Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 35 fjarri ömmum og öfum, langömmum og langöfum. Ferðirnar okkar heim í sumar- og jólafrí eru nú dýrmætar minningar. Við erum svo þakklát fyrir að Ragn- hildur okkar fékk að kynnast þér og góðmennsku þinni. Það stendur ein- mitt upp úr hvað þú varst alltaf sér- staklega góður við yngstu kynslóð- ina og fór dóttir okkar ekki varhluta af því. Nú spyr hún ótal spurninga um langafa sinn og saknar þess að hitta þig ekki aftur í sumar. Við fylgdumst með í fjarlægð og vissum að heilsunni var farið að hraka. Þú hafðir alltaf verið svo sterkur og duglegur, að við héldum að þú myndir ná þér á strik aftur. Ætli ég hafi ekki alltaf innst inni beðið eftir því að þú kæmir í heim- sókn til okkar í Ameríkunni og skildir eftir hattinn þinn í forstof- unni. Elsku amma mín, Guð gefi þér styrk og frið á þessum tímum. Við komum bráðum heim til að taka ut- an um þig. Elsku mamma, Ragn- hildur, Árni Ragnar og Sigga, við vottum ykkur innilega samúð. Hvíl í friði, afi minn. Veigar. Á kveðjustund eru söknuður og þakklæti efst í huga okkar barna- barna Árna Ólafssonar. Þegar litið er til baka rifjast upp ótal minn- ingar tengdar afa og ömmu. Þau tvö voru heild, sem ekkert fékk rofið fyrr en nú að afi kveður okkur. Við höfum alltaf litið á ömmu og afa sem fyrirmynd góðra gilda sem skipta okkur öll miklu máli. Þau hafa ætíð lagt mikla áherslu á traust heimili og fjölskyldulíf, ræktað hjónabandið og samband sitt við börn sín og barnabörn og verið okkur yngra fólkinu leiðarljós á lífsleiðinni. Afi var hæglátur maður og traustur og afar barngóður. Hann hafði alltaf tíma fyrir litlu börnin, sem öll hændust að honum. Mörg- um okkar kenndi hann að spila á spil, gjarnan fóru fyrstu kennslu- stundirnar í að læra Ólsen-Ólsen. Þegar lítil börn voru í heimsókn undi afi sér best með þeim yngstu. Hann vaktaði barnavagnana sem stóðu úti til að missa ekki af and- artaki brosandi ungbarns. Fastur liður í fjölskyldunni var lengi vel að koma saman á heimili ömmu og afa á jóladag. Eflaust hef- ur fyrirgangurinn og ærslin oft ver- ið í meira lagi, án þess að við sjálf höfum tekið eftir því. En afi kippti sér ekki upp við það, hann naut þess að vera með okkur og syngja og dansa í kringum jólatréð. Afi var enda góður söngmaður og söng lengi í kirkju- og karlakórum. Afi stundaði holla hreyfingu, hann gekk mikið og synti oft. Nær sjö áratuga samband ömmu og afa var alla tíð afar kært og far- sælt. Aðdáunarvert var að sjá hve samheldin þau voru og hugsuðu vel hvort um annað, sér í lagi þegar heilsu fór að halla. Allt til síðustu stundar hugsaði afi vel um ömmu. Á banalegunni hugsaði hann um að hún hefði góðan stól til að sitja á við rúmið hans. Að leiðarlokum varðveitum við ljúfar minningar um afa í hugum okkar. Nafnið hans fylgir okkur, það er til í öllum ættliðum fjölskyld- unnar enda nafnar hans orðnir fjór- ir. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera afabörnin hans og teljum það hafa verið forréttindi að fá að vera í hans sterku og sam- heldnu fjölskyldu. Amma kveður nú lífsförunaut sinn og söknuður hennar er mikill. Hún hefur annast afa af alúð eftir að heilsu hans tók að hraka síðustu misserin. Með aðdáun sáum við hvernig amma með dug sínum og styrk hugsaði um hann allt til síð- asta dags. Erum við ömmu afar þakklát fyrir umhyggju hennar fyr- ir afa. Við þökkum afa fyrir samfylgd- ina, handleiðsluna og alla þá aðstoð sem hann hefur veitt okkur og fyrir gæsku hans í okkar garð og barna okkar. Við biðjum góðan Guð að varðveita minningu hans og fylgja ömmu. Barnabörn. ✝ Jón Valdemars-son fæddist á Suðureyri við Súg- andafjörð 23. nóvem- ber 1915. Hann lést fimmtudaginn 4. júlí síðastliðinn, þá til heimilis á Hrafnistu við Kleppsveg í Reykjavík. Foreldrar hans voru Valdemar Örnólfsson frá Ísa- firði, síðar kaupmað- ur á Suðureyri, f. 5. sept. 1860, d. 27. feb. 1942, og Guðrún Sveinbjarnardóttir frá Laugum í Súgandafirði, f. 4. ág. 1883, d. 3. maí 1951. Börn Valdemars og konu hans Guðrún- ar Sigfúsdóttur voru: Sigfús, f. 22. sept. 1887, d. í maí 1959, Kristín, f. 15. sept. 1888, dánarár vantar, Anna Kristín, f. 19. apr. 1890, d. í ágúst sama ár, Örnólfur, f. 5. jan. 1893, d. í des. 1970. Börn Valde- mars og Guðrúnar Sveinbjarnar- dóttur eru: Jón, sem hér er kvadd- ur, Guðmundína Rannveig, f. 10. mars 1919, d. í nóv. 1998, Camilla Elín, f. 16. mars 1917, d. í jan. 1987, Sveinn Elíasson, f. 31. des. 1920 – hann var ættleiddur og er einn eftirlifandi af systkinunum, Geirþrúður Svava, f. 17. mars 1923, d. 1990. Árið 1941 kvæntist Jón Valde- marsson eiginkonu sinni Guðjónu Albertsdóttur frá Súgandafirði. Hún lést 19. maí árið 2000. For- eldrar hennar voru hjónin Sigríð- ur Jóna Guðnadóttir frá Skálavík í Norður-Ísafjarðarsýslu, f. 31. 10. 1883, d. 29.12. 1970, og Albert Finnur Jóhannesson, sjómaður á Suður- eyri, f. 13.11. 1884, d. 20.11. 1945. Jón ólst upp á Suðureyri til sjö ára aldurs en vegna veikinda föð- ur var hann sendur í fóstur að Kirkjubóli í Bjarnadal í Önund- arfirði þar sem hann dvaldi að mestu næstu 12 árin. Eftir nám í Núpsskóla fluttist hann aftur til Súgandafjarðar þar sem hann bjó og starfaði til ársins 1989 er hann flutti ásamt eiginkonu sinni að Hrafnistu í Reykjavík. Börn Jóns og Guðjónu eru: 1) Jóhannes Kristján, f. 1940, búsett- ur í Reykjavík, kona hans er Guð- rún M. Hafsteinsdóttir. Börn þeirra eru Bára, Guðjón og Al- bert. 2) Valbjörg Jónsdóttir, f. 1942, búsett í Biskupstungum. Fyrrverandi maki var Bergþór G. Úlfarsson. Börn þeirra eru Úlfar, Sigríður og Jón Þór. 3) Albert Finnur, f. 1947, búsettur í Bris- bane í Ástralíu, kona hans er Julie Wilkins Jónsson. 4) Sveinbjörn, f. 1949, búsettur í Reykjavík. Kona hans er Elín Bergsdóttir. Þeirra börn eru, Jóna Lára, Berglind og Björg. 5) Sigrún, f. 1952, búsett í Reykjavík. Fyrrverandi maki var Clive B. Halliwell. Þeirra synir eru Jón Eric og Ómar Daníel. Barnabarnabörnin eru orðin tíu. Jón verður jarðsunginn frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ótal minningarbrot frá öllum tímabilum lífs míns koma upp í hugann við leiðarlok föður míns. Þarna fór maður með hlýtt hjarta en hrjúfan skráp. Heiðar- leiki, samviskusemi og umhyggja fyrir sínum nánustu – einkenndu hann umfram annað. Og aldrei mátti kvarta. Pabbi var maður sem alltaf var á þönum. Hann hafði að jafnaði mörg störf á hendi, fékk sjaldan fullan matartíma – var sóttur áður en síminn kom til sögunnar en eft- ir að við fengum síma þurfti bara að hringja og þá var hann rokinn aftur af stað. Ef við hefðum átt heima á fjölmennari stað en Súg- andafjörður var hefðum við systk- inin eflaust ekki séð mikið af hon- um og ekki mömmu heldur því þetta átti einnig við um hana. Enda þótt pabbi væri svona önnum kafinn reyndi hann samt að létta undir með mömmu. Ég var 12 ára þegar ég uppgötvaði að fólk