Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 45
viðhalda stéttinni og hafa nóg af iðnaðar- mönnum til taks þegar verkefnastaðan batn- aði. Þetta reyndist honum vel. Þorgeir hafði mikla ánægju af samskiptunum við þessa ungu menn, stríddi þeim oft góð- látlega en leiðbeindi þeim og liðkaði til fyr- ir þeim eins og hann mögulega gat. Ófáir eru þeir sem hann að- stoðaði við stofnun heimilis og húsbygg- ingu. Enda er það svo að ef maður hittir gamla nema Þorgeirs minnast þeir hans jafnan með mikilli hlýju. Þorgeir kom víða við í bæjarlíf- inu. Hann stofnaði Byggingafélagið Fell ásamt Einari Helgasyni og ráku þeir umfangsmikla verktaka- starfsemi og steypustöð í fjölda ára. Hann stóð fyrir útgerð um árabil, var einn helsti hvatamaður að stofnun Iðnskólans á Akranesi og sat lengi í skólanefnd hans, upp- bygging sjúkrahússins var honum mikið hjartans mál og sat hann í stjórn þess í áratugi, sat í fyrstu stjórn Rafveitu Akraness og átti sæti í hreppsnefnd og bæjarstjórn Akraness um áratuga skeið. Þá tók hann þátt í starfi margra félaga og klúbba á Akranesi, auk þess sem hann tók virkan þátt í félagsmálum iðnaðarmanna og sótti iðnþing í áratugi, síðast hálf níræður. Hann var útnefndur heiðursfélagi Lands- sambands iðnaðarmanna fyrir fram- úrskarandi störf í þágu íslensks iðn- aðar og einnig Félags dráttarbrauta og skipasmiðja fyrir ómetanleg störf í þágu íslensks skipaiðnaðar. Þá var hann kjörinn heiðursborgari Akraneskaupstaður þegar hann var áttræður. Þorgeir hafði einstaklega gott lag á að vinna með fólki og var í mjög nánu sambandi við starfsmenn sína. Hann hafði aldrei einkaskrifstofu en var tímunum saman á róli um hinar ýmsu deildir fyrirtækisins og hafði svo aðsetur handan skrif- borðsins hjá mér þess á milli. Þor- geiri reyndist þessi aðferð vel og hann gjörþekkti æðasláttinn í fyr- irtækinu. Honum hélst alltaf mjög vel á starfsmönnum og tugir manna unnu hjá fyrirtækjum hans í ára- tugi, margir þeirra alla sína starfs- ævi. Hann hafði oft orð á því hvað þessir menn væru sér mikilvægir og reynsla þeirra ómetanleg. Í við- tali við Morgunblaðið sagði Þorgeir: „Það skiptir öllu að vera heppinn með fólk og haldast vel á góðu fólki. Og sú hefur verið mín gæfa, að til mín hefur ráðist afbragðsfólk og það hefur unnið hjá mér áratugum saman.“ Eins var með viðskiptavin- ina. Þorgeir hafði afskaplega gaman af að kynnast þeim og ræða við þá um alla heima og geima, jafnt út- gerðarmenn sem skipverja á bátum sem komu í slipp. Tókst góð vinátta með honum og mörgum þessara manna sem hélst meðan hann lifði. Þorgeir var mikill og einlægur sjálfstæðismaður og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Hann hreifst mjög af Pétri Ottesen sem ungur maður og studdi hann ein- dregið um áratugaskeið. Með þeim tókst mikil og góð vinátta. Þegar fyrsta stálskipið var sjósett á Akra- Í dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Þor- geirs Jósefssonar, en hann var einn þeirra manna sem settu mest- an svip á Akranes á síðustu öld. Þessi bóndasonur frá Eystra-Miðfelli í Hval- fjarðarstrandarhreppi ákvað það ungur að gerast vélsmiður og sagði frá því í viðtali við Morgunblaðið að þegar hann var strák- ur hafi honum þótt feikilega gaman að búa til ýmsa hluti, smíða hestajárn, broddstafi og jafnvel skauta. 16 ára gamall hóf hann því nám í vél- virkjun hjá Ólafi Ólafssyni sem rak litla vélsmiðju á Akranesi. Ári síðar hóf Ellert bróðir hans einnig nám hjá Ólafi. 10 árum síðar, árið 1928, stofnuðu þeir bræður síðan vél- smiðju á Akranesi og réðu til sín sinn fyrsta lærling, Jóhann Pálsson, sem eftir lát Ellerts eignaðist hlut hans í fyrirtækinu. Haustið 1937 keypti Þorgeir Dráttarbraut Akraness og hóf fljót- lega smíði tréskipa. Fyrsta nýsmíð- in var sjósett árið 1940. Það var Sigurfari, mikil happafleyta undir stjórn þess mikla aflamanns og sjó- sóknara Bergþórs Guðjónssonar. Næstu 20 árin var byggður fjöldi tréskipa auk þess sem dráttar- brautin annaðist viðhald á flota Ak- urnesinga auk aðkomubáta. Starfs- mönnum fjölgaði jafnt og þétt og starfsemin var útvíkkuð, m.a. farið út í húsbyggingar og reisti fyrir- tækið margar stórbyggingar á Akranesi. Þá höfðu fyrirtæki Þor- geirs jafnan mikil verkefni í Hval- firði, jafnt fyrir Hval hf. og Olíu- stöðina. Upp úr 1960 var ljóst að smíði tréskipa hafði runnið sitt skeið. Mikill þurrafúi herjaði á stóran hluta flotans og dró úr tiltrú manna á tréskipin. Auk þess vildu útgerð- armenn stærri skip og ekki þótti hagkvæmt að byggja tréskip sem væru mikið stærri en 100 tonn. Nokkrir eldhugar í iðnaðinum hófu þá undirbúninga að smíði stálskipa. Fóru þar fremstir þeir Þorgeir, Skafti á Akureyri, Marselíus á Ísa- firði og Jón í Stálvík. Þorgeir sam- einaði vélsmiðjuna og dráttarbraut- ina í eitt fyrirtæki, Þorgeir & Ellert hf., og hóf stórkostlega uppbygg- ingu; skipalyfta var keypt og ný 3.000 fermetra skipasmíðastöð reist og smíði stálskipa hafin. Til að þetta væri mögulegt varð að byggja upp gríðarmikið land, þar sem sjór- inn hafði nær eytt Grenjunum, sem er landið sem skipasmíðastöðin stendur á. Fyrirtækið kostaði þetta sjálft og sótti hvorki styrki til bæjar né ríkis til þessara landbrotsvarna. Umsvif fyrirtækisins margfölduðust og starfsmönnum fjölgaði fljótlega úr 50 í 120. Í skipasmíðastöð Þorgeirs voru smíðuð yfir 40 skip, allt frá 20 upp í 450 tonn, flest fiskiskip, en einnig sementsferja, bílaferja og skemmti- snekkja. Þorgeir lagði jafnan mikla áherslu á að skipin væru vönduð og vel úr garði gerð og fyrirtækinu og starfsmönnum þess til mikils sóma. Þorgeir hafði mikla trú á íslenskum iðnaðarmönnum og sagði oft að það sem menn gætu smíðað í öðrum löndum gætum við jafnt smíðað á Íslandi. Trúr þessari skoðun sinni lét hann sína menn smíða í skipin ýmsa hluti sem sumum fannst auð- veldara að kaupa erlendis frá. Fyrirtæki Þorgeirs var mikil uppeldismiðstöð fyrir iðnaðarmenn. Oftast voru þar um 20–30 iðnnemar og stundum fleiri í hinum ýmsu iðn- greinum; vélvirkjun, skipasmíði, húsasmíði, rennismíði, rafvirkjun, blikksmíði o.fl. Um 600 íslenskir iðnaðarmenn numu fag sitt hjá Þor- geiri. Stundum fannst okkur sem næst honum störfuðu hann full- djarfur að taka iðnnema þegar illa áraði og lítið var um verkefni. Þá sagði hann jafnan að það yrði að nesi var einum manni boðið að vera viðstaddur; Pétri Ottesen. Þorgeir hvatti mig mjög til þátttöku í stjórnmálum og studdi mig með ráðum og dáð meðan hann lifði. Um áratuga skeið átti Þorgeir við veikindi að stríða, en lét aldrei bil- bug á sér finna á hverju sem gekk. Þar hjálpaði honum hans jákvæða lífsviðhorf og svo bjartsýnin, þessi takmarkalausa bjartsýni sem ég hef hvergi fundið meiri hjá nokkrum manni. Það var alveg sama hvaða áföll dundu yfir, alltaf sá Þorgeir bjart framundan. Þegar eitthvað óvænt kom fyrir var viðkvæðið hjá Þorgeir oftast: „Þetta er nú svo al- vanalegt, góði minn.