Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES
16 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ný sending komin!
Converse
og
Puma
Kringlan 8-12, sími 533 5150.
Útsala
50% afsláttur
Skólavörðustígur 8
Sími: 552 4499
tsalan
er hafin
„ÉG hlakka til að byrja,“ sagði Guð-
jón Skúlason, leikmaður Keflavíkur
og fyrrverandi landsliðsmaður í
körfubolta, þegar hann leit við í
íþróttahúsinu við Sunnubraut í Kefla-
vík þar sem verið er að leggja nýtt
parketgólf. Með nýju gólfi rætist
langþráður draumur körfubolta-
manna í Keflavík um nýtt og betra
gólf á heimavöll þeirra.
Gólf aðalsalar íþróttahússins við
Sunnubraut er lagt grænum dúk ofan
á steinsteypta plötu. Hefur það alla
tíð þótt hart, ekki síst síðustu árin,
þegar endingartími þess hefur verið
liðinn. Körfuboltafólk hefur kvartað
undan gólfinu, enda álagsmeiðsl verið
áberandi meiri þar en í Njarðvík, þar
sem parket er á gólfi íþróttahússins.
Guðjón Skúlason segir að komið hafi
fyrir að menn hafi orðið að hætta í
körfuboltanum vegna þrálátra álags-
meiðsla. Hann segist hafa þá tilfinn-
ingu að hann yngist um tíu ár þegar
hann komi á parketið í Njarðvíkur-
húsinu, það sé svo miklu mýkra.
Himnasending
frá Bandaríkjunum
Það stóð nokkuð í bæjaryfirvöldum
að skipta dúknum út fyrir parket
vegna þess hversu mikil og dýr að-
gerð það var talin, þótt menn væru
sammála um nauðsyn þess. Til þess
að koma fyrir parketi með hefðbund-
inni grind undir þurfti að brjóta plöt-
una og grafa út úr grunninum áður en
ný plata yrði steypt. Ef parketið yrði
lagt ofan á gömlu plötuna myndi gólf-
ið hækka svo mikið að saga yrði tölu-
vert upp úr hurðargötum og það var
heldur ekki talið framkvæmanlegt.
Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðu-
maður umhverfis- og tæknideildar
Reykjanesbæjar, segir að lausnin
hafi fundist í Bandaríkjunum og í
raun komið eins og himnasending.
Þar hefur rutt sér til rúms önnur teg-
und undirlags og þegar bæjarstjóri
og nokkrir yfirmenn Reykjanesbæj-
ar fóru vestur um haf til framleiðand-
ans, Connor í Chicago, sannfærðust
þeir um að sú tækni myndi henta í
íþróttahúsið í Keflavík. Viðar Már
neitar því ekki að sú vitneskja að
Michael Jordan hafi þá nýlega gengið
frá kaupum á slíku gólfi á einka-
íþróttahús sitt hafi ekki dregið úr
þeim, enda vildi hann ekkert annað
en það besta fyrir börn sín. Gengið
var frá samningum við umboðsfyrir-
tækið, Parket og gólf, og nú er Bene-
dikt Guðmundsson undirverktaki
þeirra að leggja parketið.
Undirlag bandaríska parketsins er
krossviður með sérstökum gúmmí-
töppum undir. Þetta kerfi tekur mun
minna pláss en hefðbundin grind og
því þurfti aðeins að rífa pússninguna
af plötunni og jafna hana aftur til þess
að parketið yrði í svipaðri hæð og
gamla gólfið.
Viðar Már og Jón Jóhannsson, for-
stöðumaður íþróttahússins, sögðust
mjög ánægðir með gólfið, enda hefðu
þeir valið sérstakt körfuboltagólf sem
notað væri í mörgum höllum NBA-
liðanna í Bandaríkjunum. Og ekki
skemmdi fyrir hvað framkvæmdin
væri miklu auðveldari og lausnin
ódýrari. Framleiðandinn væri að
kynna sig í Evrópu og sagðist Viðar
aðeins vita um eitt annað hús í Evr-
ópu með þessu gólfi en það væri í
Danmörku. Hann sagði að
stjórnendur margra íþróttahúsa hér
á landi fylgdust spenntir með hvernig
til tækist því víða væru vandamál
með dúkgólfin.
Gæðastimpillinn kominn
Körfuboltamenn í Keflavík fylgjast
einnig spenntir með. Þegar blaða-
maður var að skoða gólfið með Viðari
og Jóni birtist Guðjón Skúlason
landsliðsmaður og skömmu síðar
einnig Sigurður Valgeirsson, forystu-
maður í körfuboltanum. Þeir virtust
ánægðir með það sem þeir sáu. Guð-
jón sagði að sér litist vel á gólfið og
það álit staðfestist þegar hann sló
boltanum nokkrum sinnum í gólfið.
„Þar höfum við gæðastimpilinn,“
sagði Jón.
Parketið sjálft er úr hlyni eins og
flest ný gólf sem notuð eru í NBA.
Segir Viðar Már að liturinn þyki taka
sig vel út í sjónvarpi.
Auk þess sem skipt er um gólf er
salurinn málaður og loftræsting end-
urnýjuð. Áætlað er að framkvæmdin
kosti um 25 milljónir kr. Viðar segir
stefnt að því að húsið verði opnað eft-
ir endurbætur 15. ágúst. Um það leyti
verði einnig fimleikasalurinn opnaður
eftir stækkun, en hann er í sama húsi.
