Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 27
Í athyglisverðri grein
hinn 3. júlí sl. ræðir Sig-
mar Þormar um þekk-
ingarstjórnun sem tæki
í baráttu við hryðju-
verk. Hann ræðir einnig
um þekkingarvanda
sem felst í því að vita
ekki hvað við vitum.
Hann tekur dæmi um
þekkingarvandræði
bandarísku alríkislög-
reglunnar þar sem erf-
iðleikar í mannlegum
samskiptum og týnd
skjöl hindri þekkingar-
flæði og hindri þannig
að stofnunin geti sinnt
hlutverki sínu. Þannig
sé þekkingarstjórnun nýtt tæki í bar-
áttunni við hryðjuverk. Þekkingar-
stjórnun sem slík er ekki ný því hún
hefur verið hluti af hefðbundinni
stjórnun en nýtur nú aukinnar athygli
þar sem samkeppnisforskot fyrir-
tækja er sífellt meira falið í óáþreif-
anlegum verðmætum frekar en af-
köstum eða framleiðslutækni.
Við lestur greinarinnar finnst mér
helst mega draga þá ályktun að þekk-
ingarstjórnun felist í góðri skjala-
vörslu og bættum mannlegum sam-
skiptum. Vissulega má segja að
þekkingarstjórnun sé fólgin í því að
tryggja starfsmönnum rétt gögn og
upplýsingar til þess að geta staðið sig
sem best í starfi. Þá verður samt að
gæta þess að blindast af því hvaða
tæki og tól eru notuð í stað innihalds-
ins. Svo áfram sé notað dæmið um al-
ríkislögregluna þá er ekki nóg fyrir
hana að flokka skjölin sín rétt ef
starfsmennirnir hafa ekki þekkingu
til þess að nýta sér það sem í þeim
stendur.
Í allri umræðu um
þekkingu skiptir máli
að hafa sameiginlegan
skilning á því hvað er
verið að ræða þegar tal-
að er um þekkingu.
Myndrænt er þetta oft
skýrt með mynd af svo-
kölluðum þekkingarpír-
amída. Þessi píramídi
hefur þrjú lög. Það
neðsta eru gögn (data),
miðlagið eru upplýsing-
ar (information) og
efsta lagið er þekking
(knowledge). Til að
skýra þetta aðeins bet-
ur má segja að:
Gögn eru safn ákveð-
inna hlutlægra staðreynda um at-
burði. Þannig geta gögn verið safn
færslna í bókhaldi, eða gagnastraums
s.s. megabæti á sekúndu o.s.frv. Það
verður að athuga að gögn geta verið
misvísandi því í þeim felst engin túlk-
un. Einnig lýsa gögn aðeins broti af
því sem hefur gerst og í þeim felst
enginn grundvöllur til aðgerða.
Mörgum finnst að sé nógu miklu
magni gagna safnað hverfi óvissan og
réttar ákvarðanir fylgi í kjölfarið.
Þess vegna getur mikið magn af
gögnum veitt falska öryggistilfinn-
ingu.
Upplýsingar eru gögn sem eru við-
eigandi og hafa tilgang. Segja má að
upplýsingar séu eins og skilaboð.
Þeim er ætlað að breyta eða bæta við
vitneskju þess sem skilaboðin fær.
Það aftur á móti byggist á skilningi
hans. Ef fullur skilningur er á upplýs-
ingunum þá þarf í sjálfu sér ekki að
ræða það frekar en ef upplýsingarnar
skiljast ekki þá eru þetta gögn sem
móttakandinn hefur ekki skilning á.
Þekking er þess vegna skilningur á
gögnum og upplýsingum. Sú vitn-
eskja sem verður til í huga þess sem
skilur. Önnur leið er að skilgreina
þekkingu sem eiginleikann til þess að
breyta gögnum og upplýsingum í
hagnýta aðgerð.
