Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 31 ur að taka mið af því sem tæknin leyfir í dag, svo sem lengd dulkóð- unarlykils. Annars úreldist dulkóð- un sem öryggisaðferð fljótt.“ Öryggismál mikilvægur hluti netsins Á síðasta ári var skipaður vinnu- hópur um öryggismál og skilaði hann skýrslu nýlega. Þar er út- skýrð öryggisstefna og öryggis- reglur heilbrigðisnetsins. Skýrslan hefur verið send Persónuvernd til kynningar og á eftir að fá endan- lega staðfestingu. Þorgeir segir að litið sé svo á að öryggismál séu jafnsjálfsagður hluti af heilbrigðis- netinu og aðrir hlutar þess. „Þess vegna var eytt miklu púðri í verk- efnaáætluninni í að ræða hvaða leiðir bæri að fara í þeim efnum og síðan útfærði vinnuhópurinn þær hugmyndir,“ segir hann. Í vinnuhópnum voru ráðgjafar frá þremur fyrirtækjum sem sér- hæfa sig í öryggismálum á upplýs- ingasviði hér á landi; Stika, Verk- og kerfisfræðistofunnar og KPMG. Einnig voru fulltrúar heilbrigðis- ráðuneytisins, LSH, Trygginga- stofnunar, Háskóla Íslands, Ís- lenskrar erfðagreiningar og Urðar Verðandi Skuldar, auk fleiri sér- fræðinga, í vinnuhópnum. Miðlægur gagnagrunnur á heil- brigðissviði mun í framtíðinni, þeg- ar hann er tilbúinn, væntanlega nota sömu flutningsleiðir og heil- brigðisnetið, að því slepptu að sam- kvæmt lögum þurfa allar upplýs- ingar sem sendar eru í hann að fara í gegnum dulkóðunarstofu Pers- ónuverndar. Á dulkóðunarstofunni verða síaðar úr upplýsingar um þá sem ekki vilja vera í gagnagrunn- inum. Hægt verður að nota heil- brigðisnetið sem flutningsleið frá stofnunum og inn í gagnagrunninn. Vinna hófst í kjölfar stefnu- mótunar ríkisstjórnarinnar Íslenska heilbrigðisnetið á sér nokkra sögu, þótt það sé enn á þró- unarstigi og hafi ekki verið tekið í notkun. Árin 1995–96 mótaði ríkis- stjórnin stefnu um íslenska upplýs- ingasamfélagið. Ísland skyldi skipa sér í fremstu röð í upplýsingamál- um. Í kjölfarið var ráðuneytunum, hverju fyrir sig, falið að móta stefnu sína. Innan heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins var sett fram stefna í upplýsingamálum heilbrigðiskerf- isins. Hún var kynnt í bæklingi í janúar 1998. Markmið sem kynnt voru í bækl- ingnum sem grunnur stefnumörk- unar voru í fyrsta lagi að gæði og hagkvæmni heilbrigðisþjónustunn- ar yrðu aukin með markvissri upp- byggingu og nýtingu upplýsinga- tækni. Í öðru lagi að varðveisla og öryggi gagna yrðu tryggð með við- eigandi tækni og öryggisstuðlum. Í þriðja lagi að friðhelgi einkalífs yrði tryggð þegar ný tækni yrði inn- leidd og í fjórða lagi að almenning- ur ætti kost á greiðum samskiptum við heilbrigðiskerfið og aðgangi að þjónustu og upplýsingum um heil- brigðismál með aðstoð upplýsinga- tækni. Ákveðið var að áhersla yrði lögð á nokkra þætti upplýsingamála: heilbrigðisnet, upplýsingakerfi, rafræna sjúkraskrá, fjarlækningar og heilsuvef. Umsjón verkefnanna skyldi vera í höndum skrifstofu áætlunar- og þróunarmála í heil- brigðisráðuneytinu. Í apríl árið 2000 var gerð ítarleg verkáætlun um byggingu íslenska heilbrigðisnetsins. Þar var umfangi og notkunarsviði netsins lýst í smá- atriðum, þróunarverkefnum fyrir árin 2000–2003, fjallað um öryggis- mál, stjórnun kerfisins og rekstur. króna, nær til þriggja eða fjögurra heilsugæslustöðva. „Það er oft erf- itt að breyta því sem komið er