Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 23 Í GALLERÍI Skugga sýna ljós- myndarinn Katrín Elvarsdóttir og tónlistarmaðurinn Matthías Hem- stock samstarfsverkefni sitt Mórar/ Nærvídd. Á jarðhæð gallerísins eru átta svart-hvítar ljósmyndir eftir Katrínu sem voru teknar víðs vegar um Ísland með um 40 ára gamalli kín- verskri plastkassa-myndavél. Mynd- efnið eru eyðibýli, ryðgaðir bátar og landslag. Algengt er að ljósmyndar- ar, sem taka svart-hvítar myndir í dag, þegar litmyndir eiga betur við til skráningar á nútímanum, séu að fanga andrúmsloft. Sem dæmi vil ég nefna glæsilegar yfirlitsmyndir ljós- myndarans Balthasar Burkhard af svissneskum borgum sem eiga margt skylt við nálgun Katrínar Elvarsdótt- ur, nema að Katrín myndar autt og yfirgefið landslag á meðan Burkhard myndar þéttbyggð svæði í landslagi. Myndir Katrínar, sem eru rúmir 90x90 sentimetrar hver, eru prent- aðar stafrænt í grófri upplausn, ljós og skuggar eru ýkt upp og ljósopið á vélinni er þess eðlis að jaðar mynd- anna verður dökkur svo að hringur myndast umhverfis myndflötinn. Fyrir vikið minna ljósmyndirnar á myndir frá öðrum áratug síðustu ald- ar og jafnvel á kyrrmyndir úr göml- um kvikmyndum eins og eftir Sergei Eisenstein eða F.W. Murnau. Lista- konan hefur reyndar sagt í viðtali í Morgunblaðinu, þegar hún sýndi sömu myndir á Listasafni Akureyrar í mars síðastliðnum, að kvikmynda- leikstjórinn David Lynch sé einn af áhrifavöldum sínum. Má vel sjá skyldleika í myrkri draumkennd og undirliggjandi ógn sem einkennir kvikmyndir Lynch og er einnig stór þáttur í ljósmyndum Katrínar. Árekstrar sem finnast í andrúmi ljós- myndanna, eins og tómleiki, þyngd, ógn og drungi andspænis fegurð og heimildar-raunsæi er einn helsti styrkur þeirra. Það er ekki að ástæðulausu að ég hugsa til kvikmyndagerðar ekki síð- ur en ljósmynda þegar ég skoða sýn- inguna. Tónverk Matthíasar Hem- stock hljómar í herberginu eins og hljóðrás fyrir myndirnar. Hljóðin eru unnin úr upptökum sem tónlistar- maðurinn tók á sömu slóðum og ljós- myndirnar voru teknar. Þetta er t.d. vindur og sjór sem hann skeytir sam- an við raftónverk. Í kjallaranum er litskyggnusýning á 15 ljósmyndum. Þar af eru sömu myndirnar átta og eru á jarðhæðinni. Í raun eru þetta tvær útfærslur á sama verkefninu og þykir mér lit- skyggnusýningin betur heppnuð. Að sitja í myrkvuðu herberginu á meðan litskyggnurnar birtast á veggnum, hver á eftir annarri, og hlusta á því sem næst eintóna verk Matthíasar er mun áhrifameira en að skoða ljós- myndirnar á vegg í upplýstu rými. Sýningin hefur áhrif fyrst og fremst vegna samvinnu listamannanna. Tón- listin er gerð fyrir myndirnar og nýt- ur sín best á meðan þær eru í augsýn og án tónlistarinnar myndi áhrifa- máttur myndanna rýrna. Ljósmynd Katrínar Elvarsdóttur, Strandir II. Drungalegt andrúm í tónum og mynd MYNDLIST Gallerí Skuggi Ljósmyndir og hljóðverk. Sýningin er opin alla daga frá 13–17 og lýkur 17. júlí. KATRÍN ELVARSDÓTTIR OG MATTHÍAS HEMSTOCK Jón B.K. Ransu DANSKI blokkflautukvartettinn Sirena flytur tónlist frá barokktím- anum ásamt norrænni samtímatón- list í Reykjahlíðarkirkju næstkom- andi laugardag kl. 21. Kvartettinn er skipaður fjórum stúlkum sem, að því er segir í til- kynningu, hafa leikið saman frá námsárum sínum í Tónlistarháskól- anum í Óðinsvéum. Þær hafa hlotið margvíslegar viðurkenningar og al- þjóðleg verðlaun fyrir leik sinn. Á efnisskrá þeirra er m.a. verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur tónskáld, sem frumflutt var á Sumartónleikum í Skálholti nýverið. Sumartónleik- ar við Mývatn Sími 525 3000 • www.husa.is 20-40% Útimálning á stein, þak og timbur afsláttur 169kr. HOMEBLEST +50% KOSTAR MINNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.