Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 13 NÝ, svipmikil bygging hefur án efa vakið at- hygli þeirra sem hafa átt leið um Hörðuvelli að undanförnu. Þar er á ferðinni fyrsti áfangi Lækjarskóla, sem tekinn verður í notkun í haust. Það eru arkitektarnir Sigríður Ólafsdóttir, Hilmar Þór Björnsson og Finnur Björgvinsson hjá teiknistofunni Á stofunni sem hönnuðu bygginguna en tillaga þeirra varð hlutskörpust í samkeppni sem efnt var til vegna bygging- arinnar. Skólinn var síðan boðinn út í einka- framkvæmd og samdi Hafnarfjarðarbær við Ís- tak um verkið. Að sögn Kristjáns Stefánssonar, umsjón- armanns Hafnarfjarðarbæjar með verkinu, verð- ur einn þriðji hluti fyrirhugaðra bygginga, eða liðlega 2000 fermetrar, tekinn í notkun í haust, m.a. ellefu heimastofur og heilsdagsskóli. Hann segir að fjórir fyrstu árgangarnir eða 1.–4. bekkur verði í skólanum næsta vetur og megi búast við að það séu um 200 börn. Skólasetning er áætluð hinn 22. ágúst næst- komandi en kennarar mæta til undirbúnings kennslu nokkru fyrr. „Húsið er mjög langt kom- ið að innan og nánast tilbúið,“ segir Kristján. „Þarna eru um 100 manns að vinna daglega þannig að við erum mjög bjarsýn á að þetta gangi upp.“ Annar hluti skólabyggingarinnar á svo að vera tilbúinn samkvæmt samningi 1. ágúst árið 2003 og árið á eftir á íþróttahús skólans og sundlaug að vera risin. Morgunblaðið/Jim Smart Lækjarskóli langt kominn Hafnarfjörður ÍBÚÐIR í Reykjavík virðast vera hlutfallslega stærstar á Kjalarnesi þar sem rúmlega 75% eigna eru fimm herbergja eða stærri. Minnstar virðast eignirnar hins vegar vera í Vesturbæ og Aust- urbæ þar sem rúmlega 50% eigna eru þriggja herbergja eða minni. Þetta kemur fram í Árbók Reykjavíkur sem nýkomin er út hjá Reykjavíkurborg. Þar sést einnig að hlutfall fjögurra her- bergja íbúða er svipað í öllum hverfum Reykjavíkur eða um 20%. Séu sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu borin saman hvað þetta snertir má sjá að hlutfall fimm herbergja íbúða og stærri er hæst í Garðabæ, Bessastaðahreppi og í Kjós en hlutfall þriggja herbergja íbúða og minni er hæst í Reykja- vík þar sem það er tæplega 50%. Fast á eftir borginni hvað þetta snertir er Kópavogur þar sem 40% íbúða eru þriggja herbergja og minni. Íbúðir stærstar á Kjalarnesi Reykjavík Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.