Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 9 www.oo.is Opið laugard. frá kl. 11-16 BRIO Kombi kerruvagn 62.950 - 59.800 stgr. Teutonia Delta kerruvagn 66.300 - 62.990 stgr. ORA Carletto kerruvagn 59.950 - 56.950 stgr. BASSON Roma kerruvagn 49.900 - 47.400 stgr. Ú rv al ið er h já ok k u r Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Allt á útsölu Meiriháttar kaup. Viltu vera með? Allt að 80% afsláttur Grímsbæ, sími 588 8488 Útsala — Útsala                Útilegustóll með örmum, glasahaldara og skemil 2.590 kr. ÞAÐ fór vel á með þeim vinum, Bergsveini Stefánssyni og kett- lingnum Táslu, þegar þeir brugðu á leik á dögunum. Bergsveinn, sem er sex ára gamall, var gestkomandi í Bræðratungu í Biskupstungum þar sem hann kynnti sér lífið í sveitinni og skoðaði dýrin sem þar búa. Hann fékk m.a. að halda á Táslu litlu sem virðist una sér vel hjá þessum nýja vini sínum. Tásla býr ásamt mömmu sinni og systkinum í fjósinu í Bræðratungu og skilaði Berg- sveinn henni aftur til mömmu sinn- ar að leik loknum. Bergsveinn Stefánsson sem var gestkomandi í Bræðratungu í Bisk- upstungum knúsar kettlinginn Táslu áður en hann kemur honum aftur til mömmu sinnar í fjósinu. Morgunblaðið/Einar Falur Vinaknús í sveitinni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði á miðvikudag íslenska ríkið af rúmlega 17 milljóna kröfu sjúk- lings vegna meintra læknamistaka við aðgerð sem hann gekkst undir árið 1997. Byggði stefnandi kröfur sínar m.a. á því að við aðgerðina hefði lega á handlegg hans verið röng. Einnig var byggt á því að mistök hefðu átt sér stað við svæf- ingu hans í aðgerðinni. Stefnandi greindist upphaflega með samfallið vinstra lunga og var skorinn upp á Landspítalanum eftir árangurslausar lækningatilraunir á Neskaupsstað. Stefnandi kvaðst hafa átt við þrá- lát einkenni að stríða frá vinstri öxl allt frá aðgerðinni og taldi að mis- tök hefðu átt sér stað og óskaði eft- ir rannsókn landlæknis á málinu. Í áliti þáverandi landlæknis var talið langlíklegast að rekja mætti óþæg- indi stefnanda til rangrar legu á handlegg við aðgerð. Þá komst nefnd um ágreiningsmál samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónstu að því að mistök í svæfingu hefðu átt sér stað sem líklegt yrði að telja að hefðu valdið tjóni hans. Varanlega örorka stefnanda var talin vera 50% og varanlegur miski 30%. Fylgikvillar ekki raktir til saknæmrar hegðunar Stefndi mótmælti því að lega handleggs stefnanda hefði verið röng eða að mistök hefðu orðið við svæfingu og krafðist sýknu í mál- inu. Var m.a. byggt á því að álits- gerð landlæknis, þar sem líklegast var talið að óþægindin mætti rekja til rangrar legu handleggs, væri ekki rökstudd. Þá lægi fyrir álits- gerð yfirlæknis á Landspítalanum þar sem talið var að vandamál stefnanda mætti rekja til fylgikvilla sem alltaf gæti komið upp við að- gerðir án þess að rekja mætti þá til saknæmrar hegðunar starfsólks. Dóminum þótti vanta stoðir undir þá kenningu þáverandi landlæknis að lega handleggsins hefði verið röng. Ekki kom fram á hvaða gögn- um landlæknir byggði álitið eða hvort hann hefði sjálfur skoðað stefnda. Núverandi landlæknir kemst að í því í álitsgerð sinni að líklegra sé að taugaskaða stefnanda megi rekja til snöggra hreyfingar frekar en rangrar legu, en skurð- lækirinn greindi frá umræddum hreyfingum í viðbótaraðgerðalýs- ingu 8 mánuðum eftir aðgerðina þar sem greint var frá því er stefn- andi vaknar illa þegar verið er að sauma hann. Varðandi meint mistök í svæf- ingu þótti dóminum ekki unnt að byggja á álitsgerð nefndar um ágreiningsmál þar sem nefndin byggði alfarið á því sem fram kom í viðbótaraðgerðalýsingu en tók ekki sjálfstæða afstöðu til þess hvort einkenni stefnanda samrýmdust áverkum hans. Taldi dómurinn að þar sem svo mikið bæri á milli í við- bótaraðgerðalýsingu og öðrum gögnum málsins að viðbótarað- gerðalýsingin yrði ekki trúverðug. Sigríður Ólafsdóttir héraðsdóm- ari kvað upp dóminn ásamt með- dómsmönnunum og læknunum Birni Geir Leifssyni og Sveini Geir Einarssyni. Ríkið sýknað af kröfum sjúklings vegna meintra læknamistaka AUKIN löggæsla er að mati al- mennings áhrifaríkasta leiðin til að fækka umferðarlagabrotum og -slysum en í viðhorfskönnun Vá- tryggingafélags Íslands sögðust 34,1% telja að aukin löggæsla væri svarið. 31,2% sögðust telja að betri vegir og vegamannvirki væru áhrifaríkasta aðferðin, talsvert færri, eða 19,5%, telja að hærri sektir og strangari viðurlög við umferðarlagabrotum sé árangurs- ríkasta leiðin en 15,2% nefndu annað. Í tilkynningu frá VÍS segir að í umræðu um umferðarslys á Ís- landi hafi raddir um agaleysi og tregðu Íslendinga við að fara að umferðarlögum orðið æ háværari. Undanfarið hafi verið rætt um þetta agaleysi, meðal annars í leið- ara Morgunblaðsins og Kastljós- þætti Sjónvarpsins. Í Kastljósi hafi þeir Guðmundur Hallvarðsson, formaður sam- göngunefndar Alþingis, og Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðar- slysa, verið sammála um að aukin löggæsla myndi auka aga og minnka líkur á alvarlegum umferð- arslysum. Könnun VÍS staðfesti að stór hluti almennings sé á sömu skoðun. Könnunin var gerð í tilefni Þjóð- arátaks VÍS sem nú stendur yfir og er ætlað að efla umræðu um umferðaröryggismál og auka enn frekar áhuga almennings og stjórnvalda á að fækka slysum og umferðaróhöppum. Könnunin fór fram í júní og var unnin af Gallup. Upphaflegt úrtak var 1.200 manns á aldrinum 16–75 ára af öllu landinu en svarhlutfall var 69,8%. Viðhorfskönnun um aðgerðir til fækk- unar umferðarslysa Aukin lög- gæsla talin áhrifa- ríkust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.