Verið er að leggja síðustu hönd á þá
framkvæmd.
NBA-parket lagt á heimavöll
körfuboltamanna í Keflavík
Reykjanesbær
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Körfuboltamenn og starfsmenn Reykjanesbæjar eru ánægðir með nýja parketið. Í gær voru þeir að skoða sig
um í íþróttahúsinu þeir Sigurður Valgeirsson, Guðjón Skúlason, Jón Jóhannsson og Viðar Már Aðalsteinsson.
Benedikt Guðmundsson og samstarfsmenn hans vinna þessa dagana við
að leggja körfuboltagólfið. Verkið skotgengur og lýkur innan tíðar.
ÞÓTT breytt afstaða bæjaryfir-
valda í Hafnarfirði til framkvæmda
við Reykjanesbraut hafi ekki áhrif á
fyrirhugaðar framkvæmdir við tvö-
földun brautarinnar sunnan álvers-
ins óttast sumir Suðurnesjamenn að
leið þeirra þaðan að kjarna höf-
uðborgarsvæðisins verði ekki nógu
greið ef ekki verður ráðist í þær
framkvæmdir sem undirbúnar hafa
verið í Hafnarfirði.
Vegagerðin er að undirbúa gerð
mislægra gatnamóta á Reykjanes-
braut við gatnamót Lækjargötu og
við Kaplakrika, og hefur það verið
gert í samvinnu við fyrri meirihluta
bæjarstjórnar. Framkvæmdir við
tvöföldun brautarinnar um Hafnar-
fjörð eru í umhverfismati og var
fyrirhugað að hefjast handa við
gatnamótin við Lækjargötu í vetur.
Nýr meirihluti Samfylkingarinnar í
Hafnarfirði vill breyta um stefnu,
eins og fram kom hjá Lúðvík Geirs-
syni bæjarstjóra í frétt hér í blaðinu
í fyrradag. Nú er vilji til þess að
setja hringtorg í stað mislægra
gatnamóta og hefja undirbúning að
því að beina umferðinni meira um
svokallaðan ofanbyggðarveg sem
fyrirhugað er að komi um Heið-
mörk, fyrir ofan Hafnarfjörð.
Hringtorg duga í áratug
Jónas Snæbjörnsson, umdæmis-
stjóri Vegagerðarinnar á Reykja-
nesi, segir að teknar verði upp
viðræður við bæjaryfirvöld í Hafn-
arfirði um þessi mál. Hann segir að
samkvæmt áætlunum Vegagerðar-
innar myndu hringtorg í Hafnar-
firði duga næstu tíu árin en þá
þyrftu að koma til mislæg gatna-
mót. Því teldi Vegagerðin nauðsyn-
legt að gera ráð fyrir þeim. Gert er
ráð fyrir ofanbyggðarvegi á svæðis-
skipulagi höfuðborgarsvæðisins en
Jónas segir að Vegagerðin telji
hann ekki skynsamlega lausn á um-
ferðinni í gegn um Hafnarfjörð. Ef
fólki yrði gert erfitt að komast eftir
Reykjanesbrautinni eða það þyrfti
að fara lengri leið væri hætta á að
umferð færi meira í gegn um
miðbæ Hafnarfjarðar, fólk leitaði
alltaf að stystu og fljótförnustu leið-
inni.
Verið er að undirbúa útboð á tvö-
földun Reykjanesbrautar frá
Hvassahrauni og suður fyrir Kúa-
gerði og fyrirhugað er síðan að
halda áfram með þá framkvæmd á
næstu árum suður í Njarðvík. Um-
ræður um breytingar í Hafnarfirði
munu ekki breyta þeim áformum,
að sögn Jónasar.
Gæti tafið úrbætur
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ, segir að bæjaryfir-
völd fagni öllum aðgerðum sem geri
aðgengi að kjarna höfuðborgar-
svæðsins auðveldari og telji um leið
að hugmyndir sem gangi í aðra átt
séu neikvæðar. Hann segir ekki
nógu ljóst hvaða áhrif hugmyndir
nýs meirihluta í Hafnarfirði hefðu
og því gæti hann ekki tjáð sig um
þær. Hins vegar segist hann telja
að tillögur Vegagerðarinnar hafi yf-
irleitt verið skynsamlegar til lengri
tíma litið enda séu þar á ferð sér-
fræðingar á þessu sviði.
Kristján Pálsson, alþingismaður
og áhugamaður um framkvæmdir
við Reykjanesbraut, telur að breytt
afstaða bæjaryfirvalda í Hafnarfirði
kunni að tefja vinnu við að koma á
góðri tengingu Suðurnesja við höf-
uðborgina og hugmyndir þeirra
gætu jafnvel leitt til þess að leiðin
myndi lengjast verulega. Hann læt-
ur þess til dæmis getið að gert sé
ráð fyrir að ofanbyggðarvegur
tengist niður á Arnarnesveg en þar
sé verið að úthluta lóðum og erfitt
að finna góða leið. Svo gæti farið að
leggja yrði veginn upp á Hellisheiði
og það myndi engan vanda leysa.
Óttast að
umferðin
verði ekki
nógu greið
Reykjanesbraut