Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 51  Hjartanlegt þakklæti sendi ég fjölskyldu minni og vinum sem glöddu mig á ógleymanlegan hátt á 90 ára afmæli mínu 2. júlí sl. Guð blessi ykkur öll. Valgerður Anna Eyþórsdóttir - Lóa, Melabraut 10, Seltjarnarnesi. TAYLOR’S TÍVOLÍ FUNLAND Miðbakka Reykjavík Opið daglega frá kl. 14-23.30 Í ár erum við með nýjustu tækin í Evrópu. Sérstök fjölskyldukort í boði mánudaga til fimmtudaga SPARIÐ 1.000 kr. með hverju korti sem inniheldur 50 miða. Munið! Lokadagur TAYLOR´S TÍVOLÍ FUNLAND er 22. júlí. Sjáumst á Miðbakka! HINN 8. júní sl. héldu frímerkja- safnarar hið árlega landsþing sitt hér í Reykjavík, en því miður var það heldur þunnskipað. Engir fulltrúar komu t.d. á þingið frá fé- lögum úti á landi. Þau eru að vísu fá og hafa reyndar verið það, svo langt aftur sem ég man. Hér verður því ekki unnt að segja nokkuð frá starf- semi þessara félaga. Ég sat þetta þing og get því greint frá því helzta, sem þar gerð- ist, en hins vegar hefur þættinum ekki borizt fundargerð þess, eins og æskilegt hefði verið. Engu að síður verður getið hins helzta, sem þar bar á góma, svo að lesendur þátt- arins fái einhverja hugmynd um það, sem gerist meðal frímerkja- safnara. Þingið sátu fimm stjórnarmenn og fimm aðalfulltrúar og þrír vara- fulltrúar frá FF eða alls þrettán þingfulltrúar. Formaður LÍF, Gunnar R. Ein- arsson, flutti skýrslu stjórnar og kom víða við. Verður hér stiklað á því, sem ætla má, að frímerkjasöfn- urum þyki áhugavert að hafa spurnir af. Starf stjórnar á liðnu ári var í svipuðum skorðum og verið hefur undanfarin ár. Reglulegir stjórnarfundir voru haldnir mánað- arlega. Voru fundargerðir sendar stjórnum allra aðildarfélaga, svo að þær gætu fylgzt með því, sem var á dagskrá hverju sinni. Eins bárust þær þessum þætti, og það ber að þakka. Í marzmánuði var haldinn full- trúaráðsfundur LÍFs í samræmi við nýlega lagabreytingu. Þann fund sóttu einungis fulltrúar frá báðum Reykjavíkur-félögunum, og gerðu þeir lauslega grein fyrir störfum fé- laga sinna. Þá vék formaður að því, að Ís- landspóstur hf. sæi sér ekki lengur fært að geyma sýningarramma þá, sem nýttir hafa verið til frímerkja- sýninga hér á landi um langt skeið. Jafnframt afhenti Pósturinn LÍF rammana til eignar og umráða. Þessi ákvörðun hafði verulegan geymslukostnað í för með sér fyrir LÍF á liðnu starfsári. Nú hefur rof- að til í þessu máli og horfur á, að geymslurými fáist án mikils kostn- aðar fyrir samtök okkar á næstu mánuðum. Hljóta safnarar að fagna þeirri þróun, því að engin sýning verður haldin án sýningarramma. Eins og áður hefur komið fram í frímerkjaþætti, verður samnorræn frímerkjasýning, NORDIA 03, haldin hér í Reykjavík 16.-19. októ- ber á næsta ári. Formaður upplýsti að í undirbúningsnefnd sætu for- maður og varaformaður LÍF, en að auki Vilhjálmur Sigurðsson af hálfu Íslandspósts hf. Aðalumboðsmaður sýningarinnar og jafnframt um- boðsmaður á Íslandi verður Sigurð- ur H. Þorsteinsson. Kynningar- bæklingur er væntanlegur á næstunni. Í ritnefnd sitja Þór Þor- steins og Hrafn Hallgrímsson úr stjórn LÍF ásamt Fanneyju Krist- bjarnardóttur. Sýningin verður fimm hundruð ramma sýning, og er það heldur minni sýning en verið hefur áður. Hér er sjálfsagt að koma því á framfæri við frímerkjasafnara, að formaður LÍF biður þá sem flesta að vera viðbúna til starfa fyrir sýn- inguna og liggja ekki á liði sínu, ef til þeirra verður leitað. Sú hefur því miður á stundum orðið raunin, að undirbúningsstörf undir sýningar lenda á of fáum mönnum og þá venjulega hinum sömu, meðan þeirra nýtur við. Þess vegna nefni ég þessa ósk formannsins og hvet félagana til dáða. Formaður minntist á ýmsa fundi, sem stjórninni hafi verið boðið að senda fulltrúa á, svo sem formanna- fund í Finnlandi og á Evrópuþing og jafnvel á heimsþing safnara í Kóreu. Ekki mun hún taka þátt í fundum þessum og þingum. Tel ég það skynsamlegt, ekki sízt sakir fá- mennis okkar og kostnaðar, enda getum við haft