Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 37
minna leyti. Enda fann ég seinna er fór að líða á ævi Hauks að hann mat mikils upp- eldisáhrifin frá starfi ungmenna- félagsins. Mér fannst hann með mörgum frammámönnum þjóðarinn- ar sem lýsa því oft í endurminning- um sínum að starfið í ungmenna- félaginu heima og Laugarvatns- skólinn eða annar sambærilegur alþýðuskóli hafi verið gott veganesti út í lífið. Haukur fór til náms að Laugarvatni eins og margir ungir karlmenn og konur gerðu meðan sú menntastofnun starfaði. Eins og áður hefur verið minnst á kom það fljótt í ljós að Haukur var hagur í höndunum. Í framhaldi af því lærði hann trésmíði og aflaði sér réttinda í þeirri grein, vann síðan við byggingavinnu að aðalstarfi sína starfsævi. Fyrsta húsið sem hann byggði var tvíbýlishúsið í Hellatúni sem byggt var 1945 þegar nýtt hús var byggt í stað gamla bæjarins. Man ég hvað Hellatúnsbændur voru ánægðir með viðskiptin við Hauk fyrir vandaða vinnu og áhuga við að koma verkinu áfram. Ári síðar byrjaði hann á að byggja félagsheimilið Ásgarð sem UMF Ásahrepps stóð að, var það fjögurra ára sumarvinna. Byggði hann það að öllu leyti einsamall nema steypu- vinnu og reisingu á þaki og að gera það fokhelt, það var allt unnið í gjafavinnu af félögum í UMF Ása- hrepps. Aðeins raf- og hitalagna- vinna var borguð út ásamt vinnu Hauks sem var víst ekki reiknuð á topptaxta. Síðan sá hann um við- haldsvinnu um helgar næstu áratug- ina. Þá var skrifari þessara orða með fjárreiður fyrir félagið á tímabili, fann ég þá að mörg stundin var unn- in af hugsjón en ekki hagnaðarvon. Mesta gæfuspor Hauks var 28. febrúar 1953 er hann kvæntist Dag- mar Helgadóttur ættaðri frá Vík í Mýrdal, góðri konu, vinnusamri, verklaginni og hagsýnni húsmóðir. Þau áttu einn son Guðjón Inga, sagn- fræðing og hagleiksmann á sviði lista og lita. Þegar hún tengdist Hauk átti hún lítinn dreng frá fyrra hjónabandi sem Haukur tók að sér sem sitt barn, Helga Tómasson listdansara, sem komið hefur Íslandi vel á kortið úti í hinum stóra heimi með sinni list- sköpun, góðu formi og framkomu sem vakið hefur verðskuldaða at- hygli hvar sem hann hefur komið fram. Haukur hafði Döggu – eins og hún var almennt kölluð – að lísförunaut í 27 ár. Þá greindist hjá henni erfiður sjúkdómur sem lagði hana að velli langt um aldur fram. Þá hygg ég að innra með Hauk hafi myndast sár söknuður og tóma- rúm sem hann bar í hljóði án sjáan- legra marka því þar missti hann það bjarg sem aldrei bifaðist, sá ávallt ljós í myrkri þótt á móti blési. Eftir fráfall hennar dvaldi hann meira í Ási og þegar Eiríkur bróðir hans féll sviplega frá 1988 hélt Haukur áfram af fullum krafti að heyja túnin í Ási, seldi hestamönnum heyið. Nú síðast í ágúst sló hann túnskák í hagstæðum þurrki. En að- alverkið hjá honum síðastliðið sumar voru endurbætur á gamla íbúðarhús- inu í Ási er fór illa í jarðskjálftunum árið 2000. Á því var hann búinn að gera mikla endurbætur en sjálfsagt margt ógert sem stefnt hefur verið að að vinna seinna en margt fer öðru vísi en ætlað er. Eftir heyskapinn fór hann til Reykjavíkur, hefur eflaust ætlað að koma fljótt aftur. Bráðveiktist þá og var fluttur á sjúkrahús og greindist með þann sjúkdóm sem lagði hann að velli eftir um það bil 6 vikna erfitt líf. Þar með er í Ási hljóðnaður véla- dynur, hamarshögg og sagarhljóð. Eftir lifir minningin um góðan granna og starfsaman þjóðfélags- þegn. Að endingu votta ég og mín fjöl- skylda innilega samúð Guðjóni Inga, Helga Tómassyni og fjölskyldum þeirra, öldruðum systkinum og af- komendum ásamt öllum öðrum sem eiga minningar um þau. Megi góður guð gefa ykkur bjart- sýni, trú og kærleika, blessunarríka og bjarta daga um ókomin ár. Guðbjörn I. Jónsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 37 ✝ Steinþór K. Þor-leifsson fæddist í Arnadal í Norður- Ísafjarðarsýslu 19. ágúst 1930. Hann varð bráðkvaddur á Laugarvatni fimmtu- daginn 4. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Þorleifur Þorleifsson, sjómað- ur og verkamaður, f. 9. júlí 1895, d. 18. júní 1984, og Stef- anía Marta Guð- mundsdóttir verka- kona og húsmóðir, f. 27. júlí 1907, d. 16. júní 1983. Systkini Steinþórs eru Aðalheið- ur Elísabet, f. 12. febrúar 1928; Jóhanna, f. 20. júní 1929; Þorleif- ur Magnús, f. 14. september 1931; Magnúsína Erna, f. 19. febrúar 1934, d. 8. september 1998; Sig- urður Guðmundur Stefán, f. 14. júní 1935, d. 2. mars 1977; Eiríkur Ásgeir, f. 6. ágúst 1938; Guðfinna Bergþóra, f. 3. janúar 1940; Guðný Kristín, f. 28. nóvember 1942, d. 28. ágúst 1992. Steinþór kvæntist 25. desem- ber 1960 Ernu G. Sigurðardóttur útgerðastjóra og húsmóður, f. 26. júlí 1938, dóttur hjónanna Gerðar Einarsdóttur húsmóður, f. 7. júlí 1917, d. 11. apríl 1956, og Sig- urðar Óskars Bárðarsonar, f. 19. september 1915, d. 14. febrúar 1999. Börn Steinþórs og Ernu eru: 1) Sigurður Garðar, f. 5. mars 1960, kvæntur Önnu Hönnu Valdimars- dóttur, f. 20. nóvem- ber 1964. Börn þeirra: Anton Þór, Bergþór og Gabríel Þór. 2) Kristján Þór, f. 24. september 1961, unnusta hans er Kamma Viðars- dóttir, f. 20. júní 1963. 3) Drengur, fæddist andvana 12. janúar 1963. 4) Þor- leifur, f. 29. júní 1970, og sambýliskona hans er Magdalena Glazer, f. 10. október 1980. 5) Gerður Ólína, f. 17. júlí 1971, og sonur hennar Abel Haukur Guðmundsson, f. 1. júní 1996. Steinþór var sjómaður mestan hluta af ævi sinni. Hann vann fyrst á ýmsum vertíðarbátum þar til hann keypti sér bát ásamt eig- inkonu sinni 1968 og hófu þau út- gerð til 1990. Árið 1978 gekk Sig- urður sonur hans að hluta til inn í útgerðina. Síðar stofnaði Stein- þór ásamt eiginkonu sinni, Sig- urði syni sínum og eiginkonu hans fiskverkun í Grindavík og rak hana frá 1990 til 1995. Þá fluttu þau hjónin í Kópavog. Útför Steinþórs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Þá er hann Steini vinur okkar farinn til feðra sinna, við hjónin höfðum ekki séð Steina og Ernu í einhverja mánuði er þetta dynur yfir, þá fer maður að naga sig fyrir að hafa ekki verið búinn að heim- sækja þau. Þorleifur og Stefanía flytja með krakkahópinn að Hraungerði fljót- lega upp úr 5́0. Mín fyrstu kynni af Steina og Ernu var haustkvöld eitt 5́5, er ég stend úti við Brimnes í góðu veðri og góni út í myrkrið. Sé ég hvar tvær verur koma upp traðirnar frá Hraungerði. Það eru Steini og Erna sem er með klút fyrir munn- inum og Steini spyr mig hvort ég geti farið með þau til Keflavíkur, því Erna þyrfti til læknis. Við þrjú brunum inneftir en heldur var frúin fámál á leiðinni, sennilega feimin. En ferðin tókst vel og fólk náði heilsu. Þessum kynnum hefði ég ekki viljað missa af. Síðan skilja leiðir. En ég sé Steina af og til bæði á bryggjunum og í beituskúrunum. Steini og Erna fara síðan að búa í Hraungerði. Við síðan í Vina- minni, Jón Hólm og Fanney í Hrafnabjörgum. Hjá þessum hóp myndaðist góður kunningsskapur sem hefur haldist síðan. Steini var alla tíð sjómaður. Ég minnist hans fyrst á Hafrenningi með Simba í Múla, síðan var hann á Hrafni Sv. Gk með Sigga á Sól- heimum. Svo fljótlega upp úr 6́5 ræðst vinurinn í eigin útgerð og kaupir tíu tonna bát og gerir hann út í nokkur ár, jafnhliða því sem hjónin eru að byggja sér hús að Mána- sundi 5. Eins og gengur