Morgunblaðið - 12.07.2002, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 12.07.2002, Qupperneq 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhanna Guð-mundsdóttir fæddist á Norðfirði 17. febrúar 1916. Hún lést á St. Jós- epsspítala 5. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þórunn Kristjánsdóttir, f. 12. ágúst 1890, d. 22. nóvember 1966, og Guðmundur Ei- ríksson, f. 12. júní 1874, d. 27. apríl 1935. Systkini Jó- hönnu sem komust á legg voru: Guð- mundur, hálfbróðir frá föður, Eiríka, Kristín, Þórður Guðni og Vilhelmína, öll látin. Eftirlifandi systkini eru Stefanía, Jónína og Ólafur. Fimm systkini Jóhönnu létust í æsku. Jóhanna giftist 20. október 1934 Sigurði Árna Guðmunds- syni, f. 8. september, 1907, d. 2. nóvember 1938. Börn þeirra eru 1) Guðmundur Þórir, f. 2. apríl 1935, maki Hjördís Þorgeirs- dóttir, f. 10. ágúst 1936. Þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. Áður átti Guð- mundur Þórir einn son, Jóhann, og á hann tvö börn. 2) Sigríður Sesselja, f. 24. maí 1938, gift Róbert Head. Hún á tvö börn og fjögur barnabörn, öll bú- sett erlendis. Seinni maður Jóhönnu var Ársæll Kr. Jónsson, f. 3. janúar 1913, d. 23. mars 1985. Þeirra synir eru: 1) Óskírður drengur, f. 1941, and- vana. 2) Ársæll Kr. Ársælsson, f. 4. ágúst 1942, maki Erla Laxdal Gísladóttir, f. 5. janúar 1946. Þau eiga þrjú börn og sjö barna- börn. 3) Sigurður Jóhann Ár- sælsson, f. 26. september 1943, maki Erla Björnsdóttir, f. 18. júní 1944. Þau eiga tvær dætur og eitt barnabarn. Útför Jóhönnu fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ég hugsa um engla, þá hugsa ég um þig með þitt fallega bros og verkin þín góð. Ég heyrði að þú værir farinn. Nei,það getur ekki verið satt. Þegar ég hugsa um engla,þá hugsa ég um þig. Guðs blessun til þín, engill, hvert sem þú ferð. Þótt þú sért farinn, þá veistu af hjörtum okkar fullum af sorg. En við styðjum hvert annað og höldum veginn áfram, án þín. Ég sé þig aftur, elsku engill, þegar tími minn kemur. Þegar ég hugsa um engla, þá hugsa ég um þig. (K. K.) Guðmundur Þórir Sigurðsson yngri. Elsku systir, nú er komið að leið- arlokum eftir nær 80 ára samferð. Margs er að minnast eftir svo langt ferðarlag. En það sem mér er efst í minni er samveran með þér eftir að þú giftist Sigga og áttir Þóri. Þið fóruð norður á Djúpuvík um sum- arið en Þórir varð eftir í Hafn- arfirði hjá mömmu og mér. Þórir lærði að ganga um sumarið og hon- um fór vel fram. Það var mikil gleði þegar þið komuð heim um haustið, og mér þótti mikið vænt um ykkur öll. Þið áttuð heima í Reykjavík á Njálsgötu 52 og þar fæddist Sigga 24. maí 1938 og minnist ég sér- staklega sendiferða niður í miðbæ í útgerðina sem Siggi vann hjá. Um haustið kom reiðarslagið, togarinn Ólafur (frá Alíance hf.) sem Siggi var matsveinn á fórst með allri áhöfn. Það þarf ekki að orðlengja þá sorg og örvinglan sem heltók þessa litlu fjölskyldu. Mamma tók ykkur til sín á Reykjavíkurveg 10 í Hafnarfirði þó þröngt væri í búi og þú fórst að vinna af miklum dugn- aði, settir upp verslun og rakst hana í nokkur ár. Þú fórst að búa með Kidda og bjugguð þið á Vesturbraut 12 í Hafnafirði og þar fæddust ykkur tveir synir, Ársæll og Siggi. Á þessum árum var ég meira og minna á heimili ykkar við heim- ilisstörf og barnagæslu, og var heimilið mitt annað heimili. Þú varst áberandi falleg kona og myndarleg, góð og glaðlynd þrátt fyrir mótlæti í lífinu. Þessi fjöl- skylda hefur verið stór hluti af mínu lífi og fæ ég aldrei fullþakkað ykkur fyrir ást ykkar og um- hyggju. