Morgunblaðið - 12.07.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.07.2002, Qupperneq 26
LISTIR 26 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Verð frá 1.990.000 kr . ÞEGAR tónlistin nær á manni slíku helj- artaki strax í fyrsta takti, að mann langar helst til að hætta að anda til að trufla ekki og heyra betur, þá er eitthvað merkilegt um að vera. Blokkflautukvartettinn Sirena frá Dan- mörku hóf tónleika sína í Skálholti á laug- ardag með slíkum hvelli í Konsert eftir Tele- mann. Þetta var ekki spurning um fingrafimi kvennanna fjögurra, Marit Ernst, Karinu Hel- enu Agerbo, Helle Nielsen og Piu Loman, þetta var ekki spurning um ótrúlega blásturs- og öndunartækni, þetta var ekki spurning um góða tónlist; – heldur var þetta eitthvað miklu meira og dýrmætara. Þetta var spurning um músík og henni svaraði kvartettinn með því að svala skilningarvitum, huga og tilfinningum hlustenda í einstakri músíkupplifun. Hvílíkur happafengur! Blokkflautukvartettinn Sirena hefur líka að því er sagði í tónleikaskrá unnið til margvíslegra verðlauna og viðurkenninga og skal engan undra. Verkefnaval hópsins á tónleikunum var líka sérstaklega áhugavert. Ný verk í bland við gömul; íslensk verk í bland við útlend. Það var ekki bara Telemann sem lék í hönd- um Sirenu. Það gerðu öll verkin á tónleik- unum. Þó var ekki allt jafn áheyrilegt, en ekki við flytjendur að sakast um það. Blokkflautukvartett Hróðmars I. Sigur- björnssonar var saminn fyrir blokkflaut- unema. Þetta er einfalt verk í sniðum, en engu að síður mjög áheyrilegt. Rounds and Solos eftir ungt danskt tónskáld, Bo Andersen, reyndist líka afburða gott verk. Þar var mini- malisminn eða naumhyggjan allsráðandi; – lít- il smástíg stefbrot flautanna fjögurra tvinn- uðust saman eins og fjögur fiðrildi í sveim um eitt og sama blómið. Eitt og eitt í einu reynir það að brjótast út úr samfelldu tónmálinu og komast í einhverjar hæðir. Undir lokin nær eitt þeirra flugi í einleik eða kadensu sem sveif fallega að niðurlagi verksins. Annars konar naumhyggja einkenndi verk Hans Henriks Nordströms, Nada y todo – ekkert og allt. Þar er dregin upp mynd af nátt- úrukyrrð sem tónskáldið upplifði á lítilli eyju við Írland, og samspil flautanna, eins og punktillískt málverkt, þar sem hver agnarsmár og veikur tónn er órjúf- anlegur partur af hinni stóru heild. Söng hljóðfæraleikaranna í litlum og stórum tvíund- um var fléttað inn í verkið. Þetta var áhrifa- mikið verk og flutningur þess framúrskarandi góður. Verk Erik Stokes, Eldey Island var ein- kennilega á skjön við annað á þessum ágætu tónleikum. Verkið hófst á töluðum inngangi, þar sem lýst var dauða síðasta geirfuglsins. Einhvern veginn gat þessi annars harmræna saga ekki orðið spennandi í þessari umgjörð. Verkið var beinlínis óspennandi, ef ekki bara leiðinlegt. Það kom hins vegar ekkert á óvart að heyra enn nýtt og framúrskarandi smáverk frá El- ínu Gunnlaugsdóttur. Fyrir líknar kraptinn þinn, heitir það, og var samið að beiðni Sirenu í vor. Verkið er byggt á sálmalagi úr Hymnod- iu frá um 1750, en þótt tónefnið sé þangað sótt er verkið hvorki útsetning né stílfærð útgáfa sálmsins, heldur nútímaleg smíð. Mikil rytmík einkenndi verkið ásamt drungalegum hljóm- um dýpstu blokkflautanna. Tónleikunum lauk með barrokkkonsert eins og þeir hófust, nú verki eftir Boismortier. Þetta voru feiknaskemmtilegir tónleikar, og virkilega gaman að heyra að hljóðfæri sem alla jafna heyrast mest í gamalli tónlist, skuli vera að ganga í endurnýjun lífdaga í nýrri tón- list sem er ekki síður forvitnileg en sú gamla. Ekki er það verra þegar spilamennskan er jafn glæsileg og hjá stúlkunum í