Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 19 S MATAR! KOSTAR MINNA 12-19 ALLA DAGA Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið úrval ljósum sumardrögtum af fallegum 10 96 / T A K T ÍK 1 3. 7´ 02 499 Nauta Rib Aye - gæðasteik pr. kg.1 499 Nauta piparsteik pr. kg.1 2899 Nautalundir pr. kg. 099 Nautasnitsel pr. kg.1 Nú er gott verð á nýju nautakjöti KRAFTUR, þor og frumkvæði er það sem situr eftir þegar konurnar í sendinefnd íslenskra viðskipta- kvenna í Barcelona hafa kynnt fyr- irtæki sín fyrir spænskum aðilum nú í vikunni. Tilefnið var að hita upp fyrir alþjóðlegu kvennaráðstefnuna „Global Summit of Women 2002“ sem hófst í gær og stendur til 13. júlí í nýju viðskiptahverfi borgarinnar en þar munu athafnakonur hvaðan- æva úr heiminum koma saman. Hugmyndin að því að stofna þessa sérstöku viðskiptanefnd kvenna kviknaði þegar Jónína Bjartmars al- þingiskona hitti skipuleggjendur ráðstefnunnar í Hong Kong í fyrra og í maí var hafist handa við undir- búning og skipulagningu. Tilgang- urinn er göfugur; að koma íslensk- um athafnakonum á framfæri og leita að viðskiptatækifærum erlend- is. Sjaldan hefur komið saman jafn- áhugaverð blanda fyrirtækja og framtaks. Sem dæmi má nefna út- flutning á hárkollum og höfuðfötum, náttúrulega unnum hundamat, ís- lensku kryddi, tónlistarmönnum og hönnun. Einnig voru íslensku kon- urnar að leita að erlendum birgjum til þess að renna fleiri stoðum undir starfsemi sína á Íslandi. Að loknum fyrirlestri um efna- hagsástand Barcelonaborgar og er- indi Sigríðar Snævarr, sendiherra fyrir Spán, um efnahagsumhverfi Ís- lands, kynntu konurnar sig stuttlega og buðu svo áhugasömum að koma að borðinu sínu og fá frekari upplýs- ingar. Aðspurðar virtust þær flestar ánægðar með árangurinn eða eins og ein orðaði það: „Það er nóg að koma hingað þótt það sé ekki nema fyrir það að finna fyrir meðbyr.“ Eins og ein þessara kraftmiklu at- hafnakvenna benti réttilega á eru þær fáar konurnar sem fæðast með silfurskeið í munni og því er nauð- synlegt að leita réttra leiða til þess að drífa verk sín og hugmyndir áfram og efla viðskiptatengsl sín, ekki bara við samlanda heldur einn- ig á alþjóðlegum vettvangi. Aðalat- riðið er að bera sig eftir björginni og búa sér til sína eigin silfurskeið. Íslenskar konur kynna fyrirtæki sín í Barcelona Að bera sig eftir björginni Morgunblaðið/Gréta Hlöðversdóttir Sigríður Snævarr, sendiherra Íslands, Helga Jóhannesdóttir hjá Leirverk- stæðinu Álafossi og Þóra Guðmundsdóttir hjá flugfélaginu Atlanta. Barcelona. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Gréta Hlöðversdóttir Íslensku athafnakonurnar samankomnar í Barcelóna. VINNSLUSTÖÐIN hf. hefur selt línubátinn Gandí VE-171 til Færeyja, en hann hefur verið til sölu í eitt og hálft ár. Skrifað var undir kaupsamn- ing þessa efnis í gær og verður skipið afhent í næstu viku. Sölutap á skipa- sölunni er tæpar 90 milljónir króna. Nýlega gekk útgerðarfélagið Únd- ína ehf., sem gerir út togskipið Björgu VE, inn í Vinnslustöðina. Út- hlutaðar aflaheimildir þess eru tæp- lega 500 þorskígildistonn. Eftir söl- una á línubátnum á Vinnslustöðin sjö skip. Það eru Drangavík, Brynjólfur, Kap, Sighvatur, Jón Vídalín, netabát- urinn Gandí og Björg. Uppi eru hug- myndir um að selja Björgu líka og að heimildir hennar verði nýttar af öðr- um skipum félagsins. Vinnslustöðin hefur á þessu fiskveiðiári til ráðstöf- unar ígildi 11.000 tonna af þorski auk 1.850 þorskígildistonna í eigu Jóns Erlingssonar í Sandgerði og afla- heimildanna sem fylgdu Björgu. Vinnslustöðin selur Gandí til Færeyja AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.