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín systir Nína og fjölskylda. Það er aðeins rúmlega hálfur mánuður síðan ég heimsótti hana Jóhönnu ömmu mína á St. Jós- efsspítalann í Hafnarfirði. Hún var þá til þess að gera nýstigin upp úr aðgerð eftir erfitt beinbrot og ég hálfkvíðinn því að sjá hvernig líðan hennar væri. Kom það mér þægi- lega á óvart að sjá ömmu, hún var stórglæsileg að vanda, vel til höfð og í góðu skapi. Ekki man ég eftir mörgum tignarlegri manneskjum en henni ömmu minni. Fljótlega fann ég að það var vel hugsað um ömmu á þessum stað, henni leið vel og því hvarf allur kvíði úr mér. Ekki fór þó á milli mála að amma var farin að velta framtíð sinni fyr- ir sér. Eins og venjulega, þegar við amma ræddum saman, þá fór manni strax að líða vel, því amma var einstaklega viðræðugóð kona. Aldrei stóð á umræðuefnum, hún sagði einstaklega skemmtilega frá og jafnvel þótt mennirnir og mál- efnin væru stundum frá því fyrir mína tíð var alltaf gaman að hlusta á frásagnir hennar. Ekki man ég eftir að hafa þótt „jafngott“ að fá orð í eyra frá nokkrum öðrum eins og frá ömmu. Það var væntanlega vegna þess að auðvelt var að skynja velviljann í orðum hennar, tilgangur þeirra var ekki að vekja upp vanlíðunartilfinningu, heldur að veita leiðsögn sem miðaði að því að gera mann að betri manneskju, að auðvelda manni lífsins göngu. Þegar slíkur velvilji er fyrir hendi þá er ekki hægt annað en að þykja óendanlega vænt um viðkomandi. Með mikilli vissu veit ég að það eru margir sem bera sama hug til ömmu og ég geri. Eftir nokkra stund, sem eftir á að hyggja var þó alltof stutt, kvaddi ég ömmu og hélt frekar glaður í bragði norður yfir heiðar, heim á leið. Grunlaus var ég um að við myndum ekki fá fleiri tækifæri til að setjast niður tvö saman og ræða málin. Kom það mér talsvert á óvart er hringt var í mig fyrir rúmri viku og mér tilkynnt um að amma væri mikið veik og ætti sennilega stutt eftir. Reyndar finnst mér eins og að amma hafi verið þennan síðasta mánuð sam- kvæm sjálfri sér, ófeimin við að nefna smákvilla sem hrjáðu hana en var ekkert að bera á torg þau áföll sem hún varð fyrir í lífinu. Aftur fór ég kvíðinn til ömmu, aftur varð ég hissa á því hvað amma var enn stórglæsileg og tign- arleg kona þrátt fyrir að ekki fór á milli mála í hvað stefndi hjá henni. Augljóst var að henni leið vel þrátt fyrir að hún gæti ekki tjáð sig, hún var klædd í glæsilega peysu, ný- lega naglalökkuð og með hlýju og fallegu dúnsængina sína. Þegar við bætist hópur af hlýlega þenkjandi ættingjum, vinum og starfsfólki spítalans þá er ekki hægt að hugsa sér fallegri umgjörð um lokaskref langrar leiðar. Þrátt fyrir að það verði aldrei eins að koma í Hafnarfjörðinn, nú þegar ekki er hægt að fara og spjalla við ömmu, þá veit ég að hún er ekki fjær okkur núna en áður og hún hugsar fallega til okkar eins og hún hefur ávallt gert. Ég hugga mig við það að ég hef ekki misst minn besta og traustasta vin, held- ur hefur hann aðeins fært sig um set. Góði Guð, vinsamlega taktu vel á móti ömmu. Það á hún skilið. Amma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Þinn sonarsonur Ársæll Kristófer. Allt á sér upphaf og endi. Líf hefst og líf endar, slíkt er lífsins gáta. Upphaf lífshlaups langömmu minnar Jóhönnu K. O. Guðmunds- dóttur varð 17.2. 1916 og lauk 4.7. 2002. Hún var vafalítið hvíldinni fegin og vel undir dauða sinn búin, eftir frekar stutt og erfið veikindi. Hún sjálf sagði við mig og mömmu þegar við heimsóttum hana stuttu áður en hún lést, að þetta væri orð- ið nóg, hún væri búin að lifa það lengi og best væri að taka öllu eins og það kæmi. Og það kom. Amma baba eins og við krakk- arnir kölluðum hana oft, var af- skaplega fínleg kona og eftir henni tekið fyrir glæsilegan klæðaburð og fágaða framkomu, hún var mikil útsaumskona og eru því margar glæsilegar útsaumaðar myndir eftir hana. Amma Jóhanna var ákaflega trúuð kona og lifði samkvæmt öllu því besta sem kristin trú boðar og allir þeir fjölmörgu sem kynntust henni fundu það og sáu að góð- mennskan og hjartahlýjan streymdi frá henni. Það sem ég kunni persónulega best við í fari hennar var hvað hún var hrein og bein og kom ávallt fram við mann sem jafningja og talaði heldur aldr- ei illa um neinn og vildi öllum vel. Í stúdentsveislunni minni fyrir ári var hún hrókur alls fagnaðar og er ég þakklát fyrir þá stund sem að við áttum saman þá. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana að vini, fyrir öll samtölin okk- ar, ræktarsemi hennar og einstaka væntumþykju í minn garð. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Svefninn langi laðar til sín lokakafla æviskeiðs. hinsta andardráttinn. Andinn yfirgefur húsið heldur sig til himna við hliðið bíður drottinn. JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Anna María Sig-urjónsdóttir fæddist á Selfossi 27. september 1957. Hún lést í Reykjavík 2. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sigurjón Óskar Sigurðsson, f. 8.5. 1927, og Anna Guðný Hildiþórs- dóttir, f. 20.1. 1934. Systkini Önnu Mar- íu eru Sigurður Ár- mann, f. 26.6. 1952, Kristín Júlía, f. 25.8. 1953, Aðalsteinn Þormar, f. 30.8. 1955, og Að- alheiður, f. 10.5. 1965. Anna María giftist 23.11. 1996 Guðmundi Inga Sumarliðasyni, f. 31.3. 1954. Þau eiga saman einn son, Sigurjón Sum- arliða, f. 26.10. 1989. Anna María ólst upp í foreldrahús- um í Hvassaleiti 16, fluttist síðan á Markarveg 16 og svo síðar á Víkur- bakka 8. Hún lauk verslunarskólaprófi 1975 og stúdents- prófi 1977. Anna María starfaði við ýmiss konar skrif- stofustörf í gegnum árin. Útför Önnu Maríu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Að kvöldi dags er kveikt á öllum stjörnum, og kyrrðin er þeim mild, sem vin sinn tregar, og stundum skýla jöklar jarðarbörnum, og jafnvel nóttin vísar þeim til vegar. (Davíð Stefánsson.) Það auðveldar viðskilnað við ást- vini þegar minningarnar eru ljúfar og vegferð þeirra var með þeim hætti að jafnvel í erfiðleikunum mátti greina óvenjulegan, óbugandi styrk og staðfestu samhliða kærleik og tillitssemi. Anna María, tengda- dóttir okkar, var ákaflega heilsteypt og viljasterk kona og umhyggja hennar fyrir öðrum var ævinlega í fyrirrúmi. „Hún Anna María hefur stærsta hjarta sem ég hef fyrirhitt á Íslandi,“ sagði vinkona hennar, sem er af erlendu bergi brotin. Ef til vill voru það þessir þættir í fari Önnu sem réðu því, að hún helgaði fötluðu og sjúku fólki starfskrafta sína lengi meðan hún var á vinnumarkaði og eignaðist í hópi þess trausta og þakk- láta vini. Þá var það dæmigert að rétt áður en hún greindist af sjúk- dómi er hún barðist við í tæplega fjögur ár hafði hún hafið nám við Kennaraháskóla Íslands með það í huga að ljúka námi sem leikskóla- kennari. Anna var mikill dýravinur og átti margar stundir með hestunum sín- um. Hún var óþreytandi að hlúa að þeim og fylgjast með aðbúnaði þeirra, bæði að sumarlagi í högum þeirra í Biskupstungum og í hesthús- inu í Fjárborgum. Anna gróðursetti mikið af blómum og trjám við sam- eiginlegan sumarbústað okkar í Tungunum. Sumar litlu trjáplönturnar hennar eru nú á góðri leið með að verða reisuleg tré, enda nutu þær ómældrar umhyggju með- an þær voru viðkvæmastar og meðan henni entist heilsa til að sinna þeim. Það var ævinlega eins og þessi frið- sæli staður yrði enn friðsælli þegar Anna var þar, því henni fylgdi sér- stök sálarró. Við áttum ómetanlegar ánægjustundir með Önnu, Guð- mundi og Sigurjóni Sumarliða og söknum hennar sárt. Anna var ekki aðeins tengdadóttir, hún var ekki síður kær vinkona okkar. Við vottum Guðmundi og Sigur- jóni okkar innilegustu samúð og biðj- um góðan Guð að styrkja þá í sorg þeirra og söknuði. Eygló og Sigurður. Elsku Maja, mikið á ég eftir að sakna þín. Minningar og minningabrot streyma fram í hugann. Minningar úr Hvassaleitinu þegar páfagaukur- inn dó, þegar ég ítrekað