í vana. Við þurfum að eiga samstarf við Lyfjastofnun, Tryggingastofn- un ríkisins, landlækni og fleiri. Allir hlutaðeigandi hafa að sjálfsögðu skoðun á málinu. Það er einkenn- andi á þessum verkefnum öllum að þau kalla á samræmingu og mikinn undirbúning þarf til að koma þeim í framkvæmd,“ segir Ingimar. Allt að 10% sparnaður í lyfjakostnaði Hann segir að færa megi fyrir því rök að rafrænir lyfseðlar séu öruggari en skriflegir, auk þess sem ýmsir telji að lækka megi lyfjakostnað um allt að 10% með rafvæðingu. „En það verður reynslan að leiða í ljós.“ Hann segir að stefnt sé að því að í byrjun næsta árs liggi fyrir ákvörðun um hvort taka skuli rafræna lyfseðla í al- menna notkun. Í uppbyggingu netsins er lögð áhersla á öryggismál og mörg þró- unarverkefnin lúta að þeim. Þor- geir segir að í þeim efnum hafi ver- ið tekinn sá póll í hæðina að negla ekki niður tæknileg atriði. „Dul- kóðun er nauðsynleg, en hún verð- fnum. verkefna nefna til- r, nánar endingar með raf- upplýs- úkrunar- dingar á nustu til ns. raunir í að bráða- tilraunir nabeiðnir og svör. ræna i með raf- erfið gaf DOC ehf. rkefninu lbrigðis- ðisstofn- úningi er mun gera víð- kerfið á gir Ingi- að er að milljónir heilbrigð- æsta leiti Morgunblaðið/Arnaldur araldsdóttir geislafræðingur. ivarpall@mbl.is Morgunblaðið/Arnaldur son yfirlæknir skoðar tölvusneiðmyndir. ÁHUGAMENN um þjóð-félagsmál hafa löngumlitið til íslenska þjóðveld-isins og velt því fyrir sér hvernig á því stendur að það sam- félag gat gengið upp án hefðbundins ríkisvalds, sér í lagi framkvæmda- valds. Eða gat þetta samfélag ef til vill ekki gengið upp? Um þetta eru skiptar skoðanir, en þó er bent á að þjóðveldið var við lýði í um þrjár aldir, sem er til að mynda talsvert lengri tími en liðinn er frá stofnun Bandaríkjanna. Og þau hafa reynd- ar gengið í gegnum eina borgara- styrjöld frá því þau voru stofnuð. En hverjum sýnist einnig sitt um hvernig ástandið var hér á landi á þessum árum og hverjar ástæð- urnar eru fyrir því að þjóðveldið leið undir lok. Frjálshyggju- eða markaðs- hyggjumenn hafa ýmsir talið þjóð- veldið til marks um að ríkisvaldið sé óþarft og að þjóðveldið geti verið fyrirmynd að betra samfélagi en við búum við nú. Margir aðrir eru þvert á móti þeirrar skoðunar að á þjóð- veldisöld hafi sannast að ríkisvald sé nauðsynlegt til að halda samfélög- um saman, tryggja varanleika þeirra og koma í veg fyrir hvers kyns róstur og ofbeldisverk. Tveir menn, Jared Diamond, pró- fessor við UCLA, og Roderick T. Long, aðstoðarprófessor við Aub- urn-háskóla, hafa í nýlegum grein- um sínum reifað ólík sjónarmið um þetta efni. Diamond er sannfærður um að þjóðveldisöldin hafi verið hin versta vargöld hér á landi og sér fátt jákvætt við þetta tímabil. Long lítur þjóðveldið þvert á móti afar jákvæð- um augum og bendir til að mynda á að víg hafi ekki verið hlutfallslega tíðari undir lok þjóðveldisaldar, þegar þau voru algengust, en morð í Bandaríkjunum á okkar dögum. Það er því óhætt að segja að hann hafi margt við röksemdir Diamonds að athuga. Reyndar eru þessir menn varla sammála um nokkurt atriði er varðar þjóðveldið íslenska. Diamond segir að þegar fyrstu íbúarnir hafi komið hingað til lands hafi þeir haft mikla andúð á um- svifamiklu yfirvaldi og þess vegna, en einnig vegna fátæktar, hafi þeir einkavætt