Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 43 í kennsluna sem skilaði sér fljótt í góðum árangri nemendanna. Þjóðbjörg var glæsileg kona, há og beinvaxin og hafði ákaflega fág- að fas og skipti þá engu hvort hún ræddi við fyrirmenn eða krúnurak- aðan ungling með hring í nefi og eyra. Einhvern veginn smitaði þessi fallega framkoma út frá sér og mátti sjá ofurtöffarana rétta úr sér og breytast í hefðarmenn þegar Þjóðbjörg ávarpaði þá hlýlega. Samstarf okkar varaði í mörg ár og var það eins og í góðu hjónabandi að við bættum hvor aðra upp. Við- fangsefnin og vandi sem upp komu í starfinu voru til þess eins fallin að leysa hratt og örugglega og þegar allt fór í rugl gátum við hlegið að öllu saman. Fljótlega eftir að Þjóðbjörg hóf störf í FG greindist hún með krabbamein sem tókst að með- höndla svo það var til friðs um langt árabil sem gaf von um að það hefði læknast. En fyrir nokkrum árum fannst meinvarp og var ekki að sökum að spyrja. Þrátt fyrir hatramman slag við meinið var ósigurinn henni fljótlega ljós. Hún tók örlögum sínum án þess þó að sætta sig við þau og reyndi að að- lagast lífi sjúklingsins og njóta lífs- ins eins vel og hún gat. Hún taldi lán sitt í lífinu að eiga góðan eig- inmann og þrjá mannvænlega syni sem umvöfðu hana ástúð og um- hyggju. Og svo bættust sonardótt- irin Gyða og tengdadætur í hópinn. Þjóðbjörg var svo sannarlega ,,gull og gersemi“ bæði sem vinnu- félagi og vinur jafnt í gleði og sorg. Ég kveð Þjóðbjörgu með virðingu og söknuði og veit að félagar okkar í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sameinast mér í samúðarkveðju til fjölskyldu hennar og vina. Megi góðar minningar verða ykkur styrkur á erfiðum tímum. Marta Ólafsdóttir. Þjóðbjörg bar stórt nafn sem fór henni vel. Áræðin og staðföst barð- ist hún við sjúkdóm sinn af ein- stöku æðruleysi. Ávallt tók hún nýjum úrskurði um meinsemdina með því hugarfari að nú skyldi sinna meðferðinni sem nýju verk- efni, aðlaga þyrfti líf sitt nýjum farvegi, áfram skyldi halda og njóta þess sem notið varð, nú bara öðru vísi en áður. Þjóðbjörg var prúð kona en jafn- framt blátt áfram, hollráð og rök- föst, og í senn alvörugefin og glað- lynd. Hún mat heilindi, var ekki gefin fyrir billegar lausnir, enda sjálf heil og sönn. Þessum eigin- leikum hennar fengum við sam- kennarar hennar að njóta og reyndist hún afar góður félagi og ráðgjafi. Hún var traustur klettur á kennarastofunni, kom ávallt inn með bros á vör, tilbúin í samræður, oft kímin eða jafnvel háðsk og kom þá oft í ljós að undir alvörugefnu yfirborðinu bjó ríkuleg kímnigáfa. Þjóðbjörg var manneskja sem bar sig vel, hárið var í seinni tíð grásprengt, höfuðhreyfingar yfir- vegaðar, brosið bjart og hugurinn skýr. Klæðnaður hennar var æv- inlega vandaður en látlaus og minnti hún mjög á danskar glæsi- konur sem hafa stíl án tildurs. Hún átti auðvelt með að greina hismið frá kjarnanum og var eftirtektar- vert hvaða augum hún sá lönd, menn og málefni og mótuðust við- horf hennar einatt af sterkri rétt- lætiskennd. Hún var sannarlega úrræðagóð. Þegar röddin brást henni hafði hún samskipti með tölvupósti og njót- um við þess nú að eiga þær minn- ingar. Ekki ofmetnaðist hún yfir vel- gengni sona þeirra hjóna heldur gladdist með þeim og yfir þeim og víst er að í farteskinu hafa þeir heimanmund sem nýtast mun þeim og þeirra nánustu á lífsleiðinni. Og við fögnuðum því innilega, ekki síst Þjóðbjörg, þegar einn sona hennar og dóttir einnar í okkar hópi hófu sambúð. Æðruleysið og skynsemin var okkur sem kynntumst henni til eft- irbreytni og hefur vonandi þroskað okkur. Við getum að minnsta kosti verið þakklátar Þjóðbjörgu fyrir gefandi samfylgd og þau góðu áhrif sem hún hafði í okkar hópi. Anna Sjöfn, Ágústa, Halla, Margrét, Elísabet og Ragnhild- ur. „Vildi, að ég gæti skrifað þér lengra bréf, en þrekið leyfir það ekki í bili – vonandi gefur sum- arsólin mér meiri kraft.