Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 13
NÝ, svipmikil bygging hefur án efa vakið at-
hygli þeirra sem hafa átt leið um Hörðuvelli að
undanförnu. Þar er á ferðinni fyrsti áfangi
Lækjarskóla, sem tekinn verður í notkun í
haust.
Það eru arkitektarnir Sigríður Ólafsdóttir,
Hilmar Þór Björnsson og Finnur Björgvinsson
hjá teiknistofunni Á stofunni sem hönnuðu
bygginguna en tillaga þeirra varð hlutskörpust í
samkeppni sem efnt var til vegna bygging-
arinnar. Skólinn var síðan boðinn út í einka-
framkvæmd og samdi Hafnarfjarðarbær við Ís-
tak um verkið.
Að sögn Kristjáns Stefánssonar, umsjón-
armanns Hafnarfjarðarbæjar með verkinu, verð-
ur einn þriðji hluti fyrirhugaðra bygginga, eða
liðlega 2000 fermetrar, tekinn í notkun í haust,
m.a. ellefu heimastofur og heilsdagsskóli. Hann
segir að fjórir fyrstu árgangarnir eða 1.–4.
bekkur verði í skólanum næsta vetur og megi
búast við að það séu um 200 börn.
Skólasetning er áætluð hinn 22. ágúst næst-
komandi en kennarar mæta til undirbúnings
kennslu nokkru fyrr. „Húsið er mjög langt kom-
ið að innan og nánast tilbúið,“ segir Kristján.
„Þarna eru um 100 manns að vinna daglega
þannig að við erum mjög bjarsýn á að þetta
gangi upp.“
Annar hluti skólabyggingarinnar á svo að
vera tilbúinn samkvæmt samningi 1. ágúst árið
2003 og árið á eftir á íþróttahús skólans og
sundlaug að vera risin. Morgunblaðið/Jim Smart
Lækjarskóli langt kominn
Hafnarfjörður
ÍBÚÐIR í Reykjavík virðast vera
hlutfallslega stærstar á Kjalarnesi
þar sem rúmlega 75% eigna eru
fimm herbergja eða stærri.
Minnstar virðast eignirnar hins
vegar vera í Vesturbæ og Aust-
urbæ þar sem rúmlega 50% eigna
eru þriggja herbergja eða minni.
Þetta kemur fram í Árbók
Reykjavíkur sem nýkomin er út
hjá Reykjavíkurborg. Þar sést
einnig að hlutfall fjögurra her-
bergja íbúða er svipað í öllum
hverfum Reykjavíkur eða um 20%.
Séu sveitarfélögin á höfuðborg-
arsvæðinu borin saman hvað þetta
snertir má sjá að hlutfall fimm
herbergja íbúða og stærri er hæst
í Garðabæ, Bessastaðahreppi og í
Kjós en hlutfall þriggja herbergja
íbúða og minni er hæst í Reykja-
vík þar sem það er tæplega 50%.
Fast á eftir borginni hvað þetta
snertir er Kópavogur þar sem 40%
íbúða eru þriggja herbergja og
minni.
Íbúðir
stærstar á
Kjalarnesi
Reykjavík
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni