Morgunblaðið - 12.07.2002, Page 15

Morgunblaðið - 12.07.2002, Page 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 15 PRINGLES 159kr. KOSTAR MINNA FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD Pétur Kristjánsson og hljómsveit F A - LA A A L www.islandia.is/~heilsuhorn Kelp Fyrir húð, hár og neglur SENDUM Í PÓSTKRÖFU fæst m.a. í Lífsinslind í Hag- kaupum, Árnesaptóteki Sel- fossi, Yggdrasil Kárastíg 1. Nokkur stærstu fyrirtæki landsins í mjólkuriðnaði ásamt tveimur kaup- félögum hafa nú eignast samanlagt um 60% hlut í Norðurmjólk ehf. og hefur í kjölfarið verið kjörin ný stjórn félagsins. Með þessu hafa mjólkur- framleiðendur styrkt stöðu sína í mjólkuriðnaðinum og eiga nú nær all- an mjólkuriðnað í landinu. Auðhumla, framleiðendasamvinnufélag bænda, er langstærsti eigandi Norðurmjólk- ur með um 40% hlutafjár. Eins og fram hefur komið seldi fjárfestingarfélagið Kaldbakur hf. alla hluti sína í Norðurmjólk ehf. til Auðhumlu, framleiðendasamvinnu- félags bænda í Eyjafirði og Þingeyj- arsýslu, hinn 28. júní síðastliðinn. Kaldbakur átti áður 67% hlutafjár en Auðhumla 33%. Í framhaldi af þess- um viðskiptum og í samræmi við áður gert samkomulag hefur Aðhumla svf. nú selt 60% hlutafjár félagsins til annarra og eru eigendur hlutafjár í Norðurmjólk nú eftirtaldir: Auð- humla svf. 40%, Mjólkursamsalan 16%, Mjólkurbú Flóamanna 16%, Osta- & Smjörsalan 12%, Kaupfélag Eyfirðinga 13% og Kaupfélag Skag- firðinga 3%. Í afurðavinnslu Norðurmjólkur á Akureyri eru unnin um það bil 26% af þeirri mjólk sem framleidd er í land- inu og er fyrirtækið meðal annars langstærsti ostaframleiðandi lands- ins. Hjá fyrirtækinu starfa um 70 manns og var velta þess árið 2002 um 2,5 milljarðar króna. Á hluthafafundi í Norðurmjólk í vikunni var kjörin ný stjórn félagsins og eiga eftirtaldir sæti í stjórninni: Birgir Guðmunds- son, mjólkurbússtjóri á Selfossi, Er- lingur Teitsson, bóndi á Brún í Reykjadal, Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, Haukur Halldórsson, bóndi í Þórs- mörk, og Jóhannes Jónsson, bóndi á Espihóli. Varamenn voru kosnir Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar og Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skag- firðinga. Stjórnarformaður er Er- lingur Teitsson, Jóhannes Jónsson er varaformaður og Haukur Halldórs- son ritari. Helgi Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Norðurmjólkur, segir það trú manna og von að með eignartengdu samstarfi þeirra sem standa að Norð- urmjólk verði aukin samvinna milli fyrirtækja um verkaskiptingu og hagræðingu í mjólkuriðnaðinum. „Aukin hagræðing í vinnslu, sölu og dreifingu mjólkur er lykilatriði og mun styrkja mjólkuriðnaðinn og skila framleiðendum og neytendum aukn- um ávinningi til lengri tíma litið. Að- ilum mjólkuriðnaðarins er einnig ljóst að áframhaldandi sameiginleg sýn, samvinna og hagræðing er nauð- synleg til að svara auknum innflutn- ingi og verja stöðu íslenskra mjólkurframleiðenda,“ segir Helgi Jóhannesson. Nýir hluthafar í Norðurmjólk Nær allur mjólkuriðnaðurinn nú í eigu mjólkurframleiðenda Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lífið gekk sinn vanagang hjá Norðurmjólk í gær, m.a. var osti pakkað af miklum móð. Fyrirtækið er stærsti ostaframleiðandi landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.