reyndi að komast inn í herbergið þitt til að róta í dótinu, lukkutröllin sem þú safn- aðir, hvað þú varst flink að teikna og þegar þú bjóst til dúkkulísur fyrir mig. Sterkastar eru minningarnar eftir að hann Summi fæddist. Það voru þín hamingjuspor þegar þú kynntist Guðmundi og eignaðist hann Summa, uppfylling drauma þinna. Þegar við systurnar þrjár, þú, Dista og ég, stóðum uppi á fæðing- ardeild og horfðum á drenginn, hvað við vorum stoltar af þessum fallega, velheppnaða dreng. Og hvað við er- um stoltar í dag af þessum yfirveg- aða, myndarlega og heilsteypta dreng. Eftir að Anna Lovísa mín fæddist stóðum við systurnar aftur jafn stolt- ar. Þú vildir fylgjast með henni. Safnaðir myndum af henni og teikn- ingum eftir hana. Alltaf að senda henni eitthvað og hrósa henni og byggja hana upp. Ævinlega verð ég þakklát þeirri væntumþykju og hlýju sem þú gafst henni. Það var svo gott að geta lagt mál undir þig. Þú komst alltaf með nýja yfirvegaða og skynsama sýn á hlut- ina. Vandamálin urðu að verkefnum til að leysa eftir að ég ráðfærði mig við þig. Ég hef áhyggjur af hvað verður um afmælishald í fjölskyld- unni eftir að þú ert farin. Þú lagðir svo mikla áherslu á afmælin, ekki þitt eigið afmæli, heldur okkar hinna. Skyndilega erum við systkinin orðin svo fá, þó svo að við séum kannski stærri systkinahópur en á mörgum stöðum. Það vantar einn, það vantar þig, greindu, duglegu og hugrökku systur okkar. Í hverjum endalokum felst upphaf. Nú skiljast leiðir okkar og við hin höldum áfram. Með söknuði kveð ég kæran vin, systur mína. Þú lifir áfram í hugum okkar og líka hjá okkur í honum Summa. Þín systir, Aðalheiður. Þegar sest er niður á blíðviðris- degi að sumarlagi og tilefnið er að skrifa minningargrein um Önnu Maríu Sigurjónsdóttur, manneskju á besta aldri sem að lokum varð að láta í minni pokann fyrir illvígum sjúk- dómi, fer maður óneitanlega að velta fyrir sér tilgangi jarðvistarinnar og hverfulleika hennar. Gerir maður sér þá betur grein fyrir því hvað við mennirnir ráðum litlu um framgang mála og hvað hið veraldlega vafstur má sín oft á tíðum lítils í samanburði við það að fá að lifa lífinu heilbrigður og hamingjusamur. Við kynntumst Önnu Maríu um það leyti sem hún og Guðmundur Ingi voru að hefja búskap í Fossvog- inum. Síðar varð Anna María ná- granni okkar því að þau hjónin fluttu í sömu götu og við í Víkurbakka 8 þar sem Anna María bjó síðustu æviárin með Gumma frænda og Sigurjóni Sumarliða syni þeirra. Ekki er hægt að hugsa sér betri nágranna en Önnu Maríu og hennar fjölskyldu og erum við þakklát fyrir þau ár sem við feng- um að vera í nágrenni við Önnu Mar- íu. Anna María var að mörgu leyti sérstök manneskja, hún kvartaði ekki yfir eigin veikindum og bar sig vel þrátt fyrir alla erfiðleikana sem á hana herjuðu. Hún hafði meiri áhyggjur af því hvernig aðrir höfðu það og var ósérhlífin og ávallt tilbú- in að hjálpa öðrum ef eitthvað bját- aði á. Hún var traust og trygg kona með sterkan persónuleika, jákvæð og reyndi alltaf að gera það besta úr öllu ef þannig stóð á. Í júní sl. fór hún í sumarfrí til Norðurlandanna með Gumma Inga og Sigurjóni og eins veik og hún var orðin þá var hún ákveðin í að fara þessa ferð með fjölskyldu sinni sem var þeirra síðasta ferð saman. Þeir feðgar voru einstaklega viljugir og góðir að hugsa um hana í veikindum hennar, eins talaði hún oft um syst- ur sínar og átti Anna María góða þar að. Við fjölskyldan þökkum Önnu Maríu samfylgdina og minnumst hennar með söknuði og virðingu. Elsku Gummi Ingi og Sigurjón Sum- arliði sem sjáið á eftir elskulegri eig- inkonu og móður, Anna og Sigurjón sem sjáið á eftir dóttur, megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar og söknuði. Systkinum Önnu Maríu og ANNA MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.