“ Þessi voru m.a. orð Boggu í bréfi til mín fyrir tíu dögum. Nú er þessi bekkjarsystir og vinur öll. Sólin náði því miður ekki að lengja líf hennar, en hugurinn og þrekið var óbilandi og í hjarta okkar geymum við heiða og bjarta minningu um Boggu. Við urðum stúdentar frá MR 1964, stærðfræðideild, blandaður bekkur. Stelpurnar þurftu uppfyll- ingu stráka, til að úr yrði sjálf- stæður bekkur. Við áttum saman þrjú mikil mótunarár. Bogga kom úr Hafnarfirði ásamt Stínu vinkonu sinni. Jafnvel þá var það löng leið, en hindraði þær stöllur lítið í sam- skiptum við okkur hin í námi og leik. Bogga ávann sér fljótt traust bekkjarsystkinanna. Hún sat ætíð framarlega í bekknum, rólynd, blíð, samviskusöm og lét sér annt um hag okkar allra. Bogga var góður námsmaður, feiknar mikill stílisti og einnig stælt í raungreinum. Rit- gerðir hennar voru lesnar upp í heyranda hljóði, öðrum til eftir- breytni. Bekkurinn okkar skipaði fljótt sérstakan sess í árgangnum. Í bekknum voru sem fyrr sagði, bæði kynin og samheldnin ótrúleg og ríkir enn. Við hittumst ennþá mánaðarlega yfir vetrartímann, og spjöllum og styrkjum vináttubönd- in. Þessi ótrúlega sterka samstaða á e.t.v. rætur í því, að innan bekkj- arins mynduðust aldrei nein ást- arsambönd, heldur einlæg vinátta allra. Bogga var þarna sem ann- arsstaðar kletturinn, viðræðu- og frásagnargóð. En það átti því miður eftir að breytast, þungbær veikindi hennar ollu því að stundum gat hún vart mælt orð af vörum eða var hrein- lega rúmföst þegar við hittumst. En aftur og aftur stóð hún upp þessi hetja, mætti, brosti og heils- aði með hlýrri snertingu. Og nú hefur dregið fyrir sólu. Við sitjum döpur og syrgjum. Bogga var mikil mannkostakona og af henni er mik- il eftirsjá. Hún gaf okkur vinum sínum mikið og fjölskyldu sinni enn meir. Hún og maður hennar, Sig- urður Bjarnason, eignuðust þrjá drengi, sem allir hafa fest ráð sitt og feta lífsgönguna með sæmd, eru einstaklega miklir hæfileikapiltar. Eiginmanni Boggu, Sigurði, ætt- uðum frá Stokkseyri, kynntumst við seinna á manndómsárum okkar. Þessi trausti og velgerði maður hefur nú skilað erfiðu og þöglu hlutverki, staðið sjóana með prýði í öllum þungbæru ágjöfunum. Nú er komið að kveðjustund. Við T-bekk- ingar minnumst Boggu með mikilli hlýju og virðingu. Við þökkum fyrir að hafa átt hana að vini öll þessi ár. Við þökkum einnig hve hún auðg- aði hópinn okkar, dýpkaði líf okkar. Afrakstur slíkrar vináttu er auður sem aldrei verður aftur tekinn. Við bekkjarsystkinin sendum Sigurði, sonum, tengdadætrum, barnabarni, ættingjum og vinum, dýpstu sam- úðarkveðjur og biðjum þeim öllum blessunar Guðs. Drottinn, gef þú dánum ró, hin- um líkn sem lifa. Kristján Guðmundsson. Það er komið að leiðarlokum og kveðjustundin runnin upp. Systir okkar í Soroptimistaklúbbi Bakka og Selja, Þjóðbjörg Þórðardóttir, hefur kvatt þennan heim. Soroptimisti er bjartsýnissystir eða besta systir og þannig störfum við saman í anda vináttu, reiðubún- ar til hjálpar og þjónustu ásamt öðrum markmiðum. Þjóðbjörg gerðist Soroptimisti árið 1992. Fljótlega tók hún að sér ábyrgðarstörf fyrir bæði klúbbinn og Landssambandið. Hún gegndi störfum formanns klúbbsins, sat í nefndum fyrir hann og sat í rit- nefnd Landssambandsins. Hún vann þessi störf af hógværð og ákveðni og stýrði fundum klúbbsins af festu. Það