Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í Morgunblaðinu hinn 26. júní síðastlið- inn var birt lesenda- grein eftir fræðimann- inn og stjórn- málamanninn Össur Skarphéðinsson. Í þeirri grein verður honum mikið talað um hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Einkum rak ég mig í orð hans „því hefur verið oft haldið fram að sjávarútvegsstefnu ESB megi ekki breyta, t.d. í aðildarsamning- um... Því fer fjarri.“ Þar rétt á eftir nefnir hann það að við ESB aðild Bretlands á sínum tíma hefðu þeir sett fram kröfu um að tekin yrði upp sameiginleg sjáv- arútvegsstefna, og að nokkrum ár- um síðar hefði slík stefna verið orðin að veruleika. Af orðum Össurar að dæma virðist hann vera að leggja að jöfnu vænt- ingar núverandi aðildarríkja um framtíðaráhrif okkar innan ESB (sem erum innan við 300 þúsund), við væntingar þáverandi aðildarríkja um vænt framtíðaráhrif Breta (þá þegar um 50 milljón manna þjóð) innan ESB á þeim tíma. Getur hon- um verið alvara? Heldur hann að það séu þvílíkir hagsmunir fyrir þau nú- verandi aðildarríkja, sem talin séu okkur vinsamleg, að fá okkur inn, að þau séu til í að beita þvingunum á önnur aðildarríki, sem talin séu okk- ur síður vinsamleg, til að þau fáist til að samþykkja aðildarsamninga sem við teljum okkur hagstæða? Það sem gleymist oft í umræðunni um aðild er að það gildir enn að öll aðildarríki hafa neitunarvald um aðild nýs ríkis. Þannig gæti t.d. Spánverjum mögu- lega dottið í hug að neita að sam- þykkja frágenginn aðildarsamning okkar við ESB nema að við opnuðum fiskveiðilögsögu okkar að einhverju leyti fyrir spænska fiskveiðiflotan- um. Væru það þá þvílíkir hagsmunir í húfi fyrir t.d. Þýskaland af aðild okkar, að þeir væru til í að kaupa Spánverja með tilslökunum annars- staðar eða þvinga þá til að falla frá slíkum kröfum? Ég legg til að hver lesandi fyrir sig meti þetta sjálfur. „Acquis Commaunitaire“ Það er einnig grundvallarmunur á að leggja til að tekin sé upp ný stefna sem ekki er fyrir hendi og að krefj- ast breytinga á stefnu sem þegar er fyrir hendi. Áður en teknar eru upp formlegar aðildarviðræður við ríki sem æskja aðildar krefst ESB und- antekningalaust að þau gangist und- ir það sem kallað er „Acquis Comm- aunitaire“ sambandsins. Þetta er franskur frasi sem felur í sér kröfu um að ríki sætti sig fyrirfram við að undirgangast allt það innan ESB sem flokkast undir lög þess, reglur, samþykktir og gildandi fyrirkomu- lag. ESB hefur ekki formlegar aðild- arviðræður fyrr en nýtt ríki hefur samþykkt allt þetta. Þetta felur í raun í sér kröfu um að nýtt aðild- arríki fyrirfram falli frá öllum kröf- um um undanþágur af nokkru tagi frá því sem flokkast undir lög, regl- ur, saþykktir og gildandi fyrirkomu- lag. Þegar Bretar fengu fram vilyrði (1973) fyrir því að tekin yrði upp sér- stök sjávarútvegsstefna á vegum ESB, þá var slík sameiginleg stefna ekki fyrir hendi. Það var því ekki um að ræða um hluta af „Acquis Comm- aunitaire.“ Í dag, þar sem sameig- inleg sjávarútvegsstefna ESB er vissulega við lýði og hefur verið svo um allnokkra hríð, þá flokkast hún augljóslega nú undir „Acquis Com- maunitaire.