Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðrún Hlíf Guð-jónsdóttir fædd- ist í Ási í Ásahreppi í Rangárvallasýslu 9. desember 1914. Hún andaðist á Landspít- ala 9. janúar síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 18. janúar síðastliðinn. Jón Haukur Guð- jónsson fæddist í Ási í Rangárvallasýslu 12. júlí 1920. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 14. október 2001 og var útför hans gerð í kyrrþey 23. október 2001. Fyrr var oft í koti kátt krakkar léku saman þar var löngum hlegið hátt hent að mörgu gaman. Út um stéttar urðu þar einatt skrítnar sögur þegar safnast saman var sumarkvöldin fögur. Þessar ódauðlegu ljóðlínur lista- skáldsins Þorsteins Erlingssonar koma mér í hug er ég með fáum og fátæklegum orðum minnist systkin- anna frá Ási, leikskóla- og félags- systkina. Í þessu látlausa sanna en efnis- mikla erindi kemur fram í skýru og listrænu orðavali hin barnslega gleði og sveita„húmor“. Þegar við vorum að ganga okkar fyrstu spor skynja lífið og tilveruna þroskast til starfa og athafna. Enda komum við Rang- æingar tæpast svo saman til mann- fagnaðar að þetta þjóðlega kvæði sé ekki sungið á lifandi hátt og af til- finningahita. Þegar ég nú kveð þessi systkini í síðasta sinn verða efst í huga æsku- minningarnar er við áttum saman í leik og starfi. Þegar við vorum að alast upp í Áshverfinu sem er byggð- arkjarni sjö bæja í suðvestanverðum Ásahreppi. Voru þar um fimmtíu manns heimilisfastir. Í þessum hópi var tugur eða meir af börnum og unglingum sem settu skemmtilegan svip félagsstarfs og hugmyndaauðgi á þetta samfélag. Það skeði margt úti í „nóttlausri voraldar veröld“ að vori til. Þá voru oft ræddir stórir framtíðardraumar. Meira að segja rædd sveitar- og heimsmál. Á þessum bæjum var tekið kaupa- fólk um heyskapartímann, í það minnsta kaupamaður og kaupakona. Líka kaupstaðabörn tekin til snún- inga, þá gátu litlar hendur komið að notum við búskapinn. Oft voru þetta barnabörn, líka kunningja og ókunn- ug að öllu leyti. Það var sannarlega fjölþætt mannlíf á þessum bæjum. Leikir sveitabarnanna sýndu fljót- lega smækkaða mynd af hefðbundn- um búskap. Kaupstaðabörnin sem voru á flestum bæjum yfir sumar- tímann löguðu sig fljótt að heimilis- börnunum í leik og jafnframt unnu þau heimilunum mikið gagn með snúningum og starfi með eldra fólk- inu. Enda minnist nú margur aldinn að árum í dag hvað það var þrosk- andi að vera á góðu sveitaheimili að njóta samvista við lífið og náttúruna. Hlusta á gamla fólkið sem miðlaði af sinni lífsreynslu og nýta sér það í hljóðlátri kyrrð og rólegu umhverfi. Það mátti víða sjá „uppundan“ bænum í blómskrýddri hlíð gróður- ríka litfagra laut sem bar vott um skemmtilega skipulagsgáfu og út- sjónarsemi í húsakosti og öðru sem tilheyrði þess tíma búskaparháttum. Þar dreifðu sér hjarðir um víðan völl sem voru bein húsdýranna, horn, kjálkar, leggir, kögglar og völur. Ekki spiltu fallegar skeljar og kuð- ungar úr djúpi hafsins ásamt ýmsu öðru sem féll til eftir ýmsum leiðum. Peningahliðin ekki stórt vandamál. Verðmætasti seðillinn var Fjall- konumyndin af súkkulaðiplötunum. Þá var hún ekki síður verðmæt