reikn- aði ekki með að pabbi hjálpaði til við heimilisstörfin. Þá var ekki al- gengt að karlmenn „vöskuðu upp“ – það gerði pabbi oft eða sá til þess að við gerðum það svo það lenti ekki á mömmu. Amma var líka liðtæk ef allir voru að vinna. Fram yfir 1960 áttum við alltaf 15–20 kindur sem við hjálpuðumst að við að hugsa um. Kvíanes er sumarbústaður sem Örnólfur bróð- ir pabba átti. Hann er um 8 km fyrir innan Suðureyri. Þangað fluttum við á sumrin m.a. til að heyja fyrir kindurnar og höfðum hænsnin með okkur. Oft voru Magga og Úlla, dætur Örnólfs, sumarlangt hjá okkur og seinna systir mömmu með sína stráka og vinkona okkar með sínar stelpur. Fyrst þegar ég man eftir var sleg- ið með orfi og ljá og þegar pabbi hafði of mikið að gera var fenginn sláttumaður. Heyið var sett í balla og flutt á vörubíl heim í hlöðu – fram að 1950 var það aðeins hægt á háfjöru því vegurinn til Suður- eyrar lá að hluta um fjöruna á þeim tíma. Pabbi var alltaf að- almaðurinn við þetta og naut þess að atast í heyinu. Hann hafði van- ist sveitastörfum á Kirkjubóli í Bjarnadal þar sem hann ólst að mestu upp. Um tíma áttum við einnig „hálfa“ belju, þ.e. við áttum hana með annarri fjölskyldu. Ég man þegar pabbi sótti hana. Hann gekk yfir heiðina til Ísafjarðar og kom til baka með kúna. Þessi far- armáti var algengur á þeim tíma. Enda hef ég heyrt frá öðrum en pabba að hann hafi ekki vílað fyrir sér að ganga á lakkskóm yfir fjallaskarð á yngri árum til að fara á ball í næsta byggðarlagi en aldr- ei sleppt úr vinnu vegna þess. Pabbi var alltaf yfirlýstur sjálf- stæðismaður. Þetta hef ég líklega vitað sem barn. Þegar ég var átta eða níu ára var ég í sveit í Hauka- dal í Dýrafirði. Það sumar voru al- þingiskosningar. Aðdragandi kosn- inganna setti svip á umræðuefni fólks. Þegar ég kom heim um haustið trúði ég pabba fyrir því að ákveðinn kaupmaður á Þingeyri væri „jafnaðarmannabulla“. Svar hans sýnir best hve hann tók mikið tillit til mömmu og virti skoðanir hennar og sjálfstæði. Hann sagði: „Skammastu þín að segja þetta, hún mamma þín er jafnaðarmað- ur.“ En hann átti erfitt með að fela brosið. Pabbi og mamma vildu alltaf fylgjast með og gera sem mest fyr- ir sína nánustu. Eftir að við systk- inin fluttum að heiman fórum við árlega vestur til að byrja með. Yngsti bróðir minn bjó lengst af á Suðureyri og dætur hans nutu samvista við afa og ömmu og það var gagnkvæmt. Önnur barnabörn bjuggu ekki á staðnum en þau sóttust eftir að fá þau í heimsókn og helst vildu þau hafa þau sem lengst. Börnin mín voru mikið hjá þeim á sumrin og þegar þau stálp- uðust fengu þau sumarvinnu fyrir vestan. Yngri systkini mín voru þá enn heima og börnin mín kynntust þeim því vel og meta þau mikils. Þau hafa öll taugar til Súganda- fjarðar síðan. Einhvern tíma hafði elsta barnið mitt það á orði að hann hlakkaði alltaf til að koma heim í ágúst en það væri ekki komið nema fram í apríl þegar hann væri farinn að bíða með óþreyju eftir að komast til Súg- andafjarðar aftur. Foreldrar mínir fluttu suður í febrúar 1989 og fengu íbúð á Jök- ulgrunni við DAS. Á þeim tíma var ég í KHÍ og kom oftast daglega til þeirra. Ef einhverjir dagar féllu úr átti pabbi til að segja: „Ég hélt að þú værir farin úr landi og við sæj- um þig ekki meir.