kom í ljós á formannsárum hennar að hún átti við þau veikindi að stríða sem nú hafa riðið henni að fullu. Ekki féll æðruorð af vörum hennar heldur bar hún sig af reisn. Henni var meir í mun að vita að líðan okkar hinna væri góð og fregnaði oft eftir hvernig okkur miðaði öllum áfram. Hún sótti fundi með okkur eins og heilsan leyfði og naut samvistanna. Henni var mikils virði stuðningur sam- ferðafólks og hafði óbilandi trú á mætti góðra hugsana. Það var henni hjálp ásamt því jákvæða við- horfi sem hún hafði. Það var ómetanlegt að fá að heimsækja hana og sitja og ræða við hana í því kyrrláta umhverfi sem hún skapaði í kringum sig. Hún bjó yfir þeirri innri ró og því jafnvægi og bjartsýni sem gaf manni frið og trú á að við myndum öll sjá til lands eftir erfiðleika. Við þökkum af alhug kynnin við elskulega systur. Eiginmanni, sonum þeirra og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Fyrir hönd Soroptimistaklúbbs Bakka og Selja. Sigríður Sveinsdóttir, formaður. Hún stóð álengdar, falleg, föngu- leg og geislandi af heilbrigði. Virt- ist í blóma lífsins, brosti út að eyr- um og það skein af henni birta, gleði og fegurð. Ég nálgaðist hana og spurði hvort nú væri allt í lagi, hvort hún gæti nú talað, hvort henni liði nú vel. Ég man ekki svar hennar, eða hvort ég fékk svar, en látbragð hennar sagði mér að henni liði vel og að hún væri sátt. Þennan draum dreymdi mig að morgni 6. júlí sl. í Kaliforníu, en þar hef ég dvalið um hríð. Ég var á nokkurra daga ferðalagi og sagði við samferðafólk mitt þegar ég vaknaði að nú kæmi mér ekki á óvart þó að hún Bogga, vinkona mín, væri dáin. Mig hafi dreymt hana þannig. Bogga dó laugardags- kvöldið 6. júlí um ellefuleytið, en þar sem tímamunur á Íslandi og Kaliforníu er 7 tímar, þá var hún rétt dáin þegar hún birtist mér í draumnum. Sennilega hefur hún sjálf viljað færa mér tíðindin, blessunin. Við höfðum svo oft rætt um tilgang lífsins, hvað tæki við eftir dauðann, viðhorf til þessarar jarðvistar, almenn lífsgildi og lífs- máta að mér kemur ekki á óvart að hún hafi viljað sýna mér í verki það sem við rökræddum svo oft. Ég var afdráttarlausari í skoðunum á framhaldslífinu en hún, og hún gerði stundum létt grín að því, en ég er ekki frá því að hún hafi innst inni viljað trúa á það jafnstaðfast- lega og ég. Kynni okkar Boggu hófust þegar ég kom í Flensborg, 13 ára sveita- stúlka að vestan en hún tólf ára Hafnarfjarðarmær, þar sem hún var ári á undan í skóla. Þessi hýra snót hafði þá þegar svo sterkan persónuleika að ekki var hægt ann- að en líta upp til hennar, treysta henni og virða. Við kynntumst þó ekki að ráði fyrr en í Mennta- skólanum í Reykjavík þegar við settumst í 4.T, fyrsta stærðfræði- deildarbekkinn sem hægt var með sanni að kalla blandaðan bekk. Fram að þeim tíma höfðu einungis fáar stúlkur hvert ár valið stærð- fræðideild. Við sátum saman, bæði í skólanum og klukkutíma á dag í Hafnarfjarðarstrætó og fljótlega tókst með okkur vinátta sem aldrei bar skugga á. Við gerðum allar til- raunirnar hjá Skarphéðni Pálma- syni saman og studdum hvor aðra í stærðfræðinni hjá Birni heitnum Bjarnasyni. Ég held þó að það halli á mig í þeim efnum ef grannt er skoðað. Bogga var nefnilega svo klár. Hún hafði til að bera ein- stakan hæfileika til að hugsa rök- rétt og draga réttar ályktanir. Krilli, bekkjarbróðir okkar, kallaði hana „samvisku bekkjarins“ í fimmtugsafmælinu hennar og ég held að þar hafi hann hitt naglann á höfuðið. Dómgreind Boggu var svo heilbrigð og ákvarðanir hennar voru vel ígrundaðar, byggðar á við- teknum skoðunum og góðu innsæi. Stundum forðaði hún okkur bekkj- arfélögunum