blessuð konan utan á Freyju kaffi- rótarstöngunum, brosandi með kaffibollann á lofti með ómældum kostum eins og segir í vísunni: Hitar, ylmar heillar drótt hressir, styrkir, kætir. Fegrar yngir færir þrótt Freyju kaffibætir. Já, Seðlabankinn hjá okkur börn- unum á bæjunum í kring stóð á traustum grunni, Gleðibankinn þrepi ofar. Það var víða búsældarlegt í stór- þýfðum móa þar sem þúfurnar mynduðu fjöll og djúpa dali. Ekki spillti það umgjörðinni ef formfagur veður- og vindsorfinn hressilegur klettur var að baki með grastorfum og listrænni hundaþúfu á bjargbrún byggð upp af fuglum himinsins og heimilishundinum um áratugi og ald- ir. Mikla gleði vakti að finna fyrsta fífilinn í bæjarveggnum, sjá gula breiðu af hófsóley í votlendari hluta túnsins, heyra í fyrsta lóuhópnum kveða hið sígilda söngstef vorsins og heyra hnegg hrossagauksins úr hag- stæðri átt sem boðaði hagsæld og hamingju. Minnisstætt að finna fyrsta mófuglshreiðrið sem gat verið maríuerla uppi á veggjapalli í fjár- húsi eða snjótittlingur í mosaþúfu, hreiðurkörfurnar klæddar mislitu hrosshári álíka hlýlegt og svæfill hjá nýfæddu barni, ungarnir með gap- andi gin eftir mat kunnu vel að meta ef haframjölsflögu var stungið upp í lítinn gogg. Þó að leikföng þessa tíma væru fá- tækleg hygg ég að þau hafi ekki vak- ið minni gleði en allir þeir skraut- munir sem eru á markaði í dag. Þá var oft létt yfir æskunni. „Undir blá- himni blíðsumarnætur“. Þegar morgunsólin á björtum vormorgni merlaði austurfjöllin gaf fyrirheit um bjartan og blessunarríkan dag. Og „Undir dalanna sól“ er roðageisl- ar kvöldsólarinnar ummynduðu tært vesturloftið friði og ró sem virkaði eins og ljúf kvöldbæn hjá blíðri móð- ur eða ömmu. Þó að stundum slægi í smábrýnu, orð ekki alltaf kristileg, handalög- máli beitt til frekari áherslu, jafnvel hótað að tala aldrei við mótaðilann. Farið á hestbak, á berjamó eða á ná- grannabæi. Íþróttir æfðar við mis- munandi aðstæður, met sett og unn- ið snarlega af öðrum. Á hlýjum góðviðrisdögum var buslað og synt í Rauðalæk og Hrútsvatni. Að ógleymdu að renna sér á skautum með allra handa sveiflum og list- hlaupi. Þær eru bjartar minningarn- ar frá björtum vetrarkvöldum, fullt tungl, stjörnubjartur himinn með bragandi norðurljósum. Þótt frost væri komið í tveggja stafa tölu hafði það lítil áhrif í hita leiksins. Allt þetta samstarf treysti vináttu og tryggðaband. Jafnvel að ungur sveinn og æskumær hafi hnýtt það kærleiksband sem treysti hamingju- sama samleið um langa ævi. Fljótt kom það í ljós að Haukur var hagur í höndum, listrænn og hugmyndaríkur. Sama var að segja um systur hans, hennar vinna var unnin af vand- virkni, hnitmiðuð og listræn hvort sem hún handlék nál eða annað sem að hannyrðum laut. Bæði skrifuðu þau sérstaklega fal- lega rithönd eins og systkinin öll. Enda ekki langt að sækja þá list- grein því faðir þeirra var listaskrifari og hélt því meðan sjón og hönd unnu saman. Hann skrifaði niður mikið af ýmsum fróðleik. Ég hygg að í hand- riti liggi drjúgt efni sem eflaust kem- ur fyrir almenningssjónir síðar. Öll embættisskjöl frá honum báru vott um fallegan og vandaðan frágang. Hann