Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Skagamenn á sigurbraut /C3
Landsliðinu boðið
á World Cup /C1
8 SÍÐUR Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Allir í tísku /2
Með grasið í skónum /4
Kúnstugt knipl /6
Heitir straumar á klakanum /7
Auðlesið efni /8
lli í í
i í
i l
i i l
l i i
MAÐURINN sem lést af slysförum
er hann féll úr stiga við hús sitt á
þriðjudagskvöld hét Jón Brynjólfs-
son, til heimilis að Bárugötu 20 í
Reykjavík. Hann var fæddur 4. októ-
ber árið 1928 og lætur eftir sig þrjú
uppkomin börn og fimm barnabörn.
Lést
af slysförum
KNÖPUM og hestum þykir útivistin
jafnan góð og fátt sem jafnast á við
góðan reiðtúr í fallegu umhverfi.
Unga fólkið sem brá sér á dögunum
á bak hjá hestaleigu Álftagerðis við
Mývatn var greinilega ekki í vafa
um hvernig ætti að njóta íslenskrar
náttúru. Þarfasti þjónninn, eins og
íslenski hesturinn var kallaður,
bregst sjaldan og er fyrir löngu
orðinn samofinn ört vaxandi útivist
og ferðaþjónustu eins og hann var
tengdur landbúnaði órofa böndum
hér áður fyrr.
Morgunblaðið/Sig. Sigmunds.
Hófa-
skellir við
Mývatn
FUNDIST hafa fornminjar á
Kirkjubæjarklaustri frá klaustur-
tímanum en fornleifafræðingar eru
nú að rannsaka rústirnar. Byrjað
var að grafa 3. júní sl. og hafa nú
meðal annars fundist mannvistar-
leifar frá 18. öld, skeifuför í tröð-
um frá 17. öld, grjót og torf-
hleðslur frá 16. öld, ásamt
altarissteini.
Forsaga málsins er sú að Skaft-
árhreppur hafði samband við Línu-
hönnun vegna áhuga manna á að
leita fornleifa klausturs á
Kirkjubæjarklaustri. Línuhönnun
kom því að máli við Bjarna F. Ein-
arsson fornleifafræðing og var síð-
an ákveðið að sækja um styrk til
Rannsóknarráðs Íslands. Fékkst
styrkur til að fara í undirbúnings-
rannsóknir árið 2000. Útkoman úr
þeim rannsóknum var ágæt en þó
ekki einhlít. Bjarni taldi þó að allar
líkur væru á að þarna væri að
finna klaustrið, og byggði hann það
á rannsóknum Viðeyjarklausturs,
jarðsjármælingum, prufuholum og
almennu hyggjuviti sínu sem forn-
leifafræðings.
Í framhaldi af því var ákveðið að
sækja um styrk til Kristnihátíð-
arsjóðs sem stofnaður var á Al-
þingi 17. júní árið 2000 á Þingvöll-
um. Fékkst þar ágætis styrkur og
bætti Skaftárhreppur þar við.
Þetta eru einu aðilarnir sem sjá
um fjármögnun þessa verkefnis.
Verkefnið er samvinnuverkefni
Fornleifafræðistofunnar og Kirkju-
bæjarstofu, auk þess sem Háskóli
Íslands kemur lítillega að því. Þeir
sem rannsaka eru fornleifafræð-
ingar frá Íslandi og Svíþjóð auk
þess sem annar tveggja forvarð-
anna kemur frá Englandi, en hann
hefur unnið við mörg verkefni um
allan heim. Það eru einkum sex
manns sem vinna að þessum rann-
sóknum en níu þegar mest er. Ís-
lendingar sem vinna að þessu auk
Bjarna eru Kristján Mímisson og
Magnús A. Sigurðsson, minjavörð-
ur Vesturlands og Vestfjarða.
Bjarni segir að þetta sé fimm
ára verkefni þar sem markmið
fyrsta sumarsins sé nánast aðal-
lega að finna klaustrið. Gríðarlegar
líkur séu á að það hafi loks fundist
og byggir Bjarni það á því að fund-
ist hefur mannabústaður sem get-
ur ekki verið annað en klaustrið
eða klausturbærinn. Og þar sem
altarissteinn fannst í þessum rúst-
um bendir það eindregið til þess að
um klaustrið sé að ræða. Hér á
landi hafa altarissteinar eingöngu
fundist við uppgröft í kirkjum og í
Viðeyjarklaustri, auk nokkurra
lausafunda.
Bjarni segir að ætlunin sé að
fara aðeins dýpra til þess að kom-
ast niður á annað gólf sem er betur
varðveitt, en rannsóknum lýkur í
dag, föstudaginn 12. júlí.
Vonast eftir
að hafa fundið
klaustrið
Morgunblaðið/Eiður Björn Ingólfsson
Horft yfir rannsóknarsvæðið á Kirkjubæjarklaustri. Stærstu steinarnir
tilheyra húsi frá 17. öld. Steinadreifin er í húsi frá klausturtímanum.
