Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 25
LISTIR/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 25 Skólavörðustíg 7, RVÍK, Sími 551-5814 -Gæðavara Verð kr: 6.200.- Verð kr: 7.900.- Verð kr: 8.900.- Verð kr: 9.900.- Verð kr: 3.500.- Verð kr: 3.100.- Verð kr: 2.800.- Verð kr: 3.100.- Verð kr: 7.900.- Verð kr: 8.900.- Verð kr: 6.900.- Verið velkomin - aðgengi er orðið mjög gott að búðinni Verð kr: 7.300.- Verð kr: 9.500.- Verð kr: 11.500.- Verð kr: 12.500.- Verð kr: 5.900.- Verð kr: 3.100.- alltaf á sunnudögumFERÐALÖG SS HUNT’S BBQ GRILLKJÖT 25%afsl. KOSTAR MINNA BARNASTJÖRNUR eiga gjarnan strembið líf fyrir höndum og eldast oftar en ekki á annan veg en hentar skemmtanaiðnaðinum. Hin ungu og efnilegu Frankie Muniz og Amanda Bynes eru stjörnurnar í Malcolm in the Middle og The Amanda Show, sjónvarpsþáttunum vinsælu. Þau eru bæði að hefja leitina að frægð og frama á hvíta tjaldinu og leika saman í gamanmyndinni Big Fat Liar. Muniz leikur Jason Shepherd, for- fallinn og hraðlyginn nemanda sem liggur undir endalausum ámælum kennaranna fyrir að ljúga sig útúr hverju verkefninu á fætur öðru, ekki síst heimavinnunni. Þegar kennslu- konan hans grípur Jason glóðvolgan við sína forhertustu lygasmíð frá upp- hafi setur hún honum afarkosti: Að klára heimaverkefnið fyrir kvöldið eða hann verður sendur í sumarskóla! Nú eru góð ráð dýr svo Jason lætur reyna rétt einu sinni á skáldagáfuna. Lýgur upp frábærri sögu sem hann rétt nær að ljúka mínútum áður en tímamörkin skella á. Hann er á harða- hlaupum með afraksturinn á fund kennslukonunnar er stór og mikill eð- alvagn skellur á honum. Ökumaður- inn er Marty Wolf (Paul Giamatti), kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, sem tínir upp blöðin hans Jasons og sér samstundis að hér er komið frá- bært efni í kvikmynd. Tekur feginn við og heldur með skáldskapinn til kvikmyndaborgarinnar á vestur- ströndinni. Jason er ekki á því að láta fara þannig með sig og ætlar sér ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Heldur því á fund Wolfs ásamt Kay- lee (Amanda Bynes), vinkonu sinni, en karl er ekki á því að láta krakka trufla áætlanirnar. Þau svara aftur á móti með því að hvekkja hann á allan máta. Orrustan er hafin! Þess má til gamans geta að Big Fat Liar er tekin í Universal-kvikmynda- verinu og segjast glöggir menn sjá ýmsa kunnuglega sviðsmuni og bygg- ingar ef vel er að gáð. Húsið hans Normans Bates úr Psycho er í aug- sýn, bílarnir úr Aftur til framtíðar og Þegar Trölli stal jólunum, o.s.frv. Ásamt barnastjörnunum kemur Giamatti talsvert til sögunnar, en hann er kunnur senuþjófur úr fjölda mynda. Leikarar: Frank Muniz (Dr Dolittle 2, It Had to Be You); Amanda Bynes (frum- raun); Paul Giamatti (Big Momma’s House, Man on the Moon, Saving Private Ryan). Leikstjóri: Shawn Levy (Just Married, Address Unknown). Forfallinn, sjúk- legur haugalygari Háskólabíó frumsýnir bandarísku fjöl- skyldumyndina Big Fat Liar með Frank Muniz, Amöndu Bynez og Paul Giamatti. Giamatti ræðir við Muniz. EINN af litríkari kvikmyndagerðar- mönnum samtímans, Barbet Schroeder, leikstýrir spennumynd- inni Murder by Numbers með hinni feikivinsælu Söndru Bullock í aðal- hlutverki. Lík ungrar konu finnst í skóglendi utan við strandbæ í Kaliforníu. Cassie Mayweather (Sandra Bullock), sér- fræðingur í glæpadeildinni, er send á staðinn, ásamt Sam Kennedy (Ben Chaplin), nýjum félaga sínum á vakt- inni. Vettvangsrannsókn leiðir í ljós hrottafengið morð sem unnið hefur verið í ofbeldisæði og asa. Cassie hefur á tilfinningunni að meira búi undir en virðist við fyrstu sýn. Eitthvað málinu skylt rifjar upp fyrir henni atburði, langt aftur úr for- tíðinni. Cassie fikrar sig áfram við að púsla saman þeim litlu sönnunargögnum sem eru til staðar. Sam