var frammámaður í sveitinni í flestum félags- og framkvæmda- störfum. Hreppsnefndarmaður í 44 ár og þar af oddviti í 22 ár. Minnisstæður er okkur vörubíll- inn sem Haukur smíðaði löngu fyrir fermingu í öllum aðalatriðum ná- kvæm eftirlíking af „gamla Ford“ og vegakerfið sem lagt var vegna bif- reiðaumferðarinnar. Já, vörubíllinn hans Hauks vakti mikla athygli á Ás- hlaði hjá ungum bíladellumönnum. Víst engu síður en þær blikkbeljur sem áttu eftir að fylla hlaðvarpana á bæjunum hálfum mannsaldri síðar. Það var mikil spenna að aka þessum farkosti með allra handa burri og margrödduðum hljóðum sem urðu að líkjast starthljóði, lággengi og upp í þau öflugust átök sem vélin gat látið í té. Þegar þau systkinin höfðu aldur til gengu þau í UMF Ásahrepps, voru þar starfsamir félagar. Þau voru ásamt systkinum sínum og foreldr- um traustur kjarni á fyrstu áratug- um félagsins. Þá var starfsaðstaða félagsins í litlu og lélegu þinghúsi sem stóð rétt við núverandi húsvegg Efri bæjar í Ási. Þegar einhver mannfagnaður var á vegum félagsins var engin aðstaða til veitinga. Þá opnuðu hjónin í Niður-húsinu eins og sagt var þá og buðu félaginu í bæinn. Ég hygg að einhverjir muni eftir því er þeir fetuðu niður traðirnar í mis- jöfnum veðrum leiðandi elskuna sína 50–60 m leið, niður í kjallara þess húss er enn stendur 104 ára gamalt, í eldhús fjölskyldunnar. Við minn- umst húsmóðurinnar glaðlyndrar og góðmannlegrar, hláturmildrar og hjartahlýrrar standa við eldavélina renna á kaffikönnuna sem hressti gestina andlega og líkamlega. Það var oft glens og gaman, einstaka maður tók upp pela með glitrandi glögg sem lífgaði aðeins upp á radd- böndin. En ég held að allir hafi tekið tillit til þess að þeir voru inni á einka- heimili en ekki opinberum skemmti- stað. Á þessu tímabili rak UMF Ása- hrepps fjölþætta félagsstarfsemi, mikið sönglíf hefur fylgt félaginu alla tíð m.a. var Kjartan Jóhannsson með söngnámskeið í nokkur ár. Að öðru leyti stóðu áhugasamir heimamenn fyrir söngæfingum og upp úr þessu varð kirkjukór Kálfholtskirkju til. Sömuleiðis var töluvert stunduð leik- liststarfsemi og íþróttaæfingar. Fal- legan og vel hirtan trjá- og blóma- garð átti félagið á svonefndum Grænhól. Smíðanámskeiði stóð það fyrir og stundum rétti það hjálpar- hönd ef óhöpp urðu í sveitinni ann- aðhvort með vinnu eða smápeninga- hjálp. Félagmálanámskeiðum stóð það fyrir, sum enduðu með svo mik- illi rausn í andlegu og líkamlegu fóðri að hún var kölluð „veisla aldarinn- ar“. Stór þáttur í starfi UMF Ása- hrepps var sú landkynning sem það stóð fyrir með því að fara í eina skemmtiferð á vorin í fulla fjóra ára- tugi. Þetta voru yfirleitt hópar um 20 manns í þessum ferðum, kom fyrir að sá hópur tvöfaldaðist. Oftast voru þetta tveggja daga ferðir, þó voru þriggja daga ferðir inni á milli. Það var búið að fara flestar aðalleiðir frá Snæfellsnesi í vestri og til Öræfa í austri, koma á flesta þjóðkunna staði og marga aðra minna þekkta, en þess virði að stoppa, ganga á hærri sjónarhól og njóta fjallasýnar og fjöl- breyttrar náttúru í ljósi og litum. Einn fastur þáttur í þessum ferðum var að komið var minnst í eina kirkju. Oft að heimamaður sagði sitt- hvað úr sögu kirkjunnar og alltaf sunginn sálmur áður en út var geng- ið. Í öllu þessu sem áður var nefnt voru þau þátttakendur að meira og GUÐRÚN HLÍF GUÐJÓNSDÓTTIR JÓN HAUKUR GUÐJÓNSSON ✝ Ármann ÓskarGuðmundsson fæddist 28. maí 1913. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð 3. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Pálína Jónsdóttir frá Nýja- bæ í Þykkvabæ og Guðmundur Einars- son frá Bjólu í Rang- árvallarsýslu. Ár- mann átti tólf alsystkini, þrjú hálf- systkini og einn upp- eldisbróður. Ármann fluttist með foreldrum sínum til Vestmannaeyja 1921 og bjuggu þau í Viðey í Vestmannaeyjum. Hinn 21. desember 1935 gekk Ármann að eiga Unni Guðlaugu Eyjólfsdóttur, f. 4.1. 1913, d. 10.5. 2002. Eignuðust þau fimm börn. Þau eru: 1) Þórunn Helga, f. 26.4. 1937, gift Gunnari Stein- þórssyni, f. 6.4. 1936, þau eiga fjögur börn og 13 barnabörn. 2) Pálína, f. 22.12. 1940, gift Kristjóni Sævari Pálssyni, f. 28.8. 1940 og eiga þau fimm börn og 11 barnabörn. 3) Jónína Guðrún, f. 19.6. 1948, maður hennar er Ólafur Jón Leós- son, f. 17.6. 1948, hún á fjögur börn og sex barnabörn. 4) Þorsteinn Ósk- ar, f. 25.3. 1951, d. 16.7. 1951. 5) Þorsteinn Óskar, f. 16.7. 1954, hann á tvö börn og eitt barnabarn. Útför Ármanns Óskars verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi. Nú ertu loksins bú- inn að fá hvíldina eftir erfið veik- indi undanfarinna ára. Þú varst búinn að ná þér sæmi- lega vel á strik eftir að þú komst á Sunnuhlíð en þegar mamma dó fyr- ir sjö vikum versnaði heilsan aftur. Það var með ólíkindum hvað þú varst sterkur í þínum veikindum. Eftir mörg hjartaáföll og önnur veikindi, stóðst þú ávallt upp aftur og neitaðir að gefast upp. Við systkinin vorum að vona að þú mundir hrista þetta síðasta hjartakast af þér svo þú gætir not- ið sumarsins, því þú varst svo mik- ill sumarmaður en þú gast ekki meira, notaðir síðustu kraftana til að fylgja eiginkonunni til grafar og þar með var krafturinn búinn. Þegar við fluttum upp á fasta- landið í gosinu 1973 fluttuð þið mamma upp í Mosfellsbæ og bjugguð þar smátíma. Þá fóruð þið bæði að vinna á Reykjalundi. Þú kunnir vel við þig á útilagernum við að afgreiða plaströr og vannst þar til ársins 1988 þegar þú lést af störfum fyrir aldurssakir. Þú varst nú ekki alveg sáttur við að hætta að vinna, en lögin gera ekki ráð fyrir að fólk vinni lengur en til 75 ára aldurs. Þér fannst þú vel geta unnið lengur. En þú fannst þér fljótt áhugamál sem var gott. Lærðir glerlist hjá Félagsstarfi eldri borgara í Kópavogi og komst þér upp smáaðstöðu heima til að skera út í gler og búa til alls konar fallega hluti, sem þú gafst jafn- harðan. Þið mamma voruð mjög áhuga- söm um að sækja allar samkomur og skemmtanir hjá Félagi eldri borgara og fóruð oft í ferðalög með þeim á sumrin, svo það má segja að þið hafið notið efri áranna vel. Ég man þegar þið létuð smíða sólhúsið á svölunum, mamma ætl- aði að hafa það fyrir blómaræktina sína, en þú varst fljótur að finna það út að þar mætti líka liggja í sól- baði enda gerðir þú það óspart á góðviðrisdögum. Þetta sólhús veitti ykkur mikla