Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Verð frá 1.990.000 kr . ÞEGAR tónlistin nær á manni slíku helj- artaki strax í fyrsta takti, að mann langar helst til að hætta að anda til að trufla ekki og heyra betur, þá er eitthvað merkilegt um að vera. Blokkflautukvartettinn Sirena frá Dan- mörku hóf tónleika sína í Skálholti á laug- ardag með slíkum hvelli í Konsert eftir Tele- mann. Þetta var ekki spurning um fingrafimi kvennanna fjögurra, Marit Ernst, Karinu Hel- enu Agerbo, Helle Nielsen og Piu Loman, þetta var ekki spurning um ótrúlega blásturs- og öndunartækni, þetta var ekki spurning um góða tónlist; – heldur var þetta eitthvað miklu meira og dýrmætara. Þetta var spurning um músík og henni svaraði kvartettinn með því að svala skilningarvitum, huga og tilfinningum hlustenda í einstakri músíkupplifun. Hvílíkur happafengur! Blokkflautukvartettinn Sirena hefur líka að því er sagði í tónleikaskrá unnið til margvíslegra verðlauna og viðurkenninga og skal engan undra. Verkefnaval hópsins á tónleikunum var líka sérstaklega áhugavert. Ný verk í bland við gömul; íslensk verk í bland við útlend. Það var ekki bara Telemann sem lék í hönd- um Sirenu. Það gerðu öll verkin á tónleik- unum. Þó var ekki allt jafn áheyrilegt, en ekki við flytjendur að sakast um það. Blokkflautukvartett Hróðmars I. Sigur- björnssonar var saminn fyrir blokkflaut- unema. Þetta er einfalt verk í sniðum, en engu að síður mjög áheyrilegt. Rounds and Solos eftir ungt danskt tónskáld, Bo Andersen, reyndist líka afburða gott verk. Þar var mini- malisminn eða naumhyggjan allsráðandi; – lít- il smástíg stefbrot flautanna fjögurra tvinn- uðust saman eins og fjögur fiðrildi í sveim um eitt og sama blómið. Eitt og eitt í einu reynir það að brjótast út úr samfelldu tónmálinu og komast í einhverjar hæðir. Undir lokin nær eitt þeirra flugi í einleik eða kadensu sem sveif fallega að niðurlagi verksins. Annars konar naumhyggja einkenndi verk Hans Henriks Nordströms, Nada y todo – ekkert og allt. Þar er dregin upp mynd af nátt- úrukyrrð sem tónskáldið upplifði á lítilli eyju við Írland, og samspil flautanna, eins og punktillískt málverkt, þar sem hver agnarsmár og veikur tónn er órjúf- anlegur partur af hinni stóru heild. Söng hljóðfæraleikaranna í litlum og stórum tvíund- um var fléttað inn í verkið. Þetta var áhrifa- mikið verk og flutningur þess framúrskarandi góður. Verk Erik Stokes, Eldey Island var ein- kennilega á skjön við annað á þessum ágætu tónleikum. Verkið hófst á töluðum inngangi, þar sem lýst var dauða síðasta geirfuglsins. Einhvern veginn gat þessi annars harmræna saga ekki orðið spennandi í þessari umgjörð. Verkið var beinlínis óspennandi, ef ekki bara leiðinlegt. Það kom hins vegar ekkert á óvart að heyra enn nýtt og framúrskarandi smáverk frá El- ínu Gunnlaugsdóttur. Fyrir líknar kraptinn þinn, heitir það, og var samið að beiðni Sirenu í vor. Verkið er byggt á sálmalagi úr Hymnod- iu frá um 1750, en þótt tónefnið sé þangað sótt er verkið hvorki útsetning né stílfærð útgáfa sálmsins, heldur nútímaleg smíð. Mikil rytmík einkenndi verkið ásamt drungalegum hljóm- um dýpstu blokkflautanna. Tónleikunum lauk með barrokkkonsert eins og þeir hófust, nú verki eftir Boismortier. Þetta voru feiknaskemmtilegir tónleikar, og virkilega gaman að heyra að hljóðfæri sem alla jafna heyrast mest í gamalli tónlist, skuli vera að ganga í endurnýjun lífdaga í nýrri tón- list sem er ekki síður forvitnileg en sú gamla. Ekki er það verra þegar spilamennskan er jafn glæsileg og hjá stúlkunum í Sirenu. Happafengur Bergþóra Jónsdóttir TÓNLIST Skálholtskirkja