Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ PETER Levine er bandarískur sál- fræðingur sem hefur sérhæft sig í áfallaröskun en hann hélt á dögun- um námskeið á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi þar sem hann kynnti kenningar sínar og aðferðir. Peter, sem er einnig með doktors- próf í lífeðlisfræði, hefur aðallega leitast við að sýna fram á lífeðlis- fræðilegan grunn áfallaröskunar og hafa rannsóknir hans markað nýja stefnu í meðferð áfalla. Meðferðin sem hann hefur þróað kallast lík- amsskynjun en hann telur að lík- amsskynjunin sé lykillinn að lækn- ingu áfalla, það er að beina fólki inn í þá skynjun. Peter starfar núorðið mest við kennslu og námskeiðahald, auk þess sem hann vinnur með einstaklingum sem hafa orðið fyrir áföllum. Hann hefur þjálfað sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og fleiri stéttir víða um heim og stendur meðal ann- ars fyrir kennslu í líkamsskynjun sem meðferðarformi. Edda Arndal er meðal nemenda hans í Bandaríkj- unum, en hún er hjúkrunarfræðing- ur auk þess sem hún hefur lokið meistaraprófi í sálfræði og mann- fræði og er hún nú að sérhæfa sig í meðferð áfallastreitu, samkvæmt kenningum Peters. Hann kom hing- að til lands fyrir milligöngu hennar og Guðnýjar Önnu Arnþórsdóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra end- urhæfingarsviðs geðdeildar Land- spítala – háskólasjúkrahúss. Hefur rannsakað áhrif áfalla og streitu á taugakerfi „Aðferðin sem ég nota er ný nálg- un en ég hef sjálfur notað hana í meira en þrjátíu ár,“ segir Peter. Að sögn hans skoðaði hann atferli dýra og reyndi að skilgreina áhrif áfalla og streitu á taugakerfi þeirra, jafnt sem manna. „Þegar fólki er ógnað og hættan líður hjá er áfallið ekki yfir- staðið. Þannig er það hins vegar hjá villtum dýrum. Þegar þau eru komin úr hættu komast þau í sama jafn- vægið um leið aftur,“ bendir hann á Hann veltir því upp hvort dýr verði ekki fyrir áfallastreitu en segir að hegðun villtra dýra breytist fljótt ef þeim er komið fyrir á tilrauna- stofu þannig að vissulega verði þau fyrir áfallastreitu líkt og fólk. Aftur á móti hugsa þau ekki um hættuna þegar þau eru úti í náttúrunni, að sögn Peters, heldur gerist eitthvað í líkamsstarfsemi þeirra sem veldur því að þau komast samstundis í jafn- vægi. Hann segir að í mönnum og dýr- um, jafnvel sumum frumstæðum dýrum, sé þáttur í heilastarfseminni sem stýri viðbrögðum við áföllum. Peter spyr því hvort þessi hæfileiki dýranna til að jafna sig sé eitthvað sem mennirnir búa yfir en hafa misst hæfileikann til að nota eða hvort þetta sé náttúrlegt ferli sem mannfólkið leyfir ekki að gerist. Við festumst í áfallinu Hann segir að rannsóknir sínar styðji síðari fullyrðinguna. „Ef villt dýr er elt fer það í gegnum mjög sér- stakt ferli þegar það losnar. Það hristist og skelfur, fær djúpan, öran andardrátt og gengur í gegnum hita- breytingar. Það sama gerist hjá fólki nema hvað við skiptum okkur af þessu ferli. Við höfum orðið hrædd við það og leyfum því sjaldnast að ganga yfir. Við stoppum í þessari miklu orku og verðum föst. Áfall snýst einmitt um það að vera fast- ur,“ útskýrir Peter. Hann heldur áfram og segir að ef einhverjum sé ógnað framkalli lík- ami og hugur þau viðbrögð að við- komandi hlaupi eins hratt og hann getur eða berjist. Hann bendir á að orkan sem kemur yfir einstaklinginn sé sama orka og gerir móður kleift að lyfta þungri