Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Gunn-arsson fæddist í Reykjavík 14. febr- úar 1929. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi fimmudagskvöldið 4. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Gunnar Kristjáns- son, vélsmiður í Reykjavík, f. 8. apríl 1898 á Efra-Vaðli í Barðastrandar- hreppi á V-Barða- strönd, d. 15. apríl 1980, og kona hans Elín Pálsdóttir, f. 9. nóvember 1900, á Eyrarbakka, d. 24. októ- ber 1983. Systkini Sigurðar eru Kristján, f. 1. september 1932, maki Eygló Jónasdóttir, og Unn- ur, f. 15. maí 1937, maki Helgi Björgvinsson, d. 24. október 1988. Hinn 2. ágúst 1958 kvæntist Sigurður eftirlifandi eiginkonu sinni Eddu Garðarsdóttur, f. 17. maí 1934 á Patreksfirði. Foreldr- ar Eddu voru Garðar Jóhannes- son, framkvæmdastjóri og út- gerðarmaður á Patreksfirði, f. 27. október 1900, d. 14. janúar 1970, og Laura Hildur Proppé, f. 27. júní 1905 á Þingeyri, d. 12. júlí 1992. Börn Sigurðar og Eddu eru: 1) Ragnar, f. 18. júní 1959, kvæntur Önnu B. Jóhannesdótt- ur, f. 7. október 1958. Börn þeirra eru Friðrik Þór, f. 30. desember 1980, og Selma Dögg, f. 13. júní 1983. 2) Snorri, f. 4. febrúar 1962, maki Aðalheiður Leifs- dóttur, f. 21. októ- ber 1967. Þeirra barn er Þórey Arna, f. 26. apríl 1993. 3) Hilmar, f. 22. októ- ber 1963, kvæntur Hrafnhildi Brynju Stefánsdóttur, f. 26. maí 1969, og eiga þau soninn Hinrik Aron, f. 8. nóvember 1999. 4) Drífa, f. 13. júlí 1966, unnusti Ste- ven Paul Worthington, f. 7. mars 1965, búsettur í Kaupmannahöfn. Sigurður ólst upp í Vesturbæn- um í Reykjavík og hóf búskap í húsi foreldra sinna á Mýrargöt- unni. Hann lauk vélstjóraprófi frá Vélskólanum í Reykjavík 1954 eftir að hafa lokið vélvirkja- námi hjá föður sínum í Vélsmiðj- unni Geysi í Reykjavík. Sigurður var vélstjóri á skipum Skipaút- gerðar ríkisins 1954–1963 og hjá Reykjavíkurhöfn frá 1963–1982 þegar hann varð að hætta störf- um sökum heilsubrests. Sigurður átti sæti í stjórn Vélstjórafélags- ins 1975–1977. Útför Sigurðar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku afi minn og tengdapabbi. Þegar við fengum símhringingu í sumarbústaðinn um að þú værir sennilega á leið frá okkur kom sár stingur í hjartað og tárin streymdu niður. Ég minntist síðustu heim- sóknar okkar til ykkar þar sem þú varst hressari en oft áður, sólin skein og Hinrik byrjaði eins og alltaf á að leita að þér til að heilsa þér en þú varst ekki rúmliggjandi eins og oft áður heldur á fótum og sennilega á leið út úr húsi sem ekki hafði gerst oft í seinni tíð. Það er gott að geta minnst þín þannig og allra góðu samverustundanna þar sem þú naust þín best í faðmi fjöl- skyldunnar með stríðnisglampa í augum og ekki hræddur við að segja skoðanir þínar á mönnum og málefnum og sérstaklega þegar kom að því að ræða pólitík. Þú varst alltaf tilbúinn að gera vel við Hinrik og ég minnist þess, þegar þeir feðgar bjuggu hjá ykkur þegar ég var að klára námið í Kaup- mannahöfn, heyrði ég sögu af því þar sem þú gafst Hinrik sultu beint úr krukkunni, þetta hefur honum fundist gott og þú haft gaman af. Þú hafðir mikla ánægju af tónlist og sérstaklega gömlu meisturum jazztónlistarinnar. Já, það er margs að minnast og það verður erfitt að venjast tilhugsuninni um að þú sért ekki lengur hjá okkur. En þangað til næst, hafðu það sem allra best, við vitum að þú fylgist með okkur. Ástarkveðjur og þökk fyrir allt, elsku afi Siggi og tengdapabbi. Hinrik Aron og Hrafnhildur. Einn ágætasti æskufélagi minn er fallinn frá. Ótal minningar streyma fram, allar hugljúfar. Betri dreng man ég vart frá æsku, þó ýmsir úr gamla Vesturbænum séu mér mjög minnisstæðir. Þegar horft er yfir farinn veg rifjast margt upp. Ferðir að kvöldi yfir Landakotstúnið niður á Mýrargötu í vinalega húsið vestan við Slippinn, en það er nú horfið. Þar var ætíð tekið vel á móti öllum. Foreldrar Sigurðar, Elín og Gunnar, hið mesta sómafólk, fögn- uðu ætíð öllum er þar