“ Ég heyrði hann aldrei segja æðruorð, alveg sama á hverju gekk. Í viðtali við Morgunblaðið árið 1981 sagði Þorgeir: „Mér hefur allt- af þótt gaman að lifa og hefði ekk- ert á móti því að lifa allt upp aftur. Eigi maður gott heimili og hafi maður áhuga á starfinu er allt feng- ið. Ég hef verið hamingjumaður í mínu einkalífi.“ Og Þorgeir var svo sannarlega hamingjumaður í einka- lífinu. Hann var kvæntur mikilli ágætiskonu, jafnöldru sinni Svan- laugu Sigurðardóttur frá Akbraut á Akranesi. Hún lést 5. janúar 1996. Þau hjón voru einstaklega samrýnd og stóðu þétt saman í blíðu og stríðu. Þau eignuðust 5 börn. Hall- dór sonur þeirra lést tæplega tveggja ára gamall, en upp komust Jóhanna Jóreiður, Jónína Sigríður, Jósef Halldór og Svana, mikið myndarfólk sem reyndist foreldrum sínum einstaklega vel. Í inngangi að ítarlegu viðtali Morgunblaðsins við Þorgeir árið 1981 segir höfundurinn, Jakob F. Ásgeirsson: „Athafnamaðurinn, hinn sanni athafnamaður. Uppris- inn úr fortíðinni og markar stefn- una inn í framtíðina. Hann hefst af sjálfum sér úr fátækt til mikilla eigna og umsvifa. Hann reisir sér ekki skýjaborgir, lætur sig ekki dreyma um auð og völd og frægð. Hann framkvæmir. Athöfnin er hans lífsfylling.“ Þessi lýsing átti afskaplega vel við Þorgeir. Hann lét sig ekki dreyma um auð og völd og frægð. Hans lífsfylling var að sjá fyrirtækið vaxa og dafna. Oft undr- aðist ég hversu lítil laun hann tók hjá fyrirtækinu og í þessu viðtali segir hann frá því að hann hafi fyrst eignast bankabók þegar hann varð ellilífeyrisþegi. Ég átti því láni að fagna að vera náinn samstarfsmaður Þorgeirs í rúm 20 ár og eignast vináttu hans og fjölskyldu hans. Hann reyndist mér og fjölskyldu minni á allan hátt einstaklega vel. Af honum lærði ég meira en af nokkrum öðrum manni og bý að því meðan ég lifi. Þorgeir var einhver best gerði maður sem ég hef kynnst. Hann hafði svo marga góða eiginleika: drengskap, umburðarlyndi, góðvild, létta lund og sterka greind, auk bjartsýninnar sem áður er getið. Ljóðlínur Davíðs Stefánssonar um höfðingja smiðjunnar eiga vel við þegar Þorgeirs Jósefssonar er minnst: Hann tignar þau lög sem lífið með logandi eldi reit. Hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit. Hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinn borgið, ef þúsundir gerðu eins. Þorgeir lést 21. júní 1992. Blessuð sé minning hans. Guðjón Guðmundsson. ÞORGEIR JÓSEFSSON ALDARMINNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 45             /     $/$     ,    (   ( ,  , 8 9 ' /;')1'$' ' ')D *0%+(3 5'           (  %%     07     $ $2 &    *0 %"'1 2'+' &@ *0)  @')+' '*0+' 5#' )4') : *0) ')?6 %"+' +(1'12'3 .           ,     /     $     ,    ,   ,   : 7  ,     E *0%+(3 5   (       7      879:   %%      7     80:  '     2  %  ,      #  ( (1 2(4') 5 ':+.+' " ':+.+' +( 2 $# )3 .     2   $/$   ;8> -;;8  8 $"''3 5'         (  $  (  1%   $ $   5( -".)&'') ' $+' - )''+' 49/.: )3 , &1"-3') '''+'  )&- )) : - )+' '')&- )) -"''-3- )+'      +(1'1'12'3 ;+$. 1   ;  %  $    , 6    !""<9""        =>>? @1AB? 5.;?A CD>5EDFF?A ".1& 3 #, $/$         , ;5, 74   /" ;"$(')F $'"3 )2 $,     ./'4')3 .              /       $       ,    67B-;;8  8  ,$ &.F "#$ %&$3 4"'+" ;" :)&4'';" - ), &) *''- )+' :)&4''')3 .     2  /   $/ $       ,    (   ( ,  4  , > 8  &.F, $"#3 "'(&,'+' "'(&''+' (/' (.) - (".'') :+"''''+' '',' "'(&+' ,  )&4') +(1'12'3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.