Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 49 SUNNUDAGINN 14. júlí nk., eftir messu, verður opnuð í Grafarvogs- kirkju sýning á vatnslitamyndum eftir Björgu Þorsteinsdóttur. Kveikjan að myndunum eru kristin trúartákn sem unnið er með á frjálslegan hátt. Sýningin ber heitið „Spunnið úr trúartáknum“. Sýningin, sem er sölusýning, er opin alla daga og stendur til 18. ágúst nk. Messa í Borgarvirki NÆSTKOMANDI sunnudag, 14. júlí, verður messa í Borgarvirki í Húnaþingi vestra kl. 14. Kl. 12.30 verður stund í Breiðabólsstaðar- kirkju þar sem saga staðarins verð- ur rifjuð upp og kirkjan skoðuð. Þaðan verður haldið akandi í Borg- arvirki. Þetta er fjórða sumarið sem messað er í Borgarvirki og hafa þessar messur verið vel sóttar af heimamönnum sem og ferðafólki. Upplagt er að hafa með sér nesti fyrir „messukaffi“ að athöfn lok- inni. Auðvelt er að komast að Borg- arvirki á bíl og örfáar tröppur inn í virkið sjálft. Myndlistarsýning í Grafarvogskirkju Morgunblaðið/Jim Smart Grafarvogskirkja. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigðisstofnun. Heim- sóknargestir eru velkomnir. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lof- gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu- fræðsla. Barna- og unglingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkom- una. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Samkomur á laugardögum: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Jóhann Grétarsson. Bænastundir á hverju kvöldi kl. 20–22 í hliðarsal kirkjunnar. Allir hjartanlega vel- komnir. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Umsjón: Ungt fólk úr Reykjavík og Hafnarfirði. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð- mundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Allir hjartanlega velkomnir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf FYRSTI „fyrirmyndarökumaður“ sumarsins var valinn á dögunum en að launum hlaut hann vikuferð til Portúgals fyrir tvo ásamt bíla- leigubíl. Sagt var frá vali á öku- manninum, Mariu Helenu Sarabia, í beinni útsendingu Rásar 2 en hún hafði þá sýnt fyrirmynd- arakstur í austurhluta borgar- innar ásamt því að vera með lím- miða átaksins í afturrúðunni. Leitin að „fyrirmyndarökumann- inum“ stendur fram að versl- unarmannahelgi en það er um- ferðarátaksverkefni Sjóvár-Almennra, Olís, Plúsferða og Rásar 2. Það voru Sveinn Guð- marsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2, og Einar Guðmundsson, forvarnarfulltrúi Sjóvár-Al- mennra, sem sáu um valið að þessu sinni. Einar Guðmundsson, Sveinn Guðmarsson og Maria Helena Sarabia. Fyrsti fyrirmyndar- ökumaður sumarsins Rangt nafn Rangt var farið með nafn flokks- stjóra í unglingavinnunni á Hólma- vík í blaðinu í fyrradag. Flokksstjór- inn heitir Guðveig Hrólfsdóttir og er beðist velvirðingar á rangherminu. FÉLAG húsbílaeigenda fer sína ár- legu „stóru ferð“ vikuna 13. til 20. júlí og í þetta sinn verður farið um Suðurland. Ferðin hefst í Hvera- gerði laugardaginn 13. júlí kl. 12, far- ið verður vítt og breitt um Suðurland og endað á Hofgarði í Öræfasveit með grillveislu og fleira. Félag húsbílaeig- enda á ferðalagi LÍFRÍKI Þingvallavatns og leikir fyrir börnin eru meðal þess sem verður á boðstólum fyrir gesti á Þingvöllum um helgina. Farið verð- ur í gönguferð á