“ Þetta heyrði ég aldrei hjá honum eftir að ég var farin að kenna hvort sem það var í Keflavík, á Bakkafirði eða í Bisk- upstungum. „Ég man alltaf lognið og speg- ilsléttan sjóinn á Bakkaflóa þegar ég var á síldinni forðum,“ sagði pabbi þegar ég sagðist fara sem skólastjóri á Bakkafjörð 1994. Þetta kom mér á óvart því aldrei áður hafði hann minnst á þetta tímabil ævi sinnar, svo ég myndi. Enda fékk hann berkla á þessum tíma en það var ekki hans siður að fjasa um hlutina. Næsti læknir var á Þórshöfn og þar var hann settur á land. Sjúkraskýlið var á heimili læknisins og kýrnar voru á neðri hæð. Þarna þurfti hann að bíða eftir skipi til að komast á spítala fyrir sunnan. Hann sagði að vel hefði verið hugsað um sig – enda bar hann fólki ætíð vel söguna og eignaðist vini hvar sem hann var. Pabbi hafði samskipti við æði marga, ekki síst vegna þess að hann sá um að „borga út“ hjá Fiskiðjunni Freyju. Hann var þekktur fyrir að koma með at- hugasemdir við fólk sem var að ná í launin sín. „Þú, heldur þú að þú fáir einhver laun?“ og fleira í þess- um dúr. Einhverjir kunna að hafa tekið þessu illa en flestir tóku þessu vel og svöruðu í sömu mynt og það kunni hann að meta. Að minnsta kosti var ekki annað að sjá þegar við fórum með honum í bæinn eða eitthvað annað þá brást ekki að einhver sem hafði verið í fiskvinnu á Suðureyri kæmi og heilsaði upp á hann eins og gamlan kunningja. Einhvern tíma eftir að pabbi og mamma fluttu suður hafði ég það á orði að það eina sem þau hefðu unnið að saman væri að prjóna sokka á DAS – mamma fitjaði upp, tók úr og felldi af en pabbi prjón- aði. Mér var vinsamlega bent á að það gæti ekki verið rétt þar sem þau hefðu alið upp okkur systk- inin. Þetta var auðvitað rétt því að þau voru alltaf samtaka um að styðja hvort annað í þeim ákvörð- unum sem þau tóku er vörðuðu uppeldið enda þótt þau hefðu ekki rætt saman um þær. Venjulega var viðkvæðið þegar við systkinin vild- um fá leyfi fyrir einhverju: „Hvað sagði mamma þín? eða: „Hvað sagði pabbi þinn?“ Og það stóð sem annað þeirra hafði sagt og alltaf tóku þau svari hvort annars ef á annað var hallað. Einnig voru þau samtaka um að taka vel á móti gestum og margt fleira mætti tína til. Pabbi og mamma voru mjög sjálfstæðir einstaklingar. Þau veittu hvort öðru það frelsi sem nauðsynlegt er fólki til þess að halda sínum sérstaka persónu- leika. Þau reyndu ekki að breyta hvort öðru. Það gat komið fyrir að hvessti á milli þeirra en það stóð aldrei lengi. Þau voru mjög at- hafnasamt fólk sem fór eigin leiðir í starfi. Ég var ekki trúuð á að þeim mundi koma vel saman þegar þau voru flutt í litla íbúð á DAS í svo mikið nábýli við hvort annað þar sem þau voru hætt að vinna úti. Það kom því þægilega á óvart hve vel þau náðu saman eftir að þau fluttu suður og hve samhent þau voru. Mamma kom því til leið- ar að pabbi kíkti á hvað væri að gerast á vinnustofunni og konurn- ar sem þar störfuðu náðu vel til hans. Þær virkjuðu hann til að vefa en það hafði hann séð gert í æsku á Kirkjubóli. Það eru ófáar motturnar og dúkarnir sem hann hefur ofið síðan og handbragðið frábært. Vinnustofan varð vinnu- staður sem þurfti að mæta á ákveðnum tíma en eftir vinnu var prjónað heima og þau spiluðu á spil. Þegar mamma dó fyrir rúm- um tveimur árum hafði fækkað ferðum hans á vinnustofuna og eft- ir það hefur hann ekkert ofið. Heilsu hans hrakaði hratt eftir þetta. Pabbi kom að Kirkjubóli í Bjarnadal í Önundarfirði um sjö ára aldur og ólst þar upp þangað til hann nálgaðist tvítugt er hann fór á Núpsskóla. Eftir það var hann mest á Suðureyri. Hann tal- aði