frá fljótræðislegum ákvörðunum en var þó eftir sem áður potturinn og pannan í öllum okkar skemmtilegheitum. Skýrslugerðir að loknum tilraun- um hjá Skarphéðni voru fastir liðir í lífi okkar. Þær gerðum við til skiptis heima hjá henni eða mér. Sú sem var gestkomandi kom æv- inlega færandi hendi; kók og prins eða kók og kókosbolla voru ofar- lega á vinsældalistanum. Við sögð- um „mín kæra“ hvor við aðra og það var kveðja sem við notuðum til hinstu stundar Boggu í bréfum okkar í tölvunni. Hún átti upphafið að þessari kveðju og mér fannst hún svo skemmtileg að ég gerði hana líka að minni þegar hún átti í hlut. Á þessum árum herjaði sami sjúkdómur og lagði Boggu að velli á mömmu hennar. Hún lá þá fár- sjúk heima. Ég minnist þeirrar konu með virðingu og þakklæti fyr- ir góðar en of fáar samverustundir. Það var alltaf svo gaman að gera skýrslurnar hjá Boggu. Mamma hennar klæddi sig í sloppinn og kom fram í stofu. Hún var fær org- elleikari og spilaði alltaf fyrir mig Largo eftir Handel og ég grét yfir fegurð lagsins. Hún lofaði að spila það yfir mér ef ég dæi á undan henni, hafði fyrrum verið orgelleik- ari í Bessastaðakirkju, og ég ætlaði að syngja „Fjallið eina“ yfir henni ef hún dæi á undan. – Það fylgir unglingsárunum svo mikil drama- tík. – Hún dó á undan mér en ég stóð ekki við loforð mitt, enda hefði það verið fáum til yndis. Við nemendur þessa fyrsta T- bekkjar í MR hefðum sennilega getað lagt okkur betur fram við námið en með okkur tókst hins vegar einstakur vinskapur. Við lögðum í sjóð til að eiga fyrir ferð til Vestmannaeyja um vorið í 4. bekk og Einar Magg gekk í ábyrgð fyrir okkur svo að við gætum feng- ið að gista í Barnaskólanum í Eyj- um. Vinátta okkar var fölskvalaus, eins konar systkinaást. Nú þegar ég er sjálf kennari í MR þá er mér ævinlega hlýtt til bekkja þar sem svona er ástatt, minnist eigin skólagöngu og segi skjólstæðingum mínum frá T-bekknum og hvet þá til að varðveita og efla vináttuna. Hún sé svo dýrmæt og verði aldrei metin til fjár. Henni fái hvorki möl- ur né ryð grandað. Hún dragi fram virðingu fyrir manni sjálfum sem og öðrum. Það sé svo mikilvægt að virða sjálfan sig og aðra – líka þeg- ar við gerum mistök – og gott að eiga góða að. T-bekkurinn hefur hist reglulega yfir veturinn árum saman; sumir jafnvel frá því er leiðir skildu eftir stúdentspróf. Fyrst voru það strákarnir sem mæltu sér mót en þeir fundu fljótt að það var miklu skemmtilegra að hafa okkur stelp- urnar með og eftir það mættu allt- af allir sem gátu í hádegisverðina á veturna. Bogga mín er annar fasti bekkkjarfélaginn sem við sjáum á eftir héðan úr heimi. Guðmundur Ólafsson læknir kvaddi okkur fyrir nokkrum árum. Í veikindum þeirra beggja kom greinilega fram það sem áður er sagt um vináttuna. Helsjúkur mætti Guðmundur á okkar fund rétt fyrir andlát sitt og Bogga kom svo lengi sem stætt var, þrátt fyrir það gífurlega álag sem fylgdi því að mega ekki taka þátt í samræðum á eðlilegan hátt. Bogga var nefnilega afar góður stílisti, hvort heldur var í ræðu eða riti. Skopskyn hennar var ríkt og hún var sérlega orðhepppin og skemmtileg manneskja. Henni var frásagnarlistin í blóð borin. Bréfin hennar, eftir að samskipti okkar jukust á því formi, voru mörg hver gersemar. Þau gerðu mig að betri manni. Samband okkar Boggu hélst að námi loknu, bæði í saumaklúbbi sem við nokkrar vinkonur úr Flensborg höfðum stofnað til, en einnig á þeirri vináttu sem grund- völluð var í T-bekknum. Þar er nú skarð fyrir skildi. Við vinkonurnar höfum misst sterkan hlekk úr vina- keðju okkar. Hlekk sem seint verð- ur bættur. Við Bogga vorum að auki faglega