Morgunblaðið - 30.04.2002, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 59
DAGBÓK
Bankastræti 14, sími 552 1555
Þægilegur sportlegur
fatnaður
Ný sending - Gott verð
VELÚRGALLAR
Ný sending, nýir litir
Stærðir XS - 2XL
Sendum í póstkröfuNóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá,
Ertu í
vandræðum?
Við
leysum þau!
Stærðir
2XL-7XL
Laugavegi 76
sími 552 5425
Vinnufata
-búðin
STANGAVEIÐI
Stangveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí.
Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda og Elliðavatni.
Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfs-
björgu, unglingar (innan 16 ára ald-
urs), og ellilífeyrisþegar úr Reykja-
vík og Kópavogi, fengið afhent
veiðileyfi án greiðslu.
Sumardragtir
Nýbýlavegi 12, Kópavogi,
sími 554 4433.
Mikið úrval
Kjólar - Blússur
Árnað heilla
90 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 30. apr-
íl er níræð Sigríður Bein-
teinsdóttir, skáld og hús-
móðir á Hávarsstöðum,
Leirársveit. Hún er fædd og
uppalin í Grafardal, ein af
átta skáldmæltum systkin-
um. Hún tekur á móti gest-
um í félagsheimilinu Heiðar-
borg, Leirársveit, miðviku-
daginn 1. maí n.k. kl. 15-18.
Blóm og gjafir vinsamlegast
afþökkuð.
90 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 30. apr-
íl, er níræð Fjóla Þorsteins-
dóttir, Karfavogi 23,
Reykjavík. Í tilefni dagsins
ætlar Fjóla og fjölskylda
hennar að taka á móti vinum
og ættingjum í Hlégarði,
Mosfellsbæ, kl. 16.30–19.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert áreiðanlegur, hefur
góðan skilning á reglum,
boðum og bönnum og sterka
tilhneigingu til að vernda
þína nánustu. Á árinu verður
áhersla þín á einkalífinu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Forðastu allt sem tengist fjár-
málum og fjárfestingum í dag.
Hæfni þín til að hugsa skýrt
þegar kemur að peningum er
óvenju lítil.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ert óvenju orkulítill í dag
og gætir jafnvel átt erfitt með
að sinna daglegum skyldum.
Virtu þörf þína fyrir hvíld.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú finnur fyrir ófullnægju og
gætir brugðist við með því að
forðast samneyti við aðra.
Taktu þetta ekki alvarlega.
Þetta líður fljótt hjá.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú hefur háleit markmið
varðandi framtíðina sem geta
annað hvort ýtt undir metnað
þinn eða dregið úr þér kjark.
Minntu sjálfan þig á afrek þín.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ekki taka of mikið mark á yf-
irboðurum þínum í dag. Þeir
eru líklegir til að ætlast til of
mikils af þér eða hreinlega
svíkja þig.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Aðstæður í fjarlægum lönd-
um fylla þig vonleysi. Láttu
þetta ekki lama þig. Reyndu
heldur að nýta þau tækifæri
sem gefast til að bæta aðstæð-
ur þeirra sem standa þér nær.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Ekkert er jafn blekkjandi og
það að vera ástfanginn. Þú
gætir fallið fyrir stórkostleg-
um blekkingum í daðri eða
ástarmálum í dag.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Forðastu alvarlegar umræður
við fjölskylduna. Þú hefur
óvenju lítið sjálfstraust og
ættir því að forðast aðstæður
þar sem þú gætir þurft að
verja þig.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Aðstæður í vinnunni draga úr
þér kjark þar sem þér finnst
þér og öðrum misboðið.
Reyndu að vera raunsær og
nota skynsemina þegar kem-
ur að væntingum þínum í
vinnunni.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Forðastu veðmál, fjárhættu-
spil og hvers kyns fjárhags-
lega áhættu í dag. Það er
áhættusamt að telja sjálfum
sér trú um að maður eigi vinn-
ingsvon.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Reyndu að hvílast heima fyrir
í dag. Þreytan sem hrjáir þig
stafar ekki af mikilli vinnu
heldur af því hvað þú ert
ringlaður.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Reyndu að vera sérstaklega
skýr í öllum samskiptum í
dag. Afstaða Neptúnusar ger-
ir það að verkum að fólki
hættir til að misskilja þig.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
SPILARAR af öllu landinu
hittust um helgina í Fjöl-
brautaskólanum við Ármúla
til að keppa í Íslandsmótinu
í tvímenningi. Mótið var síð-
ast haldið í nóvember, en
hefur nú endurheimt sinn
fyrri árstíma að vori til og
verður svo um sinn. Aðal-
steinn Jörgensen og Sverrir
Ármannsson voru í sérflokki
og unnu yfirburðasigur.