laugardaginn með strönd Þingvallavatns. „Hugað verður að margbrotnu líf- ríki vatnsins og tengslum þess við jarðfræði vatnasviðsins. Safnast verður saman við brúna yfir Öxará við Hótel Valhöll klukkan 13. Á sama tíma verður farið í Hvannagjá þar sem verður dagskrá fyrir börn á öllum aldri. Farið verður frá þjónustumiðstöðinni á Leirunum og tekur dagskráin um klukkustund. Sunnudaginn 14. júlí er guðsþjón- usta í Þingvallakirkju og að venju verður þinghelgarganga þar sem farið verður um þingstaðinn forna og saga þings og þjóðar reifuð. Þing- helgargangan hefst klukkan 15 við kirkju. Þátttaka í dagskrá þjóð- garðsins er ókeypis og öllum opin en nánari upplýsingar um dagskrána veita landverðir í þjónustumiðstöð og á heimasíðu þjóðgarðsins, www.thingvellir.is,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Helgardagskrá þjóð- garðsins á Þingvöllum LEIÐRÉTT FIMMTÁN tilboð bárust í nýlegu útboði Vegagerðarinnar í vinnu við nýjan veg sitt hvorum megin við Þjórsá á hringvegi 1. Að sögn Rögnvalds Gunnarsson- ar, forstöðumanns framkvæmda- deildar hjá Vegagerðinni, er um fjögurra kílómetra langan vegar- spotta að ræða, en nýi vegurinn er 800 metrum neðar en núverandi vegur og á að liggja að nýrri Þjórs- árbrú. „Vegagerðin er erfið að því leyti til að þarna eru mýrar auk þess sem verktakar þurfa að skera sig í gegnum hæðir og kletta. Því er kostnaður á hvern kílómetra hár,“ segir Rögnvaldur. Áætlaður verktakakostnaður Vegagerðarinnar er 226,8 milljónir, en lægsta tilboðið í verkið var frá Háfelli ehf. í Reykjavík og hljóðaði það upp á 149,8 milljónir og er munurinn því og áætlun Vegagerð- arinnar 77 milljónir. Hæsta tilboð- ið, frá Strák ehf. í Reykjavík, hljóð- aði upp á 277,6 milljónir sem er 50,8 milljónum hærra en áætlun Vegagerðarinnar. Önnur tilboð komu frá Íslensk- um aðalverktökum í Reykjavík sem buðu 157,9 milljónir, Suðurverki hf. í Hafnarfirði með 167,4 millj- ónir, Ingileifur Jónsson ehf. á Svínavatni var með 173,9 milljónir, RSB Flóa og Skeiða frá Selfossi voru með 188 milljónir, Héraðs- verk ehf. á Egilsstöðum bauð 188,3 milljónir, Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi var með 190 milljónir, Nesey ehf. í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var með 199,3 milljónir, Ístak hf. í Reykjavík bauð 202,3 milljónir, Norðurfok ehf. á Sauðárkróki var með 206,4 milljónir, Berglín ehf. frá Stykk- ishólmi var með 223,9 milljónir, Jarðvélar ehf. frá Reykjavík buðu 239,4 milljónir, Borgarverk ehf. í Borgarnesi var með 243,2 milljónir og Klæðning ehf. í Garðabæ bauð 258,2 milljónir. Nýi vegurinn 800 metr- um neðar en sá gamli Útboð Vegagerðarinnar vegna nýs vegar við Þjórsá NÝLEGA var opnuð íslensk ræð- isskrifstofa í borginni Nagano í Japan en þar hefur ekki verið ís- lenskur ræðismaður áður. Var So- ichiro Yoshida skipaður kjörræð- ismaður Íslands með ræðisstigi 4. júlí sl. en hann er forstjóri og aðal- eigandi fjölskyldufyrirtækis í Nag- ano, Yoshida & Company. Yoshida er jafnframt ræðismað- ur allra Norðurlandanna þar í borg. Heimilisfang hinnar nýju ræð- isskrifstofu er: 5-1-18 Nakagosho, Nagano City, Nagano Pref. 380- 0935 Japan. Sími: +81 (26) 223- 0011, fax: +81 (26) 227-8008, net- fang: solyoshi@nag.avis.ne.jp. Ný ræðisskrifstofa í Japan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.