Sirenu. Happafengur Bergþóra Jónsdóttir TÓNLIST Skálholtskirkja Blokkflautukvartettinn Sirena frá Danmörku flutti verk eftir Telemann, Hróðmar I. Sigurbjörnsson, Bo Andersen, Hans Henrik Nordström, Erik Stokes, El- ínu Gunnlaugsdóttur og Joseph Bodin de Boismor- tier. Laugardag kl. 17. KAMMERTÓNLEIKAR ÞAÐ var þétt setinn bekkurinn í Skálholts- kirkju á laugardag, á annarri helgi Sumartón- leika, þegar sönghópurinn Hljóm- eyki söng þrjú verk eftir staðartónskáldið, Þorkel Sigur- björnsson. Þorkell er eitt af afkastamestu tónskáldum þjóðarinnar og skipar kórtónlistin veigamikinn sess í höfundarverki hans. Fá tónskáld hafa sýnt íslenskri kirkjutónlist jafnmikla rækt eins og fjölmargir sálmar og stærri kórverk hans eru til vitnis um. Á því sviði ber Þorkell höfuð og herðar yfir aðra hvað fjölbreytileika varðar enda er framlag hans stórt. 145. Davíðssálmur ber undirtit- ilinn „Ég vil vegsama þig, ó, Guð“, en þetta verk var frumflutt nú í Skálholti. Úr einradda upphafi verksins reis afar falleg inngangs- laglína. Þétt hljómferli í hómófónískum stíl tók við og það ásamt samstiga hreyfingum radda, oft margskiptra, einkenndi verkið. Fyrsta við- kynning af 145. Davíðssálmi var sterk. Þetta var áhrifamikið og krefjandi verk og sérdeilis fallegt. Söngur Hljómeykis var einstaklega góður; klingjandi hreinn og blæbrigðaríkur. Himinháar sólóstrófur Hildigunnar Rúnars- dóttur sóprans voru fallega útfærðar og settu svip á verkið. Missa brevis er eitt af alfallegustu kórverk- um Þorkels, samið fyrir Hamrahlíðarkórinn og Þorgerði Ingólfsdóttur árið 1993. Þessi litla messa er gædd einstökum léttleika og yndis- leik; sérdeilis vel samin kórtónsmíð sem leitar á hlustandann aftur og aftur. Söngur Hljóm- eykis var fullkomlega í anda verksins, leikandi léttur og fágaður. Þriðja verkið, Komu, samdi Þorkell fyrir Hljómeyki þegar hann var fyrst staðartón- skáld í Skálholti, sumarið 1988. Textar verks- ins eru úr guðspjöllunum þar sem koma frels- arans er boðuð. Koma er kynngimagnað verk, upphefst hljóðlátt úr tóminu þegar myrkur grúfði yfir djúpinu og andi guðs sveif yfir vötn- um. Verði ljós, og það varð ljós, og söngurinn magnast í herlegan kór, þar sem boðskapurinn er fram borinn á áhrifamikinn máta. Hljómeyki er einn elsti kamm- erkór landsins. Frá upphafi hef- ur það verið aðalsmerki hans að frumflytja ný íslensk kórverk og oftar en ekki í Skálholti. Slík samvinna tónlistarmanna, tón- leikahaldara og tónskálda er ís- lenskri tónlistarmenningu ómet- anleg. Nafn Hljómeykis er samtvinnað Sumartónleikum í Skálholti og um leið mörgum okkar bestu kórtónskálda. Lengi vel söng Hljómeyki án kórstjóra, en síðustu árin hefur Bernharð- ur Wilkinson verkið stjórnandi hópsins. Það var gæfuspor fyrir Hljómeyki að fá svo fínan kór- stjóra til liðs við sig. Ekki að kórinn hafi ekki staðið sig vel stjórnandalaus heldur vegna þess að með stjórnanda er söngurinn agaðri og stíl- hreinni. Hljómeyki hefur á að skipa úrvals söngröddum og þrátt fyrir forföll eins mátt- arstólpans úr sópranrödd á tónleikunum á laugardaginn var söngur hópsins umfram allt fallegur, jafn og hreinn. Bernharður Wilkinson laðar fram úr þessu hljóðfæri blæbrigðaríkan söng; dregur fram stílbrigði og einkenni hvers verks sem við er fengist og mótar söngnum heilsteypt svipmót, rétt eins og á tónleikum laugardagsins sem voru innihaldsrík og sterk upplifun. Hljómeyki og Þorkell TÓNLIST Skálholtskirkja Hljómeyki söng þrjú verk eftir Þorkel Sigurbjörns- son, Davíðssálm nr. 145, Missa brevis og Komu. Stjórnandi var Bernharður Wilkinson. Laugardag kl. 15. KÓRTÓNLEIKAR Þorkell Sigurbjörnsson Bergþóra Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.