komu enda oft gestkvæmt hjá þeim. Minnis- stæð er mér litla vélsmiðjan í kjall- aranum hjá Gunnari þar sem faðir minn átti margar samverustundir með honum. Þeir voru samrýndir, áttu svipað skap. Gunnar var lista- vélsmiður, allt sem hann snerti lék í höndum hans. Laxveiðimaður var hann ágætur og áttu þeir faðir minn og hann margar veiðiferðir saman. Afli hjá þeim oft ágætur, sérlega í Laxá í Dölum og Korpu. Eins og að framan segir eru minningarnar ótalmargar og allar mér kærar. Ferðalög innanlands sem utan með Sigurði, laxveiði, rjúpnaskyt- terí, ógleymanleg ferð með Gul- fossi. Einnig samverustundir í Danmörku og Þýskalandi og fleira og fleira. Að lokum, Sigurður, ég þakka allar þessar ljúfu samverustundir. Minningin um góðan dreng er björt og fögur. Eiginkonu, fjölskyldu og afkom- endum votta ég samúð mína. Páll Vígkonarson. Sigurður Gunnarsson vinur okk- ar er dáinn. Hann hafði nú um nokkurra ára skeið lifað með erf- iðan sjúkdóm. Hans vegna varð hann að láta af störfum fyrr en ella. Síðustu vikur elnaði sjúkdóm- urinn skjótt. Kynni okkar Sigurðar hófust haustið 1951 þegar við báðir sett- umst í fyrsta bekk Vélskólans í Reykjavík, ég utan af landi, bú- andi á heimavist Sjómannaskólans og vinafár í borginni. Þá var það einn sunnudag að bankað var á herbergisdyrnar mínar. Fyrir ut- an stóðu þrír menn sem allir reyndust vera bekkjarfélagar mín- ir búsettir í Reykjarvík. Erindi þeirra var að bjóða mér með í bíl- túr. Það heyrði til undantekningar þá að menn á þessum aldri ættu yfir eigin bíl að ráða. En það átti Sigurður, sem var búinn að koma sér upp ágætis drossíu og voru margar skemmtilegar ferðir farn- ar í henni um bæinn og nágrenni hans með þeim Jóhannesi Árna- syni, sem nú er látinn, og Þor- steini Þorsteinssyni. Lífsstarf Sig- urðar var tengt sjónum, byrjaði á togaranum Gylfa frá Patreksfirði milli bekkja sumarið 1973. Að námi loknu réðst hann til Skipaút- gerðar ríkisins og starfaði þar og síðar hjá Reykjavíkurhöfn þar til hann lét af störfum vegna heilsu- brests árið 1982. Það var síður en svo að þar hafi skilið með okkur vináttan þó við færum sinn í hvora áttina að námi loknu. Vináttan hefur haldist allar götur síðan og skilað sér til eig- inkvenna okkar og afkomenda og heldur vonandi svo áfram um ókomna tíð. Aðalsteinn Gíslason, Kristín Holm. Elsku Siggi minn. Nú ert þú far- inn og ég hitti þig ekki aftur í Skaftahlíðinni. Þegar þú sast við gluggann og sást mig koma í heimsókn til ömmu og afa þá kom nammipoki sígandi niður til mín eða þú komst og tal- aðir við mig. Þegar þú varst að vinna í skúrnum gafstu þér líka alltaf tíma til að spjalla. Núna ertu kominn til Guðs og ég veit að þér líður vel, það er gott því að þú varst svo lengi veikur. Ég sakna þín. Þinn vinur, Hákon Jarl. SIGURÐUR GUNNARSSON                         ! "#$ %&$         !!" #     $ % & %%   '  '' "'(&) * ' ''+'  %"( () ''+' )&,'- )) ''.&.'') '+'"%'*""'  /012'1'12'+(..')"')3      (     (     4 5467 8 8  *+ /  '  $ $   )     *  + ,      )        -"" . '8'&" +' - . ') .'). '+' "'& $) 5+(9. '+' *&' $) 8('. ') (.434'+' , &. ') " ':34'+' 5#')&. ') ''434'+' . '. '+' -)&535 ') 212'+( '(212'3 .           ,     /     $     ,    ,    ,    , 546 *; -;;8    -&,#  .%" - )( <= $"#3 ./'& ) ((&  %"'1 2'+' */'- (&) #((% %"'1 2'+' ''- , )  %"'1 2') '' (#((+' %"'1 2' %"'1 2'+' '' '(5 ') 1'12'+(1'1'1'3 0     (    (     :>74  8  '"   )  /    ! 1$, $ -"" )2 $,     5 2' (#((+' '"3 )        4 54 ;  %? %"$@.'( 5 (2!A ' 2 ,   3  5#'  4'+' (&..')) 4', 4') ? #((%+' &*&'4') 4'&'5#'  ) '' $?) - )5#'  ) 4' ?+' ''*&'5#'  )3 0     , > 8 (!! " +  '  4  5    ! !!" )2 $, %              - ) '++'3 0  (    (    :546-3C; 8 -'-'. . "  ))1!< :+ $2'   '          3        #   # $,   6" -"" 4'&'.')) '4''+' .').')+' .'  ) ..')+'  (".,'( 1") %"'%"(.')) (" (.+' '.')+' :)&.')) 5 2'5"'")$+' %' ).')) ,#  4'+' 5#' -".')+' ;"#(")   +(1'12'3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.