og gerist í út- gerð voru vertíðar góðar en annar tími göróttur og oft erfiður. Síðan stækkar Steini við sig og kaupir 40 tonna skip, að vísu gam- alt. Það skip var happafley fyrir Steina og gekk honum vel á því. Þetta skip fór síðan í úreldingu og í þriðja skiptið þá ræðst Steini í kaup á skipi sem var um 40 tonn, nokkuð nýlegt, og þá að mig minnir með Sigurði syni sínum sem varð síðar skipstjóri á Sigþóri Gk. Upp úr 8́5 fer heldur að halla undan. Kvótinn var lítill og skertur á hverju ári. Síðan fóru þau í verk- un með en það er eins og gengur, það eru ekki allir jafn heppnir í fjármálum. Við sem þekktum Steina vissum að hann var sjálfum sér verstur þegar það var. Átti hann góða að þar sem Erna var og brást honum aldrei á hverju sem gekk. Um haustið 7́5 vinnur Hrefna bingóvinning til Kanarí og þar með kviknaði útþráin. Ég, Hrefna, Helgi, Olla; Steini og Erna fórum í tvær vikur og eftir það margar ferðir saman og eigum við hjónin góðar og ljúfar minningar með Steina og Ernu. Eftir að þau fluttu í Kópavoginn, bjó Steini þeim aðstöðu að Laug- arvatni þar sem hann var öllum stundum og undi hag sínum vel þar. Það kom fyrir að ég og Hrefna gistum hjá þeim hjónum í góðu yf- irlæti. Við Steini fengum okkur yf- irleitt í glas á kvöldin. Kannski um of stundum, en svona var það hjá okkur. Steini var góður félagi, yfirleitt ljúfur og í góðu skapi. En þó átti hann það til að vera skrambi þung- ur á brún, þá var minn maður svo- lítið erfiður, en ætíð besti félagi. Við biðjum Guð að styrkja og styðja Ernu og börnin í því tóma- rúmi sem hefur myndast. Við minningu þína ég huga minn dvel, er þú þrammaðir í lífsins lendur. Öllu verki og starfi þú skilaðir vel, nú stoltur með pálmann þú stendur. (Magnús J. Antonsson) Hvíl í friði, kæri vinur. Magnús Þ. Sverrisson, Hrefna Petersen.Kæri Steini. Kallið kom snöggt og óvænt. Aldrei erum við viðbúin því þó við vitum að það komi. Mig langar að þakka þér fyrir að hafa verið vinur minn. Alltaf tókstu mér eins og þínu barni þegar ég var á þínu heimili, og var það daglega þegar ég var barn og unglingur, því samgang- urinn var mikill á milli heimila okk- ar. Það sem stendur upp úr í minn- ingunni er helst hvað þú varst stríðinn og skemmtilegur, þú gast alltaf látið mig hlæja eða roðna jafnauðveldlega, og þú hafðir gam- an af því. Ég sendi Ernu, Sigga, Kidda, Þorleifi, Gerði Ólínu og fjölskyldum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Við þökkum samfylgd á lífsins leið, þar lýsandi stjörnur skína, og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína. En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. Hvíl í friði. Valgerður Magnúsdóttir. STEINÞÓR K. ÞORLEIFSSON Til hamingju með afmælið, kæri sonur, þú ert 21árs í dag. Ég vona að þú sért ham- ingjusamur í Paradís. Mig langar mjög mik- ið til þess að vera með þér núna, þú veist að líf mitt getur ekki orðið eins og það var án þín. Mér geng- ur illa að ná áttum. Þú ert hjarta mitt, þú ert lífið mitt, þú ert mér allt. Ég sakna þín og án þín verð ég aldrei aftur hamingjusöm. Ég get aldrei hætt að hugsa um þig. Manstu þegar þú sagðir við mig að þú ætlaðir að fá mótorhjólaskír- teini og ég sagði ekkert, en ég ætl- aði að koma þér á óvart á 21 árs afmælinu þínu og gefa þér mót- orhjól því ég vissi að þú mundir EKACHAI SAITHONG ✝ Ekachai Saith-ong fæddist í Surin í Taílandi 12. júlí 1981. Hann lést í Reykjavík 20. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholts- kirkju 29. nóvem- ber. elska mótorhjólið. Ég hafði margt á prjón- unum fyrir þig og mér líður svo illa að fá ekki tækifæri til að segja þér allt þetta. En ég held að þú vitir hversu mjög mér er annt um þig. Ég trúi því að við munum einhvern tím- ann aftur verða móðir og sonur. Sjáumst, elsku son- ur minn, ég elska þig mjög mikið. Wannika. Elsku bróðir og vinur, við viljum óska þér til hamingju með 21 árs afmælið og segja þér að við sökn- um þín alveg ótrúlega mikið. Líf okkar hefur ekki verið eins án þín og mun aldrei verða eins, en við vonum svo innilega að þér líði vel og að þú sért einhvers stað- ar með ástinni þinni, henni Söru. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, við munum geyma þig í hjarta okkar að eilífu. Sjáumst í paradís, elsku Ek. Þínar systur og vinur, Aldís, Ben og Óðinn. Elsku bróðir minn, mig óraði aldrei fyrir að ég þyrfti að skrifa minningargrein um þig svona snemma, það er svo ótrúlega erfitt að trúa að manneskja sem allir dáðu og elskuðu svo mikið sé far- inn frá þessum heimi, þú fórst allt of fljótt frá okkur. Við áttum svo margt ógert saman, það er svo margt sem þú vildir gera og verða. Í dag hefðir þú orðið 21 árs, ég man að við töluðum um að halda upp á afmælið okkar saman og hafa þetta ógleymanlegt afmælisp- artí. Þú hefðir verið að undirbúa þetta einmitt núna því þú varst svo mikill djammari í þér, vildir alltaf hafa lífið fullt af fjöri, en í dag munum við systkinin halda upp á þennan dag sem við töluðum um að gera, í kvöld munum við koma saman og minnast þín. Þú varst aldrei hræddur við að prófa nýja hluti í lífinu og varst góður í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur eins og í íþróttum sem þú hafðir mjög gaman af, stóðst við allt sem þú sagðir og beiðst aldrei með hlutina, þú varst alltaf bestur í öllu, fyrsta sem þú gerðir var að læra karate svo fórstu í kickbox og endaðir sem þjálfari í þessu öllu saman, já, þú varst alltaf númer eitt. Svo varstu mjög góður við okkur systkinin, reyndir alltaf að sjá um að kenna okkur hvað væri rétt og rangt í lífinu, þú verndaðir okkur og hjálpaðir okkur í gegnum erfiða tíma. Það er svo erfitt að sætta sig við að þú sért farinn frá okkur, það er eitt sem hrjáir mig núna síðan þú fórst frá okkur – að hafa ekki tækifæri til að veita þér jafnmik- inn stuðning og ástúð og þú veittir mér, ég vona að þú fyrirgefir mér það. Það líður ekki einn dagur án þess að ég hugsi til þín, ég mun varðveita allar minningar um þig í hjarta mínu að eilífu, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég er mjög stolt yfir að hafa átt þig sem bróður. Hvíldu nú í friði hjá þinni heittelskuðu Söru. Ágústa Saithong. Elsku amma mín, það er ekki langt síð- an við hlógum dátt er við rifjuðum upp allar þær góðu stundir sem við áttum í Helgamagrastræti. Ég man þegar við áttum heima hjá þér og þú fórst með mig í sundlaugina, þú fórst daglega og hélst því áfram eftir að þú fluttir nær okkur í Garðabæinn. ÁSA HELGADÓTTIR ✝ Ása Helgadóttirfæddist á Ísafirði 24. febrúar 1923. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Holts- búð í Garðabæ 20. júní síðastliðinn. Kveðjuathöfn um Ásu var í Dómkirkj- unni 2. júlí en útför hennar var gerð í kyrrþey. Það var ekkert sem mér þótti skemmti- legra en að fá að leika mér að fína dótinu þínu, klæðast selskap- skjólunum þínum. Uppáhaldið voru þó uppháu hanskarnir og loðskinnskragarnir. Síðan lánaðir þú mér staup og ég lék mér klukkustundum sam- an í frúarleikjum. Það var nánast fast- ur liður að þú komst svo inn í stofu og við dönsuðum saman um stofuna við einhverja klassíska tónlist sem þú hlustaðir á í útvarp- inu. Elsku amma, takk fyrir það sem þú gafst mér, guð geymi þig. Kveðja. Barbara. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.