Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Panic Room Leikstjórinn Fincher gerir allt vel en Foster er ótrúverðug og myndin langdregin og dettur niður í klisjukenndan lokasprett. (S.V.)  Smárabíó, Regnboginn. Köngulóarmaðurinn Ný og flott mynd um Köngulóarmanninn í gamaldags hasarblaðastíl. Frábær framan af en slappast þegar á reynir. (H.J.)  Smárabíó, Regnboginn. My Big Fat Greek Wedding Bara býsna skemmtileg og vel gerð rómantísk gamanmynd. En alltof ófrumleg og fyrirsjáan- leg. (H.L.) Laugarásbíó. Ísöld Teiknimynd. Ágætis skemmtun, sérstaklega fyrir börn, þótt sagan sé frekar einföld og ekki sérlega fersk. (H.L.)  Laugarásbíó, Regnboginn, Smárabíó. Bad Company Hopkins og Rock eru furðulegt par sem venst vel í annars stundum fyndinni en alltof langri og ófrumlegri spennumynd. (H.L.) Sambíóin, Háskólabíó. Pétur Pan II- Aftur til hvergilands Pétur Pan berst enn við Kaftein Krók og nú með hjálp Jónu dóttur Vöndu. Vönduð mynd en heldur tíðindalítil og ófrumleg. (H.J.) Sambíóin. Pilturinn í plastbelgnum Óvenjuleg aulabrandaramynd þar sem sögu- hetjan er ástfanginn ungur maður með ónýtt About a Boy Hugh Grant fer fyrir einstökum leikhóp og myndin undur vel gerð og skrifuð. Frábær skemmtun. (S.V.) Háskólabíó, Sambíóin. Amores Perros Fersk og sterk örlagasaga. Formið er sótt í tar- antínóismann en fer síðan lengra en dýpra inn í tilfinningalíf og tilvist. (H.J.)  Sambíóin. Curse of the Jade Scorpion Allen er góður í nýjustu mynd sinni sem er sambland af gríni og glæpum. Dávaldar, gim- steinar, rannsóknarlöggur og bæld ást. Gam- an gaman. (H.L.)  Háskólabíó. Jimmy Neutron Virkilega vel til fundin og flott teiknimynd um Jimmy og félaga hans sem leggja í spennandi leiðangur til annarrar plánetu til að bjarga for- eldrum sínum. (H.L.)  Sambíóin, Laugarásbíó. Skrímsli hf. Raddsett tölvuteiknimynd um skrímslin í skápnum, sem reynast jafnvel hræddari við börn en börn við þau. Létt og skemmtileg fyrir alla fjölsklduna. (S.V.)  Sambíóin. Árás klónanna Næstsíðasti kafli Stjörnustríðsins er skref í rétta átt, hreinræktað ævintýri og þrjúbíó þó nokkuð vanti uppá seið fyrstu myndanna. (S.V.)  Smárabíó, Regnboginn, Sambíóin. Unfaithful Seiðmögnuð mynd um banvæna sekt og syndir, ástríður og frygð sem kallar ógæfu yfir persónurnar og skilur þær eftir í ógöngum. Ein besta mynd leikstjórans Adrians Lyne. (S.V.)  Smárabíó, Regnboginn. Ali G Indahouse Sjónvarpstrúðurinn Ali G fer mikinn í satíru sem sveiflast á milli allt að því snilligáfu og leiðindastagls. Fyrir unglinga. (S.V.)  