Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR
34 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
R
íkisvaldið er með all-
ar klær úti að ná sér
í aura, það þekkja
menn mætavel. Oft-
ast lætur það sér
nægja að sækja fé þangað sem féð
er fyrir, en nú er það af klókindum
farið að hvetja fólk til að breyta
hegðun sinni svo það greiði hærri
skatta. Þetta er án vafa þáttur í
nútímavæðingu í ríkisrekstri og til
þess gert að mýkja yfirbragð rík-
isins. Í stað þess að hækka álögur
á almenning er ríkið nú orðið svo
útsmogið að það auglýsir grimmt í
fjölmiðlum þar sem það hvetur
fólk – óbeint að vísu – til að greiða
hærri skatta. Í stað þess að senda
önuga skattheimtumenn á lands-
lýð eru
hressir og
skemmti-
legir auglýs-
ingamenn
fengnir til að
afla tekn-
anna. Þetta er auðvitað svo snjallt
að taka verður ofan fyrir þeim sem
dettur slíkt í hug. En hvert er þá
klækjabragðið sem um ræðir? Jú,
það er vitaskuld herferðin Ísland –
sækjum það heim.
Þessi auglýsingaherferð fyrir
auknum skatttekjum er vel dulbú-
in, það vantar ekki. Auglýst er að
ánægjulegt sé að aka um landið
þvert og endilangt og því lengra
og meira sem ekið er, þeim mun
meiri sé ánægjan. Herferðin er
farin undir því yfirskyni að efla
ferðaþjónustu og auka viðskipti á
landsbyggðinni, en þegar grannt
er gáð er ljóst hver hagnast mest á
öllu saman, það er ríkið sjálft.
Og hvernig má það vera að ríkið
hagnist mest allra á því að fólk
þeytist um landið? Jú, það er ein-
falt reikningsdæmi. Þegar þeyst
er um landið eru viðkomustaðirnir
bensínstöðvarnar og það með
reglulegu millibili. Fyllt er á bílinn
fyrir nokkur þúsund krónur í
hvert sinn, og í hvert sinn fær ríkið
meira en helming þess sem bens-
ínið kostar sækjum-það-heim-
ferðamanninn. Ef sá ágæti maður
hefði farið út fyrir landsteinana, til
dæmis á hefðbundna sólbrennda
strönd, þá hefði íslenska ríkið
harla lítið haft upp úr honum og
hann hefði getað flatmagað þar án
samskipta við langa fingur þess.
En nú er hann reglulega staddur á
bensínstöðvum á landsbyggðinni
þar sem ríkið nær af honum þús-
undum króna við hverja áfyllingu.
Einhverjir kunna að halda því
fram að ekki sé nema sanngjarnt
að sá sem notar þjóðvegi landsins
greiði fyrir þá í stað þess að sól-
brenndir Íslendingar á sólar-
ströndum standi undir kostn-
aðinum. Og vissulega er eðlilegra
að þeir sem nota þjónustuna greiði
fyrir hana en hinir sem nota hana
ekki. Þess vegna væri í sjálfu sér
eðlilegast að allir vegir væru eins
og Hvalfjarðargöngin og menn
greiddu fyrir afnot af þeim. Skatt-
heimta ríkisins af bílum, sem
stundum er sögð eiga að koma í
staðinn fyrir beina greiðslu af því
tagi, er hins vegar í besta falli afar
ófullkomin leið til að láta menn
greiða fyrir það sem þeir nota.
Annars vegar er það vegna þess að
það nota ekki allir sömu vegi jafn
mikið. Sumir fara aldrei til
Reykjavíkur og aðrir aldrei á
Langanes, svo dæmi séu tekin.
Hins vegar er það vegna þess að
þær álögur sem lagðar eru á bíl-
eigendur fara alls ekki í að bæta
samgöngur. Þær eru að stærstum
hluta ekkert annað en almenn
skattheimta, og þess vegna er það
sem Ísland – sækjum það heim er
svo snjallt tekjuöflunarbragð.
Á síðustu árum hefur ríkið varið
29–44% af þeim tekjum sem það
hefur af bíleigendum til að laga
vegi landsins eða leggja nýja.