“ Þessvegna er tómt mál fyrir okkur að fara fram á nokkrar undanþágur frá henni í aðildarsamningum. Spurning um viðmiðunarár Á hinn bóginn er það fullkomlega virðingar- verð spurning hvort ekki sé einfaldlega í lagi fyrir okkur að ganga inn í ESB án nokkurra undanþágna. Það er sennilega rétt hjá Öss- uri að veiðireynsla ESB ríkja í okkar lögsögu sé fallin úr gildi. Á hinn bóginn verður að benda á að ekki er mjög langt um liðið síðan síðustu togarar aðild- arríkja hættu að veiða hér við land, eða um tuttugu ár. Þetta er því einn- ig spurning um hvaða viðmiðunarár verða notuð. Það væri okkur t.d. óhagstætt ef viðmiðunin yrði sú sama og innan lögsögu ESB, þ.e. áratugurinn á undan því sem sam- eiginlega sjávarútvegsstefnan tók gildi (þ.e. 1983). En ef hagstæð við- miðun fæst fram fyrir okkur, t.d. síð- ustu tíu ár, þá gæti þetta hugsanlega verið í lagi. Ef við værum í dag aðilar að ESB þá væri ákvörðun um afla tekin þannig að okkar sérfræðingar myndu sitja í Brussel í sérstakri ráð- gjafarnefnd um sjávarútvegsmál, þ.e. einni af þeim sem veita Fram- kvæmdastjórn ESB ráðgjöf. Á grunni þeirrar ráðgjafar myndi kommissar landbúnaðarmála og sjávarútvegsmála innan ESB leggja fram tillögu um afla í okkar land- helgi til Ráðherraráðs ESB. Við þá ákvörðun yrði ráðherraráðið skipað sjávarútvegs- og/eða landbúnaðar- ráðherrum aðildarríkja sambandsis- ins, eftir því hvort ríki hefur sérstak- an sjávarútvegsráðherra eða ekki. Sjávarútvegsmál eru eitt af þeim málum sem hið svokallaða Evrópu- þing hefur einungis tillögurétt í. Ráðherraráðið, eftir að þingið hefur lokið sinni umfjöllun, getur þá ákveðið að ítreka samþykkt máls í óbreyttri mynd, og er þá málinu lok- ið. Almennt séð væri sjálfsagt ekki ástæða að vænta að ráðherraráðið gerði annað en að samþykkja það sem við vildum að yrði samþykkt. En það gerist þó alltaf annað slagið að ríki beita sér í málum sem koma þeim almennt ekki við til að fá fram tilslakanir um mál sem standa þeim nærri hjarta. Það væri því vel hugs- anlegt að atkvæðagreiðsla færi inn- an ráðherraráðsins á einhvern annan veg en við vildum, sérstaklega ef annað aðildarríki vill beita okkur slíkum þrýstingi. Þar sem við værum smæsta aðildarríkið og því áhrifa- minnst ættum við ekki eins marga möguleika og önnur aðildarríki til að koma fram með krók á móti bragði. Hver og einn lesenda verður að meta fyrir sig hvað honum finnst í lagi að búa við, sjá: http://wwwdb.eur- oparl.eu.int/dors/oeil/en/inter1.htm. Aðild og sér- staða sjávarút- vegsins í ESB Einar Björn Bjarnason Höfundur er stjórnmálafræðingur. ESB Það er tómt mál fyrir okkur, segir Einar Björn Bjarnason, að fara fram á nokkrar undanþágur frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu í aðildarviðræðum. ÞAÐ er auðvelt að taka undir með unga manninum sem hélt því fram ekki alls fyrir löngu að afstaða margra Íslendinga til Evrópusambandsins bæri öll einkenni þeirra sem á ensku nefnast „free-riders“. Á ís- lensku er þetta hugar- far þeirra sem eru allt- af að reyna að svindla sér í strætó. Umræðan um Evrópusambandið hefur í allt of miklum mæli snúist um krónur og aura, debet og kred- it, hvort við græðum eða töpum á aðild, hér og nú. Svoleiðis umræða verður aldrei frjó eða skemmtileg og ekki batnar hún þegar forsætisráðherra ræður fyrirtæki úti í bæ til þess að rugla menn endanlega í ríminu með talna- blekkingum. Í svona þrætubók er alltaf hægt að breyta reikningsað- ferðinni og sýna þá mynd sem manni sýnist. Það sýndist mér vera raunin þeg- ar ég sá meðfylgjandi stöplarit í því ágæta blaði Independent on Sunday frá 23. júní sl. Þar var dálkahöfund- urinn Hamish McRae að fjalla um stækkun Evrópusambandsins og áhrif hennar á fjárhag þess. Niður- staða hans var sú að þau yrðu ekki mikil. Fyrir því færði hann þau rök að þótt nýju aðildarríkin væru vissu- lega