Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í JOHNNY Casanova birtast aft- ur stíleinkenni þau sem Ofleikur og Jón Gunnar sýndu í síðasta verki sínu, E. Mikið hugarflug, hraði og sjálfstraust. Aftur er öllum meðulum leikhússins beitt: raunsæislegum samtölum, skopstælingu, ljóðrænum eintölum, tónlist, ljósum, sprenging- um, dansi. Og aftur er spjótum beint að einu samfélagsböli, að þessu sinni stöðu samkynhneigðra og erfiðleik- um þeim sem fylgja því að koma út í samfélagi sem er í besta falli for- dómafullt en því versta fjandsam- legt. Verkið hverfist um tvo drengi í fjögurra manna vinahóp. Annar hef- ur lengi gert sér grein fyrir kyn- hneigð sinni en leynt henni, hinn er að vakna til vitundar um sína. Þeir ná saman en umhverfið er þeim eins fjandsamlegt og hugsast getur, ann- ar glímir við ofbeldisfullan föður, hinn við bókstafstrú fjölskyldu sinn- ar. Þessi ástarsaga er einföld og sterk og í látlausum meðförum Jak- obs Ómarssonar og Péturs Eggert- sonar áhrifaríkasti þáttur sýningar- innar. Það umhverfi sem Jón Gunnar kýs að láta söguna gerast í, ofstækisfullt trúarsamfélag, dregur hins vegar að mínu mati úr áhrifamætti sögunnar. Allt umhverfi strákanna er svo gegn- sýrt af hræsni, þröngsýni, heimsku, óheiðarleika og illvilja að það verður nánast snertipunktalaust við raun- veruleikann. Og sú mynd sem dregin er upp af trúarsamfélaginu í verkinu kveikir frekar á hugleiðingum um fordóma gagnvart slíkum söfnuðum en því andstreymi sem samkyn- hneigðir sannarlega búa við í hvers- dagslegum íslenskum nútímaraun- veruleika. Það er sú tilfinning sem fyrrnefndar senur strákanna skila, en andstreymið sem þeir mæta er síðan svo yfirgengilegt að það verður nánast skoplegt, sem ég held ekki að hafi verið ætlunin. Sýningin er eins og áður sagði hröð og viðburðarík. Leikhópurinn jafn og sterkur, enda að þessu sinni fámennari en áður og valinn maður í hverju rúmi. Jón Gunnar stýrir gangi mála af all- nokkru öryggi, þó stundum hefði verið hægt að leggja skýrari áherslu á aðalatriðin og draga þau betur fram, einangra mikilvæg augnablik í sögunni. Þetta á ekki síst við um samtalssenur vinahópsins og fjöl- skyldunnar, sem voru vel leiknar en liðu fyrir linnulausa og frekar flat- neskjulega tónlist sem var látin hljóma undir þeim nánast öllum og stóð í vegi fyrir áhrifamikilli vinnu leikarans með hraða og ris. Annars staðar, í senum sem snertu ekki hina raunsæislegu aðalsögu, naut tónlist- in sín ágætlega. Þau atriði sem tínd hafa verið til og fundið að draga í raun lítt úr að- dáun þeirri sem Ofleikur á skilið fyr- ir djörfung sína og sköpunargleði. Hópnum er mikið niðri fyrir og trúir greinilega á áhrifamátt leikhússins til að koma boðskap á framfæri og hreyfa við fólki. Það er ekki lítils virði og auðvelt að hrífast með, eins þegar skotið er yfir markið. LEIKLIST Ofleikur Höfundur og leikstjóri: Jón Gunnar Þórð- arson. Tónlist: Francois Evans og Cucul- ar. Lýsing: Jón Þorgeir Kristjánsson. Leik- endur: Ástríður Viðarsdóttir, Birna Dröfn Jónasdóttir, Elín Ósk Gísladóttir, Heiða Björk Árnadóttir, Hildur Friðriksdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Jakob Ómars- son, Jón Þorgeir Kristjánsson, Pétur Egg- ertsson, Pétur Kristófer Oddsson og Val- gerður Pétursdóttir. JOHNNY CASANOVA Á útleið Þorgeir