spurnir af því, sem þar gerist frá þeim fulltrúum, sem önnur landssambönd á Norðurlönd- um senda á slíka fundi. Líka hefur það á stundum tíðkazt, ef eitthvert sérstakt mál er á döfinni, að veita fulltrúum einhverra Norður- landanna umboð í okkar nafni. Rétt er þó að geta þess, að for- maður LÍF sótti formannafund nor- rænu landssambandanna í október sl., sem haldinn var í tengslum við HAFNIU 01. Þar var m. a. rætt um reglur fyrir svonefndan Opinn flokk, sem hefur verið að ryðja sér til rúms á sýningum á undanförnum árum. Er hann í nokkru mótvægi við hefðbundið eða klassískt efni, sem mörgum mun þykja orðið anzi tormelt og oft lítt „spennandi“ fyrir venjulega safnara og þar að auki oft dýrt. Hefur það líka komið í ljós, að efni opna flokksins nýtur vinsælda meðal almennings. Get ég þessa hér sérstaklega, þar sem ákveðið hefur verið, að opinn flokkur verði á NORDIU 03. Auðveldar það söfn- urum með venjulegt frímerkjaefni að taka þátt í þeirri sýningu. Fer vissulega vel á því, enda hlýtur það að verða örvun fyrir íslenzka safn- ara. Sannleikurinn er líka orðinn sá, að sýningarefnum héðan hefur ver- ið að fækka á liðnum árum. Er það ekki skemmtileg þróun og getur orðið nokkurt vandamál fyrir stjórnir LÍF á næstu árum. En við erum ekki einir um þetta vandamál. Í síðasta tölublaði finnska Lands- sambandsins kemur fram, að sýn- ingarsöfnum þeirra hefur fækkað um þriðjung á fáum árum. Í síðasta þætti var vikið að því, að rofa muni til um framhald Frí- merkjablaðsins með haustinu, enda mun nægt efni vera til í næsta tölu- blað. Hins vegar gat formaður LÍF þess í skýrslu sinni, að enn sé eftir að ganga formlega frá samningum við Íslandspóst hf. og eins að finna ritstjóra. Hann sagðist samt vonast til, að ritnefnd blaðsins kæmi næsta blaði út, þótt ritstjóri yrði ekki fundinn fyrir haustið. Þá kom fram í skýrslu formanns, að Bolli Davíðsson, gjaldkeri LÍF, hafi haldið námskeið fyrir félaga FF um að leysa frímerki af pappír. „Þótt efnið geti virzt einfalt, upp- götvuðu ýmsir þar ný sannindi,“ eins og formaður orðaði það. Þetta er vafalaust rétt hjá honum, því að sannleikurinn er sá, að ekki er sama, hvernig að þessu verki er staðið, ekki sízt, ef um gömul frí- merki er að ræða. Þau skyldi þó aldrei klippa af umslögum, eins og ég hef áður bent lesendum á. Þá er litur sumra frímerkja mjög við- kvæmur og þolir ekki heitt eða jafn- vel volgt vatn eða langa legu í vatni. Þá hélt Fanney Kristbjarnardótt- ir, sem er mjög fær við tölvu- vinnslu, námskeið um uppsetningu frímerkjasafna með Pagemaker for- riti. Þar sem ég veit vel, hversu þægilegt er að nota þetta forrit við uppsetningu safna, hvet ég eindreg- ið þá frímerkjasafnara, sem eitt- hvað kunna fyrir sér í tölvufræðum, að nýta sér kennslu Fanneyjar, ef hún heldur aftur námskeið fyrir safnara. Formaður minntist þess svo að lokum, að nýr íslenzkur frímerkja- verðlisti er í undirbúningi. Er það Steingrímur Björnsson, varafor- maður FF, sem stendur fyrir útgáf- unni og m. a. með stuðningi LÍF. Þegar þetta er ritað er þessi verð- listi í burðarliðnum og verður kannski kominn út, þegar þessi þáttur birtist í Mbl. Fjárhagur LÍF má heita góður, en þar vegur hluturinn í Síðumúla 17 mest eða um 11 milljónir. Veltu- fjármunir eru um 3 milljónir. Stjórnin var öll endurkjörin, en hana skipa: Gunnar Rafn Einarsson formaður, Rúnar Þór Stefánsson varaformaður, Bolli Davíðsson fé- hirðir, Hrafn Hallgrímsson ritari og Þór Þorsteins meðstjórnandi. Vara- maður stjórnar er Eiður Árnason frá Húsavík. Endurskoðandi er Sig- hvatur Halldórsson, en Sigfús Gunnarsson skoðunarmaður og varamaður hans Benedikt Antons- son. Landsþing Lands- sambands íslenzkra frímerkjasafnara FRÍMERKI Reykjavík Heldur dauflegt virðist yfir samtökum safnara úti á landi – eða hvað? Jón Aðalsteinn Jónsson Brúðargjafalistar Mörkinni 3, s: 588 0640 Opið mánudag-föstudags 11-18. Lokað á laugardögum í sumar Hnífapör og matarstell frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.