Þetta þýðir með öðrum orðum að
56–71% af álögum á bíleigendur
hafa farið í eitthvað allt annað en
vegagerð, sem sýnir að bíleig-
endur eru með sköttum sínum að
stærstum hluta að greiða eitthvað
allt annað en kostnað vegna
bílanna. Þeir eru látnir borga
meira en aðrir menn fyrir almenna
eyðslu ríkisins, og þeim mun meira
sem þeir aka meira eða leyfa sér
að eiga dýrari bíl.
Hvaða rök eru fyrir því að bíl-
eigendur skuli greiða meira í svo
kallaða sameiginlega sjóði lands-
manna en aðrir? Ekki er víst að
góð rök séu til, en skýringarnar
eru líklega tvær. Önnur er að bílar
eru afar þægileg leið til tekjuöfl-
unar fyrir ríkið, en það verður
seint til að réttlæta það að bíleig-
endur séu skattpíndir umfram
aðra. Hin er að sumum mönnum
er ákaflega mikið í nöp við bíleig-
endur og vilja svigrúm þeirra sem
minnst. Í hugum þessara manna
eru bílar hvarvetna til trafala og
þeim mun meira sem bílarnir
verða stærri, þægilegri og örugg-
ari. Nema að vísu ef bílarnir eru
gulir og heita strætó, en heiti þeir
jeppar, ja, þá mega eigendur
þeirra fara að vara sig.
Þegar skattheimta á bíleig-
endur er hugsuð til að þröngva
mönnum til að aka um á öðrum bíl-
um en þeir vilja, þá er hún eig-
inlega orðin enn síður til fyr-
irmyndar en þegar aðeins á að
hafa bíleigendur að féþúfu. Það
getur ekki verið í eðlilegum verka-
hring ríkisins að segja mönnum
fyrir um hvaða bílum þeir aki eða
hvernig þeir hagi sér að öðru leyti.
Skattheimta er nógu slæm þó
henni sé ekki beitt í annarlegum
tilgangi eins og oft vill verða nú
orðið, þ.e. til að þvinga fólk til
ákveðinnar hegðunar.
Svona er þetta nú að vissu leyti
öfugsnúið allt saman. Hluti af
skýringunni á háum sköttum á bíla
er að sumum er illa við bíla en
þetta verður til þess að ríkið notar
tækifærið og hvetur til aukinnar
notkunar þessara sömu bíla. En
það er svo sem ekki víst að fólki
þyki neitt sérkennilegt að ríkið
reyni að koma í veg fyrir bílaeign
og hvetji um leið til aukins akst-
urs, enda margt undarlegt sem frá
ríkinu kemur. En ef ríkið heldur
áfram á þessari braut verða þó
einhverjir hissa þegar þeir sjá
næstu tekjuöflunarherferð rík-
isins. Já, þegar væntanleg auglýs-
ing Áfengis- og tóbaksverslunar
ríkisins, Flaskan – taktu hana með
í fríið, verður spiluð í beinu fram-
haldi af auglýsingunni Ísland –
sækjum það heim, þá mun ein-
hverjum bregða.
Flöskuna
með í fríið!
„Þær álögur sem lagðar eru á bíleig-
endur fara alls ekki í að bæta sam-
göngur. Þær eru að stærstum hluta ekk-
ert annað en almenn skattheimta, og
þess vegna er Ísland – sækjum það heim
svo snjallt tekjuöflunarbragð.“
VIÐHORF
Eftir Harald
Johannessen
haraldurj@mbl.is
✝ Árni Ólafssonskrifstofustjóri
fæddist á Ísafirði 4.
nóvember 1919.
Hann lést á Landspít-
ala, Fossvogi, 4. júlí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Ólafur
Pálsson, framkvstj.
Ísafirði, síðar lögg.
endursk. í Reykjavík,
f. 29. jan. 1884, d. 12.
des. 1971, og k.h.
Ásthildur Sigurðar-
dóttir, f. 21. des.
1888, d. 25. nóv.
1919. Systkin Árna
voru: Guðbjörg Sigurrós, Páll,
efnaverkfræðingur, Ólafur, sýslu-
fulltrúi, lengst á Ísafirði, Arndís,
Sigurður, fyrrum bæjarritari í
Kópavogi, Theódór, vélsmiður.