tengdar þar sem við gerðum báðar kennslu að okkar ævistarfi. Hún stundaði reyndar rannsóknarstörf lengi vel. Ég veit að henni farnaðist vel í starfi. Hún hafði lag á að vekja áhuga og virð- ingu þeirra sem umgengust hana, fyrir viðfangsefninu, sjálfum sér og öðrum. „Mín kæra“ hefur kvatt. Í veik- indum hennar varð mér ljóst hversu innihaldsrík þessi kveðja er. „Mín kæra“ var mér svo kær. Hún var holdgervingur þess eftirsókn- arverðasta í fari nokkurrar mann- eskju: Bogga var hófsöm, lagði sig í hvívetna fram um að vera réttlát og sönn manneskja. Hégómagirnd og hvers kyns tildur var henni víðs fjarri, en hún kunni að meta feg- urðina, hvort sem það varðaði hana sjálfa eða aðra. Í veikindum hennar kom fram einstakt lífsviðhorf og já- kvæði til alls. Æðruleysi hennar og andlegt þrek var meira en hægt er að búast við að nokkur hafi til að bera. Hún hélt í vonina til hinstu stundar en gerði sér þó fyllilega grein fyrir alvöru sjúkdómsins. Vald hennar yfir hugsunum sínum var slíkt að hún leyfði neikvæðum hugsunum aldrei að ná tökum á sér heldur trúði á að það birti til. Allt liði hjá. Það var engu líkara en að við hvert skref niður á við fægðist demantur lífs hennar og skini enn skærar þeim sem umgengust hana til styrktar. Ástvinum Boggu minnar votta ég innilega samúð. Eiginmanninum sem stóð sem klettur við hlið henn- ar til enda, sonunum, tengdadætr- unum ásamt litlu perlunni og systkinum hennar. Það er gott til þess að vita að Bogga kvaddi þenn- an heim í faðmi fjölskyldunnar. Hún átti það skilið að vera umvafin kærleika hennar. Að leiðarlokum þakka ég „minni kæru“ fyrir órjúfanlega vináttu og tryggð, fyrir skarpskyggni hennar, lífsviðhorf og visku sem hún leyfði mér að njóta og vera þátttakanda í þegar svo bar undir. Megi sá sem öllu ræður veita henni góðar við- tökur og ljá henni fylgd á nýjum leiðum. Kær vinkona er kvödd að sinni. Kristín Jónsdóttir. Það var mikil djörfung af ungum foreldrum að nefna litla dóttur sína Þjóðbjörgu jafnvel þó það væri ári eftir stofnun lýðveldisins. En kannski hafa þeir þegar séð í aug- um kornabarnsins þá ró og reisn sem þarf til að bera þetta stóra nafn. Mér fannst aldrei neitt annað nafn hæfa henni og hugsa jafnan til hennar þannig þó ég kallaði hana oftast Boggu einsog allir aðrir. Við kynntumst haustið 1959, þá í landsprófi, og urðum fljótt miklir mátar. Þegar ég minnist þessa vetrar og menntaskólaára okkar þá er það ætíð tvennt sem kemur fyrst upp í hugann: Norðurljós og austurlensk ljóð. Þau tindruðu oft skært norðurljósin á vetrarhimn- inum þegar ég gekk heim undir miðnætti frá Arnarhrauninu þar sem við höfðum hreiðrað um okkur á dívaninum hennar allt kvöldið og oftast skoðað myndlistarbækur eða lesið ljóð hvor fyrir aðra. Eitt sum- ar hafði hún dvalist á Bretlandi og kom mér í kynni við ensk skáld, saman uppgötvuðum við þau aust- urlensku. Auðvitað gerðum við ým- islegt annað, lásum margt annað. En fínleiki þeirra ljóða, lágstilltur tónninn, tíminn sem menn gefa sér til að berast í bátnum niður ána og horfa á ský og blóm, kímnin sem svo oft kemur á óvart – allt rímar það við vinkonu mína. Það gerir líka sú stjörnubjarta heiðríkja sem ein fær norðurljós til að fljúga. Meginhluta ævinnar skildu okk- ur úthöf eða fjallgarðar að, en hún var þó alltaf með mér í för. Hávax- in, yfirlætislaus en stolt stúlka, sem ávallt hafði gott til málanna að leggja. Ljúf í umgengni, og hallaði stundum svolítið undir flatt þegar hún brosti við manni. Falleg mann- eskja sem erfitt er að kveðja því svo margt var enn ósagt og ógert. María Kristjánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.