Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 29
Jakkar, buxur,
Nýbýlavegi 12, Kópavogi,
sími 554 4433.
1.000 kr. stk.
pils
HVERJU sinni sem
birtar eru tölur um
söluaukningu áfengis
koma upp í hugann
margar þær ömurlegu
skuggahliðar sem bak
við þessar háu tölur
leynast sem beinar af-
leiðingar.
Glataðar vinnu-
stundir, slys, ofbeldi,
ölvunarakstur, heimil-
isófriður, að ógleymd-
um þeim mikla mann-
auði sem meira og
minna fer forgörðum
af ástæðum ofneyzl-
unnar og er auðvitað
þyngri raun en tárum
taki. Þó er alltaf til fólk sem er
tilbúið að loka eyrum og augum
fyrir þessum skuggamyndum sem
við því miður vitum að eru svo allt-
of margar. Nú þegar greint er frá
því að áfengisneyzla hafi aukist
fyrstu sex mánuði þessa árs borið
saman við síðasta ár fer um mig
ónotatilfinning, vitandi að aukn-
ingu á neyzlunni fylgir svo marg-
vísleg ógæfa. Fullyrðing er það
ekki, heldur blákaldar sannaðar
staðreyndir. Árið 2001 sló öll met
og nú er greint frá því að aukn-
ingin í lítrum talin sé hálf milljón
lítra eða nær 7,5% aukning á
fyrstu sex mánuðum ársins, nær-
fellt tveggja lítra aukning á hvert
mannsbarn, allt frá kornabarni yfir
í gamalmenni. Þessi þróun kemur
raunar ekki á óvart, því sú hefur
söm raunin verið síðustu ár og í
ljósi sífelldrar vegsömunar „gull-
inna veiga“ svo víða, m.a. í fjöl-
miðlum þar sem áfengið er talið
nauðsyn hvarvetna þar sem fólk
kemur saman, þá ætti svo sem eng-
inn undrandi að verða. Sá dýrð-
arljómi sem svo margir sveipa
„hinar gullnu veigar“ er í litlu sam-
ræmi við þann helkalda raunveru-
leika sem við svo alltof mörgum
blasir, sem bein afleiðing sömu
veiga. En hann lokkar og laðar að
og ekki sízt þá ungu sem sízt mega
við slíkum öfugmælum í áherzlum
öllum. Oft hefur mér þótt það
miklu miður þegar hugleidd er
bjórumræðan á Alþingi þegar ég
sat þar, hversu hræðilega sannspá-
ir við andstæðingar hans reynd-
umst þá þegar þar var við varað.
Við sögðumst þá óttast að heild-
arneyzla áfengis myndi aukast til
muna og því harðlega andmælt þá
af bjórsinnum, reynslan er ólygn-
ust þar um, enn ein staðfestingin
til óheilla nú fengin. Við sögðumst
þá óttast það að neyzlan færðist
enn neðar í aldursstiganum, allt yf-
ir til barna, harðlega
mótmælt af bjórsinn-
um sem afgreiddu
þetta sem fáránlega
fjarstæðu. Allar niður-
stöður rannsókna
staðfesta því miður al-
gjört réttmæti orða
okkar svo og mörg
önnur hættumerki
sem við þá bentum á.
Grátbroslegastar voru
þó fullyrðingar bjórs-
inna um að bæði
smygl og brugg
myndu hverfa með
öllu eða að minnsta
kosti verða hverfandi
og hefi ég ekki fleiri
orð þar um, menn vita haldleysi
þeirra orða einnig. Menningar-
áhrifin miklu voru tíunduð ræki-
lega og órækar sannanir þeirra
sjálfsagt á hverju strái í þjóðfélag-
inu, m.a. í ölvunarakstri, grimmara
ofbeldi, rústun heimila og stór-
felldri fjölgun þeirra sem þurfa á
hjálp að halda til að losna úr áfeng-
isviðjunum. Ég hygg að við sem
þarna ömluðum sem mest á móti á
sinni tíð hefðum gjarnan viljað, að
við hefðum ekki haft eins skelfilega
rétt fyrir okkur og raunin er og
síðustu sölutölur eru enn ein bitur
áminningin.
Og við skulum líka hafa það hug-
fast þegar við ræðum áfengis-
neyzlu í órofatengslum við aðra
neyzlu fíkniefna, hvert samhengi
er þar á milli. Því miður er vaxandi
tilhneiging þess m.a.s. hjá æðstu
ráðamönnum að greina á milli
vondra og góðra fíkniefna, þar sem
áfengið er hið góða, að ég ekki segi
algóða fíkniefni sem ekkert eigi
skylt við hin verri, enda mætti
segja mér að áfengis væri neytt af
þeim sem þessu halda helzt fram.
Þessu fólki væri hollt að kynna
sér niðurstöður gagnmerkra
bandarískra rannsókna á þessu
sviði, en þar segir blátt áfram að
áfengisneyzla sé í 97% tilvika und-
anfari neyzlu annarra fíkniefna og
hefði mig aldrei órað fyrir svo yf-
irgnæfandi samhengi, svo gífurlegu
áhrifavaldi áfengisins sem virtustu
fræðimenn vestra kunngjöra þarna
að loknum viðamiklum og vönd-
uðum rannsóknum. Svona saklaus
menningargjafi er nú áfengið, þeg-
ar allt kemur til alls og von að
mært sé svo mjög, enda áfeng-
isauðvaldið ofursterkt og ótrúlega
margir sem ganga því á hönd vit-
andi sem óafvitandi. Ég trúi að það
sé kátt í höllum framleiðenda og
umboðsmanna við nýjustu sölutöl-
ur áfengis, en mig hryggir mjög sú
óheillaþróun með afleiðingunum
ömurlegu sem vitað er að fylgja í
kjölfarið og ég veit að vaxandi
fjöldi hugsandi fólks er sama sinn-
is. Mál er að við megi snúa.
Og svona rétt sem eftirmáli
þessa: Þegar ég er að semja þessa
grein gríp ég niður í viðtal við hinn
fjölhæfa snilling og góða gleðigjafa
Ómar Ragnarsson og þar segir
hann m.a. orðrétt: „Ég legg það
ekki á mig að vera ekki í lagi vegna
áfengisneyzlu. Ég hef aldrei skilið
hvers vegna fólk telur sig þurfa á
víni að halda.“ Megi þessi orð hans
vísa öðrum veg.
Enn eykst
áfengisneyzlan
Helgi
Seljan
Vímuefni
Sá dýrðarljómi sem svo
margir sveipa „hinar
gullnu veigar“, segir
Helgi Seljan, er í litlu
samræmi við þann
helkalda raunveruleika
sem við svo alltof
mörgum blasir.
Höfundur er fyrrv. alþingismaður.
ur ekki ljós fyrr en búið er að sækja
um aðild og semja við sambandið.
En þetta er ekkert að marka,
heyri ég forsætisráðherra mótmæla,
því þegar sambandið stækkar og fá-
tæku ríkin í austri streyma inn munu
ríku aðildarríkin í vestri þurfa að
borga meira. Þessu hefur oft verið
mótmælt, meðal annars með því að
vitna í samþykkt leiðtogafundar
ESB fyrir nokkrum árum þess efnis
að útgjöld ríkjanna til sameiginlegra
sjóða megi ekki hækka við stækkun
sambandsins.
Dálkahöfundurinn sem ég vitnaði
í, Hamish McRae, telur afar ólíklegt
að Svíar og Þjóðverjar samþykki að
borga meira en þeir gera nú. Mun
líklegra er að stöplarnir í hinum end-
anum verði lækkaðir, þ.e. að dregið
verði úr styrkjum til þeirra sem nú
fá mun meira til baka en þeir leggja
fram.
Einnig mun vera alveg á hreinu að
sambandið hyggst ekki freista þess
að jafna reikningana með því að
lokka inn til sín saklausa einfeldn-
inga ofan af Íslandi í því skyni að fé-
fletta þá. Sú samsæriskenning hefur
þó visst skemmtanagildi.
Leiðinleg umræða og ófrjó
Þessi umræða um ríkisframlögin
er hins vegar ákaflega leiðinleg og
ófrjó. Miklu nær væri að ræða um
það sem við högnuðumst á því að
ganga í Evrópusambandið. Sumt af
því væri hægt að mæla í krónum og
aurum, svo sem ávinning fyrirtækja
af bættu rekstrarumhverfi og stöð-
ugu gengi, almennra skuldara af
lægri vöxtum og neytenda af lækk-
uðu verðlagi.
Annað er erfiðara að mæla í pen-
ingum. Svo sem það að við fengjum
að vera fullgildir aðilar að þeirri
stórmerkilegu þjóðfélagstilraun sem
Evrópusambandið er. Anthony Gid-
dens, rektor London School of
Economics, sem heimsótti okkur fyr-
ir nokkrum misserum, sagðist ekki
vita til þess að á síðari tímum hefði
verið gerð jafnmerkileg og markviss
tilraun til að þróa lýðræði í veröld-
inni og sú sem nú væri verið að gera
á vettvangi ESB. Ástæðan fyrir því
er einkum sú að ESB tekur á tveim-
ur helstu vandamálunum sem gætu
grafið undan lýðræðinu.