oft um Bessu sína og Guðmund Inga, Halldór og Jóhönnu, systk- inin á Kirkjubóli. Þegar við fórum með hann í heimsókn þangað þurfti hann venjulega að byrja á að fara inn á Smalahól áður en hann fór inn í bæ til að heilsa fólk- inu. Við systkinin viljum færa þessu fólki kærar þakkir fyrir hlý- hug og velvild sem þau hafa sýnt föður okkar í gegnum tíðina. Sama á við um aðra sem hafa sýnt hon- um ræktarsemi. Við viljum færa starfsfólki Hrafnistu í Reykjavík bestu þakkir fyrir góða umönnum. Við systkinin teljum okkur eiga foreldrum okkar mikið að þakka. Blessuð sé minning þeirra beggja. Valbjörg Jónsdóttir. Örfá kveðjuorð til míns kæra föðurbróður Jóns Valdimarssonar eða Nonna Valda eins og hann var oftast kallaður. Ég hygg að honum hafi þótt gott að öðlast hvíldina, lú- inn og farinn að kröftum eftir langa ævi. Þótt hann bæri ekki til- finningar sínar á torg var mér ljóst að hann tregaði lífsförunaut sinn, Jónu Albertsdóttur, sem hafði ver- ið akkeri lífs hans og beið hans handan við móðuna miklu. Hugurinn hvarflar heim til Súg- andafjarðar aftur í tímann þegar Nonni og Jóna voru í tilhugalífinu. Jóna var í vist hjá okkur en Nonni hægri hönd pabba í versluninni sem var á neðri hæð íbúðarhúss- ins. Æskuminning birtist mér eins og gerst hafi í gær; Nonni að stel- ast augnablik úr búðinni upp á efri hæðina til þess að kyssa Jónu sína. Varð úr þessu langt og farsælt hjónaband með fimm börnum sem öll hafa komist vel til manns og verið stolt foreldra sinna og þeim til sóma. Við Nonni vorum ekki að- eins frændur heldur einnig miklir vinir allt frá því ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að dvelja sumarlangt hjá Nonna og Jónu heima í Súgandafirði á unglings- árum mínum eftir að fjölskylda mín fluttist til Reykjavíkur. Mig vantaði sumarvinnu og út- vegaði Nonni mér vinnu við brim- brjótinn sem þá var í byggingu og bauð mér að búa hjá sér. Þetta sumar er mér ógleyman- legt í endurminningunni, ekki síst vegna þeirrar alúðar og umhyggju sem ég naut hjá þessum góðu hjónum. Gleymi ég aldrei þeirri nærgætni sem Nonni sýndi mér þegar hann vakti mig á morgnana, var hann mér svo góður sem væri ég hans eigin sonur. Tókust miklir kærleikar með okkur þetta sumar sem haldist hafa æ síðan. Kveð ég nú þennan kæra frænda minn með söknuði og mun ætíð minnast hans heyri ég góðs manns getið. Valdimar Örnólfsson. Elsku afi, nú þegar við minn- umst þín rifjast upp gamlar og góðar stundir. Við systurnar vor- um mjög heppnar að fá að alast upp með ykkur ömmu. Það var alltaf gott að geta húrrað sér niður brekkuna, eins og þið orðuðuð það, fengið kleinur og mjólk og sungið nokkur lög með ömmu. En þú fussaðir bara og sveiaðir og þóttist ekkert hafa gaman af. Þú varst alltaf með fulla vasa af smápen- ingum og þegar við mættum þér úti á götu fengum við oftast túkall til að kaupa okkur eitthvað gott. Á kvöldin voruð þið alltaf að spila og undantekningalaust var slagafjöld- inn jafn í lokin. Yfir spilinu raul- uðuð þið bæði sittlagið hvort og reynduð þið að yfirgnæfa hvort annað og núna situr þú örugglega með kaffiglasið þitt í hendi spil- andi við ömmu, fussandi og sveiandi yfir þjónustunni. Elsku afi og amma, þær eru ómetanlegar stundirnar sem við áttum með ykkur og hvað sem við munum taka okkur fyrir hendur í framtíðinni munuð þið eiga stóran þátt í því. Jóna Lára, Berglind og Björg. JÓN VALDEMARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.