Sambíóin. ónæmiskerfi og býr í plastkúlu. (S.V.) Sambíóin. Hart’s War Skilgetið afkvæmi gæðabylgjunnar í stríðs- myndabransanum. Tilraun til að koma með ferskt sjónarhorn á síðari heimstyrjöldina kafn- ar í þjóðernisrembu. (H.J.) Regnboginn. High Crimes Meinsæristryllir um skuggalega fortíð fyrrver- andi hermanns og liðhlaupa. Góður leikhópur og útlit en ferskleikann bráðvantar. (S.V.) Regnboginn. Scooby-Doo Alveg jafn þunn, leiðinleg og ófyndin og sjón- varpsþættirnir. Félagarnir í Ráðgátum hf. fara á draugaeyju að rannsaka heilaþvegna ung- linga. Fyrirsjánleg en kannski ágæt handa krökkum. (H.L.) 40 Days and 40 Nights Stöðluð unglingarómantík, sem einkennist af ofhleðslu alls þess sem best þykir í bandarísk- um unglingabíóheimi. (H.J.) Laugarásbíó. Black Knight Eins brandara þunnildi: Martin Lawrence lend- ir í tímagati og rankar við sér á miðöldum. Hefði betur aldrei snúið til baka. (S.V.) Sambíóin. Van Wilder Party Liaison Gjörsamlega mátt- og smekklaus útgáfa af hinni dæmigerðu bandarísku hormónahlöðnu unglingamynd. (H.J.) 0 Regnboginn, Laugarásbíó. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Lífshættulegur losti: Sæbjörn Valdimarsson segir Unfaithful seiðmagnaða mynd um banvæna sekt og syndir, ástríður og frygð. JULIE Murphy þykir í dag vera með efnilegri „ný-þjóðlagasöngvurum“ en hún kemur frá Englandi og hefur ein- beitt sér að samsuðu enskrar, velskr- ar og bretónskrar tónlistar, með heil- næmum skömmtum af rokki og poppi. Þetta hefur hún ástundað með sveitinni Fernhill en einnig liggja eft- ir hana tvö sólóverk, þar sem lenskan er frumsamin lög, undir sterkum áhrifum frá áðurnefndri þjóðlagatón- list. Það var sú dagskrá sem gestir Gauksins fengu að njóta, þá aðallega laga af nýútkominni plötu, Lilac Tree. Tónleikar Murphy voru skemmst frá að segja frábærir. Hljóðfæraskip- an var einföld; kontrabassi, gítar og trommur og sterk rödd Murphy í for- grunni. Stemningin var viðkvæmnis- leg en um leið kynngimögnuð og áhorfendur greinilega allir komnir til að hlusta – og það vel. Áhrif Murphy er hægt að rekja til stórsöngkvenna eins og Annie Briggs og Sandy Denny. Röddin sterk og kraftmikil um leið og hún er falleg og næsta brothætt. Samsláttur rokks og alþýðutónlistar er vel þekktur þótt hann hafi ekki verið áberandi í meg- instraumnum lengi vel; helst að hann hafi hæst farið upp úr áttunda ára- tugnum. Þannig er sveit Murphy skipuð mönnum sem eiga rætur sínar í rokki, og áherslurnar eftir því; stutt- ermabolir, eyrnalokkar og gallabux- ur og undirleikurinn oft rafmagnað- ur. Ekki þá í hávaðalegum skilningi, heldur hvað heildarnálgun varðar. Sveitin var samæfð vel og hljóðfæra- leikur innblásinn, sérstaklega fór bassaleikarinn oft og tíðum á kostum. Ef tína á til gagnrýnispunkta, sem er alltaf hollt, væri hægt að segja að fátt hafi komið á óvart, til þess eru áhrifavaldarnir of greinilegir. En út- færslan var því sem næst lýtalaus og naut Murphy sín best í rólegum, til- finningaþrungnum lögum þar sem röddin skar stundum ljúflega í gegn- um merg og bein. Þegar best lét var fereykið sem einn maður, sköpunar- gleðin þá alger og ómögulegt annað en að vera hrifinn með. Á heildina litið afar mettandi tón- leikar, og góð tilbreyting að sjá fólk flytja tónlist, tónlistarinnar vegna. Tónlist Undir dísa- runna Tónleikar Gaukur á Stöng Julie Murphy Julie Murphy ásamt hljómsveit. Mánu- daginn 8. júlí, 2002. Arnar Eggert