Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bláskógaskokk að Laugarvatni Skokkað um grónar götur HéraðssambandiðSkarphéðinn(HSK) stendur fyrir Bláskógaskokki sunnudaginn 14. júlí á há- degi. Skokkleiðin er þjóð- vegur 365, milli þjóðgarðs- ins á Þingvöllum og Laugarvatns. Leiðin er oft nefnd eftir Lyngdalsheið- inni, en er í reynd aðeins í jaðri heiðarinnar. Vegur- inn hefst inni í þjóðgarð- inum og liggur síðan um Barmaskarð og Laugar- vatnsvelli allt að Laugar- vatni. Til að forvitnast frekar um skokkið ræddi Morgunblaðið við Ingvar Garðarsson, formann al- menningsíþróttanefndar HSK, sem sér um undir- búning þess. – Hver er saga Bláskóga- skokksins? „Héraðssambandið Skarphéð- inn hefur staðið fyrir skokki yfir Bláskógaheiðina, frá Gjábakka á Þingvöllum að Laugarvatni, undanfarin 30 ár. Þetta er eitt fyrsta almenningsskokkið sem boðið var upp á hér á Íslandi. Brynleifur Steingrímsson, hér- aðslæknir á Selfossi, flutti aftur hingað heim eftir dvöl erlendis, þar sem hann hafði kynnst skokk- menningunni. Hann, ásamt Leifi Österby, hvatti til skokksins hér um slóðir og kom því til leiðar að Bláskógaskokkið var sett á lagg- irnar. Almenningsíþróttanefndin sér um framkvæmd skokksins og er þetta aðalverkefni hennar á starfsárinu.“ – Hvernig hefur þátttaka verið? „Fyrstu árin var mjög góð þátt- taka í skokkinu, nokkur hundruð manns, en nú síðari ár hefur nokkuð fækkað í hópnum. Við bú- umst samt við fjölmenni á sunnu- daginn, enda ekki annað ásættan- legt. Við höfum skokkið ávallt um þetta leyti, aðra helgina í júlí.“ – Hve löng er skokkleiðin? „Hún er annars vegar 5 kíló- metrar og hins vegar 16 kílómetr- ar. Sú lengri er nær allur vegur- inn milli Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Laugarvatns, en styttri leiðin hefst innar á heið- inni. Skokkað er í átt að Laug- arvatni, svo að þeir sem mæta til skokksins Laugarvatnsmegin geta tekið rútu kl. 11 að Gjábakka gegn vægu gjaldi. Síðan hefst skokkið á hádegi, klukkan 12. Á upphafsstaðnum verður skráð þátttaka í skokkið, fyrir þá sem koma frá Reykjavík og nágrenni, en einnig tökum við á móti skrán- ingum á netfangið okkar, hsk@hsk.is, fyrir klukkan fjögur á föstudaginn. Þátttökugjald er 700 krónur.“ – Hvað er fólk lengi að hlaupa þessa leið? „Þeir fyrstu eru tæpa klukku- stund að hlaupa leiðina. Vegurinn er meira aflíðandi í átt að Laug- arvatni en í áttina að Þingvöllum og þess vegna er leiðin þægilegri fyrir skokkarana. Svo endar hlaupið við Íþróttamið- stöðina á Laugarvatni. Keppt er í nokkrum aldursflokkum, það er 16 ára og yngri (aðeins 5 km), 17–39 ára, 40–49 ára og 50 ára og eldri. Bæði kyn keppa saman í öllum flokkum.“ – Hvaðan koma þátttakendurn- ir helst? „Þeir koma flestir af Reykja- víkursvæðinu. Margir eru að þjálfa sig upp fyrir Laugavegs- hlaupið (milli Landmannalauga og Þórsmerkur), sem verður 20. júlí. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að nýta sér öll hlaup af þessu tagi til að koma sér í gott form.“ – Svo lýkur skokkinu á Laug- arvatni? „Já, allir keppendur fá verð- launapening og sigurvegarar í hverjum flokki sérstakan eignar- grip og sérverðlaun eru fyrir fyrsta karlinn og fyrstu konuna úr 16 kílómetra hlaupinu. Við af- hendum verðlaunin á sundlaugar- bakkanum. Allir sem taka þátt í skokkinu fá frítt í sund að því loknu. Það er alltaf mikið fjör að þessu loknu og gaman að vera á Laugarvatni.“ – Þið hafið engar áhyggjur af veðrinu, eða hvað? „Nei, það er veðursælt á Blá- skógaheiðinni og við Laugarvatn, og við vonumst til þess að veðrið leiki við skokkarana. Það getur oft orðið mjög heitt hér í uppsveit- unum.“ – HSK stendur fyrir fjöl- breyttu íþróttastarfi, ekki satt? „Jú, sömu helgi og Bláskóga- skokkið er heldur HSK íþróttahá- tíð á Hellu, hið 18. í röðinni. Keppt verður í frjálsíþróttum, sundi, starfsíþróttum og íþróttum fatl- aðra. Starf sambandsins er fjöl- breytt og lifandi. Við keppum á landsmótum og í bikarkeppninni og þess háttar. – Á sambandið sér langa sögu? „Það var stofnað árið 1910, sem samband ungmenna- og íþrótta- félaganna í Árnes- og Rangár- vallasýslu. Það lifir enn góðu lífi í anda ungmennafélag- anna. Aðildarfélögin eru 51 talsins og fé- lagarnir rúmlega níu þúsund talsins. Starf- semin er mjög blómleg og eru haldin fjölmörg mót á hverju ári á vegum þess. Nýlokið er héraðsmóti HSK í frjálsum íþróttum á Laugarvatni, þar sem fulltrúar tíu aðildarfélaga kepptu, og tókst afbragðsvel. Einnig fylg- ist sambandið með starfsemi að- ildarfélaganna og gætir þess að þau starfi í samræmi við reglur hreyfingarinnar.“ Ingvar Garðarsson  Ingvar Garðarsson fæddist 29. janúar 1958 á Selfossi en ólst upp á Húsatóftum á Skeiðum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flúðum og vann framan af við ýmis land- búnaðarstörf, en lauk námskeiði í slátrun í Hróarskeldu í Dan- mörku og vinnur nú í slátur- húsum Sláturfélags Suðurlands á Selfossi. Hann hefur starfað mik- ið með Héraðssambandinu Skarp- héðni og oftsinnis keppt í lang- hlaupi um land allt og erlendis. Hann er formaður almennings- íþróttanefndar HSK. Ingvar á eina dóttur, Bryndísi Ósk. Skokkað í sveitum Árnessýslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.