Það er einmitt þessi eiginleiki sem
er svo mikilvægur allri starfsemi. Það
skapar verðmæti fyrir skipulagsheild
að geta hagnýtt sér getu starfsmanna
sinna til þekkingarsköpunar. Þessi
verðmæti eru ekki aðeins falin í
starfsmönnum heldur einnig í þeim
tengslum sem skipulagsheildin hefur
við viðskiptavini sína í formi vöru-
merkja og viðskiptavildar og síðast en
ekki síst í formi verklags og vinnu-
ferla sem stýra daglegum rekstri.
Þessi þrjú atriði, mannauður, við-
skiptaauður og skipulagsauður,
mynda þau óáþreifanlegu verðmæti
eða þekkingarauð sem skipulags-
heildin býr yfir. Þekkingarstjórnun
snýst um að hámarka ávinninginn af
þessum verðmætum. Aðgengi að upp-
lýsingum og miðlun þeirra er aðeins
hluti af því verkefni sem þekkingar-
stjórnun fæst við að leysa.
Þekkingarumræða
á villigötum
Eggert
Claessen
Þekking
Þekkingu er ekki að
finna í skjölum, segir
Eggert Claessen,
heldur í huga þess
sem skilur.
Höfundur (ec@tm.is) er M.Sc. í al-
þjóðaviðskiptum og framkvæmda-
stjóri hjá Tölvumiðlun hf.
LISTIR
SEINT eða aldrei
verður nógsamlega
undirstrikað að um-
ræða um íslensk utan-
ríkismál fer fram á ís-
lenskum forsendum, en
eigi erlendum! Nýbak-
aður formaður Heims-
sýnar var virkur þátt-
takandi í umræðu á
tímum kalda stríðsins
um íslensk utanríkis-,
öryggis- og varnarmál.
Sú umræða var um
gagnkvæmni varnar-
samstarfs Íslands og
Bandaríkjanna, auk að-
ildar Íslands að Norð-
ur-Atlantshafsbanda-
laginu (NATO). Þetta var umræðan
og rökræðurnar í orði kveðnu. Það er
því óþarfi að láta þess getið að hinn
nýbakaði formaður Heimssýnar,
Ragnar Arnalds, gekk gegn hvoru
tveggju í málflutningi sínum. For-
maðurinn var andvígur annars vegar
aðild Íslands að varnarsamningnum
og hins vegar NATO. Eins og forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
hefur nýlega bent á, héldu Íslending-
ar góðu heilli tryggð við þessa grund-
vallarhagsmuni, sem fólgnir voru í
aðild að NATO, og veru varnarliðsins
á Keflavíkurflugvelli.
Umræðan snúist um hina
íslensku „Evrópustefnu“
En hvar skyldu andstæðingar
NATO og varnarsamstarfsins setja
sitt mark í umræðum, sem fer fram
um Evrópumál og afstöðu Íslands til
aðildar að Evrópusambandinu
(ESB)? Ragnar Arnalds, rithöfundur
og fyrrverandi alþingismaður, hefur
leitast við að svara
þeirri spurningu með
stofnun Heimssýnar. Í
stuttu máli er Heims-
sýn félagsskapur
manna og kvenna, sem
mælir gegn aðild Ís-
lands að ESB.
Það ber að fagna því,
að umræða um íslenska
hagsmuni og Evrópu-
samstarfið breiðist út
með stofnun félaga og
fundahalda. Kjarni
málsins er sá, að ís-
lenskir hagsmunir gera
þá kröfu til allra karla
og kvenna, að halda úti
virkri umræðu um ut-
anríkismál, utanríkisviðskipti, og ör-
yggis- og varnamál. En á hvaða for-
sendum fer slík umræða fram?
Verður fár vegna örlaga
fjarlægra ríkja?
Í kalda stríðinu var það plagsiður
Alþýðubandalags- og Þjóðvarnar-
manna, og sósíalista, að heyja um-
ræðu um utanríkismál á grundvelli
hagsmuna allra annarra ríkja, en ís-
lenska (þjóð-)ríkisins! Sú saga var
auðvitað með nokkrum endemum.
Og félögum Ragnars Arnalds, for-
manns Heimssýnar, og honum sjálf-
um til lítils sóma. Þessum mönnum –
konum og körlum – skjöplaðist hrap-
allega í sinni röksemdafærslu, eins
og kom í ljós á örlaga-árunum góðu
1989–1991.