Árni er þeirra yngstur, en yngri
er Ásthildur, dóttir Ólafs og s. k.
h. Helgu Björnsdóttur. Faðir
Ólafs var Páll Ólafsson, pr. og
próf. í Vatnsfirði í Djúpi, áður
próf. og alþm. á Prestsbakka,
Strand. og k.h. Arndís Pétursdótt-
ir Eggerz kaupstjóra á Borðeyri
og bónda í Akureyjum, Friðriks-
sonar Eggerz, pr. í Akureyjum og
k.h. Jakobínu Jóhönnu Sigríðar
Pálsdóttur Melsteð, sjá Thoraren-
sensætt. Faðir Páls í Vatnsfirði
var Ólafur Pálsson, dómkirkjupr.
í Reykjavík síðar próf. á Melstað
og k.h. Guðrún Ólafsdóttir Steph-
ensens, secretera og jústisráðs í
Viðey, Magnússonar Stephensens
dómstj. og konferensráðs í Viðey
(Stefánungar), Ólafssonar stift-
amtmanns í Viðey; Ólafssonar pr.
í Ásum síðar Holtaþingum 1788–
1823 og k.h Kristínar Þorvalds-
dóttur, pr. í Holti Böðvarssonar,
sjá Niðjatal Þorvalds Böðvarsson-
ar pr. á Holti undir Eyjafjöllum og
Björns Jónssonar pr. í Bólsstað-
arhlíð; Pálssonar pr. í Ásum síðar
Eyvindarhólum 1763–1839, Jóns-
sonar klausturhaldara á Kirkju-
bæjarklaustri, síðar Gufunesi og
Elliðavatni og k.h. Helgu Jóns-
dóttur Steingrímssonar eld-
klerks, sjá Ættir Síðupresta.
Árni kvæntist 23. nóvember
1940 eftirlifandi konu sinni Ragn-
hildi (Huldu) Ólafsdóttur frá Látr-
um í Aðalvík, f. 3. október 1918.
Foreldrar hennar voru Ólafur
Helgi Hjálmarsson, útvegsbóndi
þar, síðar vélsmiður í Reykjavík,
f. 14. nóv. 1895, d. 16. júní 1974 og
k.h. Sigríður Jóna Þorbergsdótt-
ir, f. 2. des. 1899, d. 20. mars 1983.
Börn Árna og Huldu eru: 1) Ást-
hildur, skrifststj., f. 2. sept 1938,
e.m. Margeir Ásgeirsson frá
Hnífsdal, d. 20. okt.
1993. Þeirra börn: a)
Árni, látinn, e.k.
Anna Ingólfsdóttir,
eiga þrjár dætur. b)
Ragnhildur, e.m.
Hafsteinn Hafsteins-
son, hún átti einn
son er lést í bernsku,
þau eiga þrjú börn.
c) Ásgeir, e.k. Svein-
björg Einarsdóttir,
eiga þrjá syni. d)
Veigar, hljómlist-
arm., Los Angeles,
Kaliforníu, Banda-
ríkjunum, e.k. Sig-
ríður Ragna Jónasdóttir, eiga
eina dóttur, önnur dóttir lést í
frumbernsku. 2) Árni Ragnar,
alþm. f. 4. ágúst 1941, e.k. Guð-
laug P. Eiríksdóttir. Þeirra börn:
a) Guðrún, e.m. Brynjar Harðar-
son, hún á einn son, þau eiga tvö
börn. b) Hildur, e.m. Ragnar Þ.
Guðgeirsson, eiga tvö börn. c)
Björn, samb-k. Kristbjörg Kari
Sólmundardóttir, eiga einn son. d)
Árni, samb-k. Kolbrún Hrönn Pét-
ursdóttir, eiga einn son. 3) Sigríð-
ur Jóna, deildarstj., e.m. John
Myer. Hennar börn: a) Carl C.
Schaefer, e.k. Rhonda. b) Hilda
Kay Noll, e.m. Dennis Noll, eiga
tvö börn. c) Eric Árni Schefer, lést
í frumbernsku. d) Steven R.
Schaefer. 4) Ragnhildur, bóka-
safnsfr., e.m. Hörður Falsson.
Þeirra börn: a) Helga, e.m. Jón
Viðar Matthíasson, eiga fjögur
börn. b) Hulda, e.m. Ólafur Bald-
ursson, eiga tvö börn. c) Falur,
e.k. Margrét Sturlaugsdóttir, eiga
tvær dætur.