Thoroddsen Julie Murphy býr yfir sterkri og fal- legri rödd. ÞAÐ leiðinlegasta við að vera fyrstur og fljótastur er að þurfa að stoppa og bíða eftir samferðamönnum svo að þeir missi ekki algjörlega sjónar á manni og villist af leið. Allt síðan fyrsta plata Korn kom fyrir 8 árum hefur sveitin verið í þessu vandasama hlutverki og aldrei hefur nokkur sýnt neina tilburði til þess að ná að narta í hælana á henni, hvað þá taka við luktinni. Þetta er hin merkilegasta stað- reynd í ljósi hinnar miklu meintu grósku sem á að hafa verið einmitt í þessari tegund þungarokkstónlistar sem Korn hóf að kanna þegar þeir blönduðu saman gamla sígilda þunga- rokksarfinum og anda gotneska rokks níunda áratugarins og notuðu til þess vinnubrögð hipp-hoppsins. Margir hafa reynt þetta, sveitir á borð við Limp Bizkit, Linkin Park og Papa Roach, svo að þær allra farsæl- ustu séu aðeins nefndar, en allar blikna í samanburði við að því er virð- ist síleitandi Korn-liða og alltaf fær maður á tilfinninguna að þessar sveit- ir liggi nú yfir nýjustu hugmyndum þeirra og reyni að finna út hvernig best sé að gera þær útvarpsvænni. Málið fer þó heldur að vandast þeg- ar Korn sjálf er farin að búa til eins melódísk lög og er að finna á Un- touchables. Staðreyndin er nefnilega sú að þrátt fyrir að platan sé vissulega myrk, bæði hljóðfærasláttur og texta- smíðar söngvarans Jonathans Davis, þá eru lögin þegar upp er staðið glettilega grípandi, einstakur hæfi- leiki sem undanfari Korn, Faith No More, afrekaði að temja sér. Annað sem slær mann við nánari eftir- grennslan er hversu ríkulegur inn- blástur virðist hafa verið sóttur í tón- list níunda áratugarins, þá ekki bara gotneskar rætur síð-Killing Joke heldur einnig til ólíklegra kandídata á borð við Depeche Mode (falsetta Dav- is í „Hollow Life“ er glettilega lík rödd Martins Gore) og – haldið ykkur fast – Tears For Fears. Í alvöru. Hlustiði bara aftur á „Blame“ og kynnið ykkur svo, eða rifjið upp, fyrstu plötu Tears For Fears, The Hurting. Þessi hlið á Korn leggst ugglaust misjafnlega í menn en slepp- ur fyrir horn. Þegar allt kemur til alls ber Un- touchables sannarlega nafn með rentu því þar sannast enn frekar að það virðist engu máli skipta lengur hversu lengi Korn-liðar staldra við og bíða eftir hinum, eitt ár, tvö eða þrjú, ætíð leggja þeir í hann á nýjan leik, fremstir í flokki og halda áfram að lýsa leiðina. Fylgið foringjanum Korn Untouchables Epic Fimmta eiginlega hljóðversplatan frá frumkvöðlum og foringjum nu-metalsins. Og enn breikkar bilið milli þeirra og allra hinna. Skarphéðinn Guðmundsson Lykillög: „Hollow Life“, „Hating“, „Thoughtless“, „No One’s There“ Jarðvegs- þjöppur MEISTARINN.IS Dieselvélar Fiskislóð 26 · Sími: 551 4680 · Fax: 552 6331 www.sturlaugur.is i i l í i l i DEUTZ iskislóð 26 Sími: 551 4 80 www.sturlaugur.is Enn meiri lækkun 50-90% afsláttur Sumarútsala 2002 SMÁRALIND / LÆKJARGÖTU TOPSHOP | TOPMAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.