Hin síðari ár snýst umræðan (og
rökræðunnar) einna helst um Evr-
ópusamstarf og Evrópumál. Spurn-
ing er, hvort andstæðingar aðildar að
ESB hyggjast skora mörk og setja
mark sitt á rökræður um íslensk ut-
anríkismál, ellegar erlend. Í síðara
tilvikinu myndu þeir Heimssýnar-
menn með Ragnar Arnalds í farar-
broddi, taka málstað t.d. Möltu.
Þeirra mörk yrðu skoruð í umræðu
um utanríkismál Möltu, en ekki Ís-
lands! Það var jú afar ríkur siður á
tímum kalda stríðins að gera slíkt,
heyja utanríkismál Ítalíu eða Spánar
á íslenskum vettvangi!
Íslenskir hagsmunir gera það
nauðsynlegt, að umræðan fari fram á
eftirfarandi grundvelli: það er, ís-
lenskrar sögu; menningar; landa-
fræði og landlegu; stjórnmála; þjóð-
félagsmála; og efnahags- og
viðskiptamála. Vonandi verður ekki
fár vegna fjarlægra ríkja í þeirri um-
ræðu, sem fara mun fram í náinni
framtíð hérlendis. Þannig verður
ekki reynt að drepa umræðu á dreif
um íslensk utanríkis- og Evrópumál.
Heimssýn setur
mörk sín – Hjá hverjum
verða þau skoruð?
Kjartan Emil
Sigurðsson
Evrópumál
Íslenskir hagsmunir
gera þá kröfu til allra,
segir Kjartan Emil Sig-
urðsson, að halda úti
virkri umræðu um
utanríkismál, utanrík-
isviðskipti og öryggis-
og varnamál.
Höfundur er stjórnmála- og
þjóðhagfræðingur.
HAFIÐI séð teikni-
myndaþættina um
Scooby-Doo og félaga
hans í Mystery Inc.? Það
eru nefnilega ekki
skemmtilegir þættir.
Krakkarnir Shaggy,
Velma, Fred og
Daphne bruna um á
sendiferðabílnum sín-
um, og leysa ráðgátur
hér og þar. Og það er
alltaf sama sagan. Þau
koma einhvers staðar
þar sem er dularfullur
draugagangur, elta
drauginn uppi og það
reynist grímuklæddur
maður sem vill græða á
einhverju, og reynir
því að fæla fólk frá
gróðanum. Svo er
þetta líka svolítið fyndið, því
Scooby-Do og sálufélagi hans
Shaggy eru afskaplega hræddir við
drauga, og hugsa ekki um annað en
að borða. Þeir eru miklir klaufar,
koma sér sífellt í vandræði og detta
líka á bossann.
Það er ekki hægt að segja annað
en að handritshöfundar hafi verið
trúir þessum endurtekna söguþræði
því myndin er alveg eins. Hvort sem
er hægt að flokka það sem hrós eða
ekki. En hún er í þokkabót alveg
ótrúlega ófyndin. Einnig er gert ráð
fyrir að fólk þekki Scooby-Doo og
vini hans vel með ýmsum tilvitnun-
um – enda er þessi mynd bara þol-
anleg fyrir hörðustu aðdáendur.
En fléttan er ekki fyrirsjánleg.
Félagarnir koma á Draugaeyjuna
sem er skemmtieyja fyrir ung-
linga, þar sem undarlegir atburðir
eru að gerast. Þannig er að ungling-
arnir sem fara frá eyjunni haga sér
einsog heilaþvegin slytti – og þetta
verður að athuga.
Þessi bíómynd er tæknilega á
hærra plani og því ör-
lítið frábrugðin
þáttunum –
sem betur fer.
Skrímslin eru
nokkuð óhugguleg og
svo ljótar skepnur
býst ég ekki við
að sjá í sjón-
varpsþáttunum.