Árni lauk barnaskóla á Ísafirði
og jók síðar menntun sína með
ýmsum námskeiðum, kvöldskóla
og bréfaskóla. Hann var verka-
maður, sjómaður á Djúpbátnum
og togurum, og fiskmatsmaður á
Ísafirði. Hann réðst til Hraðfrysti-
hússins Jökuls hf. í Keflavík og
flutti þangað með fjölskyldu sína í
ágúst 1956 og gerðist þar verk-
stjóri og framleiðslustjóri, yfir-
fiskimatsm., lögg. vigtarmaður á
Hafnarvoginni og skrifstofustjóri,
síðast um 20 ár skrifstofustjóri
hjá Keflavík hf. og Miðnesi hf.
Árni söng í Karlakór Ísafjarðar
og síðar Karlakór Keflavíkur
samfellt í liðlega 3 áratugi. Hann
tók þátt í undirbúningi og í stofn-
un Styrktarfélags aldraðra í
Keflavík og starfaði sem gjaldkeri
í stjórn þess í liðlega tvo áratugi.
Árni verður jarðsettur frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Látinn er mætur maður, Árni
Ólafsson frá Ísafirði, mágur minn
og kær vinur til margra ára. Það er
ótrúlegt til þess að hugsa að liðin
séu 65 ár síðan Hulda systir kom
heim með ungan mann og kynnti
fyrir fjölskyldunni. Síðan þá hefur
hann verið einn af okkur.
Þau settu saman bú á Ísafirði,
bæði mjög ung. Þar sem þetta var
„kaupstaðurinn okkar“ áttum við oft
leið þangað og þar var alltaf opið
hús fyrir okkur, alla þessa unglinga,
sem vorum yngri systkini Huldu.
Yngsta systir okkar er meira að
segja fædd á heimili þeirra árið
1940. Það sem mér er sérstaklega
minnisstætt er hve Árni var okkur
góður, ekkert var of mikil fyrirhöfn,
þegar við áttum í hlut.
Þau eignuðust fljótt fyrsta barnið
og þau urðu fjögur, allt mannvæn-
legt og elskulegt fólk. Foreldrar
okkar fluttu suður og við systkinin
settumst flest að á suðvesturhorn-
inu. Þá þótti okkur stundum langt
til Huldu og Árna, en þau fluttu
ekki suður fyrr en 1956 og hafa búið
í Keflavík síðan. Árni vann sem fisk-
matsmaður og verkstjóri í mörg ár
og síðast sem skrifstofustjóri. Þau
hafa verið umkringd afkomendum
sínum, sem eru orðin mörg og öll
efnisfólk. Þau hafa alltaf verið afar
gestrisin og rausnarleg og við hin í
fjölskyldunni notið góðs af. Árni og
Hulda hafa ekki safnað veraldlegum
auði en átt þeim mun meira af þeim
auði, sem mölur og ryð fá ekki
grandað.
Erfiðleikar fóru ekki hjá garði hjá
þeim hjónum, það var sárt að sjá á
eftir langafabarni, elsta tengdasyn-
inum og elsta barnabarninu, nafna
hans. En Árni tók öllu mótlæti með
stillingu sem og gleðistundum, sem
voru margar í svona stórri fjöl-
skyldu.
Að síðustu langar mig til að
þakka fyrir veitta hjálp, þegar þau
hjón tóku yngsta barnið mitt og
höfðu í marga mánuði, þegar mér lá
á.
Það hefur verið erfitt að horfa
upp á vanlíðan Árna síðustu árin og
er gott til þess að hugsa að því er nú
lokið og ef einhver á góðrar heim-
komu von þá er það öðlingsmaður
eins og Árni Ólafsson. Systur minni
óska ég Guðs blessunar á þessum
tímamótum.
Ásta Ólafsdóttir.
Árið 1937 kom systir mín, Ragn-
hildur, heim með ungan mann í
kynnisför, eins og sjálfsagt er þegar
alvara lífsins er að taka við hjá ungu
fólki. Þetta var fyrsta tengdabarn
foreldra minna.
Þessi ungi myndarlegi maður,
Árni Ólafsson, féll vel inn í fjöl-
skylduna, enda sjáum við að tengsl-
in hafa enst, því nú erum við að
kveðja hann eftir 65 ár. Það er lang-
ur tími á lífsins braut þó okkur, sem
horfum til baka, finnist það ekki.
