Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 47
verið rædd margvísleg málefni
varðandi veiðimál eins og um end-
urskoðun laga um lax- og silungs-
veiði sem nú stendur yfir, skatt-
lagningu hlunnindatekna og
veiðieftirlit í sjó, auk ýmissa innri
málefna samtakanna. Þá urðu um-
ræður um hnignun stórlaxastofna
undanfarna áratugi og lýstu menn
áhyggjum sínum vegna þessa.
Síðan segir orðrétt: „Í ályktun
fundarins um endurskoðun laga um
lax- og silungsveiði er lögð sérstök
áhersla á að við endurskoðunina
verði lagagrundvöllur veiðifélaga
traustur og styrki starfsemi þeirra
hér eftir sem hingað til.
Landssamband veiðifélaga, sem er
heildarsamtök veiðiréttareigenda
hér á landi, hélt aðalfund á Húna-
völlum nýverið og voru samþykktar
þar harðorðar ályktanir tengdar
sjókvíaeldinu austur á fjörðum.
Í fréttatilkynningu frá samband-
inu segir m.a. að á fundinum hafi
Þá segir í ályktun um sjókvíaeldi
á norskum laxi að fundurinn vari við
þeirri hættu sem samfara sé slíku
eldi og telur að eftirliti með því sé
mjög ábótavant vegna þess að fjár-
magn skorti til þess að tryggja
öruggt og gott eftirlit, bæði með
rekstri og búnaði öllum. Úr þessu
þurfi að bæta frá hendi fjárveit-
ingavaldsins. Þá mótmælir fundur-
inn harðlega þeirri ákvörðun að
heimila flutning til landsins á not-
uðum báti til seiðaflutninga og
minnir á bann við innflutningi á not-
uðum eldisbúnaði samkvæmt 76.
grein laxveiðilaga.“
Svo mörg voru þau orð.
Morgunblaðið/Golli
Sjávarfossinn í Elliðaánum.
Mótmæla seiðaflutningabátnum
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
HREYFING og skemmtun fyrir fólk
á öllum aldri verður í boði á útivistar-
og fjölskylduhátíð Orkuveitunnar í
Heiðmörk á laugardag, 13. júlí. Lögð
er áhersla á að nýta kosti umhverf-
isins, skógi vaxið land, hæðir og hóla,
dældir og rjóður, til að bjóða upp á
skemmtilega leiki og hlaup.
„Allir geta fundið eitthvað við sitt
hæfi og þátttakan er ókeypis. Í ratleik
er sameinað víðavangshlaup og færni
í að rata eftir korti og áttavita. Einnig
verður í boði einfölduð útgáfa af leikn-
um sem nefnist fjársjóðsleit og hentar
vel fjölskyldum með börn. Eins og
undanfarin ár verður einnig keppt í 10
km hlaupi á skógarstígum og farið í 3
km skemmtiskokk. Kunnir skemmti-
kraftar sjá um upphitun og tónlist.
Leiktæki Skátalands eru opin börn-
unum allan daginn.
Magnús Scheving stjórnar upphit-
un fyrir skemmtiskokkið og Bubbi
Morthens skemmtir að hlaupunum
loknum. Bílastæði eru í Rauðhólum
og þaðan er þátttakendum ekið að
Elliðavatni þar sem skráning fer
fram.
Með fjölskylduhátíðinni leggur
Orkuveita rEykjavíkur sitt af mörk-
um til að kynna Heiðmörkina sem
kjörið útivistarsvæði fyrir alla fjöl-
skylduna. Samstarfsaðilar að þessu
sinni eru Frjálsíþróttadeild ÍR,
Skátasamband Reykjavíkur og Skóg-
ræktarfélag Reykjavíkur.
Dagskrá: Skráning frá kl. 9. Kl. 10-
12: Ratleikur og Fjársjóðsleit (unnt
er að hefja leik hvenær sem er milli kl.
10 og 12). Kl. 13: 10 km hlaup með
tímatöku. Aldursflokkar karla og
kvenna: 17 ára og yngri, 18-39, 40-49,
50-59, 60 ára og eldri. Kl. 14: 3,5 km
skemmtiskokk. Ekkert þátttöku-
gjald.
Allir þátttakendur fá vatnsbrúsa og
stuttermabol og þeir sem fara í rat-
leik eða fjársjóðsleit fá einnig lítinn
áttavita,“ segir í fréttatilkynningu.
Útivistar- og
fjölskylduhá-
tíð í Heiðmörk
KRISTNIBOÐSMÓT á vegum
Kristniboðssambandsins verður
haldið á Löngumýri í Skagafirði dag-
ana 12.–14. júlí nk. Mótið hefst í
kvöld, föstudagskvöld, með sam-
komu sem Sigríður Halldórsdóttir
prófessor talar á.
Að morgni laugardags verður
biblíulestur í umsjá Hrannar Sigurð-
ardóttur kristniboða og síðdegis
verður kristniboðssamkoma í umsjá
Ragnars Gunnarssonar og Hrannar
Sigurðardóttur kristniboða en þau
hafa um árabil starfað sem kristni-
boðar í Kenýa. Um kvöldið verður
vitnisburðarsamkoma þar sem fólk
segir frá trúarreynslu sinni. Á
sunnudagsmorgun verður farið að
Hólum og áður en messa hefst í
Hóladómkirkju kl. 11 verður bæna-
ganga á Hólum sem hefst kl. 10.15.
Lokasamkoma kristniboðsmóts-
ins verður kl. 14. Skráning á mótið er
á Löngumýri og eru allir velkomnir.
Kristniboðsmót
á Löngumýri
♦ ♦ ♦