Það er
kannski eini
plúsinn við
þessa leiðindaræmu. Það verður þó
að taka inn í reikninginn að myndin
er – að öllum líkindum – gerð fyrir
börn, og þegar ég fór í sunnudags-
bíó, þá klöppuðu þau af kæti að
myndinni lokinni, þessar elskur.
Hundur í draugaleit
KVIKMYNDIR
Háskólabíó og Sambíóin
Leikstjóri: Raja Gosnell. Handrit: Hanna &
Barbera, James Gunn og Craig Titley.
Kvikmt.: David Eggby. Aðalhlutverk: Matt-
hew Lillard, Sarah Michelle Gellar, Linda
Cardellini, Freddie Prinze Jr. og Rowan Atk-
inson. 87 mín. Bandaríkin/
Ástralía, Warner Bros. 2002.
SCOOBY-DOO Hildur Loftsdóttir
GUÐNÝ Einarsdóttir leikur á
orgel Reykholtskirkju á laug-
ardag kl. 16. Tónleikarnir eru
þeir þriðju í röð tónleika sem
haldnir eru með liðsinni Félags
íslenskra organleikara til styrkt-
ar orgeli kirkjunnar.
Guðný mun á tónleikunum leika
verk eftir Buxtehude, J.S. Bach,
César Franck, Jón Nordal og J.P.
Sweelinck.
Guðný Einarsdóttir er fædd í
Reykjavík 1978. Guðný stundaði
píanónám frá unga aldri. Hún út-
skrifaðist sem tónmenntakennari
vorið 2001 og lauk samtímis 8.
stigi í píanóleik frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík. Haustið 1995
hóf hún nám við Tónskóla þjóð-
kirkjunnar og var kennari hennar
á orgel Marteinn H. Friðriksson.
Hún lauk kantorsprófi frá Tón-
skóla þjóðkirkjunnar og 8. stigi í
orgelleik vorið 2001. Guðný
stóðst inntökupróf í Konunglega
tónlistarháskólann í Kaupmanna-
höfn og hóf þar nám haustið
2001. Kennarar hennar í org-
elleik eru Lasse Ewerlöf og Hans
Ole Thers. Guðný hefur sungið
með ýmsum kórum og hefur leik-
ið við guðsþjónustur bæði á Ís-
landi og í Danmörku og með ein-
söngvurum og hljóðfæraleikurum.
Næstu tónleikar í tónleikaröð-
inni verða 20. júlí nk., þá mun
Haukur Guðlaugsson, fv. söng-
málastjóri, leika og 3. ágúst leik-
ur Marteinn H. Friðriksson dóm-
organisti. 10. ágúst mun Kjartan
Sigurjónsson, organisti Digra-
neskirkju, formaður Félags ís-
lenskra organleikara, ljúka tón-
leikaröðinni.
Guðný Einarsdóttir spreytir sig við orgelið í Reykholtskirkju.
Við orgelið í Reykholti
MARK Norman Brosseau frá Banda-
ríkjunum opnar í dag kl. 18 sýningu á
verkum sínum í Straumi, Hafnarfirði.
Sýningin nefnist „Experential/
Spatial“ og stendur til 21. júlí, en
þetta er þriðja sýningin sem Bros-
seau heldur hér á landi. Hann hefur
dvalist hér í eitt ár á vegum Ful-
bright-stofnunarinnar.
Í tilkynningu segir að í verkum
sýningarinnar í Straumi reyni Bros-
seau að miðla reynslu sinni með því að
hagræða rými með huglægu mynd-
máli.
Á sýningunni verða nokkur stór
málverk auk smærri verka og stað-
bundinna mynda. Öll eru verkin unn-
in á Íslandi, en meginþorri þeirra var
ekki sýndur á fyrri tveimur sýning-
unum. Í tengslum við sýninguna mun
Brosseau halda skyggnusýningu og
fyrirlestur í Straumi að kvöldi þriðju-
dagsins 18. júlí kl. 19.30.
Sýningin verður opin daglega frá
kl. 13 til 20 en Listamiðstöðin
Straumur stendur við Reykjanes-
braut, skammt frá Álverinu í
Straumsvík.
Brosseau í Straumi