Ég minnist þessara ára með
þakklæti, að vita af þessum prúða
og hægláta manni í nálægð þegar á
þurfti að halda, var gott.
Systur minni, börnum hennar og
fjölskyldum vottum við samúð og
virðingu.
Ágústa og Kjartan T.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur hið sama,
en orðstír
deyr aldregi
þeim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Það er skrítin tilhugsun að litli
drengurinn minn, yngsta langafa-
barnið hans afa geti ekki notið sam-
vista við langafa sinn og nafna. Þó
ekki hefði ég vænst meira af þeim
samvistum en að sjá brosið laumast
fram á litlu og saklausu andlitinu
við gælur afa, „gúlli gúllí gú“ með
vísifingri beint að nefi eða undir
kinn. Þessar gælur eru það sem
fyrst kemur upp í hugann þegar ég
minnist Árna afa míns og nafna. Þó
ég muni ekki þessar gælur hans við
mig þá veit ég í hjarta mér að ég
naut þeirra, eins og reyndar við öll
afa- og langafabörnin höfum fengið
að njóta þeirra og aðeins eitt eða tvö
af fleiri en fjörutíu grétu við fyrstu
gælunni hans, „gúllí gúllí gú“.
Mér finnst alltaf að ég hafi fengið
að kynnast afa mínum á annan hátt
en mörg önnur afabörnin hans og
mér þykir mjög vænt um það. Ég
var svolítið lengur heima við hjá for-
eldrum mínum en sum okkar og gat
þá oft heimsótt þau afa og ömmu,
það varð svo til þess að ég hélt
áfram að líta við hjá þeim. Svo vann
ég á hans vegum, eins og reyndar
mörg önnur barnabörnin, fyrst í
humarvinnslunni í Keflavík hf, eða
HF eins og það var alltaf kallað og
síðar í frystihúsi Miðness hf í Sand-
gerði. Fannst þar mörgum skrítið
að kallinn á skrifstofunni væri afi
minn. Seinna fór ég á sjóinn og þá
var það afi sem útvegaði mér fyrsta
fasta plássið, loðnuvertíð á Keflvík-
ing. Aðeins gat ég gert eitt til að
þakka afa greiðann: staðið mig.
Vona ég svo sannarlega að ég hafi
gert það og verið afa mínum til
sóma. Á skipum Miðness hf fékk ég
oft að heyra sögur af samskiptum
sjómanna á skipum fyrirtækisins við
afa, eða Árna á skrifstofunni eins og
þeir kölluðu hann. Allar báru þær
afa mínum góðan vitnisburð um
sanngjarnan mann sem stóð við þær
reglur sem unnið var eftir en reyndi
um leið ævinlega að hjálpa öllum
sem þess þurftu. Fáeinir urðu argir
við afa þá sjaldan hann gat ekki
hjálpað en allir viðurkenndu þeir að
hann Árni á skrifstofunni var sann-
gjarn maður sem stóð við sín orð.
Með þessum orðum vil ég minn-
ast afa míns og nafna. Nafn hans lif-
ir með mér, pabba, syni mínum og
vonandi mörgum fleirum um
ókomna tíð. Vona ég að móttökurn-
ar verði góðar hjá Guði á himnum
þar sem Árni frændi tekur á móti
afa okkar.
Árni „litli“.
Elsku afi minn. Fallegur og sól-
ríkur þjóðhátíðardagur var að renna
upp í Kaliforníu þegar við vorum
vakin með þeim fréttum að þú værir
fallinn frá. Við vorum harmi slegin,
við sem hlökkuðum til að koma heim
í sumar og hitta ykkur ömmu á nýja
staðnum ykkar.
Ég man allar heimsóknirnar með
mömmu og pabba til ykkar ömmu á
Hringbrautina og Birkiteiginn, og
svo þegar þið amma komuð til okkar
á Hólabrautina og þú gleymdir allt-
af hattinum þínum í forstofunni.
Þegar ég lít til baka geri ég mér
grein fyrir hversu lánsamur ég var
að hafa átt ykkur ömmu að – og það
í næsta nágrenni. Þessu velti ég
mikið fyrir mér í dag, sérstaklega
þar sem við fjölskyldan tókum þá
ákvörðun að setjast að í annarri
heimsálfu og ala dóttur okkar upp
ÁRNI
ÓLAFSSON