ríkisvaldið, sem hafi haft í för með sér borgarastyrjöld, sem endað hafi með því að þeir hafi misst sjálfstæðið. Áhrif náttúrunnar á þróun þjóðveldisins Hann leggur mikið upp úr áhrif- um náttúrunnar á rás atburða og bendir á að hér sé kaldara en í suð- vesturhluta Noregs, sumarið styttra og landbúnaður erfiðari. Of- notkun Íslendinga á landgæðum hafi, ásamt reglulegum eldgosum, leitt til uppblásturs og eyðingar skóga. Skortur á skógi hafi gert Ís- lendingum ókleift að byggja sér ný skip og um 1100 hafi nánast engin sjóskip verið til hér á landi og Ís- lendingar hafi verið algerlega háðir flutningum erlendra manna, sem hafi um aldir hlunnfarið landsmenn í viðskiptum. Long fellst ekki á þá kenningu Diamonds að Íslendingar hafi verið örsnauðir, svo snauðir að þeir hafi hvorki haft efni á ríkisvaldi né sjó- skipum. Í því sambandi nefnir hann að bókmenntir Íslendinga á þessum tíma, þróuð lög og ferðir vestur um haf til Norður-Ameríku bendi ekki verið einkavætt, svo sem slökkvi- starf, málshöfðun gegn meintum glæpamönnum, framkvæmd dóma og fátækrahjálp. „Jafnvel kirkjur voru reistar og reknar í hagnaðar- skyni fyrir landeigendur, sem héldu eftir um helmingi tíundarinnar,“ segir Diamond. Long er talsvert annarrar skoð- unar um þessi atriði og nefnir til að mynda að Tyrkjaránið geti varla verið til staðfestingar því að ríkis- vald hafi skort, því á þeim tíma hafi landið verið undir „vernd“ dönsku krúnunnar, eins og hann orðar það. Og hann álítur ekki að það hafi verið of mikil einkavæðing allra þeirra þátta sem Diamond nefnir sem leitt hafi til hnignunar þjóðveldisins. Þvert á móti telur hann að tíundin og sú minnkandi samkeppni í fram- kvæmd dóma og samþjöppun valds sem henni fylgdi hafi gert út af við þjóðveldið. En hvers vegna varð sú sam- þjöppun valds sem hér er nefnd, spyr Long, stafaði hún af innbyggð- um göllum í kerfinu? Eins og fyrr segir er skýring Diamonds sú að efnaminni bændur hafi smám sam- an orðið fjárhagslega háðir hinum efnameiri vegna erfiðs árferðis. Lík- legri skýring að mati Longs er upp- taka tíundarinnar árið 1096, en hún hafi orðið möguleg þegar þjóðin var orðin kristin. Þetta hafi verið fyrsti raunverulegi skatturinn hér á landi, áður hafi verið um að ræða gjöld eða þóknanir sem menn hafi kosið að greiða fyrir tiltekna þjónustu. Minnkandi samkeppni Þá hafi tíundin ekki haft þann samkeppniseiginleika sem einkennt hafi réttarfar og fullnustu dóma hér, en samkvæmt lögum gátu menn val- ið sér goða án tillits til búsetu. Þess vegna hafi valdsmennirnir þurft að keppa um bændurna, en með tíund- inni hafi höfðingjarnir orðið mun ríkari en áður. Smám saman hafi ríkustu höfðingjarnir náð að sölsa jarðir minni höfðingjanna undir sig, sem hafi orðið til að auka áhrif þeirra sterkustu á þingi, dregið enn úr samkeppninni og gert þeim kleift að krefjast hærri gjalda vegna ein- okunarstöðu. Bændurnir hafi þar með verið orðnir nokkurs konar þegnar þeirra. Long segir einnig að sá ókostur hafi verið á kerfinu að takmarkaður fjöldi goðorða hafi verið til. Ef stofna hefði mátt ný goðorð hefði að hans sögn ekki komið að sök þó höfðingjar hefðu keypt aðra og minni höfðingja upp, því samkeppni hefði áfram verið til staðar. Þetta telur Long sýna að kerfið sem hér var á þjóðveldisöld hafi ekki hrunið vegna innbyggðra galla og ekki vegna