Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
/
s
ia
.i
s
/
N
M
0
6
5
2
8
...á girðinguna, gluggana, veröndina
og sumarbústaðinn.
Við veitum faglega ráðgjöf.
Dugguvogi 4 • www.slippfelagid.is
HEIMILISFÓLK og starfsmenn á
Hrafnistu í Reykjavík gerðu sér
glaðan dag í vikunni og efndu til
grillveislu. Gafst fólki kostur á að
gæða sér á veitingum og njóta veð-
urblíðunnar en að sögn Margrétar
Júlíusdóttur á skrifstofu Hrafnistu
nutu rúmlega 400 manns veiting-
anna. Um 300 manns búa á Hrafn-
istu auk þess sem starfsfólk tók
þátt í veisluhöldunum.
Þessar konur létu ekki sitt eftir
liggja og gæddu sér á ís og fengu
sér svaladrykk í tilefni dagsins.
Morgunblaðið/Golli
Nutu veðurblíðunnar
UNDANFARNA mánuði hefur
metan, eða hreinsað hauggas, úr
Álfsnesi verið brennt í stað olíu á
öðrum tveggja ofna sem notaðir eru
við framleiðslu Borgarplasts hf. á
Seltjarnarnesi á körum, rotþróm og
ýmsum tegundum geyma úr plasti.
Um er að ræða tilraunaverkefni
Borgarplasts hf. og Metans hf. sem
naut styrkja úr Orkusjóði og Átaki
til atvinnusköpunar sem að standa
iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Iðn-
lánasjóður, Iðnþróunarsjóður og
Iðntæknistofnun. Verkefnisstjóri
var Gunnar Herbertsson hjá verk-
fræðistofunni VGK.
Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar-
ráðherra og fleirum voru í gær
kynntar niðurstöður tilraunarinnar
sem gefist hefur vel, að sögn for-
svarsmanna þeirra fyrirtækja sem
að verkefninu standa.
Í tilkynningu frá aðstandendum
verkefnisins segir að starfsmenn
Borgarplasts hafi fundið mikinn
mun á því hve loftið sé hreinna þeg-
ar metan sé notað í stað olíu. Þá er
bent á að það sé þjóðhagslega hag-
kvæmt fyrir þjóðarbúið að nota inn-
lenda orku í stað innflutts jarðefna-
eldsneytis en árlega brennir
Borgarplast um 300 þúsund lítrum
af olíu að verðmæti um 7 milljónir
króna.
Þá er einnig bent á umhverfisleg-
an ávinning af notkun hauggass en
hauggas er 21 sinnum virkari gróð-
urhúsalofttegund en koltvísýringur.
Við urðun er hauggasi breytt í
koltvísýring sem dregur úr gróður-
húsaáhrifum.
Metan var fyrst notað á brennara
ofnsins í Borgarplasti í október
2001. Margvíslegir byrjunarerfið-
leikar settu strik í reikninginn fram-
an af, að sögn aðstandenda verkefn-
isins, sem tekist hefur að sigrast á,
auk þess sem sýnt hafi verið fram á
að metan henti afar vel sem elds-
neyti í vinnslu Borgarplasts.
Raunhæft að leggja gasleiðslu
á hafsbotni frá Álfsnesi
Fram kom í gær að eitt af mark-
miðum verkefnisins hefði verið að
kanna kosti og galla þess að nota
metan og hauggas í stað olíu við
plastframleiðslu og kanna hvort
hagkvæmt væri að leggja gasleiðslu
á hafsbotni frá Álfsnesi út á Sel-
tjarnarnes þar sem Borgarplast er
með framleiðslu. Um 11 km löng
gasleiðsla yrði lögð sjóleiðina og
varð niðurstaðan sú að slík fram-
kvæmd er möguleg. Áætlaður heild-
arkostnaður við framkvæmdina yrði
um 40 milljónir króna en bent var á
að fleiri og stærri orkukaupendur
þyrftu að koma til sögu svo að slík
fjárfesting yrði arðbær. Ennfremur
kom fram að Metan hf. hefur kynnt
ráðamönnum stóriðjuveranna á
Grundartanga þá hugmynd að
leggja þangað gasleiðslur á hafs-
botni úr Álfsnesi.
Fram kom í gær af hálfu aðstand-
enda verkefnisins að markmið þess
hefði ennfremur verið að auka notk-
un innlendrar orku á kostnað inn-
fluttrar og draga þannig úr innflutn-
ingi jarðefnaeldsneytis. Þá var
ætlunin að draga úr gróðurhúsa-
áhrifum og bæta vinnuumhverfi í
Borgarplasti með því að nota
hreinni orkugjafa en olíu í fram-
leiðsluferlinu.
Borgarplast hf. kynnir árangur af notkun metans við plastframleiðslu
Tilraunir með
metan í stað olíu
hafa tekist vel
Morgunblaðið/Jim Smart
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra ræsir annan ofn-
anna sem notaðir eru við framleiðslu Borgarplasts og knúinn er með
metan. Undanfarna mánuði hafa staðið yfir tilraunir með notkun met-
ans í stað olíu á ofninum sem borið hafa góðan árangur. Við hlið Val-
gerðar stendur Jón Atli Benediktsson, stjórnarformaður Metans hf.