fátæk þá væru þau flest hver lít- il og auk þess í mjög örum vexti. Fyrir vikið yrðu þau áður en langt um líður komin upp að hlið ESB- ríkjanna þegar mælt er í þjóðarframleiðslu á íbúa. Við þetta bættust svo jákvæð áhrif þess að sameiginlegi mark- aðurinn stækkar og að nýju aðildarríkin færðu sambandinu nýjar víddir og vaxtarmögu- leika. Krónur og aurar En það var ekki þessi umræða sem varð til þess að ég settist við tölvuna, hún er sem betur fer algeng í skárri hluta evrópsku pressunnar. Nei, það var áðurnefnt stöplarit sem vakti at- hygli mína. Á því sést hversu stóran hluta þjóðarframleiðslu sinnar nú- verandi aðildarríki ESB greiddu til sameiginlegra sjóða sambandsins árið 2000. Það sýnir nettóframlög ríkjanna, þ.e. þegar búið er að draga frá styrki og aðrar endurgreiðslur sem ríkin fá til baka. Samkvæmt þessu stöplariti greiða átta af fimmtán aðildarríkjum meira en þau fá til baka. Svíar greiða mest eða sem nemur 0,5% af vergri þjóð- arframleiðslu, Þjóðverjar greiða ör- lítið lægra hlutfall, Bretar eru hálf- drættingar Svía og Frakkar greiða sem nemur 0,1% vergrar þjóðar- framleiðslu sinnar til sjóða ESB. Ítalir, Danir og Finnar fá ívið meira til baka en þeir leggja af mörkum en fjögur ríki eru í sérflokki því þau fá verulegar fjárhæðir til baka: Spán- verjar, Írar, Portúgalir og Grikkir. Ég fór að reikna út frá þessum töl- um og niðurstaðan varð forvitnilegt. Til þess að fá sambærilegar tölur fór ég inn á heimasíðu Eurostat, töl- fræðistofnunar ESB, og fékk þar töl- ur um verga þjóðarframleiðslu EES- ríkjanna. Þar kemur fram að þjóð- arframleiðsla Íslands árið 2000 var rúmlega 800 milljarðar króna (9.459 milljónir evra). Hálft prósent af þeirri upphæð gerir 4 milljarða króna eða þar um bil. Það þýðir að ef við greiðum jafnhátt hlutfall og Svíar þurfum við að leggja fram 4 millj- örðum meira en við fáum til baka. Þetta er talsvert lægri tala en for- sætisráðherra og reiknimeistarar hans hafa nefnt og er þó miðað við þá þjóð sem greiðir mest. Hækkar ekki við stækkun Það er fleira athyglisvert við þetta stöplarit. Hér á landi er því oft haldið fram að framlög ríkja til ESB ráðist af þjóðartekjum á íbúa. Það kemur ekki heim og saman við stöplaritið. Lúxemborgarar eru þjóða ríkastir í sambandinu en þeir sitja í fjórða sæti á þessum lista. Næstríkastir eru Danir sem fá borgað til baka og í fjórða sæti yfir ríkustu þjóðir ESB eru Írar sem fá þó sem nemur 1,8% af þjóðarframleiðslunni til baka. Ef við værum í sömu stöðu og Írar fengjum við hartnær 15 milljarða króna endurgreiddar í formi styrkja og annars stuðnings umfram það sem við greiddum til sambandsins. Og hér er vel að merkja bara átt við ríkisframlagið sem Davíð hefur kos- ið að einskorða sig við. Um þetta gildir greinilega það sama og um flestar aðrar spurningar sem snúa að ESB: Niðurstaðan verð- Eigum við ekki að ræða eitthvað annað? Þröstur Haraldsson Laugarvatnsstaður er okkur Sunnlend- ingum sem og fjöl- mörgum öðrum lands- mönnum afar kær. Þangað hefur æsku- fólk í gegnum tíðina sótt menntun sína. Á árum áður voru fjöl- breytt tækifæri til menntunar á Laugar- vatni og var þar hægt að sækja nám á öllum menntunarstigum. Breyttur tíðarandi og áherslur í menntamál- um hafa komið niður á námsframboði á staðnum, t.d. voru lengi starfræktir héraðsskóli og hússtjórnarskóli á Laugarvatni. Hins vegar hafa nú ný tækifæri til náms orðið að veruleika. Laugarvatn á sér merka skóla- sögu, þar sem frumkvöðlar á borð við Jónas Jónsson frá