of mikils einkafram- taks. Kerfið hafi brugðist á því sviði þar sem minnstur kostur var á sam- keppni og þar sem einkaframtakið naut sín síst. Þeir þættir sem hafi gert það að verkum að þjóðveldið gekk upp í þrjár aldir hafi verið þeir þættir þess þar sem einkaframtakið fékk mest að njóta sín. til fátæktar nema síður sé. Long vitnar meðal annars til skrifa dr. Birgis Þórs Runólfssonar um þetta atriði, en rannsóknir hans hafi bent til stöðugra efnahagslegra fram- fara, meðal annars aukinnar fram- leiðslu útflutningsvara, á þjóðveld- istímanum. Long vitnar einnig til Birgis Þórs varðandi það hvort hér hafi vantað timbur, en Birgir Þór hafi bent á að hingað hafi verið flutt- ur viður til annarra nota en skipa- smíða. Niðurstaða hans sé sú að Ís- lendingar hafi kosið sjálfir að nýta sér hlutfallslega yfirburði sína í landbúnaði, þ.e. að þeir hafi verið hlutfallslega betri bændur en skipa- smiðir og því eftirlátið öðrum sigl- ingarnar, væntanlega þar sem það hafi verið arðsamara. Fækkun sjálfstæðra bænda Önnur meinsemd sem Diamond telur að hafi ýtt undir fall þjóðveld- isins er að fátækari bændur hafi smám saman orðið háðir hinum efn- aðri, því þegar illa hafi árað hafi þeir orðið að fá lánað hey. Þetta hafi leitt til þess að í stað þess að skömmu eftir landnám hafi verið 4.500 sjálf- stæðir bændur hér, þá hafi 80% alls jarðnæðis á 13. öld verið komið í eigu fimm fjölskyldna og sjálfstæðu bændurnir hafi verið orðnir að leiguliðum. Afleiðing þessarar þró- unar hafi verið borgarastyrjöld. Long er ósáttur við þessa skýr- ingu og telur að þótt sumir bændur hafi átt stærri jarðir en aðrir þá hafi þeir líka haft fleiri skepnur að fóðra og þess vegna sé ekki líklegt að þeir hafi haft meira hey á haus en bænd- ur á minni býlum. Þeir hafi þess vegna ekki farið betur út úr harð- indum en aðrir. Þriðja afleiðing veðurfarsins hér á landi segir Diamond hafa verið viðvarandi fátækt og hann segir að Ísland hafi á miðöldum verið verst stadda land Evrópu efnahagslega séð. Það hafi jafnvel verið fátækara en Albanía. Hér hafi hvorki verið bæir né þorp, ekki vegir eða vagnar, og hér hafi enginn maður haft versl- un og viðskipti að aðalstarfi. Ísland var því, að sögn Diamonds, jafnvel of fátækt til að geta haldið uppi ríkisstjórn. Og þar sem Íslend- ingum var hvort eð er illa við yf- irvald eftir að hafa kynnst vaxandi valdi Noregskonungs, þá hafi þeir farið að líta á það sem kost að hafa enga ríkisstjórn, þótt raunin hafi verið sú að þeir hafi ekki haft efni á henni. Diamond segir að Ísland hafi á miðöldum ekki haft neina embætt- ismenn, enga skatta, enga lögreglu og engan her. Landið hafi því verið varnarlaust gagnvart árásum sjó- ræningja, og er Tyrkjaránið árið 1627 nefnt þessu til staðfestingar, en þá hafi ræningjar drepið eða haft á brott með sér nær hundraðasta hvern íbúa landsins. Áhrif tíundarinnar Diamond segir að sumt af því sem talið hafi verið eðlilegt annars stað- ar að ríkið sinnti hafi alls ekki verið fyrir hendi hér á landi. Annað hafi Íslenska þjóðveldið Var þjóðveldisöld tími fátæktar og ófriðar eða friðar og efnahagslegra framfara? Morgunblaðið/Ómar Deilt er um hvort eyðingu skógar eftir landnám hafi fylgt skortur á viði til skipasmíða og það hafi átt þátt í falli íslenska þjóðveldisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.