Tryggvason NORSKI orgelleikarinn Hal- geir Schiager heldur tvenna tónleika um helgina, hina fyrri á laugardag kl. 12 og hina síð- ari kl. 20 á sunnudag. Á efnisskrá Schiager er m.a. tónlist eftir tékkneska tón- skáldið Petr Eben, verk eftir Norðmennina Leif Solberg og Kjell Mørk Karlsen og Þjóð- verjann Gustav Adolph Mer- kel. Halgeir er fæddur 1955 á Biri við Gjøvik og lauk org- anistaprófi frá Tónlistarhá- skóla Noregs árið 1979 undir leiðsögn Magnes Elvestrands. Síðar stundaði hann fram- haldsnám í München og Strassborg hjá prófessor Franx Lehrndorfer og pró- fessor Daniel Roth. Halgeir Schiager starfar sem organisti við Grefsen- kirkjuna í Osló. Orgelleikur á norska vísu Nýlistasafnið ÞESSI helgi verður síðasta sýningarhelgin á verkum hol- lenska myndlistarmannsins Aernout Mik í Nýlistasafninu. Á síðasta sýningardegi, sunnudag, mun myndlistar- maðurinn Tumi Magnússon vera með leiðsögn fyrir sýning- argesti kl. 14. Sýningu lýkur HALLDÓRA Helgadóttir opnar á morgun, laugardag, sýningu á Hót- el Reykholti í Borgarfirði og ber sýningin heitið „Bláir hestar“. Viðfangsefni sýningarinnar er ís- lensk náttúra, máluð með olíu á dúk þar sem farið er frjálslega með liti og form, að því er segir í tilkynn- ingu, en minna skeytt um nákvæma túlkun. Halldóra, sem starfar að mynd- list á Akureyri, útskrifaðist frá mál- unardeild Myndlistarskólans á Ak- ureyri árið 2000. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum en þetta er hennar önnur einkasýning. Sýningin á Hótel Reykholti verð- ur opnuð kl. 16 og stendur til 4. ágúst. Aðgangur er ókeypis og eru allir boðnir velkomnir. Verk af sýningu Halldóru Helgadóttur að Hótel Reykholti. Hestar á hóteli SÝNING á völdum verkum Bene- dikts Gunnarssonar listmálara var opnuð í Skálholtsskóla á dögunum og verður þar út sumarið, en stað- arlistamenn Skálholts sýna þar verk sín í þrjá mánuði í senn. Sýning Benedikts kemur í kjölfar Kristínar Geirsdóttur sem hófst í byrjun sumars. Benedikt hefur valið verk til sýn- ingar í Skálholti sem mynda raðir um ákveðin stef svo sem um sköp- unina og tilurð ljóssins og einnig um ögurstundir í lífi mannsins. Benedikt sækir myndefnið bæði í Gamla og Nýja testamentið sem og í íslenska sögu. Verkin eru unnin með margskonar tækni, í olíu, ak- ryl og vatnslitum. Benedikt hefur haldið fjölda sýninga, unnið ýmiss konar verk fyrir kirkjur bæði alt- aristöflur og glugga, auk þess sem verk hans eru í eigu margra safna hér heima og erlendis. Hann hefur kennt myndlist við Kennaraháskóla Íslands í áratugi. Benedikt er einn- ig heiðurslistamaður Kópavogs ár- ið 2002. Benedikt Gunnars- son sýnir í Skálholti Benedikt Gunnarsson sýnir í Skálholtsskóla þessa dagana. AÐ VENJU verður dagskráin í Ár- bæjarsafni fjölbreytt um helgina. Á morgun, laugardag, heldur tríó- ið Jazzandi tónleika fyrir safngesti kl. 14. Leiknir verða þekktir djass- standardar ásamt frumsömdu efni. Tríóið skipa þeir Sigurjón Alex- andersson gítarleikari, Sigurdór Guðmundsson bassaleikari og Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari. Við Kornhúsið verða gamaldags leiktæki; kassabílar, stultur og húla- hringir. Einnig verður hægt að leika með leggi og skeljar en teymt verður undir börnum frá kl. 13 til 15. Á Sunnudag verður sagnfræðing- urinn Guðjón Friðriksson með