Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 49
SUNNUDAGINN 14. júlí nk., eftir
messu, verður opnuð í Grafarvogs-
kirkju sýning á vatnslitamyndum
eftir Björgu Þorsteinsdóttur.
Kveikjan að myndunum eru kristin
trúartákn sem unnið er með á
frjálslegan hátt.
Sýningin ber heitið „Spunnið úr
trúartáknum“. Sýningin, sem er
sölusýning, er opin alla daga og
stendur til 18. ágúst nk.
Messa í Borgarvirki
NÆSTKOMANDI sunnudag, 14.
júlí, verður messa í Borgarvirki í
Húnaþingi vestra kl. 14. Kl. 12.30
verður stund í Breiðabólsstaðar-
kirkju þar sem saga staðarins verð-
ur rifjuð upp og kirkjan skoðuð.
Þaðan verður haldið akandi í Borg-
arvirki.
Þetta er fjórða sumarið sem
messað er í Borgarvirki og hafa
þessar messur verið vel sóttar af
heimamönnum sem og ferðafólki.
Upplagt er að hafa með sér nesti
fyrir „messukaffi“ að athöfn lok-
inni.
Auðvelt er að komast að Borg-
arvirki á bíl og örfáar tröppur inn í
virkið sjálft.
Myndlistarsýning
í Grafarvogskirkju
Morgunblaðið/Jim Smart
Grafarvogskirkja.
Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 14.30
helgistund á Heilbrigðisstofnun. Heim-
sóknargestir eru velkomnir.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam-
komur alla laugardaga kl. 11–12.30. Lof-
gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu-
fræðsla. Barna- og unglingadeildir á
laugardögum. Létt hressing eftir samkom-
una. Allir velkomnir. Biblíufræðsla alla
virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5.
Sjöundadags aðventistar á Íslandi:
Samkomur á laugardögum:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu-
fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Jóhann Grétarsson.
Bænastundir á hverju kvöldi kl. 20–22 í
hliðarsal kirkjunnar. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut
2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15.
Guðsþjónusta kl. 11. Umsjón: Ungt fólk úr
Reykjavík og Hafnarfirði.
Allir hjartanlega velkomnir.
Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði
40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs-
þjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guð-
mundsson.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Allir
hjartanlega velkomnir.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði:
Guðsþjónusta/biblíufræðsla kl. 11.
Ræðumaður: Björgvin Snorrason.
Allir hjartanlega velkomnir.
Safnaðarstarf
FYRSTI „fyrirmyndarökumaður“
sumarsins var valinn á dögunum
en að launum hlaut hann vikuferð
til Portúgals fyrir tvo ásamt bíla-
leigubíl. Sagt var frá vali á öku-
manninum, Mariu Helenu Sarabia,
í beinni útsendingu Rásar 2 en
hún hafði þá sýnt fyrirmynd-
arakstur í austurhluta borgar-
innar ásamt því að vera með lím-
miða átaksins í afturrúðunni.
Leitin að „fyrirmyndarökumann-
inum“ stendur fram að versl-
unarmannahelgi en það er um-
ferðarátaksverkefni
Sjóvár-Almennra, Olís, Plúsferða
og Rásar 2. Það voru Sveinn Guð-
marsson, dagskrárgerðarmaður á
Rás 2, og Einar Guðmundsson,
forvarnarfulltrúi Sjóvár-Al-
mennra, sem sáu um valið að
þessu sinni. Einar Guðmundsson, Sveinn Guðmarsson og Maria Helena Sarabia.
Fyrsti
fyrirmyndar-
ökumaður
sumarsins
Rangt nafn
Rangt var farið með nafn flokks-
stjóra í unglingavinnunni á Hólma-
vík í blaðinu í fyrradag. Flokksstjór-
inn heitir Guðveig Hrólfsdóttir og er
beðist velvirðingar á rangherminu.
FÉLAG húsbílaeigenda fer sína ár-
legu „stóru ferð“ vikuna 13. til 20.
júlí og í þetta sinn verður farið um
Suðurland. Ferðin hefst í Hvera-
gerði laugardaginn 13. júlí kl. 12, far-
ið verður vítt og breitt um Suðurland
og endað á Hofgarði í Öræfasveit
með grillveislu og fleira.
Félag húsbílaeig-
enda á ferðalagi
LÍFRÍKI Þingvallavatns og leikir
fyrir börnin eru meðal þess sem
verður á boðstólum fyrir gesti á
Þingvöllum um helgina. Farið verð-
ur í gönguferð á laugardaginn með
strönd Þingvallavatns.
