Morgunblaðið - 12.07.2002, Page 8

Morgunblaðið - 12.07.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bláskógaskokk að Laugarvatni Skokkað um grónar götur HéraðssambandiðSkarphéðinn(HSK) stendur fyrir Bláskógaskokki sunnudaginn 14. júlí á há- degi. Skokkleiðin er þjóð- vegur 365, milli þjóðgarðs- ins á Þingvöllum og Laugarvatns. Leiðin er oft nefnd eftir Lyngdalsheið- inni, en er í reynd aðeins í jaðri heiðarinnar. Vegur- inn hefst inni í þjóðgarð- inum og liggur síðan um Barmaskarð og Laugar- vatnsvelli allt að Laugar- vatni. Til að forvitnast frekar um skokkið ræddi Morgunblaðið við Ingvar Garðarsson, formann al- menningsíþróttanefndar HSK, sem sér um undir- búning þess. – Hver er saga Bláskóga- skokksins? „Héraðssambandið Skarphéð- inn hefur staðið fyrir skokki yfir Bláskógaheiðina, frá Gjábakka á Þingvöllum að Laugarvatni, undanfarin 30 ár. Þetta er eitt fyrsta almenningsskokkið sem boðið var upp á hér á Íslandi. Brynleifur Steingrímsson, hér- aðslæknir á Selfossi, flutti aftur hingað heim eftir dvöl erlendis, þar sem hann hafði kynnst skokk- menningunni. Hann, ásamt Leifi Österby, hvatti til skokksins hér um slóðir og kom því til leiðar að Bláskógaskokkið var sett á lagg- irnar. Almenningsíþróttanefndin sér um framkvæmd skokksins og er þetta aðalverkefni hennar á starfsárinu.“ – Hvernig hefur þátttaka verið? „Fyrstu árin var mjög góð þátt- taka í skokkinu, nokkur hundruð manns, en nú síðari ár hefur nokkuð fækkað í hópnum. Við bú- umst samt við fjölmenni á sunnu- daginn, enda ekki annað ásættan- legt. Við höfum skokkið ávallt um þetta leyti, aðra helgina í júlí.“ – Hve löng er skokkleiðin? „Hún er annars vegar 5 kíló- metrar og hins vegar 16 kílómetr- ar. Sú lengri er nær allur vegur- inn milli Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Laugarvatns, en styttri leiðin hefst innar á heið- inni. Skokkað er í átt að Laug- arvatni, svo að þeir sem mæta til skokksins Laugarvatnsmegin geta tekið rútu kl. 11 að Gjábakka gegn vægu gjaldi. Síðan hefst skokkið á hádegi, klukkan 12. Á upphafsstaðnum verður skráð þátttaka í skokkið, fyrir þá sem koma frá Reykjavík og nágrenni, en einnig tökum við á móti skrán- ingum á netfangið okkar, hsk@hsk.is, fyrir klukkan fjögur á föstudaginn. Þátttökugjald er 700 krónur.“ – Hvað er fólk lengi að hlaupa þessa leið? „Þeir fyrstu eru tæpa klukku- stund að hlaupa leiðina. Vegurinn er meira aflíðandi í átt að Laug- arvatni en í áttina að Þingvöllum og þess vegna er leiðin þægilegri fyrir skokkarana. Svo endar hlaupið við Íþróttamið- stöðina á Laugarvatni. Keppt er í nokkrum aldursflokkum, það er 16 ára og yngri (aðeins 5 km), 17–39 ára, 40–49 ára og 50 ára og eldri. Bæði kyn keppa saman í öllum flokkum.“ – Hvaðan koma þátttakendurn- ir helst? „Þeir koma flestir af Reykja- víkursvæðinu. Margir eru að þjálfa sig upp fyrir Laugavegs- hlaupið (milli Landmannalauga og Þórsmerkur), sem verður 20. júlí. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að nýta sér öll hlaup af þessu tagi til að koma sér í gott form.“ – Svo lýkur skokkinu á Laug- arvatni? „Já, allir keppendur fá verð- launapening og sigurvegarar í hverjum flokki sérstakan eignar- grip og sérverðlaun eru fyrir fyrsta karlinn og fyrstu konuna úr 16 kílómetra hlaupinu. Við af- hendum verðlaunin á sundlaugar- bakkanum. Allir sem taka þátt í skokkinu fá frítt í sund að því loknu. Það er alltaf mikið fjör að þessu loknu og gaman að vera á Laugarvatni.“ – Þið hafið engar áhyggjur af veðrinu, eða hvað? „Nei, það er veðursælt á Blá- skógaheiðinni og við Laugarvatn, og við vonumst til þess að veðrið leiki við skokkarana. Það getur oft orðið mjög heitt hér í uppsveit- unum.“ – HSK stendur fyrir fjöl- breyttu íþróttastarfi, ekki satt? „Jú, sömu helgi og Bláskóga- skokkið er heldur HSK íþróttahá- tíð á Hellu, hið 18. í röðinni. Keppt verður í frjálsíþróttum, sundi, starfsíþróttum og íþróttum fatl- aðra. Starf sambandsins er fjöl- breytt og lifandi. Við keppum á landsmótum og í bikarkeppninni og þess háttar. – Á sambandið sér langa sögu? „Það var stofnað árið 1910, sem samband ungmenna- og íþrótta- félaganna í Árnes- og Rangár- vallasýslu. Það lifir enn góðu lífi í anda ungmennafélag- anna. Aðildarfélögin eru 51 talsins og fé- lagarnir rúmlega níu þúsund talsins. Starf- semin er mjög blómleg og eru haldin fjölmörg mót á hverju ári á vegum þess. Nýlokið er héraðsmóti HSK í frjálsum íþróttum á Laugarvatni, þar sem fulltrúar tíu aðildarfélaga kepptu, og tókst afbragðsvel. Einnig fylg- ist sambandið með starfsemi að- ildarfélaganna og gætir þess að þau starfi í samræmi við reglur hreyfingarinnar.“ Ingvar Garðarsson  Ingvar Garðarsson fæddist 29. janúar 1958 á Selfossi en ólst upp á Húsatóftum á Skeiðum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flúðum og vann framan af við ýmis land- búnaðarstörf, en lauk námskeiði í slátrun í Hróarskeldu í Dan- mörku og vinnur nú í slátur- húsum Sláturfélags Suðurlands á Selfossi. Hann hefur starfað mik- ið með Héraðssambandinu Skarp- héðni og oftsinnis keppt í lang- hlaupi um land allt og erlendis. Hann er formaður almennings- íþróttanefndar HSK. Ingvar á eina dóttur, Bryndísi Ósk. Skokkað í sveitum Árnessýslu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.