leið- sögn fyrir gesti safnsins um sýn- inguna „Saga Reykjavíkur – frá býli til borgar“ kl. 13 og 15. Netahnýt- ingar verða við Nýlendu og í Árbæ bíður húsfreyjan gestum upp á ný- bakaðar lummur. Á baðstofuloftinu verður spunnið og saumaðir roðskór. Teymt verður undir börnum frá kl. 13 til 15 við Árbæinn. Harmóníkan verður þanin við Árbæ og Dillons- hús, en þar er boðið upp á veitingar. Klukkan 14 hefst dagskráin Spek- úlerað á stórum skala í húsinu Lækj- argötu 4. Þar býður Þorlákur Ó. Johnson upp á skemmtun í anda lið- ins tíma. Þar fá gestir innsýn í lífið í Reykjavík á 19. öld. Í miðbæ Reykjavíkur klukkan 13 á sunnudag mun safnið standa fyrir sögugöngu undir leiðsögn Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur borgarminja- varðar. Gengið verður um Aðal- stræti og Grjótaþorp þar sem er að finna minjar um elstu byggð í Reykjavík frá landnámsöld, hús frá dögum Innréttinganna og fyrsta skeiði kaupstaðarins. Mæting er við styttu Skúla fógeta kl. 13 og er þátt- taka ókeypis. Djass í Árbæjarsafni SÝNING um sögu olíuskipsins El Grillo verður opnuð á Seyðisfirði á morgun kl. 16. El Grillo er rúmlega 7.000 tonna olíuskip sem liggur á botni Seyðisfjarðar skammt frá kaupstaðnum. Skipið var smíðað í Bretlandi árið 1922 og sökkt í loft- árás þýska flughersins í febrúar 1944. Það var þá með fullfermi af olíu og töluvert af vopnum. Í áranna rás hefur verið kafað niður að skipinu til þess að tæma það af olíu og hreinsa burt sprengjur. Sýningin sem hlotið hefur nafnið „El Grillo í stríði og friði“ er sérsýning á vegum Tækni- minjasafns Austurlands á Seyðis- firði. Sýndir verða munir úr skipinu og tengdir því og saga skipsins frá upphafi til dagsins í dag skýrð í máli og myndum. Sýningin verður í Seyð- isfjarðarskóla og stendur til 11. ágúst, en hún verður opin alla daga nema mánudaga kl. 14 til 18. Myndir á hringferð Á sama tíma verður einnig opnuð í Seyðisfjarðarskóla myndlistarsýn- ingin „170 sinnum hringinn“. Hér er á ferðinni samsýning lista- mannanna Gunnars Karlssonar, Jóns Axels Björnssonar, Valgarðs Gunnarssonar og Bjargar Örvar. Yfirskrift sýningarinnar vísar í að málverkin eru öll í stærðinni 170 x 170 cm, eitt verk frá hverjum lista- manni, og að þau eru á hringferð um landið. Sýnd eru ný verk á hverjum stað þar sem sýningin kemur við. Sýningin verður opin kl. 14 til 18 alla daga nema mánudaga. Sýning um El Grillo og farandlist OPNUÐ hefur verið sýning á verk- um Sigríðar Guðnýjar Sverrisdóttur í húsakynnum veitingastaðarins Við fjöruborðið á Stokkseyri. Sigríður Guðný, sem er myndlist- armaður og grafískur hönnuður, lauk stúdentsprófi frá listasviði Fjöl- brautar í Breiðholti 1979. Þá lá leið hennar í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist hún þaðan sem grafískur hönnuður 1983. Myndirnar á sýningu Sigríðar eru unnar með akríl-litum á striga og eru þær allar málaðar undanfarna mán- uði. Myndefnið er af ýmsum toga, en flestar myndirnar lýsa hlutum og formi í okkar nánasta umhverfi. Einnig fléttar Sigíður letri saman við myndefnið. Sigríður Guðný hefur áð- ur haldið sýningu á Port City Java- kaffihúsinu. Sýningin á Stokkseyri stendur í júlí og ágúst. Sigríður Guðný Sverrisdóttir við eitt verka sinna. Sigríður Guðný við fjöruborðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.