Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Astor, Langenes og Albatros. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Luda vænt- anlegt. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 14 bingó. Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, 13–16.30 opin smíða- stofan. Bingó fellur nið- ur í júlí. Púttvöllurinn er opinn kl. 10–16 alla daga. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–17 fótaaðgerðir, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Verslunarferð annan hvern föstudag kl. 10– 11.30. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15 hádegismatur, kl. 15 kaffiveitingar. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 opið hús, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Fótaaðgerða- stofa, tímapantanir eftir samkomulagi s. 899 4223 Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag, föstudag, verður púttað á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Á morgun, laugardag, morg- ungangan kl. 10 frá Hraunseli. Rúta frá Firðinum kl. 19.50. Fé- lagsheimilið Hraunsel verður lokað vegna sumarleyfis starfsfólks til 11. ágúst. Upplýsingar um orlofs- ferðir að Hrafnagili við Eyjafjörð 19.–23. ágúst og að Höfðabrekku 10.– 13. sept. eru gefnar í síma 555 1703, 555 2484 og 555 3220. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Ferð í Galtalæk á úti- tónleika 14. júlí 2002 með Álftagerð- isbræðrum, Diddú. Örn Árna og Karl Ágúst slá á létta strengi. Lagt af stað kl. 15 frá Glæsibæ. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Athugið, sækið miðana í dag á skrifstofu félagsins. Dagsferð 15. júlí. Flúðir – Tungufellsdalur (veg- ur liggur upp í gegnum dalinn sem er með skógi á báðar hendur) – Gull- foss – Geysir – Hauka- dalur – Laugarvatn – Þingvellir. Kaffihlað- borð í Brattholti. Leið- sögn Sigurður Krist- insson. Athugið sækið miðana í dag. Fyrirhugaðar eru ferðir til Portúgals og Tyrk- lands í haust, fyrir fé- lagsmenn FEB, skrán- ing er hafin, takmarkaður fjöldi. Nánari upplýsingar á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10til 12 f.h. í síma 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sími 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, m.a. myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 9.30 göngu- hópur, kl. 14 brids. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa frá mánudegi 1. júlí. Opnað aftur þriðju- daginn 13. ágúst. Á veg- um Íþrótta- og tóm- stundaráðs eru sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug kl. 9.30 mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga. Umsjón Brynjólfur Björnsson íþróttakennari. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsheimilið Gull- smára 13 verður lokað til 6. ágúst. Fótaaðgerðastofan verður opin, sími 564 5298, hársnyrtistof- an verður opin, sími 564 5299. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9–17 fótaaðgerðir, kl. 12 há- degismatur, kl. 13–14 pútt. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 10 fótaað- gerðastofa, kl. 9. 30 morgunstund, kl. 13.30 bingó. Smiðjan og bók- band í sumarleyfi til 6. ágúst. Hvassaleiti 56–58. Fótaaðgerðir, hársnyrt- ing. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Vinnu- stofur lokaðar fram í ágúst. Hárgreiðsla kl. 9. Ganga kl. 10. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (u.þ.b. 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl. 15–17 á Geysi, Kakóbar, Að- alstræti 2 (gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Gjábakki. Lagt verður af stað í ferðalag um Vestfirði mánudaginn 15. júlí kl. 8.15 frá Gull- smára og kl. 8.30 frá Gjábakka. Munið að taka með sæng, kodda og lak eða svefnpoka. Afgreiðsla Gjábakka verður lokuð 15.–19. júlí. Matarþjónusta, kaffistofa, handa- vinnustofa og annar daglegur rekstur verð- ur eins og venjulega. Hárstofa Ragnheiðar í Gjábakka verður lokuð frá 15. júlí til 6. ágúst. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 10 kántrídans, kl. 11 stepp, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Keflavíkurkirkja. Hið árlega kirkjumót verður haldið á púttvellinum nk. sunnudag. Mótið hefst kl. 13 með helgi- stund. Að henni lokinni verður keppt í öllum aldursflokkum. Boðið verður upp á kaffiveit- ingar í Kirkjulundi að móti loknu. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur á morgun kl. 21 í Konna- koti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- daga og fimmtudaga. Minningarkort Heilavernd. Minning- arkort fást á eft- irtöldum stöðum: í síma 588 9220 (gíró) Holts- apóteki, Vesturbæj- arapóteki, Hafnarfjarð- arapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdótt- ur, Ísafirði. Parkinsonsamtökin. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd í síma 552 4440 frá kl. 13–17. Eftir kl. 17 s. 698 4426 Jón, 552 2862 Óskar eða 563 5304 Nína. Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtakanna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562 5605, bréfsími 562 5715. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551 7868 á skrifstofu- tíma og í öllum helstu apótekum. Gíró- og kreditkortagreiðslur. Landssamtökin Þroskahjálp. Minning- arsjóður Jóhanns Guð- mundssonar læknis. Tekið á móti minning- argjöfum í síma 588 9390. Í dag er föstudagur 12. júlí, 193. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Því að þeir dagar munu koma yfir þig, að óvinir þínir munu gjöra virki um þig, setjast um þig og þröngva þér á alla vegu. (Lúk. 19,43.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 forfrömun, 4 innantóm- ur, 7 gælunafn, 8 tölum um, 9 tangi, 11 ró, 13 snagi, 14 sápulögur, 15 raspur, 17 syrgi, 20 girnd, 22 tröllkona, 23 stubbum, 24 ær, 25 rækt- uðu löndin. LÓÐRÉTT: 1 heimsk, 2 aflýsing, 3 dugleg, 4 ástand, 5 fim, 6 auka rúm, 10 ólyfjan, 12 reið, 13 sarg, 15 hlýðinn, 16 krók, 18 kvistótt, 19 auðan, 20 vinna að fram- förum, 21 aukaskammt- ur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: - 1 hnökrótta, 8 gátur, 9 Ingvi, 10 ann, 11 asann, 13 nautn, 15 snaga, 18 önugt, 21 pól, 22 eldur, 23 draum, 24 ballarhaf. Lóðrétt: - 2 netla, 3 kæran, 4 óminn, 5 tuggu, 6 ugga, 7 vinn, 12 nag, 14 agn, 15 sver, 16 aldna, 17 apríl, 18 öldur, 19 uxana, 20 tíma. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... HÉR á síðunni hefur verið deiltum gagnsemi þess fyrirkomu- lags hjá Bónusi í Kringlunni að við- skiptavinur verður að láta hundrað krónur í pant fyrir innkaupakörfu. Víkverji benti á það fyrir skemmstu að þetta gæti verið bagalegt, þar sem margir þátttakendur í plastkortahag- kerfinu væru sjaldnast með smámynt á sér. Snorri Rúnar Pálmason svar- aði þessum skrifum í Velvakanda á miðvikudag og benti á kosti þessa fyrirkomulags, s.s. að kerrurnar væru alltaf í básum sínum en ekki fjúkandi um bílastæðið og ekki söfn- uðust þær heldur upp við kassana í búðinni. x x x VÍKVERJA hefur nú verið bent álausn á deilunni. Forsenda lausnarinnar er að lásarnir á inn- kaupakerrunum, sem peningnum er stungið í, eru ekki mjög nákvæmir. Lausnin felst þess vegna í því að vera með í veskinu t.d. útlenda smámynt, sem er á stærð og þykkt við íslenzkan hundraðkall, eða bara einhverja málmskífu sem þjónar sama tilgangi. Víkverja hefur t.d. verið tjáð að skíf- ur, sem notaðar eru í skápana í Laug- ardalslauginni, geti hentað ágætlega og sjálfsagt liggja margir með hent- uga útlenda smámynt úr síðasta sum- arfríi. Peningur af þessu tagi hefur ekkert verðgildi í almennum við- skiptum og þess vegna freistast fólk ekki til að láta hann frá sér með því að kaupa eitthvað með honum, heldur leyfir honum að liggja í veskinu. Það verður líka að passa upp á hann og skila kerrunni til að fá peninginn (eða skápaskífuna) til baka og geta þannig notað hann aftur til að ná sér í inn- kaupakerru næst þegar verzlað er í Bónusi í Kringlunni. Þannig geta allir verið sáttir; viðskiptavinurinn þarf ekki að eiga hundraðkall og kerrun- um verður skilað eftir sem áður. x x x SÍÐASTA bíóhúsið með stíl ogsjarma er hætt starfsemi. Vík- verja finnst eftirsjá að Austurbæjar- bíói (sem sumir þekkja sem Bíóborg- ina eða