„Þessi hópur er mjög metnaðar-
fullur,“ segir Snjólfur.
„Það sem einkennir hópinn er
þessi mikli vilji til að vinna og þessi
mikli áhugi,“ segir Runólfur.
„Við erum ekki bara að nota þau
tæki og tól sem við lærum um, held-
ur erum við að búa til tæki og tól út
frá þeirri þekkingu sem við nú höf-
um og þegar náminu lýkur höldum
við því áfram,“ segir Hrönn.
Ásta hefur eftir myndlíkingu frá
samnemanda þeirra: „Hann sagðist
hafa mætt til námsins með einn
Assa-lykil um hálsinn eins og lykla-
barnið. En núna eftir nærri tveggja
ára nám líkir hann sér við húsvörð
með stóra húsvarðarkippu í beltinu
og þarf bara að velja lyklana!“
Sambandið við
námsefnið er beint
Snjólfur Ólafsson prófessor, formaður stjórnar MBA-námsins við Háskóla Íslands, Ásta Hrönn Maack, Sigurður
Garðarsson og Hrönn Pétursdóttir nemendur og Runólfur Smári Steinþórsson, dósent við viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður MBA-námsins.
Í sumar útskrifast fyrsti
nemendahópurinn með
MBA-gráðu frá Háskóla
Íslands. Lögð er áhersla
á tengingu MBA-náms-
ins við íslenskt atvinnu-
líf og í vetur hafa verið
unnin u.þ.b. 100 svoköll-
uð raunverkefni af nem-
endunum fyrir íslensk
fyrirtæki. Steingerður
Ólafsdóttir ræddi við
nokkra nemendur og
kennara.
steingerdur@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir