Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 15 PRINGLES 159kr. KOSTAR MINNA FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD Pétur Kristjánsson og hljómsveit F A - LA A A L www.islandia.is/~heilsuhorn Kelp Fyrir húð, hár og neglur SENDUM Í PÓSTKRÖFU fæst m.a. í Lífsinslind í Hag- kaupum, Árnesaptóteki Sel- fossi, Yggdrasil Kárastíg 1. Nokkur stærstu fyrirtæki landsins í mjólkuriðnaði ásamt tveimur kaup- félögum hafa nú eignast samanlagt um 60% hlut í Norðurmjólk ehf. og hefur í kjölfarið verið kjörin ný stjórn félagsins. Með þessu hafa mjólkur- framleiðendur styrkt stöðu sína í mjólkuriðnaðinum og eiga nú nær all- an mjólkuriðnað í landinu. Auðhumla, framleiðendasamvinnufélag bænda, er langstærsti eigandi Norðurmjólk- ur með um 40% hlutafjár. Eins og fram hefur komið seldi fjárfestingarfélagið Kaldbakur hf. alla hluti sína í Norðurmjólk ehf. til Auðhumlu, framleiðendasamvinnu- félags bænda í Eyjafirði og Þingeyj- arsýslu, hinn 28. júní síðastliðinn. Kaldbakur átti áður 67% hlutafjár en Auðhumla 33%. Í framhaldi af þess- um viðskiptum og í samræmi við áður gert samkomulag hefur Aðhumla svf. nú selt 60% hlutafjár félagsins til annarra og eru eigendur hlutafjár í Norðurmjólk nú eftirtaldir: Auð- humla svf. 40%, Mjólkursamsalan 16%, Mjólkurbú Flóamanna 16%, Osta- & Smjörsalan 12%, Kaupfélag Eyfirðinga 13% og Kaupfélag Skag- firðinga 3%. Í afurðavinnslu Norðurmjólkur á Akureyri eru unnin um það bil 26% af þeirri mjólk sem framleidd er í land- inu og er fyrirtækið meðal annars langstærsti ostaframleiðandi lands- ins. Hjá fyrirtækinu starfa um 70 manns og var velta þess árið 2002 um 2,5 milljarðar króna. Á hluthafafundi í Norðurmjólk í vikunni var kjörin ný stjórn félagsins og eiga eftirtaldir sæti í stjórninni: Birgir Guðmunds- son, mjólkurbússtjóri á Selfossi, Er- lingur Teitsson, bóndi á Brún í Reykjadal, Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, Haukur Halldórsson, bóndi í Þórs- mörk, og Jóhannes Jónsson, bóndi á Espihóli. Varamenn voru kosnir Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar og Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skag- firðinga. Stjórnarformaður er Er- lingur Teitsson, Jóhannes Jónsson er varaformaður og Haukur Halldórs- son ritari. Helgi Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Norðurmjólkur, segir það trú manna og von að með eignartengdu samstarfi þeirra sem standa að Norð- urmjólk verði aukin samvinna milli fyrirtækja um verkaskiptingu og hagræðingu í mjólkuriðnaðinum. „Aukin hagræðing í vinnslu, sölu og dreifingu mjólkur er lykilatriði og mun styrkja mjólkuriðnaðinn og skila framleiðendum og neytendum aukn- um ávinningi til lengri tíma litið. Að- ilum mjólkuriðnaðarins er einnig ljóst að áframhaldandi sameiginleg sýn, samvinna og hagræðing er nauð- synleg til að svara auknum innflutn- ingi og verja stöðu íslenskra mjólkurframleiðenda,“ segir Helgi Jóhannesson. Nýir hluthafar í Norðurmjólk Nær allur mjólkuriðnaðurinn nú í eigu mjólkurframleiðenda Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lífið gekk sinn vanagang hjá Norðurmjólk í gær, m.a. var osti pakkað af miklum móð. Fyrirtækið er stærsti ostaframleiðandi landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.