Sambíó við Snorrabraut), þar sem síðustu kvikmyndasýningarnar fóru fram í gær. Einu sinni voru þrjú gömul bíóhús í Reykjavík, sem gam- an var að fara í til að horfa á eitthvað fleira en hvíta tjaldið. Þetta var í fyrsta lagi Gamla bíó, sem enn þjónar göfugu hlutverki sem óperuhús og er sannkallað augnayndi. Svo var það Nýja bíó, sem státaði af einu jug- endstil-innréttingunni í Reykjavík. Þar var hætt að sýna bíómyndir og þá komu einhverjir smekklausir diskó- tekarar, sem enga virðingu báru fyrir menningarverðmætum og voru búnir að eyðileggja flest sem hægt var áður en húsið varð eldi að bráð. Í þriðja lagi var það svo Austurbæjarbíó. Vík- verji sá þar ekki bara bíómyndir, heldur líka leiksýningar á síðkvöld- um. Víkverja fannst ævinlega mikið til aðalsalarins koma, en hann var seinna skemmdur í þágu „þæginda bíógesta“. Þá var ytra byrði hússins spillt stórkostlega með einhverju ósmekklegasta málningartiltæki sem Víkverji hefur horft upp á. Samt var eitthvað eftir af gömlum sjarma Austurbæjarbíós. Víkverji vonar bara að húsið komist í hendur fólks, sem ber virðingu fyrir því og vill reka þar áfram menningarstarfsemi. Um- fram allt vonar hann að þetta fallega og merkilega hús verði fremur gert upp til upprunalegs horfs en að pen- ingamenn láti rífa það og byggja ein- hvern skrifstofu- eða íbúðakumbald- ann á lóðinni. Varist þessa plágu ÉG er búsett í Tulsa í Oklahoma og les Morg- unblaðið hvern einasta dag. Í mínum huga er Ísland alveg sérstakt land og Ís- lendingar mega ekki herma eftir því sem er að gerast úti í heimi. Það er martröð að lenda í því þegar einhver úr fjölskyldinni verður háður nútíma eiturlyfjum. Ég er að meina eiturlyf sem er framleitt úr hósta- saft og allskonar ónæm- istöflum. Framleiðsla þessara efna er mjög hættuleg vegna eitraðra efna og gufu sem kemur frá efnunum þegar er ver- ið að blanda þeim saman við sterk efni. Fólk verð- ur strax háð þessu eftir fyrstu tilraun og þetta veldur mikilli hrörnun á líkama og sál. Veldur strax geðtruflunum og skemmir heilann. Og svo er þetta ódýrara í fram- leiðslu en mörg önnur eit- urefni, en methamphet- amine er versta tegund sem er hægt að eiga við. Þetta er að gerast í heiminum í dag – og það er hvorki rómantískt né spennandi. Á Íslandi ætti að vera auðveldara að hafa stjórn á þessu en hérna í Banda- ríkjunum og hvet ég Ís- lendinga til að varast þessa plágu og því sem henni fylgir. Látum ekki þjóð okkar og börn verða þessu að bráð. Margrét Björnsdóttir. Frábærar móttökur VIÐ viljum koma á fram- færi innilegu þakklæti til hjónanna Njáls og Ástu Hraunfjörð, á Kaffi strætó í Mjóddinni, fyrir frábærar móttökur. Náll og Ástu eru nýtek- in við rekstri Kaffi strætó og þar er hægt að fá mjög góðan mat og flott smur- brauð og allt kapp lagt á hlýjar móttökur gesta. Þar er einnig lifandi tón- list, a.m.k. um helgar. Kærar þakkir. Við kom- um örugglega aftur. Ánægðir viðskiptavinir. Texti týndist VEGNA tæknilegra mis- taka varð Velvakandi fyr- ir því að týna texta sem tekinn var niður í gegnum síma sl. miðvikudag. Eru þeir sem hringdu þann dag beðnir að hafa sam- band aftur. Tapað/fundið Skartgripir týndust í Laugardalslaug 3 HRINGAR, tveir hvíta- gulls og einn gullhringur, 2 armbönd, annað úr silfri og hitt úr hlekkjum með nafni á, týndust í Laug- ardalslauginni um síðustu mánaðamót. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 696 1984. Karlmannsúr týndist SILFURLITT karl- mannsúr tapaðist á eða við Miklatún að kvöldi 8. júlí síðastliðinn. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band í síma 863 9095, fundarlaun í boði. Svunta af barnavagni týndist DÖKKBLÁ svunta af barnavagni, ásamt flugna- neti, týndist 17. eða 18. júní sl., líklega í Hamra- borg eða Lundahverfi í Kópavogi. Skilvís finnandi hafi samband í síma 820 4140. Myndavél í óskilum MYNDAVÉL fannst við Selatanga fyrir 2–3 vik- um. Upplýsingar í síma 551 1277. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Arnaldur Börn að leik í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.