Hriflu, Bjarna Bjarnason og Björn Jak- obsson ruddu brautina. Forsvars- menn Sambands sunnlenskra kvenna lögðu sitt af mörkum svo og fulltrúar UMFÍ og ÍSÍ. Fólk sem gerði sér grein fyrir því að menntun væri lykill framfara á Ís- landi. Margir merkir skólamenn hafa lagt alla sína krafta til upp- byggingar skólastarfs á Laugar- vatni og er ástæða til þess að minnast starfa þeirra með þökk og virðingu. Of langt væri að nefna þá alla í stuttri grein sem þessari. Nú nýlega hafa tveir þeirra hætt störfum, þeir Árni Guðmundsson og Kristinn Kristmundsson, og tveir ungir eldhugar tekið við, þeir Erlingur Jóhannsson og Halldór Halldórsson. Þeir ætla sér stóra hluti eins og vera ber og vonandi takast þær fyrirætlanir. Í tímans rás hafa verið reistar miklar byggingar á Laugarvatni. Þar ber fyrst að nefna gamla Laugarvatns- skólann sem Guðjón Samúelsson arkitekt teiknaði og er í raun tákn skólasögu Laug- arvatns og alþýðu- fræðslu á Íslandi. Óhætt er að segja að ákveðin vatnaskil eigi sér stað á Laug- arvatni um þessar mundir. Miklar breyt- ingar eru varðandi menntun og menntun- artækifæri á Íslandi og verða skólar lands- ins að mæta þeim breytingum til þess að vera samkeppnishæfir í nútíman- um. Það er gleðilegt að Kennarahá- skóli Íslands rekur íþróttafræði- setur KHÍ á Laugarvatni og er það reist á grunni gamla Íþrótta- kennaraskóla Íslands. Er hér um að ræða sérhæfða háskóladeild á landsvísu sem staðsett er á Suður- landi. Forsvarsmenn KHÍ hafa sýnt mikinn áhuga á þessari upp- byggingu og nú er einnig boðið uppá framhaldsnám í fjarnámi fyr- ir íþróttakennara. Í gegnum tíðina hefur verið gott samstarf á milli íþróttakennaraskólans og mennta- skólans enda styðja þessar stofn- anir hvor aðra. Nú eru uppi hug- myndir um að setja á stofn íþróttasetur á Laugarvatni fyrir allt landið. Slík íþróttasetur eru starfrækt á Norðurlöndum og eru í eigu ríkisins. Verði þessar hug- myndir að veruleika munu þær styrkja Laugarvatn og skólastarf- semina þar. Gamlar merkilegar byggingar eru við vatnið, s.s. gamla íþróttahúsið sem flutt var frá Þingvöllum eftir þjóðhátíðina 1930 og gamla gufubaðið sem enn er órannsökuð heilsulind en gerir þeim gott er hana stunda. Nú eru uppi hugmyndir um að stofna holl- vinasamtök um þessi mannvirki og starfsemi þeirra og eru örugglega margir tilbúnir að styrkja viðhald og endurbyggingu þeirra. Segja má að málefni skólanna á Laug- arvatni séu tvíþætt, annars vegar rekstur og uppbygging þeirra og hins vegar viðhald og endurnýjun mannvirkja. Menntaskólinn á Laugarvatni hefur á undanförnum árum und- irbúið og komið á fót sérhæfðri framhaldsskóladeild fyrir þá sem hyggja síðar á nám í íþróttafræð- um, auk þess sem skólinn hefur þá sérstöðu að vera með hefðbundið bekkjarkerfi og heimavist sem hentar mörgum nemendum vel. Gleðilegt er hve margir hafa nú sótt um skólavist í Menntaskól- anum á Laugarvatni. Ánægjulegt og fróðlegt var að sitja fund á dög- unum sem menntamálaráðherra boðaði til um málefni Laugar- vatnsstaðar. Nú er það okkar að láta verkin tala, stjórnvalda, sveit- arstjórnarmanna, forsvarsmanna skólanna og alls áhugafólks um málefni Laugarvatns og skapa þannig ný tækifæri á þessum trausta og merkilega grunni al- þýðumenntunar á Íslandi. Laugarvatn – ný tæki- færi á traustum grunni! Ísólfur Gylfi Pálmason Menntun Verði þessar hugmyndir að veruleika, segir Ísólf- ur Gylfi Pálmason, munu þær styrkja Laugarvatn og skóla- starfsemina þar. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.