„Hugað verður að margbrotnu líf-
ríki vatnsins og tengslum þess við
jarðfræði vatnasviðsins.
Safnast verður saman við brúna
yfir Öxará við Hótel Valhöll klukkan
13. Á sama tíma verður farið í
Hvannagjá þar sem verður dagskrá
fyrir börn á öllum aldri. Farið verður
frá þjónustumiðstöðinni á Leirunum
og tekur dagskráin um klukkustund.
Sunnudaginn 14. júlí er guðsþjón-
usta í Þingvallakirkju og að venju
verður þinghelgarganga þar sem
farið verður um þingstaðinn forna og
saga þings og þjóðar reifuð. Þing-
helgargangan hefst klukkan 15 við
kirkju. Þátttaka í dagskrá þjóð-
garðsins er ókeypis og öllum opin en
nánari upplýsingar um dagskrána
veita landverðir í þjónustumiðstöð
og á heimasíðu þjóðgarðsins,
www.thingvellir.is,“ segir m.a. í
fréttatilkynningu.
Helgardagskrá þjóð-
garðsins á Þingvöllum
LEIÐRÉTT
FIMMTÁN tilboð bárust í nýlegu
útboði Vegagerðarinnar í vinnu við
nýjan veg sitt hvorum megin við
Þjórsá á hringvegi 1.
Að sögn Rögnvalds Gunnarsson-
ar, forstöðumanns framkvæmda-
deildar hjá Vegagerðinni, er um
fjögurra kílómetra langan vegar-
spotta að ræða, en nýi vegurinn er
800 metrum neðar en núverandi
vegur og á að liggja að nýrri Þjórs-
árbrú. „Vegagerðin er erfið að því
leyti til að þarna eru mýrar auk
þess sem verktakar þurfa að skera
sig í gegnum hæðir og kletta. Því
er kostnaður á hvern kílómetra
hár,“ segir Rögnvaldur.
Áætlaður verktakakostnaður
Vegagerðarinnar er 226,8 milljónir,
en lægsta tilboðið í verkið var frá
Háfelli ehf. í Reykjavík og hljóðaði
það upp á 149,8 milljónir og er
munurinn því og áætlun Vegagerð-
arinnar 77 milljónir. Hæsta tilboð-
ið, frá Strák ehf. í Reykjavík, hljóð-
aði upp á 277,6 milljónir sem er
50,8 milljónum hærra en áætlun
Vegagerðarinnar.
Önnur tilboð komu frá Íslensk-
um aðalverktökum í Reykjavík sem
buðu 157,9 milljónir, Suðurverki
hf. í Hafnarfirði með 167,4 millj-
ónir, Ingileifur Jónsson ehf. á
Svínavatni var með 173,9 milljónir,
RSB Flóa og Skeiða frá Selfossi
voru með 188 milljónir, Héraðs-
verk ehf. á Egilsstöðum bauð 188,3
milljónir, Vörubílstjórafélagið
Mjölnir á Selfossi var með 190
milljónir, Nesey ehf. í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi var með 199,3
milljónir, Ístak hf. í Reykjavík
bauð 202,3 milljónir, Norðurfok
ehf. á Sauðárkróki var með 206,4
milljónir, Berglín ehf. frá Stykk-
ishólmi var með 223,9 milljónir,
Jarðvélar ehf. frá Reykjavík buðu
239,4 milljónir, Borgarverk ehf. í
Borgarnesi var með 243,2 milljónir
og Klæðning ehf. í Garðabæ bauð
258,2 milljónir.
Nýi vegurinn 800 metr-
um neðar en sá gamli
Útboð Vegagerðarinnar vegna nýs vegar við Þjórsá
NÝLEGA var opnuð íslensk ræð-
isskrifstofa í borginni Nagano í
Japan en þar hefur ekki verið ís-
lenskur ræðismaður áður. Var So-
ichiro Yoshida skipaður kjörræð-
ismaður Íslands með ræðisstigi 4.
júlí sl. en hann er forstjóri og aðal-
eigandi fjölskyldufyrirtækis í Nag-
ano, Yoshida & Company.
Yoshida er jafnframt ræðismað-
ur allra Norðurlandanna þar í
borg.
Heimilisfang hinnar nýju ræð-
isskrifstofu er: 5-1-18 Nakagosho,
Nagano City, Nagano Pref. 380-
0935 Japan. Sími: +81 (26) 223-
0011, fax: +81 (26) 227-8008, net-
fang: solyoshi@nag.avis.ne.jp.
Ný ræðisskrifstofa í Japan