Í NÆSTU viku mun starfshópur,
sem dómsmálaráðherra skipaði eftir
síðustu verslunarmannahelgi til að
fara yfir reglur um skemmtanahald
á útihátíðum, skila tillögum sínum.
Jón Þór Ólafsson, lögfræðingur í
dómsmálaráðuneytinu og formaður
nefndarinnar, segir að tillögurnar
lúti að mörgum atriðum, nefndin hafi
fjallað um allt sem tengist útihátíð-
um, skipulagningu og framkvæmd.
Aðspurður segir hann ólíklegt að
það náist að starfa eftir tillögunum
um næstu verslunarmannahelgi, eft-
ir þrjár vikur, það verði að koma í
ljós. Nefndin tók til starfa í október á
síðasta ári. Í starfshópnum áttu sæti
fulltrúar frá ríkislögreglustjóra,
landlækni, ríkislögreglustjóra,
Stígamótum, Neyðarmóttöku vegna
nauðgana, Sýslumannafélagi Íslands
og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Jón Þór segist ekki geta tjáð sig
um hvort í tillögunum felist miklar
breytingar. Starfshópnum var ætlað
að fara yfir lög og reglur er snerta
skemmtanahald á útihátíðum og
samræma enn frekar starf að lög- og
heilsugæslu á slíkum hátíðum.
Útihátíðir um versl-
unarmannahelgi
Tillögur
væntanlegar
um breytt
skipulag
„ÉG HÉLT að dagar mínir væru
taldir,“ sagði Guðmundur G. Jónsson
hreppstjóri í Munaðarnesi í Árnes-
hreppi en hann lenti nýlega í þeirri
lífsreynslu að bát hans hvolfdi þegar
hann var að gæta að reka. „Þegar ég
hafði verið í sjónum í eina og hálfa
klukkustund var heldur farið að
draga af mér og ég farinn að dofna.
Ég fór að gæta að reka inn á Ingólfs-
fjörð. Þessi ferð átti ekki að vera
neitt ólík þeim mörgu ferðum sem ég
hef farið á undanförnum árum nema
það að ég var á bát sem við fengum í
fyrra og þekkti hann lítið.“
Guðmundur var búinn að festa
saman tvö tré og var á leið með þau í
átt að landi. Engin lest var í bátnum
og nær ekkert í botni hans til að
þyngja. Skyndilega reisti báturinn
sig, svo stefnið stóð beint upp í loftið,
og við fallið niður hvolfdi bátnum.
„Ég var þá um þrjú hundruð
metra frá landi og lenti í sjónum og
fór á kaf stutta stund. Á sjóferðum
hef ég alltaf haft þann sið að vera
með band vafið um úlnlið mér og ég
gat því dregið bátinn að mér og
þannig haldið efri hluta líkamans
uppúr sjónum.“ Guðmundur var
klæddur þungum fatnaði sem dró
hann niður og gat ekki heldur losað
sig við klofstígvélin. Þá tókst honum
ekki að koma fæti yfir nema annað
rekatréð.
Batt sig við bátinn
Hann ákvað að binda sig fastan við
bátinn með annan fótinn yfir spýt-
unni en það var til óþæginda hvað
vélin stóð langt aftur fyrir bátinn.
„Ég er nú oftast í björgunarvesti
þegar ég fer á sjóinn en þó skömm sé
frá að segja þá hafði ég losað það af
mér nokkru áður og sjórinn náði mér
því í brjóst. Það var örlítil innlögn
svo báturinn mjakaðist nær landinu
en í bátnum var akkeri og þar kom
að það festist í botni og þá varð ekki
lengra farið,“ sagði Guðmundur.
Nú var aðeins ein von eftir um
björgun. Dætur hans ætluðu í kaup-
félagið í Norðurfirði og taldi Guð-
mundur sig vita að þær yrðu ekki
lengi.
„Ég hef líklega eitthvað dottað því
skyndilega hrökk ég upp við að ég sá
til bílsins og vissi þá að björgun var
skammt undan. Kona mín, Sólveig
og dætur mínar höfðu hraðar hendur
þegar þær komu heim, settu bát sem
var hérna heima á flot og hröðuðu
sér til mín. Þá var ég orðinn mjög
dofinn og kaldur og þegar í land var
komið var haft samband við neyð-
arlínuna og þeir lögðu á ráðin með
rétta meðferð sem gafst vel, ég átti
til dæmis ekki að fara í heitt bað
strax á eftir.“
Guðmundur segist ekki hafa orðið
hræddur meðan á þessu stóð.
„Spennufallið kom eftir á og ég skalf
lengi á eftir og voru andlegu eftir-
köstin verri dagana á eftir, en ég hef
nú jafnað mig. En ég mun ekki fara á
sjó án björgunarvestis hér eftir.“
Var í sjónum í hálfa
aðra klukkustund
Strandir. Morgunblaðið.