Næstir komu feðgarnir
Hjalti Elíasson og Eiríkur
Hjaltason, en þriðju urðu
Ásmundur Pálsson og
Guðm. P. Arnarson. Spilin í
úrslitunum voru óvenju lif-
andi – mikið um langa liti og
slemmutækifæri. Svo dæmi
sé tekið…
Austur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ D6
♥ ÁG10986542
♦ --
♣63
Vestur Austur
♠ G103 ♠ ÁK8754
♥ KD ♥ 3
♦ KD864 ♦ Á752
♣ÁG4 ♣92
Suður
♠ 92
♥ 7
♦ G1093
♣KD10875
Norður á langan og góðan
hjartalit, en ekki sáu þó allir
ástæðu til að hamast mikið
eftir sterka sagnbyrjnun
mótherjanna. Ragnar Her-
mannsson var í norður og
tók lífinu með ró – nefndi
hjartað aldrei á nafn! Jónas
P. Erlinsson var í suður, en
AV Íslandsmeistararnir í
sveitakeppni, þeir Eiríkur
Jónsson og Páll Valdimars-
son:
Vestur Norður Austur Suður
Páll Ragnar Eiríkur Jónas
-- -- 1 spaði Pass
2 tíglar Pass! 3 hjörtu * Pass
3 spaðar Pass 4 tíglar Pass
4 hjörtu Pass 4 grönd Pass
5 lauf Pass 6 spaðar Pass
Pass Dobl Allir pass
Þegar Páll krafði í geim
með tveimur tíglum ákvað
Ragnar að bíða og sjá hvert
spilið stefndi. Eiríkur sam-
þykkti tígulinn með „splint-
er“ stökki í þrjú hjörtu, en
bæði Páll í vestur og Jónas í
suður töldu einsýnt að Ei-
ríkur væri að „klikka á kerf-
inu“ og ætti góð spil með
spaða og hjarta. Annað átti
þó eftir að koma á daginn.
Eftir hefðbundnar
slemmuþreifingar stökk Ei-
ríkur í sex spaða sem Ragn-
ar doblaði til útspils. Jónas
spilaði út tígulgosa og Ragn-
ar trompaði. Tók svo hjarta-
ás og spilaði meira hjarta.
Eiríkur sá ekki ástæðu til að
stinga frá til að verjast 9-1
legunni í hjarta og henti
laufi. Jónas gat því trompað
og gefið makker aðra tígul-
stungu: þrír niður og 800 í
NS.
LJÓÐABROT
SLYSIÐ
Agara gagara nízkunös,
nú er hann kominn á heljarsnös,
heiminn kvaddi, hamarinn sprakk,
hylurinn tók við bagga af klakk,
straumurinn bar hann eyrina á,
agara gagara jagar á,
skrokkurinn gat ei skriðið þá,
skjótt leið sálin honum frá
og kvað í bergi nurtara kreistum nagar á.
Æri-Tobbi
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6 5. d4 Rxe4 6. De2
Rd6 7. d5 Rb8 8. Rxe5 Be7 9.
c4 O-O 10. O-O Rxc4 11.
Rxc4 b5 12. Bc2 bxc4
Staðan kom upp á öðling-
amóti Taflfélags Reykjavík-
ur sem lauk fyrir skömmu.
Arkitektinn og Fischer-ban-
inn Sverrir Norðfjörð
(1930) hafði hvítt gegn Kára
Sólmundar-
syni (1960).
13. d6! cxd6
14. De4 f5 15.
Dd5+ Kh8
16. Dxa8 Rc6
17. Ba4 Dc7
18. Rc3! og
svartur gafst
upp enda fátt
til varnar eft-
ir 18...Bb7 19.
Rd5. Loka-
staða efstu
manna varð
þessi: 1. Hall-
dór Pálsson 5
½ vinning af 7
mögulegum.
2.-4. Sverrir
Norðfjörð,
Magnús
Gunnarsson og Kristján Örn
Elíasson 5 v. 5.-6. Halldór
Gíslason og Gísli Gunnlaugs-
son 4 v. Í hraðskákmóti öð-
linga bar Ögmundur Krist-
insson sigur úr
býtum en Björn Þor-
steinsson varð annar.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 30. apr-
íl, er áttatíu ára Ester
Kláusdóttir, fv. safnvörður,
Fjarðargötu 17, Hafnar-
firði. Hún verður með vin-
um og ættingjum á tónleik-
um Önnu Pálínu dóttur
sinnar í Hafnarborg í kvöld.
50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 30. apr-
íl, er fimmtug Elínbjörg
Kristjánsdóttir, Reyni-
hvammi 21, Kópavogi.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira lesend-
um sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælis-
tilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r