bifreið og draga barnið sitt undan til þess að bjarga því úr hættu. „Við gefum frá okkur ótrúlegt magn af orku en ef við erum ekki fær um að losa þessa orku og komast aftur á byrjunarreit leggst það á líkama okkar,“ bætir hann við. Hann segir að fólk sem hefur lent í mörgum áföllum á tiltölulega stutt- um tíma virðist fara mjög nærri því að komast út úr þessu ferli. Það verði sterkara fyrir vikið vegna þess að það viti að það komist í gegnum áföll. Líkaminn þarf að ljúka ferlinu Aðspurður hvernig meðferðin sjálf gangi fyrir sig segir Peter að í fyrstu þurfi að vinna með líkaman- um. „Áfall snýst um að festast. Ein- staklingur verður hreyfingarlaus gagnvart hættu og festist þar. Lík- aminn gerir vissa hluti til að vernda okkur og þetta er einn þeirra. Ef hann fær að ljúka þessu ferli þá er einstaklingurinn ekki lengur í áfalli og eftir stendur orka,“ ítrekar Peter. Hann telur að fólk geti fundið það innra með sér ef það hefur fest, það skipti ekki máli að muna hvert áfall- ið var heldur eingöngu að finna að það hafi orðið og leyfa því að klára. „Fólk þarf að vera meðvitað. Þegar manneskjan verður meðvituð fer lík- aminn að hegða sér eins og hann gerði fyrir tveimur árum þegar ein- hver réðst á hana. Þá fer líkaminn að ljúka þessum viðbrögðum. Við- brögðunum fylgir skjálfti, hristing- ur, djúpur andardráttur og svo framvegis. Þetta verður til þess að líkaminn losnar úr þessu ástandi,“ segir hann. Peter Levine, bandarískur sálfræðingur, hélt námskeið hér á landi Líkamsskynjun sem meðferð við áfallastreitu Bandaríski sálfræðing- urinn Peter Levine hef- ur þróað nýja meðferð við áfallastreitu. Hann kynnti þetta nýja með- ferðarform á námskeiði sem hann hélt á Land- spítala – háskólasjúkra- húsi um liðna helgi. Morgunblaðið/Jim Smart Peter Levine og Edda Arndal. JÚ, JÚ, þetta er dálítið kraðak enda er þetta gamla kerfið, segja þeir Guðbjörn, Snorri og Andri frá Símanum þar sem þeir sitja glaðbeittir við vinnuna á Sund- laugarvegi í blíðunni í vikunni. „Það var bilun í nokkrum síma- vírum, það hefur komist raki í þetta og þá leiðir allt saman og línan bilar. Þessi lína er vel göm- ul, ártalið eða öllu heldur fram- leiðsluárið 1956 stóð á einum strengnum.“ Þeir segja að skemmdir séu mældar út af töluverðri ná- kvæmni þannig að það þurfi ekki að grafa mjög langan skurð. „Það er ágætt að vinna úti í svona veðri, við erum ánægðir með það. En þetta er auðvitað ekki eins skemmtilegt í mígandi rigningu og þá þurfum við að tjalda yfir okkur og híma yfir viðgerðunum í tjaldinu.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Lúnir vírar og frískir menn ÞEGAR fjórar vikur eru þar til Þjóðhátíð hefst í Vestmanna- eyjum hafa tæplega nítján hundruð manns tryggt sér ferð til Eyja um verslunar- mannahelgina. Verð á ferðum til Eyja er mjög mismunandi. Þeir sem vilja fara sjóleiðina geta farið með Herjólfi frá Þor- lákshöfn og þurfa að greiða 1.700 krónur fyrir farið aðra leið. Þeir sem heldur kjósa að fljúga geta flogið frá Bakka með Flugfélagi Vestmannaeyja fyrir 6.000 krónur fram og til- baka. Þeir sem vilja fljúga frá Reykjavík greiða 12.230 krónur fyrir far fram og til baka með Íslandsflugi en námsmenn greiða ekki nema 8.830 krónur. Pakkaferð með Flugfélagi Vestmannaeyja kostar 14.000 krónur en innifalinn er að- göngumiði á Þjóðhátíð í Herj- ólfsdal. Alls hafa ríflega 800 manns bókað far. Á venjuleg- um degi kostar flugfarið 3.800 krónur en miðað við að miði sé keyptur á þjóðhátíð í forsölu kostar flugið um verslunar- mannahelgina 6.500 krónur. Arnór Valdimarsson hjá Flug- félagi Vestmannaeyja segir að fargjaldið sé hærra um versl- unarmannahelgina vegna auk- ins álags á starfsfólk félagsins auk þess sem kalla þurfi út auk- inn mannskap. Hann segir verðið óbreytt frá því sem verið hefur síðastliðin tvö ár. Ekki er innifalin ferð með rútu frá Reykjavík og heldur ekki frá flugvelli inn í Herjólfsdal. 