Blokkflautukvartettinn Sirena frá Danmörku flutti verk eftir Telemann, Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Bo Andersen, Hans Henrik Nordström, Erik Stokes, El- ínu Gunnlaugsdóttur og Joseph Bodin de Boismor- tier. Laugardag kl. 17. KAMMERTÓNLEIKAR ÞAÐ var þétt setinn bekkurinn í Skálholts- kirkju á laugardag, á annarri helgi Sumartón- leika, þegar sönghópurinn Hljóm- eyki söng þrjú verk eftir staðartónskáldið, Þorkel Sigur- björnsson. Þorkell er eitt af afkastamestu tónskáldum þjóðarinnar og skipar kórtónlistin veigamikinn sess í höfundarverki hans. Fá tónskáld hafa sýnt íslenskri kirkjutónlist jafnmikla rækt eins og fjölmargir sálmar og stærri kórverk hans eru til vitnis um. Á því sviði ber Þorkell höfuð og herðar yfir aðra hvað fjölbreytileika varðar enda er framlag hans stórt. 145. Davíðssálmur ber undirtit- ilinn „Ég vil vegsama þig, ó, Guð“, en þetta verk var frumflutt nú í Skálholti. Úr einradda upphafi verksins reis afar falleg inngangs- laglína. Þétt hljómferli í hómófónískum stíl tók við og það ásamt samstiga hreyfingum radda, oft margskiptra, einkenndi verkið. Fyrsta við- kynning af 145. Davíðssálmi var sterk. Þetta var áhrifamikið og krefjandi verk og sérdeilis fallegt. Söngur Hljómeykis var einstaklega góður; klingjandi hreinn og blæbrigðaríkur. Himinháar sólóstrófur Hildigunnar Rúnars- dóttur sóprans voru fallega útfærðar og settu svip á verkið. Missa brevis er eitt af alfallegustu kórverk- um Þorkels, samið fyrir Hamrahlíðarkórinn og Þorgerði Ingólfsdóttur árið 1993. Þessi litla messa er gædd einstökum léttleika og yndis- leik; sérdeilis vel samin kórtónsmíð sem leitar á hlustandann aftur og aftur. Söngur Hljóm- eykis var fullkomlega í anda verksins, leikandi léttur og fágaður. Þriðja verkið, Komu, samdi Þorkell fyrir Hljómeyki þegar hann var fyrst staðartón- skáld í Skálholti, sumarið 1988. Textar verks- ins eru úr guðspjöllunum þar sem koma frels- arans er boðuð. Koma er kynngimagnað verk, upphefst hljóðlátt úr tóminu þegar myrkur grúfði yfir djúpinu og andi guðs sveif yfir vötn- um. Verði ljós, og það varð ljós, og söngurinn magnast í herlegan kór, þar sem boðskapurinn er fram borinn á áhrifamikinn máta. Hljómeyki er einn elsti kamm- erkór landsins. Frá upphafi hef- ur það verið aðalsmerki hans að frumflytja ný íslensk kórverk og oftar en ekki í Skálholti. Slík samvinna tónlistarmanna, tón- leikahaldara og tónskálda er ís- lenskri tónlistarmenningu ómet- anleg. Nafn Hljómeykis er samtvinnað Sumartónleikum í Skálholti og um leið mörgum okkar bestu kórtónskálda. Lengi vel söng Hljómeyki án kórstjóra, en síðustu árin hefur Bernharð- ur Wilkinson verkið stjórnandi hópsins. Það var gæfuspor fyrir Hljómeyki að fá svo fínan kór- stjóra til liðs við sig. Ekki að kórinn hafi ekki staðið sig vel stjórnandalaus heldur vegna þess að með stjórnanda er söngurinn agaðri og stíl- hreinni. Hljómeyki hefur á að skipa úrvals söngröddum og þrátt fyrir forföll eins mátt- arstólpans úr sópranrödd á tónleikunum á laugardaginn var söngur hópsins umfram allt fallegur, jafn og hreinn. Bernharður Wilkinson laðar fram úr þessu hljóðfæri blæbrigðaríkan söng; dregur fram stílbrigði og einkenni hvers verks sem við er fengist og mótar söngnum heilsteypt svipmót, rétt eins og á tónleikum laugardagsins sem voru innihaldsrík og sterk upplifun. Hljómeyki og Þorkell TÓNLIST Skálholtskirkja Hljómeyki söng þrjú verk eftir Þorkel Sigurbjörns- son, Davíðssálm nr. 145, Missa brevis og Komu. Stjórnandi var Bernharður Wilkinson. Laugardag kl. 15. KÓRTÓNLEIKAR Þorkell Sigurbjörnsson Bergþóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.