er þolinmóður og lætur hana ráða ferðinni, gefur lít- ið fyrir orðsporið sem fer af samstarfi hennar við fyrrverandi félaga. Morðrannsóknin færir lögreglu- mennina á fund Richards (Ryan Gosl- ing), eiganda skónna sem morðinginn hefur hugsanlega notað þegar verkn- aðurinn var framinn. Richards heldur því fram að skónum hafi verið rænt úr skápnum hans og hefur skothelda fjarvistarsönnun. Er samvinnuþýður en eitthvað í fari hans setur Cassie úr jafnvægi, áttar sig ekki á honum. Grunar að meira búi undir sjálfs- öruggu yfirborðinu. Eftir fundinn við Richard fara lög- reglumennirnir hvor í sína áttina hvað vinnubrögð snertir. Sam heldur áfram að púsla á meðan Cassie fer óhefðbundnar leiðir og styðst við hug- boð, grunsemdir og drauga úr fortíð- inni. Það kemur í ljós að hinn aðlaðandi Richards á í dularfullu vinfengi við Justin Pendleton (Michael Pitt). And- stæðu hans við fyrstu sýn, en undir niðri eiga þeir ýmislegt sameiginlegt. Þeir eru afskiptir synir efnafólks og lifa í eigin veröld þar sem foreldrar eru einkum nauðsynlegir til að fjár- magna furðulegan lífsstílinn. Með þessi brot reyna lögreglu- mennirnir að komast til botns í máli sem verður æ flóknara og ískyggi- legra með hverri mínútunni. Leikarar: Sandra Bullock (Speed, A Time to Kill, Wrestling Ernest Hemingway, Miss Congeniality); Ben Chaplin (The Truth About Cats and Dogs, Washington Square, The Thin Red Line); Ryan Gosl- ing (The Believer, Remember the Titans). Leikstjóri: Barbet Schroeder (Reversal of Fortune, Barfly, Kiss of Death). Hið full- komna morð? Sambíóin Álfabakka, Kringlunni og Ak- ureyri frumsýna Murder by Numbers með Söndru Bullock, Ryan Gosling, Michael Pitt og Ben Chaplin. Rýnt í sönnunargögnin: Sandra Bullock og Ben Chaplin í Murder By Numbers. HINN sívinsæli og kattliðugi slagsmálahundur og gamanleikari Jackie Chan stingur upp sínum svarthærða kolli í átaka- og gaman- myndinni Accidental Spy, eða Njósnari fyrir tilvilj- un. Hún byrjar, líkt og margar aðrar, mitt í grámyglu hversdags- ins. Það er ekkert að gerast hjá Buck (Chan), sölu- manni heilsurækt- artóla, þegar hann sér tvo grunsamlega skuggabaldra læðupokast inní húsa- sund. Buck finnur á sér að eitt- hvað gruggugt er að brjótast um í huga náunganna. Fylgir því í hum- átt á eftir þeim enda þyrstir hann í ævintýri og slagsmál til að krydda tilbreytingarleysi kaupmennsk- unnar. Hugboð Bucks reynist rétt því kauðarnir tveir eru ekki á leið inní sundið til að gera góðverk dagsins heldur ræna skartgripaverslun. Okkar maður brettir upp ermarn- ar, skyrpir í lófana og vita bófarnir ekki fyrri til en afgreiðslublókin er búin að berja þá til óbóta og sír- enurnar væla. Umtalið, sem fylgir hetjudáðum Bucks, hefur óvænt eftirmál og hin bestu áhrif á framtíðardrauma sölumannsins því einkaspæjarinn Liu (Eric Tsang) kemur að máli við Buck til að tjá honum að hann sé örugglega týndur sonur forríks kóresks kaupahéðins. Nú vænkast heldur betur hagur strympu því Buck leggst í ferðalög og uppfyllast óskir hans um ríki- dæmi og ljúfa lífið. Hann heldur m.a. til Tyrklands, en kemst að því að ekki er allt sem sýnist. Hann er orðinn þátttakandi í e.k. leik katt- arins að músinni og verður aftur að bretta upp ermar. Í þetta skipti til að bjarga eigin skinni. Leikarar: Jackie Chan (Rush Hour I. og II., Shanghai Knigts, Shanghai Noon); Eric Tsang, Vivian Hsu. Leik- stjóri: Teddy Chan (Ziyu fengbao) (1999) eða Purple Storm; San tau dip ying (1997) eða Downtown Torpedoes; Shen tou die ying (1997); In the Heat of Summer (1994) Wan 9 zhao 5 (1994) eða Twenty Something. Njósnari fyrir tilviljun Regnboginn frumsýnir Accidental Spy með Jackie Chan, Eric Tsang, Vivian Hsu og Min-jeong Kim. Jackie Chan í gamalkunnum stellingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.