Í fyrsta lagi er ESB eina skyn-
samlega og raunhæfa mótvægið við
skuggahliðar alþjóðavæðingarinnar.
Í öðru lagi eru vinnubrögð ESB í
stækkunarferlinu til austurs til mik-
illar fyrirmyndar. Engin önnur al-
þjóðastofnun hefur sýnt jafnmikla
viðleitni til þess að draga úr þeim
ógnum sem steðjað hafa að lýðræði
og hagsæld í Evrópu í kjölfarið á
hruni kommúnismans í austanverðri
álfunni.
Mér finnst þetta nægileg ástæða
til þess að vilja vera með í Evr-
ópuþróuninni og hafa þar fullan at-
kvæðisrétt. Ég skil hins vegar vel að
menn sem líta á Evrópusambandið
sem „eitthvert ólýðræðislegasta
skriffinnskubákn, sem menn hafa
fundið upp“ kjósi að einskorða um-
ræðuna við krónur og aura – og
reyndar bara sumar krónur og suma
aura.
Evrópumál
ESB er, að mati Þrastar
Haraldssonar, eina
skynsamlega og raun-
hæfa mótvægið við
skuggahliðar alþjóða-
væðingarinnar.
Höfundur er blaðamaður.
$76
&7(
&76
'7(
'76
%7(
%76
67(
6
867(
867%69
:
*
!2'666
;*
<
+0 ;*
<
9<
!2
<
! *<
= > )5?8
+
.
8
* 2 2
*
8
@* A
! @ B 5
8
C67%69 C67%(9 C67'69
C67D69
C%7D69 C%7E(9
C&7F69
867(69 867$(9 867$69
867&69 867'G9 867'(9 867%(9
EF RÍKIÐ ræki
matvöruverslanir væri
eflaust matarskortur í
landinu. Matarmiðum
væri dreift til að
tryggja jafna skiptingu
nýlenduvara á milli
þegna landsins. Vöru-
úrval væri lítið, eflaust
bara ein tegund til af
hverri vöru – ríkisteg-
undin. Störf í ríkismat-
vöruverslununum
væru illa launuð, þjón-
ustan afleit, biðraðir
langar og opnunartím-
inn stuttur og óhentug-
ur.
Þessa leið ákváðu
Sovétríkin að fara. Íslendingar höfðu
þó lukku til að hrista af sér hug-
myndir um landsverslun sem vinsæl-
ar voru snemma á síðustu öld og búa
nú við samkeppni einkaaðila á mat-
vörumarkaði. Verð er lágt og þjón-
usta mikil. Hægt er að velja á milli
þúsunda vörutegunda frá öllum
heimshornum. Biðraðir eru sjald-
gæfar og opnunartími er langur til
að mæta þörfum viðskiptavinarins.
Matvöruinnflutningur er óumdeil-
anlega mikilvægari en heilbrigðis-
þjónusta í þeim skilningi að ef mat-
vöruinnflutningur bregst mun fólk
deyja úr sulti. Þrátt fyrir þá stað-
reynd hvarflar ekki að neinum að
þjóðnýta heildsölur og verslanir svo
hið opinbera geti tryggt þessa lífs-
nauðsynlegu þjónustu. Ástæðan er
einfaldlega sú að stjórnmálamenn og
ríkisstarfsmenn eru ekki bestu að-
ilarnir til að sjá um slíkan rekstur.
Hvatinn sem nauðsynlegur er til að
lyfta grettistaki og umbylta rekstri
þunglamalegra stofnana til hins
betra er ekki til staðar hjá hinu op-
inbera. Nóg er hins vegar til af hvat-
anum á hinum frjálsa markaði þar
sem menn leggja mikið á sig til að ná
árangri í samkeppninni og tryggja
fjárhagslegt öryggi og efnahagslega
velferð fjölskyldu sinnar.
Þrátt fyrir að Íslendingar hafi al-
mennt haldið upp á frjálsa verslun í
þjónustugreinum hafa þeir stigið í þá
gildru að ákveða að ríkið eigi að sjá
um heilbrigðiskerfið. Þetta glappa-
skot kostar nú á hverju ári ómælda
þjáningu þúsunda einstaklinga sem
bíða á löngum biðlistum eftir aðgerð-
um og leguplássi. Þó að um helm-
ingur útgjalda ríkisins fari í heil-
brigðismál og almannatryggingar,
er starfsfólk spítalanna
á lágum launum, bið-
listar langir, tækjabún-
aður forn og læknar
látnir vinna of lengi án
nægrar hvíldar.
Á nokkurra missera
fresti lamast svo heilu
deildirnar vikum sam-
an vegna skiljanlegra
verkfalla heilbrigðis-
stétta. Um sextíu
verkalýðsfélög þurfa að
ná samningum við
samninganefndir hins
opinbera og ef í harð-
bakkann slær er veikt
og slasað fólk notað
sem byssufóður í launadeilunum.
Stjórnmálamönnum er stillt upp
við vegg við afgreiðslu fjárlaga. Val-
kostirnir sem þeim eru gefnir eru
einfaldir; annaðhvort geta þeir ausið
meira af skattfé í spítalana eða ekki.
Ef þeir velja síðari kostinn uppskera
þeir afleiðingarnar. Ef spítalarnir fá
ekki meiri pening verður deildum
lokað, starfsfólki sagt upp og biðlist-
arnir lengjast. Slík hótun virkar auð-
vitað vel þegar tæplega ár er í kosn-
ingar.
Þetta ófremdarástand gengur
ekki lengur. Sem betur fer blasir
lausnin við. Lausnin er sú að einka-
aðilar eignist og reki spítalana og
tryggingafélög taki að sér hlutverk
almannatrygginga. Eigendur spítal-
anna munu að öllum líkindum end-
urskipuleggja reksturinn, kaupa ný
og betri tæki, fá til sín besta fáanlega
starfsfólkið og fara betur með fjár-
magnið. Hagnaðarvon hluthafa mun
drífa spítalana áfram í að veita sem
besta þjónustu fyrir sem lægst verð.
Langflestir munu hafa efni á því að
greiða fyrir sínar aðgerðir sjálfir og
kaupa sér tryggingar, því skattar
munu lækka um helming, auk þess
sem hagræðing og samkeppni
sjúkrahúsa mun skila sér í lægra
verði á heilbrigðisþjónustu. Mikill
munur er á þjónustu læknis sem hef-
ur fjárhagslegan ávinning af því að
finna úr vandamálum sjúklingsins og
þess læknis sem vinnur hjá ríkinu og
veit að hann þarf einungis að starfa
nógu vel til að vera ekki rekinn.
Best væri ef ríkið hætti alfarið af-
skiptum af þessum málum sem fyrst.
Ef einungis er tekið hálft skref
áfram, t.d. með því að láta hið op-
inbera greiða einkaspítölum fyrir
heilbrigðisþjónustu almennings,
mun það sama gerast og ef ríkið tæki
að sér að gera stórinnkaup hjá mat-
vælainnflytjendum. Verð og val á
matvælum mundi þá ráðast af op-
inberum starfsmönnum á samninga-
fundum á milli ríkis og innflytjenda,
en ekki með frjálsum samningum
milli verslana og neytenda. Slíkt
hálfkák, þótt það væri eflaust skárra
en núverandi ástand, myndi eyða
stórum hluta ávinningsins af sam-
keppni spítalanna.
Kostir þess að fólk beri sjálft
ábyrgð á sjúkrakostnaði sínum
munu einnig skila sér í bættu líferni.
T.d. munu tryggingafélög eflaust
rukka reykingamenn og þá sem fara
illa með vín um hærri iðgjöld en þá
sem lifa heilbrigðu lífi. Sumir munu
kjósa að nota launin sín í eitthvað
annað en heilbrigðisþjónustu og
munu þess vegna sætta sig við að
bíða á biðstofu ódýrari spítala í
nokkra klukkutíma. Aðrir munu vilja
eyða hærri upphæðum í að kaupa
betri læknisþjónustu en nú býðst.
Fólk er ekki allt steypt í sama mótið.
Sumir kaupa öruggan og dýran bíl á
meðan aðrir fá sér hjól og nota laun-
in sín til utanlandsferða.
Óþarft er að vera hræddur um að
einhverjir muni ekki geta greitt fyrir
heilbrigðisþjónustu. Mannúð og góð-
mennska almennings mun ekki
kulna þó að spítalar verði í einka-
eigu. Hið opinbera, með sínu kæf-
andi faðmlagi, veldur nú margfalt
meiri skaða en ef aðstoðin kæmi
milliliðalaust frá góðhjörtuðu fólki.
Góðgerðasamtök eru besti kosturinn
fyrir þá fáu sem, þrátt fyrir skatta-
lækkanirnar og bættan rekstur spít-
alanna, munu ekki hafa efni á heil-
brigðistryggingum.
Lögum heilbrigðiskerfið
Lýður Þór
Þorgeirsson
Heilbrigðisþjónusta
Lausnin er sú að einka-
aðilar eignist og reki
spítalana, segir Lýður
Þór Þorgeirsson, og
tryggingafélög taki
að sér hlutverk
almannatrygginga.
Höfundur er bankastarfsmaður.