ánægju. Mamma var vön að bera fram kaffi og kalda drykki í sólhúsinu þegar gestir komu í heimsókn. Ég man ekki eftir þér öðruvísi en sívinnandi heima í Eyjum. Vörubíl- stjórar áttu ekki fasta matar- og kaffitíma. Þess vegna var oft mikill flýtir á þér þegar þú komst í mat og kaffi, ekki mátti stoppa of lengi, þú gætir misst af túr. Þegar loðnu- vertíð var þá var unnið meðan stætt var. Þá var eins gott að ekki voru komnir ökuritar í bílana til að fylgja eftir EES-reglum um hvíld- artíma bifreiðarstjóra. Svo þurfti líka að sinna bruna- útköllum hjá Slökkviliðinu á öllum tímum sólarhrings, ef eldur varð laus einhvers staðar. Það var þér erfitt að þegar þú gast ekki lengur farið í þínar gönguferðir niður að Kópavogs- höfn og fylgst með fuglunum. Þú hafðir mikla unun af þessum gönguferðum, enda varstu búinn að ganga í mörg ár með gönguklúbbn- um Hananú í Kópavogi em varðst að hætta því þegar þú veiktist. Þá fórst þú bara einn í þínar göngu- ferðir og fórst bara rólega. Mömmu fannst þú stundum vera heldur lengi, var farin að hafa áhyggjur af sínum, en þú skilaðir þér alltaf heill heim. Það verður dálítið skrítið að koma ekki við í Sunnuhlíð og heim- sækja ykkur mömmu, í leiðinni heim úr vinnu, ég verð dálítinn tíma að venjast því. Ég veit að þér líður vel núna, pabbi minn, þar sem þú ert laus við allar þjáningarnar og kominn í Guðsríkið og búinn að hitta mömmu og litla drenginn ykkar. Þú hafðir alltaf svo gaman af litlum börnum og þau voru svo hænd að þér. Ég kveð þig, pabbi minn, og bið Guð að blessa minningu þína. Jónína Guðrún. Elsku afi minn. Núna ertu loks- ins búinn að öðlast langþráða hvíld. Mig langaði til að skrifa nokkur orð til þín að lokum. Ég man eftir svo mörgum góðum stundum sem ég átti hjá ykkur ömmu í Hlégerðinu. Ein minning sem stendur mér of- arlega í minni er frá þeim tíma sem þú varst ennþá að vinna á Reykja- lundi, þegar ég og Anna María vin- kona mín komum í heimsókn til þín og fengum að sniglast í kring um þig á meðan þú varst að vinna. Mér fannst alltaf svo gaman að koma til ykkar ömmu og það voru nú ófá skiptin sem við mamma komum í kaffi. Þegar mamma og amma sátu svo og möluðu í eldhús- inu vorum við oftast í stofunni að spila lönguvitleysu. Ég get þakkað þér fyrir að koma spilamennskunni í mig þar sem þú kenndir mér al- veg ótal spil og kapla og hafðir al- veg endalausa þolinmæði að nenna að spila við mig. Mér fannst líka al- veg frábært að fá að sitja í fanginu hjá þér þegar þú varst að gera krossgátur og fá að hjálpa smá til, og fékk náttúrulega tilsögn í kross- gátum líka (alltaf að nota blýant, alltaf að nota stóra stafi), ég man þetta ennþá. Síðustu árin þín voru mjög erfið og þú þurftir að ganga í gegn um mikil veikindi og mér finnst alveg ótrúlegt hve sterkur þú varst. En núna ertu komin til ömmu og ég veit að það hafa verið miklir fagn- aðarfundir þegar þið hittust aftur. Núna getum við hin sofið róleg vit- andi það að þið eruð að passa hvort annað (og jafnvel okkur líka). Bless, elsku afi minn, og takk fyrir öll árin okkar saman. Þitt langafabarn Drífa Pálín. ÁRMANN ÓSKAR GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.