250 króna ferð með bekkjabílum Þorsteinn Árnason bifreiða- stjóri býður upp á ferðir með svonefndum bekkjabílum og er fargjaldið um 250 krónur fyrir fullorðna og 150 krónur fyrir börn. Miðaverð í forsölu á þjóðhátíðina er 7.500 krónur en sé miðinn keyptur við hliðið kostar hann 8.500 krónur. Hjá Íslandsflugi fengust þær upplýsingar að pakkinn á þjóðhátíðina kostaði 19.680 krónur og inni í honum væri flug, aðgangur að Herjólfsdal, rútuferð til og frá flugvelli í Eyjum, 830 króna flugvallar- skattur og sölulaun. Um 20 ferðir verða frá Reykjavík til Eyja á fimmtudag og föstudag fyrir verslunarmannahelgi. Að sögn Péturs Hafliðason- ar, sem hefur yfirumsjón með innlendu flugi Íslandsflugs, eru þjóðhátíðargestir um hálfum mánuði fyrr á ferðinni nú en í fyrra og rétt fyrir síðustu mán- aðamót voru margir farnir að bóka flug. Pétur segir að mögu- leiki sé að fjölga ferðum um fjórar með 50 sæta vélum. Um 450 manns hafa bókað ferð með Íslandsflugi til Eyja. Um 600 miðar hafa selst á Umferðarmiðstöðinni í pakka- ferðir til Eyja en pakkinn kost- ar 13.300 krónur. Í pakkanum er rútuferð til Þorlákshafnar, ferð með Herjólfi og svo að- gangsmiði að Þjóðhátíð. Venju- legt fargjald með Herjólfi er 1.700 krónur og fer skipið tvær ferðir á fimmtudag og tvær á föstudag. Þá fer hann þrjár ferðir mánudaginn 5. ágúst. Venjulegt fargjald með rútu frá Reykjavík til Þorlákshafnar er 850 krónur aðra leiðina. Tæplega 1.900 manns búnir að bóka ferðir á Þjóðhátíð í Eyjum Mjög mis- munandi verð á ferðum ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í fyrrinótt veikan sjómann um borð í norskt loðnuskip um 130 sjómílur norður af Hornbjargi. Beiðni barst um sjúkraflugið klukkan 21.30 og kl. 3.20 lenti þyrlan í Reykjavík. Varð- skip, björgunarbátur á Ísafirði og þyrlubjörgunarsveit varnarliðsins voru í viðbragðsstöðu vegna málsins. Samkvæmt upplýsingum læknis á slysadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í gær var líðan mannsins þokkalega góð. Hann verður áfram á sjúkrahúsinu til frekari rannsókna og meðferðar. Beiðnin barst Land- helgisgæslunni frá björgunarstjórn- stöð í Stafangri í Noregi. Hæg norð- austanátt var á svæðinu þegar þyrlan fór í sjúkraflugið en skyggni rysjótt, allt niður í 200 metra. Þyrla sótti veikan sjómann MALARFLUTNINGABÍLL valt í suðurfjörunni á Húsavík laust eftir hádegið í gær er verið var að sturta efni úr bílnum í uppfyllingu. Að sögn lögreglunnar á Húsavík hlaut öku- maður bílsins skrámur og fór í rann- sókn á sjúkrahúsi bæjarins en ekki er talið að meiðslin séu alvarleg. Í gær var verið að rannsaka hvers vegna bíllinn hefði oltið, en lögreglan sagði að þeirri rannsókn væri ekki lokið. Lögreglan á Húsavík rannsakar einnig innbrot sem framið var í versl- un í Vaglaskógi í fyrrinótt en þaðan var stolið talsverðu magni af tóbaki. Þjófarnir voru ófundnir í gær. Flutningabíll á hliðina ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.