Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 21
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 21
187kr.kg
BANANAR
KOSTAR MINNA
HEIÐMÖRK
Ú T I V I S T A R - O G F J Ö L S K Y L D U H Á T Í Ð Í
L A U G A R D A G I N N 1 3 . J Ú L Í
ALLIR ÞÁTTTAKENDUR FÁ VATNSBRÚSA OG STUTTERMABOL OG ÞEIR SEM FARA Í RATLEIK EÐA FJÁRSJÓÐSLEIT FÁ EINNIG LÍTINN ÁTTAVITA
• Magnús Scheving hitar upp fyrir skemmtiskokkið
• Bubbi Morthens skemmtir
• Leiktæki frá Skátalandi fyrir börnin
• Veitingar að Elliðavatni að loknum ratleik og skemmtiskokki
Hreyfing og skemmtun fyrir fólk á öllum aldri verður í boði á Útivistar- og fjölskylduhátíð í
Heiðmörk, laugardaginn 13. júlí. Lögð er áhersla á að nýta kosti umhverfisins, skógi vaxið land,
hæðir og hóla, dældir og rjóður, til að bjóða upp á skemmtilega leiki og hlaup.
Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og þátttakan er ókeypis. Í ratleik er sameinað víðavangshlaup og færni í að rata eftir korti
og áttavita. Einnig verður í boði einfölduð útgáfa af leiknum sem nefnist fjársjóðsleit og hentar vel fjölskyldum með börn. Eins og
undanfarin ár verður einnig keppt í 10 km hlaupi á skógarstígum og farið í 3,5 km skemmtiskokk. Kunnir skemmikraftar sjá um
upphitun og tónlist. Leiktæki Skátalands eru opin börnunum allan daginn.
Bílastæði eru í Rauðhólum og þaðan er þátttakendum ekið að Elliðavatni þar sem skráning fer fram.
Skráning frá kl. 9.00.
Kl. 10.00 – 12.00:
Ratleikur og fjársjóðsleit (unnt er að hefja leik hvenær sem er milli kl. 10 og 12).
Kl. 13.00:
10 km hlaup með tímatöku. Aldursflokkar karla og kvenna: 17 ára og yngri, 18-39, 40-49, 50-59, 60 ára og eldri.
Kl. 14.00:
3,5 km skemmtiskokk.
EKKERT ÞÁTTTÖKUGJALD!
Takmarkaður þátttakendafjöldi
Nánari upplýsingar á: www.or.is • www.skograekt.is • www.skataland.is • www.irsida.is/frjalsar/
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
4
8
4
4
Ótrúlegur
árangur!
www.heilsubrunnur. is
ils þrýstings stuðningsmanna um-
deildrar áætlunar hans um efna-
hagsumbætur, en hún nýtur
stuðnings Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins, IMF.
EFNAHAGSMÁLARÁÐHERRA
Tyrklands, Kemal Dervis, sem nýt-
ur mikillar virðingar meðal fjár-
festa, hætti í gær við að segja af sér
eftir að hafa beðist lausnar, að sögn
tyrknesku sjónvarpsstöðvarinnar
NTV. Fyrr um daginn hafði utanrík-
isráðherrann, Ismail Cem, sagt af
sér og talið er að hann hyggist
stofna nýjan stjórnmálaflokk með
Husamettin Ozkan, sem lét af emb-
ætti aðstoðarforsætisráðherra á
mánudag, til að reyna að afstýra
stjórnarkreppu og frekara efna-
hagsumróti.
Bulent Ecevit forsætisráðherra
gaf út yfirlýsingu í gær þar sem
hann hvatti ráðherra og þingmenn,
sem hafa sagt sig úr flokki hans, til
að ganga aftur til liðs við flokkinn og
stjórnina. Yfir 40 þingmenn og sjö
ráðherrar hafa sagt skilið við flokk
forsætisráðherrans, Lýðræðislega
vinstriflokkinn, eftir að Ecevit neit-
aði að verða við kröfum um að hann
segði af sér vegna heilsubrests. Ece-
vit er 77 ára gamall og hefur verið
svo heilsutæpur síðustu tvo mánuði
að hann hefur lítið getað komið fram
opinberlega.
Fregnir hermdu í gær að Cem og
Ozkan hygðust stofna nýjan stjórn-
málaflokk og fá Dervis efnahags-
málaráðherra til liðs við sig. Cem og
Dervis eru báðir virtir stjórnmála-
menn og tyrkneskur stjórnmála-
skýrandi lýsti þeim sem „drauma-
liði“ þeirra sem eru hlynntir því að
Tyrkland gangi í Evrópusambandið.
Dervis baðst lausnar í gær en
hætti við að segja af sér vegna mik-
Utanríkisráð-
herra Tyrklands
segir af sér
Sagður undirbúa stofnun
nýs stjórnmálaflokks
Ankara. AFP.
ALÞJÓÐLEGU mannrétt-
indasamtökin Amnesty Inter-
national fordæma sjálfsmorðs-
árásir Palestínumanna í nýlegri
skýrslu sem samtökin sendu
frá sér. Segir í skýrslunni að að
minnsta kosti 350 manns hafi
fallið í meira en 128 árásum
Palestínumanna, flestir þeirra
Ísraelsmenn.
„Engu máli skiptir fyrir
hvaða málstað barist er fyrir,
það er aldrei hægt að réttlæta
árásir á almenna borgara,“ seg-
ir í yfirlýsingu Amnesty. Sam-
tökin lögðu einnig áherslu á að
Ísraelsstjórn tæki tillit til al-
þjóðlegra mannréttindasátt-
mála í aðgerðum sínum.
Fordæma
sjálfs-
morðs-
árásir
Jerúsalem. AFP.