Kirkjubæjarklaustur. Morgunblaðið
STJÓRNARFUNDUR hjá banda-
ríska álfyrirtækinu Alcoa hófst í gær
og verður honum fram haldið í dag
og mun þá stjórnin ræða um hug-
myndir um mögulega þátttöku fé-
lagsins í því að reisa álverksmiðju á
Reyðarfirði. Jake Siewert, upplýs-
ingafulltrúi hjá Alcoa, minnir þó á að
hver svo sem niðurstaða stjórnar-
manna Alcoa verði eigi enn alveg eft-
ir að ganga frá einstökum efnisatrið-
um í mögulegum samningum við
Íslendinga. Hvað snerti ákveðna
þætti verkefnisins sé ekki hægt að
ræða um þá fyrr en viljayfirlýsing
beggja aðila liggi fyrir.
Aðspurður segir Siewert að
stjórnendur Alcoa hafi átt í ýtarleg-
um viðræðum við umhverfissamtök
um mögulega þátttöku félagsins í
verkefninu á Reyðarfirði. Verði af
því sé Alcoa staðráðið í því að nýta
bestu fáanlegu tækni til þess að lág-
marka umhverfisáhrif. Siewert segir
að áhyggjur manna beinist vitaskuld
mest að virkjunarframkvæmdum og
Alcoa hafi átt í viðræðum við um-
hverfissamtök, íslensk stjórnvöld og
Landsvirkjun um að koma mætti
upp eins konar vernduðu svæði eða
„þjóðgarði“ nálægt virkjuninni.
„Það er auðvitað ólíklegt,“ segir
Jack Siewert, „að það dugi til þess að
milda afstöðu þeirra sem vilja ekki
að ráðist verði í nokkrar fram-
kvæmdir yfirleitt. En við teljum hins
vegar mikilvægt að tekið verði frá
sérstakt landsvæði handa komandi
kynslóðum. En þegar upp er staðið
er það Íslendinga og íslenskra
stjórnvalda að taka endanlega
ákvörðun um slíkt.“
Formenn sjö umhverfis- og nátt-
úruverndarsamtaka á Íslandi hafa
sent formanni stjórnar Alcoa bréf
vegna væntanlegrar ákvörðunar
stjórnarinnar um kaup á orku af
Landsvirkjun.
Í því er skorað á stjórn Alcoa að
slíta viðræðum við íslensk stjórnvöld
um möguleg orkukaup vegna álvers
á Reyðarfirði enda sé ljóst að fram-
kvæmdum fylgi mikil umhverfis-
spjöll og mjög skiptar skoðanir séu á
meðal Íslendinga um slíkar fram-
kvæmdir.
Stjórnarfundur stendur yfir hjá bandaríska álfyrirtækinu Alcoa
Álver á Reyðarfirði á dagskrá í dag
BORIS Spassky, fyrrverandi heims-
meistari í skák, mun koma til Íslands
í ágúst til að taka þátt í málþingi um
„Einvígi aldarinnar“, en í gær voru
30 ár liðin frá því að Spassky og
Bobby Fischer settust að tafli í
Laugardalshöll í fyrstu skákinni í
heimsmeistaraeinvíginu í skák.
Skáksamband Íslands hefur
ákveðið að minnast þessa viðburðar
með ýmsum hætti og var fyrsta
skrefið stigið í upphafi ársins þegar
efnt var til sýningar í Ráðhúsi
Reykjavíkur sem fram fór samhliða
einvígi Hannesar Hlífars Stefáns-
sonar og Nigels Short.
Sunnudaginn 14. júlí, á alþjóðleg-
um safnadegi, verður opnuð sýning í
Þjóðmenningarhúsinu við Hverfis-
götu í Reykjavík undir yfirskriftinni
„Skákarfur Íslendinga og Einvígi
aldarinnar“. Sýndir verða gripir
tengdir einvígi aldarinnar.
Spassky
á leið til
Íslands
ÍSLANDSPÓSTUR hefur að und-
anförnu átt í viðræðum við útgefend-
ur blaða og tímarita og leitað leiða til
þess að laga póstgjöld áskriftartíma-
rita að breyttum tímum. Samkvæmt
upplýsingum Áskels Jónssonar,
framkvæmdastjóra markaðs- og
sölusviðs Íslandspósts, hefur ný
gjaldskrá Íslandspósts fyrir þessa
þjónustu sem kynnt var í síðustu
viku verið felld úr gildi vegna mik-
illar óánægju þessara viðskiptavina.
Áskell segir að rætt hafi verið við
hvern þeirra fyrir sig. Farið hafi ver-
ið yfir það hvernig þessi mál komi út
hjá þeim og leitað leiða til að veita
þeim aðlögunartíma.
Ný gjaldskrá
Íslandspósts
felld úr gildi
♦ ♦ ♦